Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981
11
16 notfærðu sér
opna ræðustólinn
Mjög fjölbreyttar umræður
MIKIL aðsókn var að „opna
ra>ðustólnum“ hjá Hvöt í Valhöll
á laugardaginn fyrir skcmmstu.
cn þar gafst fólki kostur á að
koma í ræðustól og bera fram
hvert það mál, sem lá á hjarta.
Ræðutími var fimm mínútur. Á
klukkutíma ok 45 minútum töl-
uðu 16 ræðumenn ok tveir þeirra
báðu aftur um orðið. Var um-
ræðuefni ákaflcKa fjölbreytt, og
þótti þessi nýjung vel takast.
Gáfu sig fram margir, einkum
konur, sem ekki láta oft til sín
heyra á opinberum vettvangi, en
höfðu fram að færa málefni, sem
á þeim hvíidi. Ilulda Valtýsdóttir
og Björg Ginarsdóttir stýrðu
umferð í stólinn.
Arndís Björnsdóttir reið á vaðið
með almenn viðhorf til verslunar,
Sólveig Hinriksdóttir talaði um
tölvuvæðingu, Erna Ragnarsdóttir
um skoðanaeinokun, Ingibjörg
Snæbjörnsdóttir um mannrétt-
indabrot, Björg Einarsdóttir um
stéttarfélög og Margrét S. Einars-
dóttir um öldrunarmál. Málhildur
Angantýsdóttir varpaði fram og
ræddi spurninguna: Er þrælahald
á íslandi?, Stefán Jónsson nefndi
sitt erindi Hreytur um félagsstörf,
Eva Óskarsdóttir sitt Hátíðar-
spjall og Björn Loftsson talaði um
Að lifa á lánum. Þá ræddi Hjördís
Þorsteinsdóttir um töfrabeltin,
þ.e. öryggisbelti, Ragnheiður Guð-
mundsdóttir um þörfina á þjálfun
í ræðumennsku og minnti í því
sambandi á fund Landsambands
sjálfstæðiskvenna og Hvatar fyrir
áratug og Auður Auðuns ræddi
um slíka starfsemi hjá sjálfstæð-
iskvenfélögunum á fyrri árum.
Sigurlaug Bjarnadóttir varpaði
spurningu til Arndísar Björns-
dóttur um verðlagningu á inn-
fluttum vörum, sem hún svaraði.
Ásdís Haraldsdóttir kom þá í
ræðustól og talaði um Afslöppun
og Inga Jóna Þórðardóttir fjallaði
í sínu máli um ofstjórn. Var nú
komið fram yfir þann tíma, sem
ræðustóllinn var auglýstur opinn
öllum. Menn fengu sér aftur í
kaffibollann og röbbuðu saman
um stund um þessa nýbreytni og
kom saman um að hún hefði mjög
vel tekist.
Tónlistarfélag Rangæinga:
Barnakórinn
í söngferð
BARNAKÓR Tónlistarskóla
Rangæinga er að ljúka vetrar-
starfi sínu um þessar mundir og
heldur tónleika á fimmtudags-
kvöldið í IIvoli. Daginn eftir
leggur kórinn svo af stað i
söngför og er henni fyrst heitið
til Hveragerðis, þar sem kórinn
syngur i kirkjunni á föstudags-
kvöld.
Laugardaginn 16. maí heldur
kórinn tónleika í Hallgrímskirkju
í Reykjavík, sem hefjast kl. 14 og
að þeim loknum liggur leiðin til
Njarðvíkur, þar sem kórinn mun
síðdegis halda tónleika sem eru
liður í „Menningardögum" Njarð-
víkurkirkju. Á sunnudeginum
mun kórinn syngja í Grindavík-
urkirkju kl. 11 og kl. 16 sama dag
verður sungið í DAS i Hafnarfirði.
Fjár til fararinnar hefur kórinn
aflað með líkum hætti og undan-
farin ár, haldið hlutaveltu, selt
jólakort, haldið grímuball og
kórskemmtun. Einnig hafa kór-
foreldrar staðið fyrir kökubasar
til styrktar kórnum. I Barnakór
Tónlistarskóla Rangæinga eru 31
barn, 14 drengir og 17 stúlkur.
Börnin eru á aldrinum 8—13 ára.
Efnisskrá tónleikanna er mjög
fjölbreytt og spannar allt frá
þjóðlögum til nútímatónlistar,
segir í frétt frá kórnum. Barnakór
Tónlistarskóla Rangæinga mun
taka þátt í 3ja landsmóti ísl.
barnakóra sem halda á í Háskóla-
bíói sunnudaginn 31. maí. Ein-
söngvarar með barnakórnum eru
Oddgeir Sigurðsson og Sölvi R.
Rafnsson. Stjórnandi er Sigríður
Sigurðardóttir.
buxurnar úr tízkuefni sumarsins „khaki wash-out“
slá í gegn — Þetta eru aðeins 2 af mörgum
frábærum sniöurn okkar.
og umbodsmenn um allt land.