Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 HÖGNI HREKKVÍSI I i; „ fVKI? i^TTA .." Með morgunkaffinu er... •M\/n I /o~/z \ o ... að láta sem þú sjáir ekki hvað hann borðar mik- ið. TM Rag. U.S Pat Off — all rights reserved • 1979 Los Angeées Ttmes Syndicate Kg fer með hana í land <>k kem svo á eftir að sækja þig. COSPER Vitlaust veður, jú rétt er það! Þakkaðu þínum sæla meðan hann fer ekki að snjóa! Vargar í söguvéum fá samvisku- fiðring Ingjaldur Tómasson skrifar: „í Velvakanda Morgunblað- sins 2. september 1980 er grein eftir Þorstein Guðjónsson um nýfundnar fornleifar í Hrafn- kelsdal og viðbrögð þeirra þjóð- skaðlegu afla, sem telja Hrafn- kelssögu og reyndar allar Islend- ingasögur algerar skáldsögur. Því er það eins og þeir miklu menntamenn, sem hvað harðast halda fram skáldsögukenning- unni, fái einhvern samviskufiðr- ing, þegar stórmerkar fornleifar finnast, sem tvímælalaust koll- varpa skoðunum þeirra. Ég vil benda niðurrifsmönnum íslend- ingasagna á, að nú eru sífellt að koma í ljós staðreyndir, sem níðhöggvar hinna heimsfrægu fornsagna okkar eiga erfitt með að kyngja og reyna að fela fyrir almenningi meðan hægt er. Ilvaðan var þessi mikli viður? Fjölmargt hefi ég áður bent á þessu til sönnunar, t.d. rúnalet- ur, óskemmdan fatnað og margt fleira, sem fundist hefir í hinum stórmerku fornrannsóknum Dana á Grænlandi. Uppgröftur á Bergþórshvoli sannaði bæði stórbruna og tilvist kornhlöðu þar, um eða skömmu eftir land- nám. Svo vel vildi til, að ég dvaldi um tíma með fullorðnum bónda í sumar, sem skoðaði burnarústirnar meðan á upp- greftri stóð. Hann taldi að þetta hefði sýnilega verið stórbygging, því að mikið var þarna af löngum hálfbrunnum trjám. En hvaðan var þessi mikli viður? Ingjaldur Tómasson Var hann norskur, vaxinn hér eða rekaviður? Voru veggir úr grjóti og torfi, eða var þessi bygging að mestu úr timbri? Gerðu fornfræðingar ekkert til að leiða það í ljós, eða kannski tók því ekki? í tísku að leggja sögurnar í einelti Þorsteinn bendir réttilega á hvernig það komst í tísku að leggja sögurnar í einelti með brigslum og rengingum, og bend- ir á dæmi Barða Guðmundsson- ar til að „sanna“ réttan Njálu- höfund, og þar með kveða niður þá skoðun að nokkurn sannleiks- neista sé í Njálssögu að finna. Ég er ekki sammála Þorsteini um það að Þorvarður Þórarinss- on „geti verið“ höfundur Njáls- sögu, einfaldlega vegria þeirrar frumlegu aðferðar, sem Barði heldur fram, að hann hafi notað samtíðarmenn sína til viðmiðun- ar um hluta sögunnar. Snertur aí söguníðsótt Vegna þcssa tel ég líklegt að Barði hafi fengið snert af þeirri söguníðsótt, sem geisað hefir yfir landið, eins og Þorsteinn bendir réttilega á, og vonandi er að þeirri eyðimerkurgöngu ljúki sem fyrst vegna þeirra stór- merku sannana, sem nú eru þegar komnar og munu í vaxandi mæli koma í ljós.“ Net á reykháfana G.H. skrifar: „í blaðinu Degi á Akureyri las ég nýlega áskorun frá Dýravernd- unarfélagi Akureyrar til þeirra húseigenda, sem nú eru að fá hitaveitu í hús sín eða hafa fengið hana, að þeir byrgðu skorsteina á húsum sínum, t.d. með múrhúðun- arneti. Hættan er sú, að smáfugl- ar fari niður í þá til þess að fá skjól fyrir vetrarkuldanum. Sagt er frá því í greininni, að bygg- ingarvörudeild K.E.A. sjái um að klippa niður hæfilega búta, þeir þurfi að vera u.