Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981 Þróttur held- ur skákmót KnattspyrnufélaKÍð bróttur holdur skákmót á laugardaginn ok vorður mótið haldið í Þrótt- hoimum. Einungis Þrótturum er heimilt að taka þátt í mótinu. Sigurvegar- inn hlýtur bikar í verðlaun, Aðal- steinsbikarinn, en hann er farand- bikar og verður keppt um hann árlega. Ennfremur fær sigurveg- arinn verðlaun sem hann vinnur til eignar. Vorfagnaður Héraðsmanna ÁTTIIAGASAMTÖK Héraðs- manna halda vorfagnað í Raf- veituheimilinu við Elliðaár fostu- daginn 15. maí og verður þar ýmislegt til afþrcyingar. Upplestur mun annast Óskar Halldórsson og Rósa Ragnarsdótt- ir syngur. Þá verður happdrætti og síðast en ekki sízt dans undir hljómlist Þorvaldar Jónssonar og félaga. Húsið verður opnað klukk- an 20.30. Sumardvöl fyrir sykur- sjúk börn SÍÐASTLIÐIÐ sumar efndu Sam tbk sykursjúkra. Reykjavik. til sumardvalar fyrir sykursjúk born og unglinga. Var það í fyrsta skipti, sem til slíkrar starfsemi var stofnað. segir í frétt frá samtokunum. og verður nú í sumar aftur efnt til sumar- dvalar. Að þessu sinni verða sumarhúðirnar haldnar að Reyk- holti í Borgarfirði. 23. til 29. júni. í frétt samtakanna segir að eins og sl. sumar verði starfsemin rekin undir stjórn sérfróðra manna, hvað viðvíkur sérþörfum barnanna um hjúkrun, mataræði og annað. Öllum sykursjúkum börnum og unglingum á landinu er boðin þátttaka, og verður kostnaði haldið í lágmarki, þar sem Samtök sykursjúkra, Reykja- vík, munu með beinum fjárfram- lögum bera uppi hluta af dvalar- kostnaðinum. Borgarbíó inn- siglað vegna van- skila á sölu- og skemmtanaskatti BORGARBÍÓ í Kópavogi var innsiglað og starfsemi þess stöðvuð fyrir skömmu vegna vanskila á söluskatti og skemmtanaskatti. Að sögn Ásgeirs Péturssonar, bæjarfógeta í Kópavogi, er hér um töluvert mikil vanskil að ræða, sem safnast hafa saman á nokkurra mánaða tímabili. — Lögfræðingur kvikmynda- hússins og forráðamenn hafa komið á minn fund til að kanna hugsanlegar leiðir til að leiða þetta mál til lykta, en það er alveg ljóst, að starfsemi verður ekki hafin fyrr en þessi gjöld hafa verið greidd, sagði Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti enn- fremur. Hlýri kemur að, Jón 1 Sjólyst og Ási í Bæ. Texti og myndir: Sigurgeir Jónasson Heimur trillu- Eyjum förnu. Varla er þó hægt að tala um, að hér séu nema tveir raunverulegir trillukarlar af gamla skólanum, karlar, sem róa á trillu allt árið og hafa það fyrir aðalatvinnu. Þessir herramenn eru þeir Jón í Sjólyst og Sjonni í Engey. Nokkrir eru síðan á dekkbátum, t.d. Siggi í Bæ á Hvítingi, Jóel og Siggi Jóels á Bensa, Hilmar á Sigurbirninum og Eiður á Kristínu. Margir eiga hér trillur og róa sér til afbrPVinrrov orr Av**nr*i •• karlaí Vcstmannaeyjum í iok aprílmánaöar Trillurnar og trillukarlarnir eru sérstakur heimur og ekki aðeins hér í Eyjum. heldur sjálf- sagt allt i kringum landið. Þegar vora tekur, verður veðrið skap- legra og sá guli skriður inn á grunnið. Þá er eins og við mann- inn madt. nýtt líf og nýtt fjör kviknar við Bæjarhryggjuna, þar sem aðstaða trilla og minni báta er. Segja má. að allar fleytur. sem flotið geta. fari af stað á góðviðr- isdögum, og þó alveg sérstaklega þegar vel aflast eins og að undan- Skrifstofustjórinn i Fiskiðjunni og skipstjórinn á Barða með fullan bát. einnig getur það gefið vel í aðra hönd í aflahrotum eins og undan- farnar vikur. Þá vantar ekki kapp- ið í „sportfiskarana" frekar en aðra þá sem sjóinn stunda. Oftast eru þeir 2—3 á og róa mest um helgar og eftir vinnu á daginn. Þegar þessi tími er kominn, má oft sjá þekkt andlit úr bæjarlífinu á Bæjarbryggjunni á kvöldin, banka- menn, lögregluþjóna, bæjarfóget- ann og fulltrúa hans, verzlunar- menn og ýmsa forstjóra, iðnað- armenn og fleira gott fólk. Um Vcrzlunarstjórinn og rafvirkja- meistarinn á ísak, þeir eru mcð fullan hát, en kallast sportfisk- arar. þetta leyti árs verður heimur trillukarlanna þeirra heimur. Svo eru aðrir, sem birtast um svipað leyti og fyrstu vorfuglarnir, t.d. Ási í Bæ. Það er eins og hann finni lykt af þeim gula. Það er fastur siður hjá honum að bregða sér á færi seinni hluta hverrar vertíðar. Hann kemur sér þá í pláss annað hvort á trillu eða einhverjum minni bátanna, en bara til að fara á skak. Hann leitar í Eyjarnar aftur eins og fyrr og þráir heimaslóð. Þeir eru ekki margir Vestmannaeyingarnir, sem róa á trillunni sinni allan ársins hring. cn Jón í Sjólyst er einn þeirra. Ási í Bæ er hins vegar eins og fuglarnir og hann kemur um svipað leyti ár eftir ár til að glíma við þann gula. fá sigg i lófa og ofurlítið salt i hloðið. Fyrr getur sumarið ekki gengið í garð. Það er rikt eðlið í trillukörlunum. Smáey öslar að bryggju með tæplega fullfermi, feðgarnir hafa sett í'ann þennan daginn. Latur næstum fullur eftir dagsréWlur með handfæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.