Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAI 1981
SIGUR jafnaðar-
mannsins Francois
Mitterands í forseta-
kosningunum í Frakk-
landi og samvinna
vinstriflokkanna í
fyrirhuguðum þing-
kosningum í júní í því
skyni að tryggja
nýkjörnum forseta
þingmeirihluta, leiðir
hugann að svokallaðri
Alþýðufylkingu,
Front Populaire, á
hnignunarskeiði Þriðja
franska lýðveldisins á
síðustu árunum fyrir
síðari heimsstyrjöld-
ina. Hrynur Fimmta
lýðveldið eins og hið
þriðja í kjölfar inn-
byrðis togstreitu og
stéttarígs?
Tillagan um myndun Alþýöu-
fylkingarinnar kom upphaflega
frá Alþjóðasambandi kommún-
ista. Hugmyndin meö slíkri fylk-
ingu var samstarf miö- og
vinstriflokka um baráttu gegn
fasisma og áætlanir um víötæk-
ar þjóöfélagsumbætur á róttæk-
um, lýöræöislegum grundvelli,
án þess að hreinn sósíalismi yrði
innleiddur.
Alþýðufylkingarstjórn sat aö
völdum í Frakklandi undir for-
ystu sósíalistans Léon Blum frá
júní 1935 til júní 1937 og síðan
undir forystu Camille Chau-
temps úr Róttæka flokknum þar
til í janúar 1938. Blum endur-
vakti hana i marz og apríl 1938
og Edouard Daladier úr flokki
róttækra var í forystu slíkrar
ríkisstjórnar þar til í október
1938.
Stjórn Alþýðufylkingarinnar í
Frakklandi leystist upp vegna
þess aö sósíalistar og kommún-
istar vantreystu Daladier eftir
gerð Munchen-samninganna, en
hún haföi alltaf mætt haröri
andstööu í öldungadeildinni,
sem var íhaldssöm.
Alþýöufylking var einnig viö
völd á Spáni undir forystu Manu-
el Azana, Largo Caballero og
a Frakka af
ifylkingunni'
Juan Negrin frá febrúar 1936 til
marz 1939. En þótt sú stjórn
væri fylgjandi róttækum þjóöfé-
lagsumbótum sátu engir sósíal-
istar eöa kommúnistar í henni.
Þaö var gegn þessari ríkisstjórn
sem Franco háði borgarastríðið
á Spáni og steypti aö lokum af
stóli.
Skrúðganga í París
Franskir kommúnistar litu
lengst af á sósíalista sem helztu
óvini sína, en í kjölfar blóöugrar
og misheppnaðrar uppreisnar
fasista, svokallaðra Stavisky-
óeiröa er kenndar voru viö
illræmdan fjársvikara, 6. febrúar
1934, stungu þeir upp á sameig-
inlegum aögerðum gegn fasist-
um og þrátt fyrir tortryggni
sósíalista náöist samkomulag í
júlí það ár.
Áriö eftir var Róttæka flokkn-
um boöiö upp á samvinnu og
flokksleiðtogarnir Daladier,
Blum og Marcel Thorez ávörp-
uðu sameignlegan fund hinna
þriggja flokka. Á Bastilludaginn
14. júlí 1935, gengu þrjú eöa
fjögur hundruð þúsund sósíalist-
ar, kommúnistar og róttækir
fylktu liöi um götur Parísar meö
Blum, Daladier og Thorez í
broddi fylkingar. Þetta þótti jafn-
ótrúlegt og aö Franklin D.
Roosevelt Bandaríkjaforseti
gengi meö sósíalistaleiðtogan-
um Norman Thomas í skrúð-
göngu.
Blum og sósíalistar settu þaö
skilyrði fyrir samvinnunni aö
sameiginleg stefna yrði mótuö
og hún var birt í janúar 1936.
Samstaða stuðningsmanna Al-
þýöufylkingarinnar var í sterkri
mótsögn viö mikla sundrungu í
rööum hægri manna í þingkosn-
ingum, sem fóru fram um vorið.
Úrslit uröu þau að Alþýðufylk-
ingin hlaut 380 þingsæti, en
hægri menn 237. Kommúnistar
högnuöust mest á samvinnunni
og bættu viö sig 62 þingsætum,
en sósíalistar 39 og óháöir
sósíalistar 12. Aftur á móti
tapaði Róttæki flokkurinn 43
þingsætum og upp frá því var
flokkurinn deigur í samvinnunni
viö vinstri flokkana. Daladier
varö varaforsætisráðherra.