þ.b. 1 metri á lengd og sé netið brotið niður fyrir brún skorsteinsins á alia vegu og síðan bundið utan um með bindivír, þriggja metra löngum. — Alls mun þetta efni kosta um 800 kr. og flestir gætu sjálfir sett þetta á reykháfana. Á ekki síður við hjá okkur Efni þessarar áskorunar til Ak- ureyringa á ekki síður við hér hjá okkur í Reykjavík. Það er hryggi- legt að hugsa til þess, ef svo fer, að snjótittlingarnir farist í reykháf- um okkar, aðeins vegna þess að net vantar yfir op þeirra. Vonandi bregðast húsráðendur hér í Reykjavík vel við þessu mann- úðarmáli og láta hendur standa fram úr ermum við að forða fuglum frá slæmum dauðdaga." Fékk eigin- konu sína til baka Einn af vildarmönnum Velvak- anda fékk eftirfarandi knfljujbréf sent í pósti fyrir helgina: „Kæri vinur. Upphaf þessarar kveðju er hug- sjónin um það að færa þreyttum eiginmönnum ævarandi sáluhjálp og hamingju. Ólíkt flestum keðj- um þá kostar þessi enga peninga. Þú sendir einfaldlega eintak af þessu bréfi til giftra vina þinna, sem sitja í sömu súpunni og þú. Síðan pakkarðu konunni þinni inn og sendir hana til þess manns sem er efstur á meðfylgjandi lista og bætir nafni þínu neðst á listann. Þegar nafn þitt er komið efst á listann, þá muntu fá 16.487 konur og sumar þeirra munu vera al- gjört æði. Þú verður að hafa trú á keðj- unni. Einn maður rauf keðjuna og fékk eiginkonu sína til baka. Láttu þetta ekki koma fyrir þig. Með vinarkveðju. PS. Þegar bréf þetta er skrifað hafi einn vina minna fengið 366 konur. Hann var jarðsettur í gær og það tók 7 líksnyrtingarmenn 36 klst. að ná brosinu af andliti hans. Ég ítreka ... þú verður að hafa trú á keðjunni." Er þetta líf sæmandi nokkrum manni? Húsmóðir skrifar: „Mér hefur aldrei verið svo illa við nokkurn mann, að ég hafi óskað þess, að hann ætti að búa við kjör rússneskrar alþýðu stund- inni lengur. Þeir sem prédika þessa helstefnu mættu vera verka- menn í einn mánuð. Þegar Jón Múli talar um betra mannlíf í Rússlandi eftir byltinguna, þá á hann auðvitað við forréttinda- stéttirnar, en ég öfunda þær ekki heldur. Skorturinn er sá sami hjá almenningi og var á dögum Niku- lásar annars. Lýsing Búkovskýs á fátækrahverfinu sem hann bjó í, gat eins verið lýsing Dickens á London fyrir 1850. Endurreistir eftir aftökuna Húsnæði hér á landi hefur batnað mikið síðan 1850, ekki satt? Ofan á matar- og húsnæð- isskortinn koma svo eftirlits- mennirnir, fangabúðirnar og svo lofsöngvarnir um Stalín. Sérrétt- indastéttirnar sem vaða í lúxus, með sérverslanir o.s.frv., þær þurfa líka að dansa á flokkslín- unni. Það er skammtað hið and- lega fóðrið. Þessi er góður rithöf- undur, en hinn óhæfur, og enginn má hafa sitt eigið álit á hlutunum. Þegar svo var búið að láta dýrka þennan eða hinn, þá allt í einu dæmdust þeir óhæfir skaðræðis- menn, og meira að segja Maxim Gorki var tekinn af lífi. Oft voru þeir endurreisur, en venjulega eftir aftökuna, svo að þeir græddu lítið. Hvar ætla þeir að fá matinn? „Það er ekki hægt að stjórna heilli þjóð eins og sinfóníuhljóm- sveit," sagði frægur hljómsveitar- stjóri sem flúði, enda fara margir út af laginu. Sverð fangabúðanna hangir yfir höfði sérhvers íbúa Sovét-Rússlands frá vöggu til grafar. Er þetta líf sæmandi • • - iu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.