Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MA|l981 BIRGIR ISLEIFUR: Ráöherra lofaöi rööun framkvæmda. aðra valkosti. Þó er það eina virkjunin sem gæti verið komin í gagnið þegar 1985, ef rétt yrði að málum staðið. Samkvæmt beztu heimlidum er Blönduvirkjun hagkvæmust, ef eng- in stóriðja fylgir virkjun, síðan Sultartangi, en hagkvæmni Fljóts- dalsvirkjunar helzt í hendur við stóriðju á Austurlandi. Ef miðað er við stóriðju hér sunnanlands, þá er Sultartangi hinsvegar langbezti kosturinn. Magnús taldi rangt að útiloka fyrirfram einn virkjunar- kost. Sultartangi nyti ekki jafnrétt- is í samanburði, því ekhi væri tekið tillit til hagkvæmni þess að geta haldið áfram með þjálfað starfslið og tæki á sama virkjunarsvæði og nú væri unnið á né flutnings á efni og vinnuafli (vegalengd) frá Reykjavík eða hæð mannvirkja (framkvæmdasvæða) yfir sjávar- máli sem segði til um hve langan tíma árs væri hægt að vera að verki, en í öllum þessum þáttum hefði Sultartangi ótvíræðan vinn- ing. Hann taldi og að ákveða ætti Landsvirkjun sem framkvæmdaað- ila, vegna þekkingar og reynslu þeirrar stofnunar í virkjunarmál- um, en vera ekki með hálfkák þar á eins og frumvarpið gerði. Ég er ekki vanur að nota stór orð, sagði Magnús, en ég tel allt að því vítavert, að koma þá fyrst með svo stór mál í frumvarpsformi, þegar eftir lifir ein og hálf vika þings- haldsins, og telja það hæfilegan umfjöllunar- og afgreiðslutíma. HJÖRLEIFUR: Víötækasta heimild orkusögu okkar. MAGNÚS: Allt aö því vítaveröur seinagangur. PÁLMI: Fljótsdalsvirkjun 24% dýrari. EGGERT HAUKDAL: Ég flyt breytingar- tillögur. væri „á færi landsmanna sjálfra að ráða við“. Hann vísaði til nefndar, sem hugaði nú að orkunýtingar- möguleikum og iðnaðaruppbygg- ingu á vegum ráðuneytis síns, en kjörorðið væri: „íslenzk orku- stefna". Frumvarpið felur í sér ársfrest fyrir ráðherrann Birgir ísleifur Gunnarsson (S) minnti fyrst á orð iðnaðarráðherra í útvarpi 1. apríl sl. í þættinum Á vettvangi, þar sem hann hefði fullyrt í eyru alþjóðar að fram- kvæmdaröð virkjana yrði ákveðin í stjórnarfrumvarpi þar um, sem lagt yrði fyrir Alþingi síðar í vetur. í blaðaviðtali 1. maí sl. hefði ráðherr- ann kveðið vægar að orði en sagt að „ekkert segi að frumvarpið geti ekki ákveðnast því það fæli ekki einvörð- ungu í sér heimildir, heldur kvæði á um að ríkisstjórnin skuli ráðast í og hafa lokið tilteknum virkjunum innan áratugs. Samhliða virkjunum þarf að byggja upp orkufrekan iðnað, til að auka á þjóðartekjur, bæta lífskjör og treysta framtíðar- atvinnuöryggi. Bæði Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur hafa sett fram stefnumótandi tillögur hér á Alþingi um þetta efni, sem nú hafa verið sameinaðar. Ráðherra hefur hinsvegar dregið fæturna í málinu. Hann lofaði samráði við iðnaðar- nefndir þingsins. I allan vetur hefur iðnaðarnefnd neðri deildar aðeins haldið tvo 10 mínútna fundi og ráðherra ekki haft neitt frumkvæði um samráð við nefndina, ef undan er skilinn einn viðræðufundur um annað frumvarp. Stefna orkuráð- ALÞINGI FRUMVARP AN STEFNUMORKUNAR Stefna hiks og aðgerðarleysis Sverrir Hermannsson (S) lét að þvi liggja á Alþingi i gær að hann kynni að flytja vantrauststillögu á Hjörleif Guttormsson. orkuráð- herra. vegna hiks hans og hringl- andaháttar í orkumálum, og Egg- ert Ilaukdal (S), sem stutt hefur ríkisstjórnina. boðaði breytingar- tillögur við stjórnarfrumvarp um raforkuver, sem orkuráðherra mælti fyrir í neðri deild i gær, varðandi framkvæmdaaðiia virkj- ana og e.t.v. fleira. Hér á eftir verða lauslega rakin örfá efnisatr- iði úr ræðum einstakra þing- manna. sem tekið höfðu til máls fyrir kl. 5.30 í gær, en annarra ræðumanna verður getið siðar. Tvöföldun á uppsettu afli Iljörleifur Guttormsson, orku- 7 sagði Birgir Ísleiíur Gunnarsson farið hefði verið og væri enn unnið að því að tengja orkuveitusvæði landsins saman og nú vatnaði aðeins herzlumun á hringtengingu. Hjörleifur vék að athugunum á virkjunarkostum á Austurlandi og Norðurlandi en með myndun núver- andi ríkisstjórnar hafi því „merki verið lyft“ að næsta virkjun yrði utan eldvirkra svæða. í þessu stjórnarfrumvarpi væru virkjun- arkostir ekki settir í framkvæmda- röð en í greinargerð