Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 106. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Páfinn róle^ur og baðst fyrir á leið í siúkrahús Árangursrík aðgerð eftir tilræðið Vatikaninu. New York. Ankara. 13. maf. AP. JÓIIANNES Páll páfi annar var „mjög rólegur og baðst fyrir“ á leið til Gemelli Policlinico sjúkrahússins eftir að 23 ára tyrkneskur hryðjuverkamaður sýndi honum banatilræði í upphafi vikulegrar útisamkomu á Péturs- torginu í Rómaborg. klukkan 15.19 að íslenzkum tíma í dag. „Ilann var með fullri meðvitund þar til hann var svæfður á skurðarborðinu,“ sagði formælandi Vatikans- ins í kvöld. og lögreglumaður, sem stökk upp á jeppabifreiðina sem páfi ók í er honum var sýnt hanatilræðið, sagði: „Ilann þjáðist mjög af skotsárum sínum. en hann fór með bænir.“ Tvær kúlur úr níu kalibera sjálfvirkri skammbyssu af BrowninK-Kerð hæfðu páfa í kvið- arholið, hægri handlegg og vinstri höndina. Hann hlaut sár á sex stöðum. Honum var ekið í skynd- ingu á sjúkrahús, þar sem gerð var á honum mikil skurðaðgerð og kúlurnar fjarlægðar. Aðgerðin tók fjórar klukkustundir og er páfi nú í gjörgæzlu, þar sem hann verður hafður í tvo sólarhringa. Tals- menn sjúkrahússins sögðu, að alltaf væri hætta á sýkingu eftir aðgerð af þessu tagi, en miklar vonir eru bundnar við, að páfi nái sér að fullu, þar sem engin líffæri sködduðust alvarlega. Hann er sagður heppinn, að ekki skyldi verr hafa farið. Svo virðist sem tilræðismaður- inn, Mehmet Ali Agca, hafi hleypt fjórum skotum af, þar sem tvær konur í hópi 15.000 viðstaddra, þar á meðal voru 100 pólskir pílagrím- ar, særðust skotsári. Tilræðismaðurinn, en í fyrstu var talið að þeir hefðu verið þrír, sýndi enga mótspyrnu þegar lög- reglumenn og óbreyttir borgarar, yfirbuguðu hann skömmu eftir skotárásina. Hann er landflótta Tyrki og eftirlýstur hryðjuverka- maður, var dæmdur til dauða eftir flótta úr fangelsi 1979. Tyrknesk yfirvöld höfðu farið þess á leit við vestur-þýzk yfirvöld að hann yrði framseldur vegna glæpa sinna í Tyrklandi, en því var jafnan neitað á þeirri for- sendu að hann væri kvæntur þýzkri konu. Yfirvöld í Ankará vöruðu ítölsk yfirvöld jafnframt við honum, og hugsanlegum hryðjuverkum hans, þegar þau komust að því fyrir tveimur vikum að hann væri kominn til Rómar frá V-Þýzka- landi. Sendiherra Tyrklands hjá Sam- einuðu þjóðunum gagnrýndi yfir- völd í V-Evrópu í kvöld fyrir að hafa að engu viðvaranir tyrkn- eskra stjórnvalda og tillögur um samstillt átak gegn tyrkneskum hryðjuverkamönnum er væru landflótta víða í Evrópu. Yfirvöld í Tyrklandi hafa farið þess á leit við ítölsk yfirvöld, að tilræðismað- urinn verði framseldur til Tyrk- lands þar sem hann eigi eftir að taka út refsingu, þegar rannsókn á tilræðinu er lokið. Sjá nánari frásagnir á miðopnu Morgunblaðsins i dag. Jóhannes Páll páfi nýtur aðstoðar ritara síns eftir að honum var sýnt banatilræði i upphafi útisamkomu á Péturstorginu í Rómaborg i gær. Páfi hlaut sex skotsár i árásinni, en hélt samt fullri meðvitund þar til hann var svæfður á skurðarborði á sjúkrahúsi. Gerð var mikil skurðaðgerð á páfa, er stóð i fjórar kiukkustundir. Símamynd — AP. Fólk felmtri slegið um víða veröld Pólska þjóðin harmi lostin Varsjá. 13. maí. AP. PÓI.SKA þjóðin var fclmtri siegin er fregnir bárust af tilræðinu við Jóhannes Pál páfa og lögðust Pólverjar á ba n og báðu fyrir lífi hans. Kania flokksleiðtogi. Jaruzclski forsa'tisráðherra og Jablonski forseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem heðið var fyrir skjótum bata páfa og hryggð þjóðarinnar lýst. Formælendur kirkjunnar lýstu harmi sínum, og sögðu. að heðið yrði fyrir páfa í öllum kirkjum og bænahúsum landsins. Kirkjur Póllands fylltust af sorgbitnum Pólverjum skömmu eftir að fregnir bárust af tilra“ðinu. okkar. En þeir tímar — að sýna páfa banatilræði, pólskum páfa,“ hafði fréttastofan eftir annarri konu. Þegar fregnin um tilræðið barst til Varsjár, gerðu bæði útvarp og sjónvarp hlé á send- ingum sínum og skýrðu frá at- burðinum. Seinna meir sýndi sjónvarpið kvikmynd af tilræðinu aftur og aftur. Fréttastofan PAP sagði, að „hin þungbæra fregn" hefði bor- ist um landið á leifturhraða og vakið reiði og sorg. Hefði angist manna verið mikil. „Jóhannes Páll er ekki aðeins æðsti maður kirkjunnar, heldur hið brennandi hjarta Póllands, er stafar geisl- um sínum út um jarðir allar,“ hafði PAP eftir konu. „Þetta er mesti sorgardagurinn í sögu PAP skýrði frá því, að allt samkomuhald og skemmtanir yrðu felldar niður á fimmtudag í landinu, og sérstök messa, þar sem samtímis yrði beðið fyrir páfa, yrði haldin í öllum kirkjum Varsjár og nágrennis kl. 18. Þjóðarleiðtogar og kirkjunnar menn um heim allan fordæmdu í dag tilræðið við páfa, og Kurt Waldheim framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði, að nú gætu þjóðir heims ekki setið öllu lengur aðgerðarlitlar og án sam- stillts átaks gegn alls kyns hryðjuverkastarfsemi. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti, er nýverið varð fyrir kúlum tilræðismanns, varð skelfingu lostinn er hann frétti af tilræð- inu. Sendi hann páfa skeyti og lýsti harmi bandarísku þjóðarinnar. Sjá nánar á miðopnu. Tilræðismaðurinn tekinn fastur — Tyrkneski tilræðismaðurinn í strangri gæzlu ítalskra lögreglumanna örskömmu eftir að hann reyndi að ráða Jóhannes Pál páfa af dögum á Péturstorginu í Rómaborg. Sím.mynd AP. Wyszynski þungt haldinn Varsjá. 13. mai. AP. HEILSU Stefáns Wyszynskis kardínála, leiðtoga kaþólsku kirkjunnar í Póllandi hefur hrak- að mjög síðustu daga eftir lang- varandi veikindi hans, og herma áreiðanlegar heimildir, að óttast sé um líf hans. í tilkynningu í dag, fóru leiðtogar kirkjunnar þess á leit, að þjóðin bæði sérstaklega fyrir Wyszynski. Læknir er jafnan við sjúkrabeð kardinálans, sem liggur á heimili sínu í Varsjá. Wyszynski er 79 ára að aldri. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.