Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR.-14, MAÍ 1981 15 Nlyndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON hefur verið farið út fyrir ramma stofnana fatlaðra hefði mátt gera það í ríkum mæli. Það er t.d. nokkuð um fatlað fólk meðal starfandi listamanna þjóðarinnar og tel ég að þeir hefðu ekki verið of góðir til þess að styðja við bakið á slíkri framkvæmd af alefli. Fötlun á hvorki að auglýsa né leyna í nútímaþjóðfélagi því að í báðum tilvikum hlýtur viðkom- andi skaða af í sálu sinni. Hver og einn á að horfast í augu við fötlun sína og nýta þá möguleika er þeir hafa milli handanna svo sem kostur er. Kemur þá iðulega margt í ljós mjög uppörvandi fyrir viðkomandi og sem fer langt fram úr því sem heilbrigðir búast við af þeim, og því miður iðulega sjálft starfsfólkið á slíkum stofnunum er virðist oft ekki gera sér full- komna grein fyrir möguleikum þessa fólk, — virðist hvorki hafa næga þekkingu til að bera né vera starfi sínu vaxið á þessu sviði. Hér kemur því miður að nokkru fram misskilin vorkunnsemi í nafni mannúðar, — en vorkunnsemi er versta tegund samúðar í slíkum tilvikum. Á hvortveggja, að vera burtræk sem stranglega bönnuð. Það vill svo til að undirritaður hefur séð margar stórkostlegar sýningar á verkum fatlaðra, — hárnákvæmt skipulagðar og m.a. minnist hann sérstaklega einnar slíkrar hérlendis, sem var sýning Tengla í Unuhúsi við Veghúsastíg haustið 1968, er var lítil en markviss. Þá var nýleg kynning á starfsemi fatlaðra í Sjálfstæðis- húsinu til fyrirmyndar um skipu- lag. Hér hafa orðið á afleit mistök, — hefði verið meir en sjálfsagt að leita til samtaka listamanna og sérfróðra í þessum málum. A Alistair MacLean þjónustu ekki allir þar sem þeir eru séðir og hver veit með hverj- um þeir standa að lokum. Vitanlega fer allt af stað til að freista þess að bjarga áhrifaríkri konu úr bófahöndum og Frakkar eru hræddir um turninn sinn þótt sumir þeirra reynist flón. Hers- höfðingjar fá til dæmis ekki góða einkunn hjá MacLean. í Svik að leiðarlokum leika nútímatækni og hugkvæmni stór hlutverk og er það tímanna tákn um þróun reyfara. Hetjurnar eru að vísu sterkar og vel þjálfaðar í bardagafræðum, en gáfnafar þeirra er ekki síður hátt skrifað. Að vonum sakar ekki kynþokki þeirra kvenna sem koma við sögu samkvæmt kokkteilnum: dráps- fýsn og girnd. Jafnvel ofurlítil rómantísk ást skyggir ekki á þótt magnþrungin tilfinningasemi sé útlæg: Svo þú hefur þrátt fyrir allt munað eftir mér, sagði hún ör. Mike brosti ljúfmannlega. — Sá sem einu sinni hefur séð þig, gleymir þér aldrei, mín kæra.“ Þegar búið er að gera lesandann hæfilega ruglaðan undir lok sög- unnar kemur hin gullvæga setn- ing: „Viðskipti eru alltaf við- skipti." Það eru tveir höfuðpaurar sem ræðast við, annar úr undir- heimum glæpanna, hinn réttlætis- vörður með ekki minna en framtíð vestrænnar menningar í farangr- inum, að sjálfsögðu fær hann líka vel borgað fyrir að leggja hugsjón- inni lið. Að búa til spennu, sæmilega dægrastyttingu fyrir reyfarales- endur, tekst Alistair MacLean eins og oft áður. Svik að leiðarlok- um á sér ekki annað markmið en vera góð söluvara — og því er náð. Ritsafn Jóhanns Sigurjónssonar Jóhann Sigurjónsson: RITSAFN Atli Rafn Kristinsson sá um útgáfuna. Mál og menning 1980. Hið nýja Ritsafn