væri sett fram skarist nokkuð, þann veg að önnur gæti hafið rekstur 1986—87 en hin um 1990. Ákvörðun um fyrri virkj- unarkostinn, sem ríkisstjórnin tæki síðar, þyrfti staðfestingu næsta Alþingis. Ráðherra sagði frumvarpið gera ráð fyrir Landsvirkjun sem fram- kvæmdaaðila en ef ekki semdist við þá stofnun væri gert ráð fyrir að Rafmagnsveitur rikisins yrðu fram- kvæmdaaðilinn. Framkvæmda- hraðinn á því 15 ára tímabili, sem heimildarákvæði frumvarpsins næðu til, yrði að ráðast af orkueft- irspurn, og mætti hægja á fram- kvæmdum, ef markaðsaðstæður krefðu. Ráðherra mælti mjög fyrir varhug í stóriðjuáformum, sem yrðu að miðast við íslenzka fram- kvæmdagetu, eða verkefni, sem orðið stefnumarkandi um röðun framkvæmda". Menn hafi því beðið þessa frumvarps með mikilli eftir- væntingu. Ekkert samkomulag hafi verið í ríkisstjórninni um þetta efni og því væri frumvarpið að þessu leyti hvorki fugl eða fiskur. Látið væri að því liggja að framkvæmda- röð yrði ákveðin samhliða næstu lánsfjárlögum, en miðað við af- greiðslu þeirra 1981, gæti þetta frumvarp því þýtt ársfrest fyrir ráðherrann til að tvístíga áfram í málinu. Birgir Isleifur gerði ítarlegan samanburð á þeim frumvörpum um orkumál, sem fyrir liggja: frá þing- flokki sjálfstæðismanna, frá þing- flokki jafnaðarmanna og þessu stjórnarfrumvarpi. Kvað hann frumvarp sjálfstæðismanna herra og ríkisstjórnar í þessum málum hefur reynzt „stefna hiks og aðgerðarleysis", því ekkert hefur verið gert til að vinna að orkufrek- um iðnaði sem kaupanda þeirrar raforku, sem til stendur að fram- leiða, enda stangast það á við afturhaldsstefnu Alþýðubandalags- ins. Við eigum stórkostleg tækifæri til batnandi lífskjara, sagði Birgir ísleifur, en það þarf þor og áræði til framkvæmdanna í stað hiks og orðagjálfurs. Ein stefnumörkun í frumvarpinu Magnús H. Magnússon (A) sagð- ist sammáia sumu í þessu frum- varpi, svo sem varðandi vatnsmiðl- unarframkvæmdir á Þjórsársvæði og stíflugerð við Sultartanga. Ég er einnig sammála því að halda áfram undirbúningi að Blöndu- og Fljóts- dalsvirkjun. Hinsvegar er ég and- vígur seinaganginum varðandi orkufrekan iðnað, þar sem stigið er á bremsur, í stað þess að hraða iðnaðaruppbyggingu, sem víðast um landið, einnig á sviði stóriðju. Iðnaðarráðherra hamlar gegn því að slíkt takist með þjóðnýtingar- hótunum sem minna á svörtustu Afríku. Þetta frumvarp kveður ekki á um stefnumörkun varðandi röðun virkjunarkosta. Það er þó eitt stefnumarkandi atriði í þvi, að skjóta Sultartanga aftur fyrir alla ráðhcrra, sagði 10 ár liðin frá því meiriháttar heimildir vóru veittar til virkjunarframkvæmda (Sigalda og Hrauneyjafoss). Hér væri leitað eftir víðtækustu heimildum í ís- lenzkri orkusögu, sem fælu í sér, ef nýttar yrðu, tvöföldun á uppsettu afli í vatnsaflsvirkjunum. Undan- „meginstefna um framkvæmdaröð" (bls. 13) þar sem fyrst væri talað um vatnaveitur á Þjórsársvæði, 3ju vélasamstæðu í Hrauneyjafossi, en varðandi nýjar stórvirkjanir ekki gert upp á milli Fljótsdalsvirkjunar og Blönduvirkjunar og fram- kvæmdir við fyrri áfanga beggja Tímabundið innflutningsgjald á sælgæti og kex: Samþykkt sem lög frá Alþingi FRUMVARP um tímabundið inn- fiutningsgjald á sælgæti og kcxi var samþykkt sem lög frá Al- þingi í Efri deild i gær. 1. grein frumvarpsins var samþykkt með 10 atkva-ðum gegn 6 en aðrar greinar með 10 atkvæðum gegn einu. Efni frumvarpsins er á þá leið að 40% innflutningsgjald verði á sælgæti og kexi og á að gilda fram á árið 1982. Innflutningsgjaldið er sett á í því skyni að vernda innlendan iðnað fyrir innfluttum vörum sömu tegundar. Fjárhags- og viðskiptanefnd sem um málið fjallaði klofnaði í afstöðu sinni og lagði meirihluti nefndarinnar til að frumvarpið yrði samþykkt, en minnihlutinn vildi fella það. í máli Lárusar Jónssonar þingmanns Sjálfstæðis- flokksins kom fram að þarna væri um dulbúna fjáröflun ríkissjóðs að ræða, þar sem í frumvarpinu kæmi fram að innflutningsgjald væri innheimt ti verndar iðnaðin- um, en jafnframt væri lagður skattur á þennan sama iðnað. Þá sagði Lárus að ekki væri á það minnst að nota það fé sem inn- heimtist með þessum hætti til þess að efla iðnþróun í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.