Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ1981 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón: SIGHVATUR BLÖNDAHL íslenzkar bleyjur frá Bossa sf. á markað FYRIRTÆKIÐ Bossi sf. var stofnaA á síðasta ári moð það markmið fyrir auKum. að fram- leiða ýmiss konar hreinlætisvor- ur úr pappír. Um þcssar mundir cr fyrsta framlciðsla fyrirtækis- ins að koma á markaðinn, en það cru barnableyjur úr pappír. Að sögn Steingerðar Hilmars- dóttur, framkvæmdastjóra fyrir- hinn gífurlegi verðmunur, sem sé á barnableyjum úr pappír hér- lendis og erlendis, og ekki síður vegna þess hve pappírsbleyjurnar spari mikinn tíma og fyrirhöfn umfram venjulegar bleyjur. Láta mun nærri, aö útsöluverð poka með 40 stykkjum af Bossa-bleyj- um, sé allt að helmingi lægra en sambærilegar bleyjur erlendis frá. Einar borvarðarson. framkvæmdastjóri Vcggfóðrarans t.v. ásamt starfsfólki fyrirtækisins. Ljósmynd Mbl. Emilía. Veggfóðrarinn 50 ára: Sérfræöiþjónusta er okkar styrkur - segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins tækisins, eru bleyjurnar fram- leiddar úr viðurkenndu hráefni frá Svíþjóð og Vestur-Þýzkalandi. Fyrst í stað, meðan séð verður hvaða móttökur framleiðsla fyrir- tækisins fær, verður aðeins um eina gerð að ræða. Steingerður segir, að ástæðan fyrir því, að byrjað sé á fram- leiðslu barnableyja hér á landi, sé KORNIÐ sf„ nýtt hakari, var opnað fyrir skömmu í Kópavogi, cða nánar tiltckið að Iljalla- hrekku 2. Eigcndur hins nýja hakaris eru bakararnir Jón Þorkell Rögnvaldsson og Kári Eyþórsson, en þeir eru á með- fylgjandi mynd ásamt starfs- stúlkum sinum. Að sögn þeirra Jóns og Kára eru innréttingar bakarísins hannaðar Starfsmenn hins nýja fyrirtæk- is eru Steingerður, sem er fram- kvæmdastjóri eins og áður sagði, innheimtu- og dreifingarstjóri er Jóna Steinsdóttir og sölustjóri er Leopoldína Bjarnadóttir. Eigend- ur fyrirtækisins eru hins vegar Steingerður, Sigríður E. Magnús- dóttir, Símon Vaughan og Bjarni P. Magnússon. eftir hugmyndum austurríska fyrirtækisins Schweitzer, en inn- réttingar frá þeim hafa verið sérsmíðaðar á Islandi. Vinnuplássið er hins vegar teiknað og skipulagt af Rögnvaldi Þorkelssyni, verkfræðingi. Þá kom það fram, að til að hafa sem bezta þjónustu verður bakarí- ið opið alla daga vikunnar. „SKOÐUN stofnendanna var sú, að nauðsynlcgt væri að koma upp góðri sérverzlun fyrir iðngrein- ina. og því var slcgið til og fyrirtækið stofnað, fyrir liðlcga 50 árum. eða nánar tiltekið 7. apríl 1931,“ sagði Einar borvarð- arson, vcggfóðraramcistari og framkvæmdastjóri Veggfciðrar- ans, í samtali við Mbl., þegar spjallað var við hann i tilefni þcssara mcrku tímamóta i sögu fyrirtækisins. Það voru níu veggfóðrarameist- arar, sem í upphafi stóðu að stofnun fyrirtækisins, en þá var aðeins til vísir að verzlun, sem einn þeirra rak. Það var verzlun Björns Björnssonar að Laugavegi 31. Hinir átta, sem að stofnuninni stóðu voru: Ágúst Markússon, Guðlaugur Þorbergsson, Hall- Að áliti þeirra sem að klúbbnum standa mun hann efla tengsl og auka þekkingu og víðsýni þeirra sem starfa sem ritarar í fyrirtækj- um á íslandi. Markmið klúbbsins og tilgangur er m.a., að auka fræðslu á hagnýt- um atriðum í störfum ritara ásamt kynningu á nýjungum, sem fram koma og snerta þetta starfssvið. Þá er ætlunin að stuðla að því að framlag ritara megi verða meira og betra innan hvers fyrirtækis báð- um aðilum til hagsbóta. Þá vill klúbburinn með aukinni þekkingu ritara stuðla að því að virðing almennings og ritara sjálfra fyrir þessari starfsgrein megi aukast. Ætlunin er að hafa fundi um það bil einu sinni í mánuði og munu þá verða fengnir ýmsir aðilar til að halda fræðsluerindi, sem síðar yrðu rædd í almennum umræðum á fundunum. Víða í Evrópu eru starfrækt grímur Finnsson, Jóhann