í raun og veru varð sáralítil
breyting á styrkleikahlutföllum
stjórnmálaflokkanna, því aö
hægri- og miöflokkar töpuöu
aöeins um 200.000 atkvæöum.
Óstööugleiki, sem haföi einkennt
frönsk stjórnmál, hélt áfram.
Fylgi öfgaflokka til hægri jókst.
Ofbeldi færöist í aukana og
viröing þingsins dvínaöi.
Oundirbúin verkföll
Léon Blum var eölilegur leiö-
togi Alþýðufylkingarinnar þar
sem hann var leiötogi stærsta
flokksins í fylkingunni og þess
flokks sem stóö í miðjunni. Sigur
Alþýöufylkingarinnar vakti mikl-
ar vonir meöal verkamanna eftir
langa baráttu þeirra fyrir þjóðfé-
lagsumbótum. Mikill fjöldi verk-
falla fylgdi í kjölfar kosningasig-
ursins, en þau voru óundirbúin
og komu jafnvel kommúnistum á
óvart. Vinstrisinnar virtust vilja
fagna sigri sínum og sýna Blum
hvílíkur máttur stæöi á bak viö
hann. Efnahagslífiö lamaöist, en
verkfallsmenn sýndu mikla still-
ingu og mikinn aga. Þótt þetta
væri mesta vinnustöövun eftir
fyrra stríð uröu engar blóösút-
hellingar og engin skemmdar-
verk voru unnin. Fyrsta verk
hinnar nýju Alþýöufylkingar-
stjórnar var aö koma á friöi á
vinnumarkaönum.
Ráðstefna fulltrúa vinnuveit-
enda og launþega var haldin í
Hotel Matignon, opinberum
bústaö forsætisráöherrans, þar
sem ótti viö byltingu leiddi til
gífurlegra tilslakana atvinnurek-
enda. Samkvæmt samkomulagi
sem var gert áttu laun aö hækka
um 12%, þjóönýta átti hergagna-
iðnaöinn og ríkisstjórnin átti aö
fá yfirráð yfir Frakklandsbanka.
Auk þess var kveðiö á um
sumarleyfi á fullum launum og
40 stunda vinnuviku. Vinnuveit-
endur viöurkenndu rétt verka-
lýösfélaga til aö koma fram fyrir
hönd verkamanna og í staðinn
lofuöu verkalýösfélögin aö grípa
ekki til beinna aögeröa, eöa meö
öörum oröum aö verkamenn
yfirgæfu verksmiöjur sem þeir
höföu lagt undir sig.
Matignon-sáttmálinn var sigur
fyrir Blum, verkamenn töldu sig
hafa náö miklum árangri, þótt
verkföll héldu áfram um sinn, og
eignafólk taldi aö hættuástandi
heföi veriö bægt frá og dró
andann léttar.
Nýju umbótunum var fljótlega
hrundið í framkvæmd. Völd fjár-
málamanna og Frakklands-
banka voru takmörkuö, flugvéla-
Verkfallsmenn í París 1936.
i
Jakob V. Hafstein, lögfræðingur - Fiskiræktarmál 8:
Hafbeitarórar
Mikið hafa fjölmiðlar fjallað um
_hafheit“ á laxaseiðum að undan-
förnu. Tveir starfsmenn Veiði-
málastofnunarinnar hafa nýlega
ritað greinar um málið í Morgun-
blaðið og í því sambandi vísað til
starfandi hafbeitarstöðva austan
lands og vestan. Og Ríkisútvarpið
hefur sagt frá því í fréttum, að
laxeldisstöð Norðurlax hf. að Laxa-
mýri og eigendur hennar, bændur
og hlunnindahafar, ætli nú að
„hefja hafbeit" á 70 þúsund laxa-
seiðum í sjógönguseiðastærð frá
stöðinni, þar eð m.a. markaðs-
möguleikar fyrir slík seiði séu að
lokast í Noregi eða a.m.k. verulega
að dragast saman.
