Morgunblaðið - 12.03.1981, Page 44
... að óska þess að
golfkennslan tæki
aldrei enda.
TM Reo U.S. Pat. Ott.—all rights reserved
• 1980 Los Angeles Times Syndicate
Hvað er þetta. ertu myrkfælin?
Ég ætlaði bara að rispa Íantía
markið mitt. en svo varð ég svo
gagntekinn af þessu ...
HÖGNI HREKKVtSI
„ ftrrA ír smmmom wnw ■"
Viljum ekki fleiri Lax
ár- eða Kröfluævintýri
Gunnar Sveinsson pípulagn-
ingamaður, Hrauneyjafossvirkj-
un, skrifar:
„Alveg ofbýður mér þessi frekja
í Norðlendingunum, eða Blönd-
ungunum, eins og Ómar kallar þá.
Fundargestur skrifar:
Verkalýðsfélagið „Verslunar-
mannafélag Reykjavíkur" auglýsti
fund um máiefni aldraðra með svo
stórum stöfum og á svo áberandi
hátt, að gamalt vonsvikið fólk, sem á
í erfiðleikum, tók gleði sína á ný, og
hugsaði sem svo: Loksins á nú að
fara að gera eitthvað i málinu.
Átthagasalur Hótel Sögu troðfyllt-
ist bókstaflega af fólki. Mest var það
aldurhnigið fólk, en þá var einnig
töluvert af yngri kynslóðinni.
Þrjú korter til að
láta álit sitt í Ijós
Ræður framsögumanna stóðu yfir í
tvo klukkutíma og korteri betur. Það
sem fram kom í ræðum framsögu-
manna, sem allir eru framámenn um
málefni aldraðra, var líkt því, sem
lesa má daglega um í greinum blaða
og tímarita, sem fjalla um þessi efni,
að viðbættum nokkrum frásögnum
um það hversu slæmt ástandið væri,
og tveir framsögumanna lýstu því
yfir að neyðarástand ríkti í sambandi
við hjúkrunar- og sjúkravist fyrir
aldrað fólk.
Þegar þessum alltof löngu fram-
söguræðum var lokið, lýsti fundar-
stjóri því yfir að nú yrði orðið gefið
laust, en það yrði takmarkað því að
menn hefðu salinn ekki lengur en til
klukkan fimm. Það voru sem sagt
þrjú korter sem borgarafundurinn
ætlaði fundargestum til þess að bera
fram spurningar og láta álit sitt í
ljós á boðuðu fundarefni.
Það kemur í Ijós
Fólk var þá farið að þreytast á
þessari löngu setu og farið að týnast
út.
Ung kona, sem kvaddi sér hljóðs,
lét í ljós efasemdir um að Hvítaband-
ið gæti orðið heppileg lausn sem
langlegudeild og benti á að á efstu
Mér finnst algjört frumskilyrði,
að þeir komi sér fyrst saman um
sín mál heima í héraði, áður en
lengra er haldið, minnugir þess
sem á undan er gengið í sambandi
við Laxárvirkjun.
deild Landspítalans væru 20 rúm,
sem ekki væru notuð. Fleira taldi
hún til, svo sem að hugsanlegt væri
að nýta húsnæði sem áður tilheyrði
heyrnleysingjaskólanum í Stakk-
holti, sem bráðabirgðalausn á lang-
legurými. Fleiri af þeim sem tóku til
máls tóku í sama streng, í sambandi
við Hvítabandið.
Margir báðu um orðið, en eins og
fundarstjóri tók fram, varð að tak-
marka frjálsan ræðutíma, svo að
minna varð um spurningar og svör
við þeim.
I lok fundarins voru tvær gamlar
konur að talast við um leið og þær
fóru út.
Önnur sagði: „Æi, ég hélt að þeir
ætluðu nú að gera eitthvað í þessu,
eins og þeir þarna í Kópavogi." Hin
svaraði: „Ja, það fer nú að líða að því
að borgarstjórnarkosningar fari
fram. Ætli þetta sé ekki einhver
undirbúningur undir þær. Það kemur
í ljós hvaða árangur verður af
þessum fundi verkalýðsfélagsins."
Ég <>g þú fengum að borga
Norðlenskir smákóngar
sprengdu stíflurnar, helltu
maurasýru á vinnuvélarnar og
ollu milljónatjóni. Að þessum af-
rekum unnum heimtuðu þeir raf-
magn. Jú, þeim var boðin byggða-
lína. Nei takk, sögðu þeir og vildu
ekki „hund að sunnan", heldur
norðlenskt rafmagn, því að það
væri miklu betra. Þeir fengu sína
Kröflu og allir þekkja það ævin-
týri. Þjóðin fékk að borga, bæði
vitleysuna við Kröflu og skemmd-
arstarfsemina við Laxá, en norð-
lenskir smákóngar voru sýknaðir.
Þeir urðu sem sagt „stikkfrí", en
ég og þú fengum að borga það
tjón, sem þeir ollu, í stað þess að
það hefði átt að svara þeim með
því einu að láta þá sitja í myrkri
og kulda.
Þá megið þið koma með
kröfu um Blönduvirkjun
Nú fjölmenna Norðlendingar
suður og heimtaþriðja ævintýrið í
raforkumálum. Eg sem skattborg-
ari segi nú nei takk, hingað og
ekki lengra. Stígið sem snarast
upp í rúturnar ykkar, keyrið
norður um heiðar og reynið að
koma ykkur saman um þessi mál
ykkar á milli. Við Sunnlendingar
viljum ekki fleiri Laxárvirkjanir
eða Kröflur. Hins vegar viljum við
fá Sultartangavirkjun vegna þess
að þar er engin hætta á skemmd-
arstarfsemi, hún er sögð utan við
eldvirk svæði, hún er sögð langt
komin í hönnun, öll mannvirki og
vegir fyrir hendi og sérþjálfað
starfsfólk sem hefir unnið bæði
við Búrfell og Sigöldu. Og síðast
en ekki síst: Með virkjun Sultar-
tanga sláum við þannig þrjár eða
fjórar flugur í einu höggi og fáum
stóraukna raforkuframleiðslu við
Búrfell.
Þegar þessum virkjunaráfanga
er lokið megið þið koma með kröfu
um Blönduvirkjun, en þó því
aðeins að þið séuð búnir að koma
ykkur saman innbyrðis, því að
eins og ég gat um fyrr, viljum við
ekki fleiri Laxár- eða Kröflu-
ævintýri."
I>etta finnst
mér óréttlæti
.1053— 9013 skrifar:
„Kæri Velvakandi.
I Dagblaðinu 4. mars segir
póst- og símamálastjóri, að elli-
og örorkulífeyrisþegar fái eftir-
gefin ársfjórðungsgjöld af síma.
Þetta er ekki alls kostar rétt, því
að sá böggull fylgir skammrifi,
að ekki má vera annar sími í
húsinu. Ef svo er, fæst ekkert
eftir gefið.
Þetta finnst mér óréttlæti. Ég
hef t.d. ekki frían síma, þó að ég
sé að verða áttræður. Ég er á
elliheimili, hef séríbúð og síma,
en ekki aðgang að öðrum síma.
Ég held að eitthvað liggi fyrir
um þetta á alþingi núna, en ætli
það sofni ekki þar eins og svo
margt annað."
Frá borgarafundinum um málefni aldraðra, sem Verslunarmannafé-
lag Reykjavikur stóð fyrir á Hótel Sögu.
Borgarafundur um
málefni aldraðra