Morgunblaðið - 13.01.1981, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 53., 56. og 59. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1979, á Lögbergslandi 26,
Oddsflöt, þinglýstri eign Einars Péturssonar, fer
fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 20. janúar 1981
kl. 15.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboö
sem auglýst var í 57., 62. og 67. tölublaöi
Lögbirtingablaðsins 1980, á Vatnsendabletti 144,
þinglýstri eign Guðjóns Guömundssonar, fer fram
á eigninni sjálfri þriöjudaginn 20. janúar 1981 kl.
14.30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 57., 62. og 67. tölublaöi
Lögbirtingablaðsins 1980, á Vatnsendabletti 208,
þinglýstri eign Guðmundar B. Sveinbjörnssonar,
fer fram á eigninni sjálfri þriöjudaginn 20. janúar
1981 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 79., 81. og 85. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1980, á Vatnsendablettum
200-221 og 457-459B, þinglýstri eign Gunnlaugar
Hannesdóttur, fer fram á eigninni sjálfri þriöjudag-
inn 20. janúar 1981 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 53., 56. og 59. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1979, á Vatnsendabletti 63,
þinglýstri eign Guðríðar Guðjónsdóttur, fer fram á
eigninni sjálfri þriðjudaginn 20. janúar 1981 kl.
11.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 57., 62. og 67. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1980, á Vatnsendabletti 110,
þinglýstri eign Magnúsar Árnasonar, fer fram á
eigninni sjálfri þriðjudaginn 20. janúar 1981 kl.
10.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 79., 81. og 85. tölublaöi
Lögbirtingablaösins 1980, á Vatnsendabletti 233,
þinglýstri eign Kristjáns Kristjánssonar, fer fram á
eigninni sjálfri þriöjudaginn 20. janúar 1981 kl.
17.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 53., 56. og 59. tölublaöi
Lögbirtingablaðsins 1979, á Vatnsendabletti 194,
þinglýstri eign Ingvars Björnssonar, fer fram á
eigninni sjálfri þriöjudaginn 20. janúar 1981 kl.
11.30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 53., 56. og 59. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1979, á Vatnsendabletti 417,
talinni eign Eddu Dagbjartsdóttur, fer fram á
eigninni sjálfri þriöjudaginn 20. janúar 1981 kl.
13.30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Sr. Gisli H. Kolbeins:
Jólahald í Stykkis-
hólmi og gjafh* til kirkna
Frásögn af jólahaldi í Stykkis-
hólmi og gjöfum til kirkna, sem
undirritaður þjónar við.
Upphaf jólahaldsins í Stykkis-
hólmi í ár var aðventukvöld, sem
haldið var sunnudagskvöldið 7.
des. í Stykkishólmskirkju. Var þá
kominn í kirkjuna nýr kirkjugrip-
ur vandaður að gerð, sem kvenfé-
lagið Hringurinn í Stykkishólmi
kostaði smíði á. Kvenfélagið færir
Stykkishólmskirkju og söfnuði
gripinn að gjöf í tilefni af aldaraf-
mæli kirkjunnar.
Kirkjuhátíð var haldin 21. okt.
1979 til að minnast vígsiu Stykkis-
hólmskirkju 19. okt. 1879. Þá var
ákveðið að efna til smíði á skáp-
borði fyrir ljósprentað eintak af
Guðbrandsbiblíu, sem Stykkis-
hólmskirkja á. Skápborðið smíð-
aði svo Björgvin Þorvarðarson
smiður hjá fyrirtækinu Ösp hf. í
Stykkishólmi.
Á aðventukvöldinu stóð það svo
norðan við altari í kór kirkjunnar
og þeir, sem í kirkju voru, gátu
lesið spádóminn um fæðingu
Frelsarans í 6. versi 9. kafla
spádómsbókar Jesaja eins og hann
var prentaður í 1. prentun Biblí-
unnar hér á landi fyrir nær því 4
hundruð árum, þar sem ljosprent-
aða Guðbrandsbiblíueintakið var
þar opið undir gleri ofan á skáp-
borðinu.
Á aðventukvöldinu fluttu ungar
stúlkur og lítil börn hljómlist með
blásturshljóðfærum auk þess að
kirkjukórinn söng.
Hugvekja, bænir og frásögn var
flutt. Ungmenni lásu jólaerindi og
sögðu fram jólavers við aðventu-
kransinn, sem ungar stulkur
tendruðu Ijós á. I vikunni þar á
eftir voru þættir úr aðventu-
dagskránni fluttir bæði á sjúkra-
húsinu og í Dvalarheimilinu.
