Morgunblaðið - 14.05.1981, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.05.1981, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTÍ/ÖAGUR Í4'1kIAÍ1981 21 Raijv fer fram! Nýju Dclhi. AP. RAJIV Gandhi. eldri sonur Ind- iru Gandhi forsætisráðherra Indlands. hefur ákveðið að bjóða síjí fram í kjordæmi þvi sem Sanjay Gandhi bróðir hans var þin^maður fyrir. Sanjay var kjorinn með KÓðum meirihluta i janúar 1980. en hann lézt i flugslysi í júni í fyrra og þingsæt- ið hefur verið autt siðan. Vitað er Rajiv Gandhi að Indira Gandhi hefur lajft mjoK hart að syni sinum að taka upp merki Sanjays, en hann hefur verið tregur til. enda talinn hlédrægur ojf allt að því feiminn og ómannhlendinn. Ilann lýsti þvi yfir eftir að Sanjay lézt að hann myndi vitanlega styrkja móður sina og styðja en hann væri ekki reiðubúinn að hefja þátttöku i stjórnmálum og dræjfi enda sjálfur hæfni sina i efa. Siðan hefur móðir hans svo ok stuðninjfsmenn Sanjays beitt Rajiv stöðujfum þrýstinKÍ, sem sýnilejfa hefur nú borið árangur. Rajiv Gandhi, sem er 36 ára, flaug sl. mánudag til Lucknov, höfuðborgar Uttar Pradesh-ríkis til þess að tilkynna opinberlega framboð sitt að því er fram- kvæmdastjóri Kongressflokks I, Vasantdada Patil, greindi frétta- mönnum frá. Kosningarnar verða haldnar 14. júní. Amethi-kjör- dæmið er um 500 km suðaustur af Nýju Delhi. Stuðningsmenn flokksins og Gandhi-fjölskyldunn- ar eru bjartsýnir og telja öruggt að Rajiv vinni sætið, þótt fram- koma hans og málflutningur sé mjög á annan veg en bróður hans. Indira Gandhi hefur verið á ferðalagi utan Indlands upp á síðkastið og var ekki komin heim þegar tilkynning þessi var út gefin. Hún mun þó ekki koma flatt upp á forsætisráðherrann, að því er sérfræðingar hafa fyrir satt. Hún var nýlega í Kuwait og fordæmdi þá mjög harkalega inn- rás Sovétríkjanna í Afganistan og hvatti til að átak yrði gert til að leysa þennan vanda. Frá óeirðunum á Norður-írlandi. Kaþólsk fjölskylda arkar heim, hlaðin vistum. eftir verzlunarferð, og ætlar sér greinilega að vera við öllu búin. Danmörk: Miklir erfiðleik- ar framundan Frá Ib Björnhak. fréttaritara Mbl. í Kaupmannahófn. DANMÖRK stefnir nú inn í mjög mikla efnahagslega erfið- leika. Efnahagssérfræðingar ríkisstjórnarinnar reiknuðu með því um sl. áramót að 16—22 milljarða halli yrði á fjárlögum þessa árs. Síðar var sú tala hækkuð i 24 milljarða og nú er reiknað með því að hallinn vcrði 30 milljarðar danskra króna, samkvæmt út- reikningum danska landsbank- ans. Með ýmsum efnahagsráðstöf- unum á síðustu árum hefur verið lagður grundvöllurinn að viðráð- anlegri verðbólgu, um 10%. Það hefur að ýmsu leyti tekist að koma í veg fyrir að efnahags- ástandið í landinu versni-en spá þegar er þjakað af margra ára haliarekstri og gífurlegri vaxta- byrði. Sl. mánudag áttu fjár- málaráðherrar Efnahagsbanda- lagslandanna að funda um stöð- una í efnahagsmálum í Banda- ríkjunum og gjaldeyrismálum. En fundi þessum var aflýst. Það þýðir það að stóru löndin, Vestur-Þýskaland, England og Frakkland vilja standa sjálf- stætt og reyna á eigin spýtur að bjarga gjaldmiðlum sínum frá ógnunum dollarans. Afleið- ingarnar geta einungis orðið auknir vextir og vextirnir í Danmörku eru þegar meðal þeirra hæstu, um 20%. Vorið er komið í Danmörku og hlýnar í lofti. En ískalt loft leggur nú leið sína um kuldasvæði efnahags- máianna. Og bensínverðið hækk- ar einu sinni enn. landsbankans eru kaldar