Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ1981
5
Verzlunarráði með
öllu óviðkomandi
Gunnar Thoroddsen
Matthías Á. Mathiesen
Varðarfundur um
kjördæmamálið
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður
heldur i kvöld fund um kjör-
dæmamálið <»k verður hann haid-
inn i Valhöll við Háaleitisbraut.
FramsöKumenn á fundinum
verða þeir Gunnar Thoroddsen,
forsætisráðherra, formaður
stjórnarskrárnefndar, <>k Matthi-
as Á. Mathiesen, alþinKÍsmaður.
í fréttatilkynningu frá Verði
segir m.a.: Margir telja að mis-
vægi atkvæða sé í raun mannrétt-
indabrot. í alþingiskosningunum
1979 kusu 29510 í Reykjaneskjör-
dæmi og hlutu 7 þingmenn kosn-
ingu. í sömu kosningum kusu 6150
í Vestfjarðakjördæmi og þar hlutu
6 þingmenn kosningu. Það er þessi
mikli mismunur á vægi atkvæða,
sem óskað er eftir að verði leið-
rétt.
Á fundinum verður gerð grein
fyrir því hvort breytingar séu í
nánd, hverjar þær gætu orðið og
hvenær þær koma til fram-
kvæmda.
Öllum þingmönnum Sjálfstæð-
isflokksins hefur verið sérstaklega
boðið til fundarins, en annars eru
allir velkomnir.
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
izt eftirfarandi yfirlýsinK frá
Verzlunarráði íslands:
í Morgunblaðinu 8. maí 1981
birtist auglýsing frá sænska
fyrirtækinu „Diamant Finans
Á/B“ þar sem auglýst er póst-
verzlun með eðalsteina. I auglýs-
ingunni er Verzlunarráðs Islands
getið, sem heimildar fyrir út-
reikningi á kaupmætti íslenzkrar
krónu gagnvart Bandaríkjadal.
Af gefnu tilefni vill Verzlun-
arráð Islands taka það fram, að
það þekkir ekkert til fyrirtækis-
ins „Diamant Finans A/B“.
Auglýsingin er ekki viðkomandi
Verzlunarráðinu á nokkurn hátt,
enda hefur umrætt fyrirtæki
ekki leitað til Verzlunarráðsins
um það hvernig reikna eigi kaup-
mátt íslenzkrar krónu gagnvart
dollar. Nafn verzlunarráðsins er
notað í auglýsingunni í full-
komnu heimildarleysi.
Rétt er að taka það fram, að
útreikningar þeir sem fram
koma í auglýsingunni varðandi
kaupmátt íslenzkrar krónu gagn-
vart dollar, sem og aðrar upplýs-
ingar í auglýsingunni, eru mjög
villandi að mati Verzlunarráðs-
ins. Er þar, að því er virðist,
einungis tekið mið af meðaltals-
hækkun verðlags á tímabilinu
1970—1980. Ekki er á nokkurn
hátt tekið tillit til gengisbreyt-
inga eða innlendra fjárfest-
ingarmöguleika, - t.d. í atvinnu-
rekstri, verðtryggðum verðbréf-
um, eða bönkum. Útreikningarn-
ir í auglýsingunni sem Verzlun-
arráðið er ranglega borið fyrir
verða því að teljast hrein mark-
leysa.
Algengt er, að erlendir aðilar
leiti til Verzlunarráðsins um
ýmsar upplýsingar varðandi ís-
lenzkt efnahagslíf, þ.á m. verð-
bólgu. Er líklegt, að viðkomandi
aðili hafi fengið upplýsingar um
meðaltalshækkun verðlags á ár-
unum 1970—1980 hjá Verzlun-
arráðinu, án þess þó að geta þess
í hvaða tilgangi upplýsinganna
hafi verið aflað.
Mikill áhugi á
Hollandsfluginu
FYRSTA beina áætlunarflugið frá
íslandi til Hollands um árabil verð-
ur 26. júní nk. á vegum Flugleiða.
Flogið verður einu sinni í viku, á
föstudögum, til Amsterdam.
Að sögn Sveins Sæmundssonar
blaðafulltrúa Flugleiða er töluvert
bókað í fyrstu ferðirnar nú þegar.
Einnig hefur töluvert verið bókað í
flug til annarra borga í Evrópu, sem
Flugleiðir verða með sérstakar ferð-
ir til í sumar, þ.e. Frankfurt, Dúss-
eldorf og Parísar.
Páll B. Helgason
Skipaður yfir-
læknir Endur-
hæfingardeild-
ar Landspítala
IIEILBRIGÐIS- og tryggingaráð-
hcrra skipaði Pál B. Helgason
yfirlækni Endurhæfingardeildar
Landspítalans frá 1. maí sl.
Páll lauk læknisprófi frá Há-
skóla íslands 1967, en árið 1970—
1974 stundaði hann framhalds-
nám í orku- og endurhæfingar-
lækningum við Mayo Clinic, sem
er í Rochester í Minnesota í
Bandaríkjunum. Páll varð síðar
sérfræðingur í orkulækningum á
íslandi 1975 og lauk diplómaprófi í
greininni í Bandaríkjunum árið
1976.
Páll hefur verið kjörfélagi í
American Academy of Physical
Medicine and Rehabilitation frá
1976.
Páll er fæddur 22. júní 1938,
sonur Líneyjar Jóhannesdóttur,
rithöfundar og Helga Bergssonar
hagfræðings. Eiginkona Páls er
Sigurlaug R. Karlsdóttir og eiga
þau fjögur börn.
Við kynnum þér
Kenwood SigmaDrive,
turbo hlaðtö Hi-Fi.
Pað sem er turbo fyrir bíla,
er Sigma Drive fynr Hi-Fi hljómburð.
Þetta er ný einstök Kenwood aðferð við að láta magnarann
annast eftirlit með, og stjóma tónblæ hátalaranna. Aðferðin er í
því fólgin, að á sama andartaki og magnarinn sendir frá sér
rafboð til hátalaranna, nemur Sigma Drive hvemig þau birtast í
þeim, gerir samanburð og knýr fram leiðréttingu til samræmis
við upprunalega gerð þeirra. Þess vegna tengjast
4 leiðarar í hvem hátalara. @KEI\IWOOD
T MIFI STEREO
DRIVE
NEWHISPEED
KENWOOD SIGMA DRIVE
er algjör stökkbreyting í gerð hljómtækja
FREOUENCY CHARACTERISTIC AT SPEAKER INPlfT
f RtOJtNCT |Hí|
Distortion characteristic between '
: and normai drive. Simplified block diagram of X Drive.
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
f KENWOOO
rr
i-
• j Jf j ý ýoöo |j ^Jöööö
BB
KA-1000: Sigma Drive syslem "hi speed "-100 watts per channet-distortion—0.005%—Non magnetic construction—DC coupied—dualpower
supply—Zero switching