Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981
Sífellt erfiðara að
láta enda ná saman
- segir Jón Helgason um kaupmáttinn
EITT aí því sem mér finnst að
ASÍ ætti að Kera í sambandi við
kjaramálin er að láta sérfræð-
in«a sina reikna út kaupmátt-
inn, en ekki sífellt að láta mata
sík á uppIýsinKum frá þjóð-
hagsstofnun eða vinnuveitend-
um, sa«ði Jón Helgason. formað-
ur Eininttar á Akureyri. er Mbl.
ra-ddi kjaramálin við hann.
— Það er erfitt fyrir okkur að
fara í samningaviðræður án þess
að hafa upplýsingar um kaup-
mátt og annað, sem við getum
treyst, því við erum vanir því að
atvinnurekendur berji barlóms-
bumbur. Þess vegna þurfum við
að fara ofan í alla útreikninga, en
á næstunni munu félög launþega
ræða á hvern hátt haga skal
næstu samningaviðræðum. Það
eru eilífar verðhækkanir og fólk á
sífellt erfiðara með að láta enda
ná saman, því hlutur þess réttist
ekki í sama hlutfalli og verð-
hækkanir. Sennilega er mánaðar-
kaupsfólk verst sett, þeir sem
ekki vinna eftir launahvetjandi
kerfi eða geta skapað sér auknar
tekjur með aukavinnu og fólk er
mjög farið að kveinka sér undan
stöðugum verðhækkunum, sagði
Jón Helgason að lokum.
Hef hug á að ræða
málefni Korchnois
- segir Sverrir Hermannsson sem fer
á næstunni í heimsókn til Sovétríkjanna
ÉG IIEF hug á að komast í tæri
við valdamenn í Sovétríkjunum
til þess m.a. að ræða um málefni
fjölskyldu Korchnois. en ég veit
ekki hvort það tekst. sagði Sverr-
ir Ilermannsson alþingismaður.
en hann fer ásamt öðrum þing-
mönnum til Sovétríkjanna í boði
yfirvalda.
Sverrir Hermannsson sagði að
heimsókn þessi væri til að endur-
gjalda heimsókn Sovétmanna
hingað. Hann sagðist ekki vita
hvaða framámenn hann kæmist í
tæri við í Sovétríkjunum, en hann
hefði áhuga á að ræða um málefni
Korchnois, þessa mikla lista-
manns á skáksviðinu.
Þetta er hræði-
legur atburður
- segir kaþólski biskupinn
um banatilræðið við páfa
VSI mótmælir hækkun
iðgjalds til atvinnu-
leysistryggingasjóðs
í LAGAFRUMVARPI sem félags-
málaráðherra hefur lagt fyrir
Alþingi um atvinnuleysistrygg-
ingasjóð er gert ráð fyrir 9,6%
hækkun á iðgjöldum atvinnurek-
enda til sjóðsins segir í frétt frá
Vinnuveitendasambandi Islands.
Hefur VSÍ mótmadt þessu og
vísað til samkomulags er gert var
við undirskrift heildarkjara-
samninga 27. október sl. Segja
vinnuveitendur að viðræðunefnd
ríkisstjórnarinnar hafi þá gefið
út yfirlýsingu þess efnis, að
iðgjaldið skyldi vcra óbreytt.
VSÍ sendi forsætisráðherra og
formönnum þingflokkanna bréf
um þetta efni og segir þar m.a.
