Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 27 Shilton í vandræóum með viðhaldinu ók beint á Ijósastaur TINA Street er orðið þekkt natn í enska knattspyrnuheim- inum. Ekki aðeins i ensku deildarkeppninni heldur lika meðal landsliðsins enska. Þegar Nottingham Forest lék nýlega Kegn Arsenal á Highbury hróp- uðu áhangendur Arsenal ákaft: Tina. Tina, Tina. Þeir voru að reyna að koma markverði For- est úr jafnvægi. Peter Shilton enski íandsliðsmarkvórðurinn lét það samt ekki hafa nein áhrif á sig ok varði hvað eftir annað meistaralega. En hvi var hrópað Tina, hver var hún? Jú, þannig er mál með vexti að Peter Shilton var nýiega tekinn fyrir of hraðan akstur í Eng- landi. Þá kom í ljós að hann var á hraðri ferð með viðhaldi sínu, giftri konu að nafni Tina. Tina, sem er 27 ára görnul hjúkrun- arkona, hefur mikið verið í fréttum síðan og þurft að yfir- gefa mann sinn. Það var eigin- maður Tinu sem var á eftir skötuhjúunum og ekki tókst Shilton betur til en svo þegar hann var á flótta undan steggn- um að hann ók beint á ljósastaur og maður Tinu var hinn versti er hann dró konu sína út úr bifreið enska landsliðsmarkvarðarins. Mótorhjólamaðurinn datt af hjólinu, en það hélt áfram og sjá má að einn keppenda fyigist vel með. Ekki fylgir það sögunni hvort hjólið komst i mark án stjórnanda. 1 • Ensku landsliðsmarkverðirnir Peter Shilton til hægri ok Ray Clemence. • Bristol City hefur verið i mestu vandræðum með að ráða sér þjálfara og gripu þeir til þess ráðs að gera Biíl Shankley, fyrr- verandi framkvæmdastjóra Liv- erpool, tilboð. Bill gamli gaf hinsvegar afsvar ok sagði: Það er of langt fyrir mig að fara á æfingar. • Brighton hefur áhuga á að kaupa aftur tii liðs við sig Peter O’Sullivan sem lék meira en 400 leiki með liðinu áður en hann var seldur til San Diego. • Norman Hunter, fyrrverandi enskur landsliðsmaður í knatt- spyrnu, leikur nú með og þjálfar 3. deildar liðið Barnsley, eftir að Allan Clarke fór til Leeds sem framkvæmdastjóri. • Yfirvöld í Birmingham hafa bannað sölu áfengra drykkja á Villa Park. Aston Villa rak ellefu bari á vellinum og ólæti voru oft þar mjöK mikil. Voru þau meira eða minna rakin til mikillar ölvunar á vellinum. • FC Sevilla hefur mikinn áhuga á að kaupa Rudi Bommer frá Fortuna Dússeldorf, i staðinn fyrir Daniel Bertoni. argentinsk- an framherja. sem seldur var til Fiorentina á Ítalíu. • Þar sem Bristol City náði ekki i Bill Shankley var áfram haldið að leita og loks var ráðinn Bob Houghton. Það er sá sami Bob og kom Malmö FF i úrslitaleik Evrópumeistarakeppninnar gegn Nottingham Forest um árið. Houghton hefur að undanförnu starfað sem þjálfari á Grikklandi með liði Ethnikos. En nú vilja þeir losna við hann. • Markmaðurinn Rudi Kargus, sem lék mcð Ilamborg SV var nýlega seldur til FC Núrnberg. Með i sölunni var samningur um að Ilamborg léki vináttuleik geKn NúrnberK með Beckenbau- er i liðinu. Ágóðinn af leiknum á að renna óskiptur til Núrnberg. • Paul Mariner hefur nýverið gert nýjan samning við Ipswich. Samningurinn er til sex ára. • Liverpool er á eftir Bruce Grobellaar, 22 ára gömlum mark- manni, sem leikið hefur að und- anförnu með 4. deildar liði Crewe. Sá sami gat sér gott orð er hann lék með Vancouver White- caps. • Franska knattspyrnusam- bandið hefur boðið Péle að vera heiðursgestur á leik Frakka og Brasiliumanna 15. mai. Leikur- inn fer fram á Parc des Prinsces i Paris. Péle var sem kunnugt er kjörinn nýlega iþróttamaður ald- arinnar. • Konan á bak við Bernd Schuster er frú Gaby, 26 ára gömul og stjórnsöm vel. Eiginkonan stjórnar öllum peningamálum J/EJA, þá er það komið á hreint að einn besti og efnilegasti miðvallarspilari heimsins i knattspyrnu, Bernd Schuster, leikur með F.C. Barcelona. Hann hefur nýverið gert tvcggja ára samning við félagið og fékk einn milljarð islenskra króna i vasann. íslenskir knattspyrnuáhugamenn fengu ekki að sjá kappann leika hér á Laugardalsvellinum er lið hans F.C. Köln lék gegn Akranesi, vegna þess að hann átti i miklum deilum við félagið og heimtaði sölu. Margir buðu i kappann og lengi vel leit út fyrir að Cosmos fengi hann í sinar raðir. Barcelona bauð þó betur og náði sér i stjörnuna. Bernd Schuster var kjörinn besti leikmaður síðustu Evrópu- keppni í knattspyrnu og hefur unnið sér fast sæti í vestur- þýska landsliðinu í knattspyrnu. Derwall þjálfari var því himin- lifandi er Schuste'r fór til Spánar en ekki Bandaríkjanna. En það mun ekki vera Schuster sjálfur sem stjórnar, sú sem ræður öllu er eiginkona hans sem er sex árum eldri. Schuster sem er tvítugur lætur konu sína, Gaby, 26 ára, annast samningamálin. Hún stjórnar peningamálunum utan og innan fjölskyldunnar. Það var hún sem fékk hann til þess að hætta að leika hjá Köln að sögn erlendra blaða. tslenzkir frjálsiþróttamenn hafa á siðustu árum leitað i miklum mæli til útlanda og dvalist þar jafnvel mánuðum og árum saman í þeirri von að bæta árangur sinn, enda aðstæður tii æfinga og keppni viðast hvar betri en heima á Fróni. A þessari mynd eru þrír ungir og efnilegir iþróttamen sem halda í vikunni til Austin í Texas i þessum erindum. Þeir eru (f.v.) Vésteinn Hafsteinsson, Stefán S. Svavarsson og Sigurður Einarsson. Þeir Vésteinn og Sigurður eru í hópi fremstu frjálsíþróttamanna landsins þótt báðir séu innan við tvítugt, og Stefán er framarlega í flokki lyftingamanna og ört vaxandi iþróttamaður. Vésteinn og Sigurður munu á næstu vikum þreyta inntökupróf við háskólann í Austin og hefja væntanlega nám við skólann í janúar. Stefán mun dvelja ytra fram undir áramótin og ætlar Friðrik Þór óskarsson, frjálsiþróttamaður. sem er við nám í Texas, að greiða götu Stefáns ytra. Auk Friðriks stunda Oddur Sigurðsson spretthlaupari og Ágúst Þorsteinsson langhlaupari nám við háskólann i Texas. svo að þar verður friður flokkur islenzkra landsliðsmanna þcgar Vésteinn og Sigurður bætast i hópinn. l.jiiMn. Mhl. Krlstién.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.