Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981
íslenzk húsgögn vekja
mikla athygli á sýningu
í Kaupmannahöfn
Frá Wirólfi Árnasyni.
Á HINNI árlegu húsgaKnasýningu Scandi-
navian Furniture Fair sem haldin var í
Bella Center i Kaupmannahöfn dagana
6. —10. maí vakti framlag fslands mikla
athygli. f þetta sinn sýndu tvö íslensk
fyrirtæki húsgögn hönnuð af Pétri B.
Lútherssyni arkitekt. Stálhúsgagnagerð
Steinars hf. sýndi stóla og borð sem nýtast
mjög vei þar sem stöflunar á húsgögnum
er þörf og Gamla kompaníið hf. sýndi
skrifstofuhúsgögn.
Bella Center í Kaupmanna-
höfn er stærsta sýninga- og
ráðstefnuhús á Norðurlöndum
og er því vettvangur fjölmargra
alþjóðlegra sýninga og kaup-
stefna. Að mörgu leyti er hægt
að segja að nýjustu straumar í
hönnun og framleiðslu til og frá
Norðurlöndunum fari þar um.
Sl. 15 ár hafa árlega verið
haldnar í Bella Center hús-
gagnasýningar undir nafninu
Scandinavian Furniture Fair.
Þessar sýningar sem ekki eru
opnar almenningi, miða að því
að kynna það nýjasta í hús-
gagnaframleiðslu á Norður-
löndunum til að auðvelda sölu á
aiþjóðlegum markaði.
Norðurlandaþjóðirnar, að Is-
lendingum undanskildum, hafa
á undanförnum árum verið leið-
andi í hönnun listrænna og
hagnýtra húsgagna. Það er því
ekki hægt annað en að segja að
á Scandinavian Furniture Fair
sé Iandinn í góðum félagsskap.
Sérstaklega ánægjulegt er því
hve mikla eftirtekt stóll Péturs
B. Lútherssonar vakti. Talað
var um stólinn, sem Pétur
nefnir Stacco, sem eina athygl-
isverðustu nýjungina á þessari
sýningu. Það sem einkennir
Stacco-stólinn er fyrst og
fremst fjölbreytt notagildi og
auðveld samstöflun. Þar sem
þörf er fyrir stóla í samkomu-
sali og skóla er stór kostur að
uppröðun geti gengið fljótt og
örugglega fyrir sig. Hægt er að
festa Stacco-stólana saman til
að mynda sætaraðir. Einnig er
með einu handtaki hægt að
festa á þá borðplötu sem nýtist
mjög vel við fyrirlestrahald.
Framleiðandi Stacco-stólsins
er Stálhúsgagnagerð Steinars
hf. í Reykjavík. Guðni Jónsson
framkvæmdastjóri var staddur
í sýningarbás fyrirtækisins þeg-
Sýningarbás Stálhúsgagnagerðar Steinars hf.
„Stacco-stólnum" staflað saman, allt að 40
stólum i einn stafla.
Skrifstofuhúsgögn framleidd af Gamla Kompaníinu hf.
Þróunarverkefnið á Grænhöfðaeyjum:
Góður afli Bjarts
síðustu tvo mánuði
Fyrir hann eru
föstudagar
upphaf leiöinda..
VÉLBÁTURINN Bjartur hélt
áleiðis til Grænhöfðaeyja fyrir
ta'pu ári síðan til að aðstoða
þarlenda við uppbyggingu og
þróun fiskveiða. Á ýmsu hefur
gengið hjá Magna Kristjánssyni
og hans mönnum á Bjarti. cn upp
á síðkastið hafa veiðarnar þó
gengið betur en áður og telja þeir
sig nú hafa sannað, að fiskveiðar
megi stunda frá Gramhöfðaeyjum
á nútímalegan hátt.
Síðustu tvo mánuði hafa þeir
verið á togveiðum og hafa fengið
upp í 2—216 lest í hali. Undanfar-
ið hafa þeir farið í sólarhrings-
róðra, en aflinn síðan verið seldur
til landa í S-Evrópu og verið
sendur þangað með flugi. Bjartur
hefur verið einskipa við veiðarnar
í kringum Grænhöfðaeyjar og er
því um algjörar tilraunveiðar að
ræða. Aflann hafa þeir ekki fengið
að setja á fiskmarkað í landi því
framboðið myndi þýða verðfall
hjá fiskimönnum, sem róa frá
Grænhöfðaeyjum og veiða á held-
ur frumstæðan hátt. Á eyjunum
er nýlegt frystihús, en það var
byggt með frystingu hrossamakr-
íls eða brynstirtlu í huga, en lítið
sem ekkert hefur fengist af þeirri
fisktegund.
Bjartur fer á næstunni í slipp á
Kanaríeyjum en heldur svo áfram
togveiðum í einhvern tíma. Síðan
er ætlunin að reyna áfram á
nótaveiðum, en þær gengu illa í
fyrra. Þetta þróunarverkefni átti
að taka 18 mánuði og ljúka 30.
september næstkomandi. Hvað þá
verður er ekki vitað. Auk Magna
Kristjánssonar eru á Grænhöfða-
eyjum Halldór Lárusson stýri-
maður, Árni Halldórsson vélstjóri
og Egill Bjarnason rafvirki, og
fjölskyldur þeirra.