„Óhjákvæmilegt er að ítreka þá
þungu áherslu, sem á það hefur
verið lögð, að treysta megi yfirlýs-
ingum, sem gefnar eru af hálfu
stjórnvalda við lausn kjarasamn-
ingá. Vinnuveitendasambandið
telur óhjákvæmilegt, að Alþingi
leiðrétti þau mistök, sem gerð
hafa verið til þess að auðvelda
ríkisstjórninni að standa við lof-
orð sín og koma í veg fyrir að teflt
verði í tvísýnu áframhaldandi
möguleikum á raunhæfu sam-
starfi aðila vinnumarkaðarins og
stjórnvalda við lausn kjarasamn-
inga.“
Með bréfinu er þess farið á leit
við þingmenn að þeir stuðli að því
við afgreiðslu málsins á Alþingi,
„að ekki þurfi að koma til samn-
ingsrofa af hálfu ríkisstjórnar og
áfram megi skipa þessum málum
með samkomulagi. hlutaðeigandi
aðila en ekki einhliða lagaþving-
unum".
Bægt frá hreinsun á
fjörum vegna mengunar
Heilbrigðiseftirlitið í borginni
hefur farið fram á það að vinnu-
skólakrakkar séu ekki látnir
hreinsa fjörurnar kring um
Reykjavik, eins og þeir hafa gert
á vorin undanfarna tvo áratugi.
Ástæðan er sú. að sögn horgar-
læknis, að mengun í fjörum hefur
verið að versna og vitneskja er
nú um salmonellasýkla, sem ekki
var vitað að væru hér áður. Þess
vegna mæltist heilbrigðiseftirlit-
ið til þess i fyrra að krakkar yrðu
ekki látnir þrifa fjörurnar. nema
þá í litlum hópum með eftirliti og
sótthreinsunaraðstöðu. það varð
til þess að fjörur voru lítið
þrifnar í fyrra og eru orðnar
mjög slæmar. Einnig hefur borg-
arlæknir mælst til þess við
Sumargjöf. að fóstrur séu ekki að
fara með barnaheimilisbörn í
göngu niður i fjöru.
Ingi U. Magnússon, gatnamála-
stjóri, tjáði Mbl. að nú hefði verið
ákveðið að sérstakur flokkur frá
Þorvaldur Garðar um orkufrumvarpið:
Velja stórvirkjanir án stóriðju
- sem er versti kosturinn
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í
gær til Þorvalds Garðars
Kristjánssonar sem er 1. flutn-
ingsmaður virkjanafrumvarps
Sjálfsta'ðismanna og leitaði
áíits hans á frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar um orkumál:
Frumvarpið vekur furðu, sagði
Þorvaldur Garðar.
Að svo miklu leyti sem frum-
varpið markar nokkra stefnu er
þar tekinn versti kosturinn. Þar er
ekki um að ræða framkvæmdir,
sem er einungis sniðinn stakkur
að þörfum heimilisnotkunar, hús-
hitunar og almenns iðnaðar. Þar
er heldur ekki gert ráð fyrir
stóriðju, sem er grundvöllur fyrir
stórátaki í virkjunarmálunum.
Valinn er versti kosturinn, sem er
stórvirkjanir án nauðsynlegs
orkumarkaðar, sem stóriðjan ein
getur skapað. Slík stefna, eða
réttara sagt stefnuleysi, leiðir til
sjálfheldu í orkumálum þjóðarinn-
ar.
Frumvarpið ber vott um ráð-
leysi í skipulagsmálum orkufram-
leiðslunnar. Gefist er upp við að
lögfesta hlutverk Landsvirkjunar
um allt land sem aðalraforkufyr-
irtækis. Heldur skal fara bónarveg
eða samningaleið til að freista
þess að fá Landsvirkjun til að
reisa og reka orkuver utan núver-
andi veitusvæðis fyrirtækisins.
Því eru gerðir skórnir, að þessar
fyrirætlanir takist ekki og skal þá
styðjast við Rafmagnsveitur ríkis-
ins sem virkjunaraðila. Útilokað
er, að fólki í hinum einstöku
landshlutum heimilist, ef það
óskar, að taka virkjunarmál í
eigin hendur í formi landshluta-
fyrirtækja.
í frumvarpinu er þess ekki gætt
að hraðað verði öllum undirbún-
ingi og framkvæmdum að virkjun-
unum. Heldur eru vangaveltur um
röðunb virkjunarframkvæmda.
