Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981 25 frða indi segir að hann hafi hótað að myrða páfann í bréfi til tyrknesks dag- blaðs í nóv. 1979. Hann sagðist hafa flúið úr fangelsi til að myrða páfann. Agca kom til Mílanó 9. maí á fölsuðu vegabréfi. Hann kom nokkrum dögum síðar til Rómar og gisti á hóteli sem Arabar nota mikið í miðri Róm. Lögreglan telur að Agca hafi verið einn að verki, en útilokar ekki möguleika á vitorðsmanni. i var gerð til að ráða Jóhannes Pál Páfi ók i um torgið. Simamynd — AP. i eftir elfingu hans. „Við lifum í heimi hræðilegs ofbeldis og ef þetta gat komið fyrir hann getur allt gerzt," sagði Begin. Kanadískur þingmaður og kaþ- ólskur prestur, Bob Ogle, kvaðst hálft í hvoru hafa búizt við fréttinni vegna þess að svo mikið bæri á páfa og hann hefði lýst ákveðnum skoðunum í umdeildum málum. Jean Chretien dómsmála- ráðherra kvaðst hafa fyllzt við- bjóði á árásinni og auknu ofbeldi í heiminum. Helmut Schmidt, kanzlari Vestur-Þýzkalands, sendi páfa svohljóðandi skeyti: „Við fréttum með skelfingu og hryllingi um árásina á yðar heilagleika. Fyrir hönd sambandsstjórnarinnar og allra landa minna, sem sýndu yður hve mikils þeir meta yður og embætti yðar í heimsókn yðar til Þýzkalands, óska ég yður skjóts og fullkomins bata.“ Tyrkinn Mehmet Ali Agca sem var handtekinn eftir tilræðið við páfa. símamynd ap. Tilræðinu var spáð Mílanó. 13. maí. AP. NOSTRADAMUS, franskur stjörnuspekingur á lfi. öld, spáði þvi að páfinn ka'mist í alvarlega hættu um það levti sem „franska rósin va'ri í blóma**, það er tákn franska jafnaðarmannaflokksins undir forystu Francois Mitterands. sem var kosinn forseti á sunnu- daginn. Italskur „túlkandi** Nostra- damusar. Renuccio Boscolo, hélt þessu fram á föstudaginn í viðtali við blaðið L'Occhio i Mílanó á föstudaginn. Boscolo sagði í viðtalinu: „Samkvæmt frægum spádómi má páfinn ekki hreyfa sig eða ferðast þegar franska rósin er í hlóma.** Enn alvarlegri tiðindum er spáð í kjölfar tilra'ðis við páfa, jafnvel heimsendi i lok aldar- innar. Páfinn hefur haft að eng*u hótanir um líflát JÓHANNES PÁLL páfi II hefur látið sér líflátshótanir í léttu rúmi liggja og ekki kippt sér upp við mannfjölda sem oft hefur nánast yfirbugað hann með ást á ferðum hans um hnöttinn síðan hann varð páfi 1978. Hinar ólíkustu öryggis- sveitir hafa gætt páfans, allt frá vélbyssuvopnuðum gagnhryðju- verkasveitum á Irlandi til lögreglu með sérstaka tennisspaða að vopni á Japan. Svissneska varðliðið í Páfa- garði, sem var stofnað 1505, er persónulegur lífvörður páfans. Liðsmenn þess eru frá kaþólskum kantónum Sviss. Jóhannes Páll hefur einnig oft verið í fylgd með sérstökum líf- verði sínum, Paul C. Marcinkus biskupi, hávöxnum biskupi frá Illinois. Biskupinn er sagður hafa bjargað lífi Páls páfa VI þegar hann varð fyrir árás á Filippseyj- um 1970. Jóhannes Páll fór í heimsókn til sex landa aðeins á árinu 1979. Hann hefur farið til Suður- Ameríku, Asíu, Afríku, Banda- ríkjanna og Evrópulanda á ferðum sínum. Sprengja sprakk 16. febr. á þessu ári á íþróttaleikvangi í Karachi, Pakistan og einn maður beið bana, aðeins nokkrum mínút- um áður en Jóhannes Páll páfi II kom til að syngja messu. í sömu ferð vakti það mikinn ótta í Manila að 17 ára gamall piltur í skyrtu sem á stóð „Ég elska þig“ ruddist að páfanum á íþróttaleikvangi Santo Tomas- háskóla. Ungi maðurinn kyssti hönd páfa og páfinn faðmaði hann að sér áður en lögregla leiddi hann burtu. Það var á Filippseyjum sem bólivískur listmálari vopnaður hnífi reyndi að stinga Pál páfa VI til bana 1970. Þegar Jóhannes Páll fór til Japan hermdu fréttir að lögreglan væri búin sérstökum stáltennis- spöðum til þess að bægja frá hlutum, sem kynni að verða fleygt í páfann. Þegar páfinn fór til írlands 1979 gætti úrvalssveit sérþjálfuð í aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum páfans með stuðningi 12.000 hermanna og lögreglumanna. Þegar páfi fór til Tyrklands seinna sama ár hafði hann lífláts- „Það er nauðsynlegt að fara þang- að núna ... Ást er sterkari en hætta ... Ég er í höndum guðs.