Breytum því!
%
r
Átak gegn áíengi
Alþjóða heilhrigðisstofnunin hef-
ur heint til aðildarþjóða að reyna
með öllum tiltækum ráðum að
minnka heildarneyslu áfengis þar
eð tjónið. sem neyslunni fylgir, er í
ákveðnu hlutfalli við hana.
Fjölmargir aðilar hér á landi hafa
tekið höndum saman um að vinna
gegn vaxandi vanda af neyslu áfeng-
is og annarra vímuefna.
Á þessu ári verður unnið undir
heitinu Átak gegn áfengi. Markmið-
ið er að hafa áhrif til breytinga á
viðhorfi til áfengisneyslu svo að
heildarneyslan minnki og úr áfeng-
istjóni dragi.
Samstarfsaðilar um Átak gegn
áfengi munu með ýmsum hætti
vekja athygli á vanda af vímuefna-
neyslu og nauðsyn þess að allir taki
þátt í baráttunni.
Tekið skal fram að öll félög og
samtök sem vilja leggja hönd á
plóginn, eru boðin velkomin til
samstarfs. Upplýsingar eru veittar í
síma 19944.
Eftirtaldir hafa þegar gerst aðil-
ar:
Áfengisvarnardeild Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur, Áfengis-
varnarráð, Alþýðubandalag, Alþýðu-
flokkur, Alþýðusamband íslands,
Bandalag íslenskra skáta, Bandalag
kvenna í Reykjavík, Bandalag
starfsm. ríkis og bæja, Bindindisfé-
lag ísl. kennara, Bindindisfélag öku-
manna, Framsóknarflokkur, Heil-
brigðisráðuneytið, íslenska bindind-
isfélagið, íslenskir ungtemplarar,
íþróttasamband íslands, Kvenfé-
lagasamband tslands, Landssam-
band KFUM og KFUK, Landssam-
bandið gegn áfengisbölinu, Lands-
samtök Junior Chamber, Mennta-
málaráðuneytið, Samtök áhugafólks
um áfengisvandamálið, Sjálfstæðis-
flokkur, Slysavarafélag íslands,
Stórstúka íslands, Unglingaregla
Stórstúku Íslands, Ungmennafélag
íslands, Æskulýðsráð Reykjavíkur
Æskulýðsráð ríkisins, Æskulýðs-
starf þjóðkirkjunnar.
ERLENDAR BÆKUR:
The Captive Mind
eftir Czeslaw Milosz
Nóbelsverðlaunahafinn Czes-
law Milosz var ekki ýkja þekktur
hérlendis er hann fékk bók-
menntaverðiaun Nóhels á sl. ári.
Sjálf hafði ég ekki kynnzt honum
þótt skömm sé frá að segja og
það var því með óskiptri forvitni
að ég las hókina „The Captive
Mind" sem hefur fengist hér i
hókaverzlunum undanfarið. Hún
er þó rngan veginn ný af nálinni.
kom fyrst út árið 1953 og var þá
lofuð sem ein af meiriháttar
hokum þess tíma og birti Vestur-
löndum forvitnileg og merkileg
sannindi úr hinum innra heimi
menntamanna austantjaldsland-
anna. Enn er Járntjaldið á sinum
stað þótt ár séu liðin og einmitt
með hliðsjón af þeirri þróun sem
hefur verið að eiga sér stað 1
ættlandi Miloszar er kannski
ekki síður fróðlegt að lesa hana
nú.
Milosz fæddist fyrir réttum
sjötíu árum í Szetjenie, sem þá
var hluti af keisaraveldi Rúss-
lands, af pólsku og litháisku
foreldri og hann ólst upp í Vilnu.
Árið 1934 lauk hann laganámi og
síðan hélt hann til frekara náms í
Frakklandi. Þegar nazistar fóru
að láta æ meira að sér kveða varð
hann aðsópsmikill í neðanjarðar-
hreyfingum í Varsjá og þar var
hann stríðsárin. Hann gaf út
fyrstu bók sína um reynslu sína í
stríðinu og var hún gefin út í
enskri þýðingu árið 1966, ellefu
árum eftir að hún kom út í
heimalandi hans. Á árunum
1946—'51 var Milosz í utanríkis-
þjónustu Póllands, en þrátt fyrir
að hann er í reynd óumdeilan-
legur vinstri maður gat hann ekki
fellt sig við stjórnarfarið sem
komið hafði verið á í landinu og
árið 1951 lét hann af starfi sem
menningarfulltrúi við sendiráð
Póllands í París og hefur síðan
búið á Vesturlöndum. Hann er nú
háskólakennari í Kaliforníu.
Bókin The Captive Mind skipt-
ist í allmarga kafla og á mynd-
rænan og fallegan hátt er dregin
Czeslaw Milosz ,
upp mynd af veröld sem var í
æsku hans og rakin þróun mála í
Póllandi. Það sem er þó mest um
vert og gefur bókinni gildi fyrir
hinn almenna lesanda er hversu
aðgengileg hún er og læsileg
aflestrar. Lokakafli hennar, The
Lesson of the Baltics, á ekki síður
erindi við lesendur en fyrir tæp-
um þrjátíu árum og það gildir um
bókina alla. Hún er hljóðlátt og
áhrifamikið listaverk.
Jóhanna Kristjónsdóttir