Leiðrétting á þessari síðustu
frétt hefur ekki heyrst í Ríkisút-
varpinu enn, þó svo að forstöðu-
maður Laxamýrarstöðvarinnar
Hvað kosta
seiðin?
hafi borið frétt þessa til baka i
viðtali við þann, er þetta ritar, yfir
símann. Guði sé lof.
En hér er sannarlega um mjög
svo alvarlegt og um leið athyglis-
vert mál að ra*ða. varðandi fiski-
rækt og fiskeldismál okkar íslend-
inga. Skal því nánar að því vikið í
örfáum orðum að sinni og bent á
nokkrar staðreyndir.
Hafbeit er alls ekki ný af
nálinni, varðandi laxarækt og laxa-
eldi, eins og margir virðast halda.
Þetta er hinsvegar orð, sem dregið
hefur verið fram í dagsljósið uppá
síðkastið sem nokkurskonar „seg-
ull“ í draumsýn Veiðimálastofnun-
arinnar og að því er sagt er, bæði
eldri og nýrri forystumanna
bændasamtakanna.
Hafbeit hefur frá fornu fari —
já, allt frá alda öðli — verið
stunduð og starfrækt af öllum
íslenzkum og erlendum laxveiðiám,
sem sent hafa „laxabörnin" sín
(seiðin) út á afrétt úthafsins til
vaxtar og þroska, líkamlega og
kynferðislega, en þá, þegar slíkt
hefur náð takmarki sínu, vaxið og
dafnað á eðlilegan hátt, hafa „laxa-
börnin" leitað til baka til móðurár-
innar sinnar — til uppruna síns —
sem fullorðnir og fullþroskaðir
laxar.
Hafbeitarstöðvar hafa verið
starfræktar hér á landi um áratuga
skeið en árangur langt frá því að
vera loflegur né gefa vonir um
aðlaðandi og eftirsóknarverða af-
komu og rekstur.
Ilafbeit á laxaseiðum — laxa-
börnum — hefur, þrátt fyrir þessar
staðreyndir, verið lofsungin af ís-
lenzkum fiskiræktaryfirvöldum.
Og það sorglega er, að veiðiréttar-
eigendur — margir hverjir — hafa
kokgleypt þessa hættulegu flugu,
svo að segja blindandi.
Ilafbeitarstöð ríkisins i Kolla-
firði tók til starfa laust eftir 1960.
Og í greinargerð forstöðumanns
stöðvarinnar, sem dagsett er á
þrettánda dag jóla — hinn 6.
janúar — um þessar mundir, er því
spáð, reyndar næstum því slegið
föstu. að eftir svo sem 4—6 ár muni
stöðin bera sig fjárhagslega af
eigin framleiðslu. En hvar er svo
reyndin í þeim efnum? Það vita
allir, sem einhverja „nasasjón"
hafa af máli þessu og þó alþingis-
menn allra manna bezt: Sífellt væl
um peningaleysi og fjárskort
stöðvarinnar samfara kröfum um
geysiháar peningaframlögur ár-
lega úr ríkissjóði — úr vösum
skattborgaranna.
Spurt er:
Bendir þetta nú til þess að
hafbeit sé arðberandi atvinnuvegur
í raun og sannleika?
Og finnst mönnum — í alvöru
talað — hyggilegt að senda „hundr-
uð þúsunda af laxabörnum (seið-
um) frá íslandi út í Atlantshafið til
þess m.a. að þau festi sig í netum
Færeyinga, Grænlendinga, Dana
og annarra þjóða?
Ætla má að mörgum muni finn-
ast hyggilegra að líta nú í eigin
barm af alvöru í þessum efnum. Og
þá er ekki ósennilegt að hin
almenna krafa verði, í garð fiski-
ræktaryfirvaldanna í landinu og
tilheyrandi ráðuneytis:
1. Hvað kostar að framleiða t.d.
100 þúsund augnhrogn af góðum
laxastofni?
2. Hvað kostar að framleiða t.d.
100 þúsund kviðpokaseiði af góð-
um laxastofni?
3. Hvað kostar að framleiða t.d. 10
þúsund sumaralin laxaseiði af
góðum laxastofni?
4. Hvað kostar að framleiða t.d.
100 laxaseiði af sjógönguseiða-
stærð — eins og tveggja ára?
Því hefur verið haldið mjög á
lofti að Kollafjarðarstöðin væri
tilraunastöð og þá ætti sú starf-
semi sannarlega að geta gefið