Daginn fyrir Þorláksmessu fór
ég til Flateyjar með flóabátnum
Baldri og hafði jólahelgistund þar
í eyjunni.
Við það tækifæri skrýddist ég
nýju rikkilíni og hátíðarstólu, sem
frú Unnur Elíasar, Hátúni 10 A í
Reykjavík, gaf Flateyjarkirkju á
þessu hausti. Um leið og hún
afhenti mér þá góðu gjöf lagði hún
bréf með, sem tilgreinir, að hún
gefi þennan skrúða til minningar
um hjónin Guðrúnu B. Arinbjarn-
ar og Kristján Arinbjarnar lækni
og hjónin Magðalenu Jónsdóttur
og Jóhann Eyjólfsson að Kvía-
bryggj u og Garðshorni í Grund-
arfirði.
Að niðurlagi óskar hún Flateyj-
arkirkju allrar Guðsblessunar. Að
gjöf frú Unnar er mikill hátíðar-
auki fyrir Flateyinga. Þegar svo
ber til eins og hefir verið á síðustu
sumrum, að tveir prestar fara í
messuheimsókn þá sumarfjöl-
menni er í hvíldar- og hressingar-
dvöl í Flatey geta þeir nú gengið
báðir skrýddir til helgrar þjón-
ustu í Eyjarkirkjunni.
Jólahátíðin hér í Hólminum leið
við hugðnæman helgiblæ, sæmi-
legt vetrarveður og viðunandi
akstursfæri bæði innan staðarins
og til annexíanna. Margmennt var
við guðsþjónusturnar og helgi-
stundir á sjúkrahúsi og Dvalar-
heimili.
Kaþólski presturinn sr. Jan Ha-
bets, sem þjónar systrunum af St.
Fransiskusarreglunni í klaustrinu
hér í Stykkishólmi kom skrýddur
helgiklæðum til aftansöngs kl. 18 í
Stykkishólmskirkju á aðfangadag.
Eg fór í miðnæturmessu sama
kvöld til Klaustursins einnig
skrýddur og tók þátt í athöfninni.
Á jólaföstunni bárust góðar
gjafir til Stykkishólmskirkju.
Fyrst er að nefna að frú Aðalheið-
Ur Sigurðardóttir, Laufásvegi 5,
færði kirkjunni nýja ryksugu að
verðmæti meira en 150 þúsund
krónur til efnda á áheiti. Um
miðja jólaföstu afhenti ónefndur
gefandi 100 þúsund króna gjöf til
minningar um móður.
Á Þorláksmessu kom góðgjarn
gefandi og færði mér 125 þúsund
krónur að gjöf til Stykkishólms-
kirkju til minningar um foreldra
og aðra látna ástvini ónefndra
hjóna. Daginn fyrir gamlaársdag
kom gegn borgari þessa byggðar-
lags tii mín og afhenti mér 50
þúsund króna gjöf til Stykkis-
hólmskirkju, sem nafnlaus vel-
vildarhugur fylgdi frá honum og
eiginkonu hans.
Fyrr á árinu hefir Stykkis-
hólmskirkju verið afhent áheit frá
tveim aðilum að upphæð samtals
12 þúsund krónur.
En snemma árs 1980 var afhent
200 þúsund króna minningargjöf
frá frú Lovísu Ólafsdóttur og í
septemberbyrjun minntist frú
Halldóra ísleifsdóttir kirkju sinn-
ar og gaf henni 30 þúsund krónur
til minningar um kæra ástvini,
sem látnir eru, af því tilefni að frú
Halldóra varð 80 ára 24. ágúst sl.
Þá er einnig þess að geta að
Helgafellskirkju í Helgafellssveit
barst 100 þúsund króna gjöf frá
ónefndum hjónum til minningar
um foreldra þeirra nú rétt fyrir
jólin. Og svo 30. des. barst líka 100
þúsund króna gjöf frá enn öðrum
ónefndum hjónum til minningar
um látna ástvini þeirra.
öllum þeim gefendum, sem hér
hafa verið nefndir flyt ég hugheil-
ar þakkir fyrir rausn þeirra og
hlýhug til kirkna og safnaða.
Það er mikils vert og uppörv-
andi að njóta góðvildar og gjaf-
mildi þeirra, sem sýna kirkjunni
og málefnum hennar ræktarsemi.
Guð blessi glaðan gjafara og
farsæli öllum fótmálin á nýja
árinu.