“ Öryggisráðstafanir voru svo strangar að almenningur fékk ekki að sjá hann. Fyrir einu ári ruddist hópur íbúa fátækrahverfis í Salvador, Brazilíu, gegnum raðir öryggis- varða og ruddist að páfanum. Kyrtill hans ataðist auri og hann var neyddur upp í hópferðabíl. Tveimur dögum síðar ruddist mannfjöldi í Fortaleza, Brazilíu inn á íþróttaleikvang til að sjá páfa, braut niður hlið og tróð undir að minnsta kosti þrjár konur sem biðu bana. í maí 1980 tróðust sjö konur og tvö börn undir og biðu bana í troðningum er fólk reyndi að komast til að hlýða á útimessu páfa í Kinshasa, Zaire. Jóhannes Páll páfi II „Ég heyrði skothljóð ... ég sá blóð streyma á kyrtilinn46 PáfaKarði. 13. maí. AP. PÁFI VAR í góðu skapi og hafði ekið hring um Péturstorgið í hvítum jeppa sínum á hægri ferð eins og hann var vanur áður en hann tók á móti pílagrímum þegar að minnsta kosti tvö skot riðu af laust fyrir kl. 5. „Við heyrðum tvö skot. Hræðileg þögn féll á mannfjöldann. Síðan kváðu allt í einu við hróp og köll. Miklar stympingar hófust. Páfinn hneig niður. Verðir hlupu á eftir fólki,“ sagði Betty Holsten frá Minneapolis, sem stóð á torginu. „Ég heyrði tvö skothljóð, kannski þrjú,“ sagði spænskur maður sem sá skotárásina. „Ég sá blóð streyma niður á skyrtu hans, hvítan kyrtilinn." Eftir skotárásina fór mannfjöldinn, um 15.000 manns, að ryðjast og troðast og fólkið hljóp í burtu frá tilræðisstaðnum í norðvesturhorni torgsins. Nokkrir ungir munkar æddu yfir torgið og hrópuðu: „Þeir hafa skotið páfann, þeir hafa skotið páfann." Öryggisverðir studdu páfann fljótlega á fætur og komu honum upp í bifreið. Hópur um 100 pólskra pílagríma safnaðist fljótlega saman umhverfis altari á torginu og fóru að syngja pólska sálma. Enskumælæandi ferðamenn og pílagrímar hrópuðu: „Ó nei, ó nei.“ Stan Hagan, Bandaríkjamaður er starfar í Vestur-Þýzkalandi, stóð í fremstu röð um 10 metra frá páfanum. Hann sagði í viðtali við AP: „Við sáum páfann koma til þess að heilsa okkur með handabandi. Allt í einu var skotið og við sáum reyk úr byssunni úr mannfjöldanum og sáum hann skotinn tvisvar sinnum. Hann greip um brjóstið um leið og hann hneig niður. Svipur hans breyttist aldrei. En svo, þegar hann hneig til jarðar, breyttist svipurinn og varð sársaukafullur, en sársaukasvipurinn hvarf fljótt og hann virtist rólegur." Séra Richard Kush, herprestur í Ramstein-flugstöðinni í Vestur-Þýzkalandi, sagði: „Þegar mannfjöldinn heyrði hávaðann — bomm, bomm — eins og í hvellhettum varð mannfjöldinn móðursjúkur og hrópaði og öskraði." Fred Krainin, 25 ára gamall ferðamaður frá Boston, sagði: „Ég stóð um einn metra frá páfanum og var nýbúinn að taka ljósmynd þegar ég heyrði greinilega tvö skot og sá páfann hníga niður. Ég sá ungan mann snúa sér við og hlaupa að súlnaröðinni. Hann hafði fleygt frá sér byssu á jörðina og lögreglan stöðvaði hann á nokkrum sekúndum. Fólkið fór að hrópa og gráta. Mannfjöldinn tók til fótanna. Þetta var öngþveiti. Mannfjöldinn hljóp í allar áttir og ég sá lögreglumann taka upp skammbyssuna sem maðurinn hafði fleygt á flóttanum," sagði Krainin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.