Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGTJRT4. MAÍ 1981 19 „Stacco-stóllinn“. ar blm. Morgunblaðsins leit þar við á þriðja sýningardegi. Guðni kvaðst mjög ánægður með við- tökur þær sem stóllinn hefði fengið og væru þær miklu betri en hann hefði þorað að vona. Fyrirtækið Scandiline sem rek- ur verslanir bæði á Norðurlönd- unum og i Bandaríkjunum hef- ur t.d. keypt sýningarbás Stál- húsgagnagerðar Steinars og hyggst setja hann upp á NEOCON-sýningunni í Chicago, en það er stærsta sýning í heiminum á stofuhúsgögnum. Samið hefur verið við Scandi- line um dreifingar- og út- breiðslustarf þetta. Pétur B. Lúthersson sagði mikið starf liggja á bak við kynningarstarf af þessu tagi. Það tæki oft mörg ár fyrir framleiðendur að öðlast traust sem nauðsynlegt er til að al- þjóðleg viðskipti geti átt sér stað. Sem dæmi nefndi hann að undanfarin ár hafi Gamla kompaníið kynnt skrifstofuhús- gögn á þessum sýningum og nú á fyrsta degi sýningarinnar hafi verið haft samband við þá af fulltrúa Illums Bolighus. Þeir hafa fylgst með þessum skrif- stofuhúsgögnum sl. þrjú ár og telja nú að framleiðslan sé það stöðug að treystandi sé. Vegna setjaraverkfalls hér í Danmörku koma aðeins örfá dagblöð út nú og hefur því lítið verið fjallað um Scandinavian Furniture Fair í dagblöðum að þessu sinni. Morgenavisen Jyl- landsposten birti þó heilsíðu- grein um sýninguna þar sem Stacco-stólsins var getið sem einnar athyglisverðustu nýj- ungarinnar. Kaupmannahöfn í maí 1981, Þórólfur Árnason. Fjárfestingarfélagið í viöræðum við borgina: Kannar kaup á heitu vatni til laxaræktar „VIÐ /ETLUM að kanna. hvort það sé einhver grundvöllur fyrir viðra'ðum við borgina um kaup á heitu vatni til laxara>ktar.“ sagði Gunnar Ilelgi Hálfdánarson hjá Fjárfestingarfélaginu. i samtali við Mbl., en borgarráð hefur samþykkt. að rætt skuli við Fjár- festingarfélagið um þessi mál. Gunnar sagði, að formlegar við- ræður væru ekki hafnar, en þetta mál væri „hreint skrifborðsgagn“ ennþá. „Það, sem við höfum í hyggju, er að kanna hvort mögu- leiki sé á að fá vatn í þennan atvinnurekstur. Þetta er eitt af mörgum atriðum, sem ég er að kanna nú,“ sagði Gunnar. „En hvort þetta þýðir, að við séum að fara út í laxarækt, vil ég ekkert um segja, vegna þess að það er eftir að íhuga ýmsa kosti og galla, sem þarna koma inn í. Þegar niðurstöð- ur liggja fyrir, munum við taka ákvörðun um, hvort af þessu verð- ur.“ Gunnar gat þess ennfremur, að verið væri að kanna hvar hægt væri að fá land undir starfsemina og kæmi Straumsvík helst til greina í því sambandi. Geysilegt úrval - lægsta verð. Myndalistar. T'tr na Ullr* BUdshófða 20-S (91)81410-81199 Svnineahöílinni - Artúnshöfða Stúdentaráð HÍ: Lokun nýlista- deildar MHÍ yrði tilræði við frjálsa listsköpun MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi frá Stúdentaráði Iláskóla íslands: „Á fundi Stúdentaráðs Há- skóla íslands 6. maí sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Stúdentaráð Háskóla Islands harmar þær skerðingar á val- frelsi til náms, sem yfirvofandi eru hjá nemendum í Myndlista- og handíðaskóla Islands og fylgt gætu ákvörðun skólastjóra MHÍ um lokun nýlistadeildar. SHÍ lýsir furðu sinni á þessari ein- hliða ákvörðun skólastjóra MHÍ. Slíkar einhliða ákvarðanir skóla- stjóra án samráðs við nemendur eru ekki í samræmi við hug- myndir ráðsliða um stjórnun slíkra stofnana. SHÍ lítur á ákvörðunina sem tilræði við frjálsa listsköpun og fordæmir því þessa einhliða ákvörðun og skorar á skólastjóra að breyta ákvörðun sinni. Ef hann gerir það ekki, þá skorar SHÍ á menntamálaráðherra að stað- festa ekki ákvörðun skólastjór- ans.““ AIWA er með lausnina Ekkert meira vandamál, þar sem plássiö er lítiö. Þessi mini-sett frá ðed hljóma ekki síöur en margfalt stærri tæki. ÞaÖ eru frábær hljómgæöi frá þessum litfu, en geysifallegu hljómtækjum. mini-tækin — meö maxi-hljóminn. fyrir þig. AIWA AIWA I. e | ðaiooær I Armúla 38, (Selmúiamegin), 105 Reykjavík. Símar 31133, 83177. Pósthólf 1366. 4 it>iuiU(,yt j!1 UiJe .Þi ttíL tsmi-í iJjJí initíjtiy/'Uiiaiinq i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.