Frá lögreglunni:
Vitni vantar
að ákeyrslum
Slysarannsóknadeild lögregl-
unnar i Reykjavík hefur beðið
Morgunblaðið að auglýsa eftir
vitnum að eftirtöldum ákeyrslum
i borginni. Þeir, sem veitt geta
upplýsingar um þessar ákeyrslur
eru beðnir að hafa samband við
lögregluna I sima 10200:
Þriðjudaginn 23.12. sl. var ekið á
bifreiðina R-4689 sem er Mazda
fólksbifreið, grá að lit við verslun-
armiðstöðina á Leirubakka 34 í
Rvík. Átti sér stað frá kl. 14.15 til
20.15 þennan dag. Vinstri hurð er
skemmd. Gæti verið eftir jeppa-
bifreið.
Laugardaginn 27.12. sl. var ekið
á bifreiðina R-70692 sem er Lada
station drapplitaður á bifr.stæði
við hús nr. 102 við Hverfisgötu.
Átti sér stað frá kl. 00.30 og fram
til kl. 17.00. Vinstra afturaurbretti
er skemmt.
Fimmtudaginn 1.1. sl. var til-
kynnt að ekið hefði verið á bifreið-
ina X-1876 sem er Datsun fólks-
bifreið 160 type, silfurgrár að lit á
birf.stæði við Skipholt 42.
Skemmd er á vélarloki og grilli.
Skemmdin gæti verið eftir jeppa-
bifreið eða stóra bifreið, þar sem
hún er mjög há á bifreiðinni.
Fimmtudaginn 1.1. sl. var ekið á
bifreiðina R-62405 sem er Saab
gulbrúnn að lit á Austurbergi við
hús nr. 32. Hægri framhurð er
skemmd. Átti sér stað frá kl. 02.30
til 03.30.
" 'PTmmHiðágính" f.V sf vár etfíl*
bifreiðina R-3322 sem er Cortina
fólksbifreið brún að lit á Skál-
holtsstíg skammt austan við Þing-
holtsstræti. Hægra afturaurbretti
er skemmt í ca. 6 cm hæð. Hvítur
litur er í skemmdinni.
Þriðjudaginn 6.1. sl. var ekið á
bifreiðina R-9129 sem er Moskw-
itch fólksbifreið gulbrún að lit.
Bifreiðin var á sunnanverðu Norð-
urfelli, móts við Fannarfell 2,
skammt austan við þrenginguna
að Eddufelli. Vinstra afturaur-
bretti, afturhöggvari, afturgafl og
ljós eru skemmd á bifreiðinni.
Mjög líklegt er að skemmdin hafi
komið er snjóruðningur fór þarna
fram.
Miðvikudaginn 7.1. sl. var ekið á
bifreiðina Y-7504 sem er Mazda
fólksbifreið 626 brúnsanseruð á
bifr.stæði við Laugarásbió. Hægra
afturaurbretti og höggvarahorn er
skemmt. Átti sér stað frá kl. 19.00
til 22.00.
Miðvikudaginn 7.1. sl. var til-
kynnt að ekið hefði verið á bifr.
BNH-210 sem er B.M.W. fólksbif-
reið rauð að lit á Öldugötu við hús
nr. 5. Vinstra afturaurbretti og
hurð eru skemmd. Hvítur litur er í
skemmdinni. Sennilega hefur
tjónið komið á bifr. þann 6.1.
Fimmtudaginn 8.1. sl. var ekið á
bifr. X-144 sem er Cortina orange
rauður að lit fyrir framan hús nr.
35 við Skipholt. Hægri afturhurð
og afturaurbretti eru skemmd.
Atti sér stað frá kl. 09.20 til 12.00.
84.000 atvinnuleysis-
dagar á síðastliðnu ári
MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning
frá félagsmálaráðuneytinu um fjölda skráðra atvinnuleysisdaga
árið 1980 borið saman við árin 1975—1979.
1975 1976 1977 1978 1979 Meðaltal 1980
Jan.-nóv. 82.888 109.188 62.886 74.789 88.111 83.572 73.533
Desember 15.927 16.071 11.203 13.97210.432 13.521 10.467
Samtals 98.815 125.296 74.089 88.761 98.543 97.100 84.000
Skýringar:
Tafla þessi sýnir skráða atvinnuleysisdaga á landinu öllu
mánuðina janúar til og með nóvember árin 1975—1980 samkvæmt
skýrslum félagsmálaráðuneytisins.
Ennfremur fjölda atvinnuleysisdaga í desember 1975—1979 og
áætlaðan fjölda atvinnuleysisdaga í desember 1980 samkvæmt
bráðabirgðatölum. Þá heildarfjölda atvinnuleysisdaga árin
1975—1979 og áætlaðan fjölda þeirra á árinu 1980 samkvæmt
sömu heimild.
Loks sýnir taflan meðaltal áranna 1975—1979 samanborið við
árið 1980.