Morgunblaðið - 21.03.1981, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981
fKttgmtÞIiifeifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
Þröskuldur
á veginum til
bættra lífskjara
Með hliðsjón af nýlegum þingmálum, sem snerta orku-
framkvæmdir og stefnumörkun í stóriðjumálum, og
ummælum forystumanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks síðustu vikur og daga um þessi efni,
virðist einsýnt, að víðtæk samstaða er að skapast um
meginatriði þessara mála.
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í fyrradag mótat-
kvæðalaust, að skora á Alþingi að taka sem fyrst ákvörðun um
nýja stórvirkjun og jafnframt að hún telji að Sultartanga-
virkjun eigi að verða næsta verkefni í orkumálum. í tillögu
borgarstjórnar Reykjavíkur segir ennfremur að fela eigi
Landsvirkjun að reisa og reka næstu stórvirkjun sem í verði
ráðist. Borgarfulltrúar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks
greiddu tillögunni atkvæði. Aðrir borgarfulltrúar sátu hjá.
Þessi samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur kemur heim og
saman við sjónarmið Steingríms Hermannssonar, formanns
Framsóknarflokksins, sem sagði í blaðaviðtali nýlega: „Ég tel
það orðið ákaflega brýnt að ekki dragist lengur að ákveða
næstu skref í virkjunarmálum — og til þess að forðast
vandræðaástand í orkumálum tel ég að virkjun Sultartanga
verði að vera næsta verkefnið úr því sem komið er.“
Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga um ný orkuver þar sem gert er ráð fyrir því
að fela Landsvirkjun eða landshlutafyrirtækjum að reisa og
reka 330 MW raforkuver í Jökulsá í Fljótsdal, 180 MW orkuver
í Blöndu í A—Húnavatnssýslu, 130 MW orkuver í Þjórsá við
Sultartanga og að stækka Hrauneyjafossvirkjun um 70 MW.
Frumvarpið setur þessar virkjanir ekki í framkvæmdaröð, en
gerir hinsvegar ráð fyrir því að ljúka þeim öllum á þessum
áratug, enda sé samhliða tryggt að orkufrekur iðnaður nýti þá
orku, sem umfram verður þarfir hins almenna markaðar.
Þingflokkar jafnaðarmanna og sjálfstæðismanna hafa hvor
um sig lagt fram stefnumarkandi tillögur um framvindu í
stóriðjumálum, sem spanna það lík viðhorf, að nú er rætt um
að sameina þær í eina. Þá hefur Tómas Árnason, viðskiptaráð-
herra, úr Framsóknarflokki, lýst því yfir á þingi iðnrekenda,
sem haldið var á dögunum, að byggja ætti þrjár stórvirkjanir,
Blönduvirkjun, Fljótsdalsvirkjun og Sultartangavirkjun, á
næstu 10 til 12 árum og stefna jafnframt í orkufrekan iðnað
bæði á Austurlandi og Norðurlandi, sem og stækkun
járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og álversins í
Straumsvík.
Þegar þessi atriði öll, frumvarp sjálfstæðismanna um ný
orkuver, tillögur þingflokka jafnaðarmanna og sjálfstæð-
ismanna um stefnumörkun í stóriðjumálum, samþykkt borgar-
stjórnar Reykjavíkur um orkuframkvæmdir og ummæli
forystumanna Framsóknarflokksins, Steingríms Hermanns-
sonar, sjávarútvegsráðherra, og Tómasar Árnasonar, við-
skiptaráðherra, um sama efni, eru skoðuð í heild, má öllum
ljóst vera, að samstaða er til staðar um öll meginatriði. Þessu
ber að fagna. Mikið er í húfi fyrir framtíðaratvinnuöryggi og
framtíðarlífskjör þessarar þjóðar, að þriðja auðlindin, hinir
innlendu orkugjafar, verði stilltir inn á verðmætasköpun í
þjóðarbúskapnum. Þrjátíu þúsund ný atvinnutækifæri þurfa
að verða til hér á landi á þessum og næsta áratug, ef fullmæta
á atvinnuþörf vaxandi þjóðar. Sambærileg lífskjör við
nágrannaþjóðir verða heldur ekki tryggð, né landflótti
stöðvaður, nema að við nýtum af hyggindum og stórhug þær
auðlindir, sem forsjónin hefur lagt okkur upp í hendur til
framfærslu og bættra lífskjara.