A. Guð- laugsson, Jóhannes Björnsson, Sveinbjörn Kr. Stefánsson, Victor Kr. Helgason og Þorgrímur Jóns- son. Hlutafé var í upphafi ákveðið 500 krónur á mann og Victor Kr. Helgason var ráðinn fyrsti fram- kvæmdastjóri. Hann stýrði fyrir- tækinu fram til ársins 1940. Við starfi Victors tók þá Karl Schram, sem stýrði fyrirtækinu í liðiega 20 ár, eða allt fram til ársins 1963, þegar hann féll frá. Þá tók við stjórninni Unnur Schram og sat hún við stjórnvölinn fram til ársins 1975, þegar Einar tók við. Aðspurður sagði Einar, að Veggfóðrarinn hefði alla tíð sér- hæft sig í vörum fyrir veggfóðrara og dúklagningarmenn. — „Það má í raun segja, að þetta sé eina félög einkaritara, sem hafa það markmið að efla tengsl innan starfsstéttarinnar og auka fræðslu á hinum ýmsu málefnum, sem varða ritara. Félög þessi efna til funda og ráðstefna og hafa ritara- félögin á Norðurlöndum t.d. efnt til ritararáðstefnu annað hvert ár til að auka innbyrðis tengsl ritara. Hin norrænu ritarafélög hafa hvatt til þess, að íslenzkir ritarar stofnuðu með sér klúbb, þar sem aðild ættu ritarar á íslandi. Dagana 15.—17. maí nk. verður haldin ráðstefna ritara í Stokk- hólmi, sem sænsku ritarafélögin standa fyrir. Ráðstefnu þessa sitja sjö ritarar frá Islandi. Það er trú þeirra, sem að klúbbnum standa, að þátttaka þessara stúlkna geti orðið að mikiu gagni, ekki sízt með tilliti til þeirra tækifæra, sem munu skapast við við að læra af reynzlu hinna norrænu starfsfé- laga. sérverzlunin fyrir þessar iðngrein- ar. Við seljum hér veggfóður, gólfdúka, gólfflísar, veggdúka, málningu og ýmiss konar hand- verkfæri, sem þessu tengjast, svo eitthvað sé nefnt," sagði Einar Þorvarðarson. Veggfóðrarinn var í upphafi til húsa í Kolasundi 1, eða frá stofnun hans fram til ársins 1955, að flutt var í núverandi húsnæði að Hverfisgötu 34. — „Starfsemin hafði algerlega sprengt utan af sér húsnæðið í Kolasundi, þegar ákveðið var að flytja í núverandi húsnæði, sem í dag er orðið alltof lítið fyrir starfsemina, auk þess sem staðsetningin er alls ekki heppileg. Því er ekki að neita, að við erum þess vegna að líta í kringum okkur að hentugu hús- næði, sem getur orðið framtíðar- húsnæði," sagði Einar Þorvarðar- son. Er ekki heldur erfitt að halda lager með svona tiltölulega dýra vöru? — „Við reynum auðvitað að hafa sem bezt úrval á hverjum tíma, en við erum mjög vel settir að því leiti, að við höfum pláss í Tollvörugeymslunni fyrir alla okkar voru frá DLV í Vestur- Þýzkalandi en frá þeim flytjum við inn stóran hluta af okkar vöru. Við höfum söluumboð fyrir DLV, eins og reyndar flestar þær vörur, sem við verzlum með. Veggfóðrar- inn hefur engin umboð," sagði Einar ennfremur. „Annars tel ég styrk okkar liggja fyrst og fremst í því, að við erum sérverzlun. Hér eru ætíð til staðar fagmenn, sem aðstoðað geta viðskiptavini, sé þess óskað,“ sagði Einar Þorvarðarson. Þá er vert að geta þess, að Veggfóðrarinn stofnaði upp úr 1940 systurfyrirtæki, sem fram- leiddi gólfdúkalím. Reyndar var mestallt gólfdúkalím, sem notað var hér á landi um árabil fram- leitt í þessari verksmiðju. I fyrstu stjórn Veggfóðrarans sátu þeir Björn Björnsson, Hall- grímur Finnsson og Victor Kr. Helgason, en núverandi stjórn skipa þeir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri, Sveinbjörn Kr. Stefánsson, sem var einn af stofnfélögum, og Þorbergur Guð- laugsson. Ljósmynd Mbl. Kristján. Kornið opnar í Kópavogi Félag íslenzkra ritara stofnað NOKKUÐ SÉRSTÆÐUR klúbbur var stofnaður fyrir skömmu, en það er klúbbur ritara. Til stofnfundar voru boðaðir þeir ritarar, sem sótt hafa ritaranámskeið Stjórnunarfélags íslands undanfarna tvo vetur. Stofnfélagar eru 22 og verður klúbburinn starfandi innan Stjórnunarfé- lags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.