kveðjur til stjórnarsinna á danska þing- inu en sumarfrí þingmanna hefst í byrjun júní. Minnihlutastjórn Ankers Jörgensen (Jafnaðarmenn) fær stuðning lítilla borgaraflokka i efnahagsmálum. Stjórnin hefur komið í gegn ýmsum sparnað- arráðstöfunum og hefur heft umsvif opinberra stofnana og fyrirtækja. M.a. mega bæjarfé- lög og sýslur aðeins auka útgjöld sín sem nemur 1% umfram launa- og verðhækkanir. Sparnaðarráðstafanir hafa hjálpað mikið en útgjöldin vegna atvinnulausra og ellilífeyrisþega eru mikil. í ár eru þau um 15—20 milljarðar danskra króna. Hækkun dollarans hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir danskt efnahagslíf sem Queen til London BanKor. Mainc. AP. RICHARD Queen, sem var í gíslingu í bandaríska sendi- ráðinu í Teheran í 250 daga, fer á næstunni til London, en þar mun hann starfa við bandaríska sendiráðið. Queen hefur unnið í utanríkisráðu- neytinu í Washington síðan hann var látinn laus úr haldi í Teheran vegna sjú'kdóms. Andrés Rússaprins látinn Provcndcr. Fn«landi. 11. maí. AP. ANDRÉS Rússaprins. elzti eftirlifandi ættingi Nikulásar II Rússakeisara. lézt um helg- ina í Provendcr, þar sem hann hefur verið í útlegð síðustu áratugina. Ilann varð 84 ára. Andrés prins hafði gert beina kröfu til rússnesku krúnunnar og var höfuð Rom- anov-ættarinnar, eða þeirra af henni sem í Englandi dveljast. Hann var systursonur Niku- lásar keisara og fæddist í Vetrarhöllinni í St. Péturs- borg (nú Leningrad) 1897. Hann sat í fangelsi um hríð 1917 ásamt ýmsum ættum, en tókst að komast úr fangelsinu og til Frakklands. Síðar veitti Georg V Bretakonungur hon- um og ýmsum úr fjölskyldunni leyfi til að setjast að á Eng- landi. Þingmaður í fangelsi fyrir atkvæðakaup ÍSRAELSKUR þingmaður. Sam- uel Flatto-Sharon, var nýlega da’mdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa keypt sér atkvæði í kosningaharáttu sinni 1977 en hann bauð sig fram einn og utanflokka. Samucl Flatto-Shar- on hefur og fengið fimm ára fangelsisdóm í Frakklandi, sem var kveðinn upp að honum fjar- verandi, fyrir fjársvik og brask. Hámarksdómur sem Flatto- Sharon gat átt von á var fimm ár en dómarinn sem birti niðurstöð- una sagði að níu mánuðir væru veruleg refsing og dygðu vonandi til að afmá alla spillingu sem kynni að vera eða koma upp á í ísraelskum stjórnmálum. Flatto- Sharon hefur fengið frest í 45 daga til að áfrýja dómnum. Hann er 49 ára gamall, vellauðugur viðskiptajöfur og var honum gefið að sök að hafa boðið Israelum sem vildu kjósa hann hræbilleg hús og íbúðir og hverjum þeim sem veitti honum stuðning í eyðimerkurbæn- um Dimona lofaði hann hvers konar fríðindum og aðstoð í ýmsu formi. Hins vegar er ekki útilokað að Flatto-Sharon geti aftur boðið sig fram til þings, því aðeins þeir sem hafa setið ár eða lengur í fangelsi eru ekki kjörgengir. Þingmaður- inn var hinn borubrattasti eftir að dómsorð hafði verið kveðið upp, kvaðst saklaus af öllum ákæruat- riðum og hann treysti á ísraelskt réttlæti og auk þess styrkti það sig að allir kjósendur hans væru á hans bandi. Þannig var umhorfs í réttarsal í Torino á Ítalíu þegar þar hófust réttarhöld i málum 78 sakborninga úr hryðjuverkasamtökunum Prima Linea (Víglínan). Sakborningarnir eru að biðja lögfræðinga sina um að verða settir í sama klefa og félagar úr Rauðu herdeildunum sem einnig mættu fyrir rétti, en sérstök réttarhöld fóru fram gegn þeim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.