Þröskuldurinn á vegi þjóðarinnar til bættra lífskjara er
Alþýðubandalagið, sem illu heilli hefur verið leitt til öndvegis
í ráðuneyti orku- og iðnaðarmála. Þar tróna þröngsýn
afturhaldssjónarmið, sem þýða í raun mun lakari lífskjör
þjóðarinnar í fyrirsjánlegri framtíð en efni standa til. Þar er
ekki aðeins um að ræða nokkurra prósenta verðbótaskerðingu
launa, eins og Alþýðubandalagið stóð að 1. marz sl., heldur
lífskjaralækkun í átt til þess kjaralega veruleika, sem ríki
sósíalismans í A-Evrópu hafa búið þegnum sínum. Því verður
ekki trúað, fyrr en á verður tekið, að þau öfl í ríkisstjórninni,
sem sýnilega eiga samleið með stjórnarandstöðunni í orku- og
iðjumálum, láti lágkjarasjónarmið Alþýðubandalagsins beygja
sig í þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar á líðandi stund:
útfærslu orkulandhelgi okkar. Þessi mál verða í brennidepli
alþjóðarathygli þær fáu vikur sem eftir lifa hundraðasta og
þriðja löggjafarþings þjóðarinnar.
Frá SvartsenKÍ
Jónas Elíason, prófessor:
Háhitann þarf
að virkja
Þeir eru afskaplega fáir sem hafa
raunverulega trú á háhitavirkjun og
nýtingu háhita þessa dagana. Þeim
mun meiri ástæða er til að vekja
athygli á þeim góða árangri sem náðst
hefur í Svartsengi. Þar er nú virkjuð
meiri jarðgufa en á öllum öðrum
háhitasvæðum landsins til samans.
Við rannsóknir á jarðhitanum í
Svartsengi hafa komið í Ijós mjög
áhugaverð vísindaleg atriði. Sum
þeirra benda til að háhitinn á Reykja-
nesskaga sé samhangandi frá Kleif-
arvatni að Reykjanestá. Sé svo, þá er
þarna stærsta jarðhitasvæði landsins.
Framundan er mikið verkefni að
rannsaka þennan hita betur og finna
honum verðug verkefni.
Orkuverið í
Svartsengi
Orkuverið í Svartsengi er eign
Hitaveitu Suðurnesja. Þar er fram-
leitt hitaveituvatn fyrir Suðurnesin,
raforkuvinnsla að byggjast upp og
nemur nú 8 MW. Mögulegt er að bæta
við efnavinnslu og selja gufu til
iðnaðar í gufuveitu. Orkuverið er
alfarið hannað og byggt af íslenskum
tæknimönnum. Það er um margt bæði
þróaðra og margbrotnara en önnur
jarðorkuver sem lesa má um í fræði-
bókum. Orkugjafinn er 245° heitur
jarðsjór sem er ónothæfur til neyslu.
Því er unnið neysluhæft vatn sem
hitað er upp með jarðsjónum og síðan
dælt inn á hitaveitukerfið. Jarðsjór-
inn er látinn gufa upp svo saltið verði
eftir og gufunni síðan blandað út í
ferskvatnið. Þetta er einföld og
áhrifarík upphitunaraðferð og með
því að skipta gufuvinnslunni i tvo
hluta, háþrýstihluta og lágþrýsti-
hluta, fæst heppileg gufa til raforku-
vinnslu samhliða kaldavatnsupphit-
uninni, og með þessum hætti nýtist
hitaorkan úr jarðsjónum mjög vel.
Honum er síðan veitt í tjörn í
hrauninu, þar setjast fyrir kísilefni
sem vinna má úr nokkurt verðmæti.
Þessi orkuvinnsla er nýjung sem ekki
þekkist annars staðar frá. Höfuðvand-
inn er að halda gæðum hitaveitu-
vatnsins stöðugum og koma í veg fyrir
að það tæri málma. Hvort tveggja
hefur tekist mjög vel, hitaveituvatnið
er með því besta sem þekkist, vel
heitt, nothæft í alla matargerð og
fellir ekki á silfur eins og hitaveitu-
vatnið í Reykjavík.
Borað með árangri
Borárangur í Svartsengi er mjög
góður, hugsanlega sá besti í heimi. Nú
eru boraðar í Svartsengi holur sem
eru með tveggja þumlunga víðari
leiðara og síðari vinnslufóðringum en
í upphafi. Þessu var breytt í krafti
þeirrar reynslu að bæði Iækkar vatns-
borðið og holurnar vilja stíflast af
kalki. Svo brá við að víðu holurnar
skila tvöföldum til þreföldum afköst-
um á við það sem sóst var eftir, en það
var sextíu kílóa vinnsla á sekúndu á
holu, sem er mjög há tala. Svo hver
hola í Svartsengi gefur um tíu sinnum
meiri orku en góð hola hjá Hitaveitu
Reykjavíkur.
Það er þessum mikla árangri að
þakka að Hitaveita Suðurnesja hefur
nú þegar tiltæka gufu til aukinnar
raforkuvinnslu ef tilskilin leyfi fást.
Hversu mikil sú raforkuframleiðsla
ætti að vera er álitamál. Þar þarf að
taka tillit tri þarfa raforkukerfisins og
auk þess má ekki lækka of mikið í
svæðinu, en ráðstafanir til að minnka
þessa lækkun eru í undirbúningi. Nú
lækkar vatnsborð á svæðinu um einn
metra á viku. Mjög nákvæmlega er
Jónas Eliasson
fylgst með lækkuninni með síritandi
vatnsborðsmælum, sem eru mjög
nákvæmir. Til gamans má geta þess
að hæðir og Iægðir og allar aðrar
breytingar á loftþrýstingi koma fram
á þessum mælum. Þess háttar áhrif
loftþrýstings á vatnsborðsstöðu eru
fræðilega þekkt, en þetta er í fyrsta
sinn sem þau mælast á háhitasvæði.
