Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981 Amin Nafn á frummálinu: Risc and fall of Idi Amin. Handrit: Wade Huie. Kvikmyndun: Harvey Ilarrison. Tónlist: Christopher Cunning. Leikstjórn: Sharad Patel. Sýninjjarstaóur: ReKnboninn. Menn gera kvikmyndir af margvíslegum hvötum. Sumir vilja koma á framfæri boðskap, jafnvel frelsa þjóðir, aðrir til að verða frægir, enn aðrir eru að tjá sínar innstu hugsanir, en flestir held ég að geri kvikmynd- ir til þess að græða á þeim. Við slíku er svo sem ekkert að segja: peningarnir kaupa mönnum víst vist í himnaríki hlutanna. í mynd þeirra um Idi Amin sem nú er sýnd í Regnboganum, er gefið í skyn að kveikjan sé sú hörmung sem þjóð Uganda varð Kvlkmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON að þola undir harðstjóranum. Einhvern veginn finnst mér sú yfirlýsing hljóma hjáróma. Líkt og þegar mafían fær danska lækna til að setja vísindastimpil á klámmyndir. Kvikmyndin um Amin er hreinræktuð gróðamynd í stíl þeirra mynda sem hafa selst hvað best og fjalla um góðmenni á borð við Adolf Hitler. Furðu- legt hvað svona blóðuxar seljast vel. Höfum við kannski lúmskt gaman af atferli þeirra. I það minnsta skemmti heimurinn sér vel við uppátæki Amins á sínum tíma og hélt hann mörgum síðdegisblaðamanninum á góðu kaupi. Vissulega voru tiltæki Amins kostuleg og báru þess vott að þar fór í senn slunginn, frumlegur og geðveill morð- hundur. Eru sum þessara til- Dauðinn talar. tækja sett á svið í myndinni og vekja enn kátínu manns. Minnist undirritaður glögglega hve þessi tiltæki kitluðu hláturtaugar hans þar til hann kynntist ónefndum Tanganyikamanni. Sá sagði mér eitt sinn frá því er hann fór með nokkrum félögum að fá sér bað í Viktoríuvatni. Sól skein og vatnið virtist tært en er þeir gengu nær sáu þeir í vatnsborðinu fjögur uppblásin lík, höfuðlaus. Fplkið sem bjó við vatnið upplýsti að á hverjum morgni rækju slíkir líkamir að ströndu. Og nú býr Amin í vellystingum hjá olíukóngunum í Saudi-Arabíu. Kappinn nýtur þar verndar vegna þess að hann tók múhameðstrú. Sannarlega eru vegir guðs órannsakanlegir. Joseph nokkur Olita leikur Amin í þessari mynd Regnbog- ans. Hæfir leikarinn vel hlut- verkinu, þótt hann skorti hljómmikla rödd. Hins vegar verður að segjast um aðra leik- ara myndarinnar, að þar eru ekki á ferðinni miklir bógar. Ef menn vilja sannfæra sig um yfirburði atvinnuleikarans ættu þeir að sjá þessa mynd. Með góðum leikurum og vandaðra handriti hefði hún getað orðið minnismerki um þau 500.000 sem létu lífið undir ógnarstjórn Idi Amins. Þess í stað varð myndin lágreistur minnisvarði þeirrar gróðafíknar sem rak framleiðandann út í ævintýrið. Samband islenzkra hitaveitna: Stjórnum hitaveitna verði aftur gefnar frjálsar hend- ur til að ákveða gjöldin A AÐALFUNDI Sambands ís- lenzkra hitaveitna. sem haldinn var í Reykjavík mánudaginn 4. maí. var svofelld samþykkt gerð: „Aðalfundur Samhands íslenzkra hitaveitna. haldinn í Reykjavík 4. maí 1981, skorar á ríkisstjórnina að hlutast til um. að stjórnum hitaveitna verði aftur gefnar frjálsar hendur til þess að ákveða hitaveitugjöldin hverri á sínu svæði.“ Formaður sambandsins, Jó- hannes Zoéga, hitaveitustjóri, setti fundinn, en síðan flutti Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, ávarp. Framsöguer- indi fluttu Gunnar Kristinsson, yfirverkfræðingur, sem talaði um notkun hemla og mæla í hitaveitu- kerfum, og Oddur Björnsson, verkfræðingur, sem ræddi um val á efni í aðveitulagnir hitaveitna. Urðu á fundinum miklar um- ræður um bæði þessi mál, segir í frétt frá sambandinu. Stjórn Sambands íslenzkra hitaveitna var endurkjörin til eins árs, en hana skipa Jóhannes Zoega, hitaveitustjóri í Reykjavík, formaður, Vilhelm Steindórsson, hitaveitustjóri á Akureyri og Sig- urður Pálsson, sveitarstjóri í Hveragerði. í lok fundarins var aðalfundar- fulltrúum boðið að kynna sér dælustöðvar og tölvubúnað hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Aðalfundinn sátu 56 fulltrúar 24 af 25 hitaveitum, sem í sam- bandinu eru, og 12 gestir. Reyðarfjörður: Heildarafli á ver- tíðinni 830 tonn Revðarfirði. 11. maí. BÁTURINN Gunnar SU 139 hætti veiðum 6. maí síðastliðinn. Heildarafli á vertíðinni var 830 tonn af fiski. aðallega þorski. Fyrst framan af vertíðinni var lítil veiði, en um miðjan mars glæddist veiðin. Búið er að selja Gunnar til Noregs, fór báturinn héðan í gær suður til Akraness í slipp og verður afhentur í Flekke- fjord, Noregi, í júní. 20. júní verður afhentur í Nor- egi togari sem hingað kemur í stað bátanna Snæfugls og Gunnars, en Snæfugl var seldur í fyrra. Togar- inn væntanlegi mun heita Snæ- fugl SU 20. Báturinn Gunnar var keyptur hingað í maí 1959. Nú er verið að pakka saltfiski hjá GSR, sem fer um borð í Eldvíkina á Eskifirði og þaðan til Portúgals. — Gréta. Barna- og tjölskvldusíðan Sigríður í essinu sínu með börnunum. Brúðubíllinn á fleygi- ferð um Reykjavík Flestir krakkar þekkja brúðu- bílinn, sem ferðast um á sumrin milli gæsluvalla borgarinnar. I byrjun mái hóf brúðuleik- húsið starf sitt fimmta árið í röð. Það eru þær Helga Steffen- sen og Sigríður Hannesdóttir, sem sjá um sýningarnar, en handrit og stjórn er einnig í þeirra höndum. I upphafi „leikársins" fjallar efnið um hann Grím og þorpið hans. Ekki leikur nokkur vafi á því, að nú bíða fjöldi barna spennt eftir brúðubílnum, en við birtum hér svipmyndir frá einni sýningu þeirra Helgu og Sigríðar frá síðastliðnu sumri. Brúðubíllinn starfar í tvo mánuði, mái og júní. Ljónf jörugir náungar sungu með krökkunum. Hugmyndaflug er mikilvægara en þekking. Albert Einstein (1879—1955).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.