Lögfesting á framkvæmdaröð
verður hins vegar til trafala, ef
hugur fylgir máli um þær stór-
virkjanir, sem frumvarpið tiltekur
á framkvæmdatímabilinu. Það
þarf að ráðast til atlögu við öll
viðfangsefnin í senn eftir því sem
þau liggja fyrir til úrlausnar.
Þetta er ekki ætlunin að gera. Úr
því þetta á yfir að ganga er bætt
gráu ofan á svart með því að
fresta til haustþings ákvörðunum
um framkvæmdaröð.
Frumvarpið er þannig í fleiru
sannkölluð hrákasmíð, sem ber
vott um vingulshátt og sýndar-
mennsku í orkumálunum.
hreinsunardeild færi í að þrífa
fjörurnar og hefði hann meðferðis
bíl með þvottaaðstöðu og sótt-
hreinsunarmöguleikum.
Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri
tjáði Mbl. að þangað til í fyrra
hefðu 30—40 unglingar úr Vinnu-
skólanum ávallt unnið að því 1—2
mánuði á vorin að þrífa fjörurnar.
Það munaði um þessa vinnu
fyrir unglinga. Ýmislegt ylli því
nú, að verkefni fyrir krakkana
væru í meiri tvísýnu en oft áður.
Um væri að ræða hefðbundin
verkefni á vegum borgarinnar,
sem engin viðbót væri við. Flokkur
yrði í Heiðmörk eins og venjulega.
I fyrra hefði verið veitt aðstoð við
aldraða, sem hann vissi ekki hvort
yrði aukin. Ýmsum stofnunum og
deildum innan borgarinnar hefði
verið skrifað og spurt, hvort þar
væri um nokkur verkefni að ræða.
Einnig stofnunum utan borgar-
kerfisins. Það væri sem sagt verið
að leita að verkefnum fyrir ungl-
ingana. Að hreinsun á fjörunum
fyrir 3 flokka féll úr í fyrra og nú
gerði auðvitað nokkurt strik í
reikninginn.
Ráðstefnan á
laugardaginn
RÁÐSTEFNA um framtíð útvarps
og sjónvarps á íslandi verður haldin
í Valhöll laugardaginn 16. maí og
hefst kl. 10 f.h., en ekki 16. júní eins
og misritast hefur í Mbl. Flutt verða
11 erindi á ráðstefnunni en síðan
Við guðsþjónustu í Kristskirkju í I.andakoti kl. 18 í gær tilkynnti sr. Ágúst K. Eyjólfsson
aðstoöarprestur um banatilræðið sem páfanum var sýnt í gær og var við guðsþjónustuna beðið fyrir
páfa. Myndina tók Kristján Steinason við það tækifæri.
Hinrik Frehen biskup
ÞETTA er alveg hræðilegur at-
hurður. sem allir eru slegnir yfir,
og ekki verður annað séð en hér
sé um geöveilan mann að ræða,
sagði Ilinrik Frehen, biskup ka-
þólskra á íslandi er Mbl. spurði
hann álits á' banatilræðinu við
Jóhannes Pál páfa.
— Páfinn hefur alla tíð lagt
áherslu á að hafa gott og náið
samhand við fólk og á ferðum
sínum hefur hann iðulega lagt sig
fram um það. en gefið sér minni
tíma til að ræða við t.d. biskupa
og þess vegna er auðvelt að vinna
svona voðaverk. I’áfinn er sérlega
vinalegur maður og vinsæll af
öllum sem til hans þekkja og
hcimurinn er sleginn yfir þessari
frétt. sagði biskup Frehen. Ilann
kvaðst hafa átt að hitta páfann i
Róm eftir rúman hálfan mánuð.
þegar biskupar koma þar saman
og kvað nú óvíst hvort af því gæti
orðið.
verða pallborðsumræður.