Þegar hafa borist beiðnir erlendis frá
um að fá þessar upplýsingar til
rannsóknar. Með því að fylgjast jafn
nákvæmlega með vatnsborðslækkun-
inni og nú er gert verður að telja.
óhætt að stunda nokkra raforkufram-’
leiðslu í Svartsengi, enda stutt i önnur
jarðhitasvæði.
Rannsökum
Reykjanesskaga
Á skaganum eru háhitasvæðin í
Brennisteinsfjðllum, Krýsuvik,
Trölladyngju, Sandfelli, Svartsengi,
Eldvörpum og Reykjanestá. Svo
merkilega vill til að öll jarðskjálfta-
upptök á Reykjanesskaga raða sér á
belti sem liggur í gegnum öll þessi
svæði svo segja má að þau séu eins og
perlur á bandi. Hugsanlegt er, að
jarðskjálftabeltið tengi saman öll
svæðin og háhitinn á Reykjanesi eigi
sér sameiginlegan uppruna f þessu
belti. Hér er um að ræða mjög
spennandi jarðeðlisfræðilegt rann-
sóknarverkefni sem mun áreiðanlega
vekja mikla athygli alls staðar þar
sem jarðhitarannsóknir eru stundað-
ar. Þetta verkefni er mjög stórt í
sniðum, bora þarf 5—10 rannsóknar-
holur, efla jarðskjálftamælingarnar,
kortleggja svæðið jarðfræðilega, gera
jarðviðnáms- og segulmagnsmælingar
og vatnafræðilega útreikninga. Þessar
rannsóknir geta vel leitt til þess að á
Reykjanesskaga finnist mjög mikill
vinnanlegur jarðhiti. Þessi jarðhiti er
allur tiltölulega nærri byggð og að-
gengilegur. Hann er tiltölulega nálægt
höfuðstöðvum rannsóknarstofnana í
Reykjavík, sem þýðir minni ferða- og
úthaldskostnað. Hugsanlegt er að
skapa um þetta verkefni mjög víðtæka
samvinnu ef hugur viðkomandi aðila
stendur til þess.
Ef viðkomandi sveitarfélög hafa á
annað borð vilja til að fjárfesta í
slíkum rannsóknum er fyllilega rétt-
lætanlegt fyrir þau að gera það.
Nýting jarðhitans og tilheyrandi at-
vinnuleg uppbygging Suðvesturlands
hlýtur að ráðast af árangri háhita-
rannsókna, a.m.k. að hluta.
Verkefni fyrir
háhitann
Það eru einungis rúm tuttugu ár
síðan byrjað var að leita hentugra
verkefna fyrir orku háhitasvæðanna.
Ýmsir möguleikar voru skoðaðir, en
aðalmöguleikann töldu menn þá felast
í raforkuvinnslu í grunnaflstöðvum
sem áttu að ganga nokkuð stöðugt. Nú
hafa forsendur að þessu leytinu
breyst. Raforkukerfið er orðið um
fimm sinnum sterkara en þá, grunn-
urinn í orkuframleiðslunni er vatnsafl
og verður það úr því sem komið er
allavega fram yfir aldamót.
Þar eð forsendur hafa breyst þetta
mikið, er ekki lengur fýsilegt 3Ö reka
grunnaflstöðvar með jarðhita. Vatns-
orkukerfið þarf ekki á jarðgufustöðv-
um að halda nema þegar álag er mikið
eða lítið vatn. í ár hafa þessi tvö atriði
farið saman. Jarðgufustöð mundi hafa
gert mjög mikið gagn í ár, hefði
einhver slík verið til í þeirri stærð
sem raforkukerfið munar um. Það er
því fýsilegt að byggja jarðgufu-
rafstöðvar sem þjóna sem toppafl- og
varastöðvar. Það krefst þess að vísu,
að þessar stöðvar séu ódýrar á hvert
megavatt, og á Reykjanesskaga eru
bestu aðstæður sem nú þekkjast til að
byggja siíkar stöðvar ódýrt. Þar að
auki eru góðir möguleikar á að
framleiða gufu til iðnaðarnota á
Reykjanesi. Þar eru loðnuverksmiðjur
og frystihús, sem geta nýtt þessa gufu.
Þar er landrými til að byggja verk-
smiðjur, t.d. er hætt við að pappírs-
verksmiðja sé best staösett á Reykja-
nesi. Þannig mætti lengi telja, það er
knýjandi nauðsyn að takast í alvöru á
við þann vanda að finna háhitanum
viðeigandi verkefni og ekki annað að
sjá en Reykjanesið sé kjörinn vett-
vangur til þess.