Jóhanns Sig- urjónssonar er ekki verulega breytt frá fyrri útgáfu 1940—42. Meira að segja formáli Gunnars Gunnarssonar: Einn sit ég yfir drykkju, er enn á sínum stað. Um nokkrar breytingar er þó að ræða, ljóð prentuð í fyrsta sinn, bréf birt sem ekki hafa áður komið fyrir almenningssjónir. Ekkert af þeim hnikar þó viðurkenndu mati. Um útgáfuna sér Atli Rafn Kristinsson. Eins og hann víkur að er hér ekki um fræðilega útgáfu að ræða. Engu að síður er formáli hans ítarlegur þótt mál séu ekki rædd til hlítar. Einkum fjallar Atli Rafn um ljóð Jóhanns og orðar fróma ósk svo að „vonandi er það ekki að þarflausu því svo virðist sem æ fleiri hallist að því að hlutur hans sé stærri á þeim vettvangi en til skamms tíma hefur verið álitið". Ég man að vísu ekki eftir öðru en hlutur Jóhanns Sigurjónssonar hafi löngum verið talin stór í ljóðlist og má í því sambandi minna á Sorg, Heimþrá, Ódysseif- ur hinn nýi og Fyrir utan glugga vinar míns. Mest rúm fær Sorg hjá Atla Rafni, enda byggir hann skrif sín á handritum sem voru í eigu Sigurðar Nordals og engum öðrum tiltæk. Þótt athugun Atla Rafns Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON sér forvitnileg breytir hún varla í höfuðatriðum mati manna á Sorg, en óhætt er að segja að sú skoðun hans sé sennileg að frumhugsun ljóðsins sé af persónulegum toga, þ.e.a.s. lýsing á geðveiki manns sem Jóhann hefur þekkt eða búið til sem yrkisefni ljóðsins. Tengsl Jóhanns við önnur skáld minhist Atli Rafn oftar en einu sinni á. Hann getur þess að þegar Jóhann kom til Danmerkur um aldamótin hafði symbólisminn náð að festa þar rætur, einkum í verkum Johannesar Jörgensens, Viggo Stuckenbergs og Sophus Claussens. Tímarit þeirra Taarnet var áhrifaríkt. Önnur skáld sem Atli Rafn telur að Jóhann hafi kynnt sér eru J.P. Jacobsen og Holger Drachmann, en í ljóðum hins síðarnefnda er hafið eitt aðalviðfangsefnið eins og hjá Jó- hanni. Atli Rafn Kristinsson ræðir nokkuð um auðsæ áhrif Friedrich Nietzsches á Jóhann Sigurjónsson, einkum leikritagerð hans, og bendir í því sambandi á að Also sprach Zarathustra kom út í danskri þýðingu 1911. En annað skáld Friedrich Hebbel virðist eftir ýmsu að dæma hafa haft meira gildi fyrir Jóhann. Raunar er skyldleiki þessara tveggja höf- unda varla nein tilviljun, enda hefur Ingeborg, kona Jóhanns, gert lýðum ljóst að hann kannað- ist vel við hinn þýska skáldbróður sinn. Hebbel var nítjándu aldar höfundur og lýsir oft stórbrotnum persónum í leikritum sínum eins og Jóhann. I Maríu Magdalenu (1846) má finna hliðstæður ýmissa persóna í Galdra-Lofti, „jafnvel beinar efnislíkingar" segir Atli Rafn. Niðurstaðan verður þó sú að Jóhann Sigurjónsson hafi ekki viljandi stælt skáld eins og til að mynda Hebbel, heldur sé skýr- ingarinnar á því sem þeir eiga sameiginlegt að leita í almennum bókmenntastraumum. Formáli Atla Rafns bætir ekki miklu við myndina af Jóhanni Sigurjónssyni. Fyrst og fremst er það fróðleikurinn um Sorg sem gildi hefur. Vitnað er oft í Helge Toldberg sem samið hefur bók um Jóhann Sigurjónsson og hefur hún komið út í íslenskri þýðingu. Engu að síður er það danska útgáfan sem Atli Rafn lætur prenta upp úr og er það skrýtið að geta ekki stuðst við þýðingu Gísla Ásmundssonar, en Gísli hefur þýtt margt eftir Jóhann með góðum árangri. Rit Jóhanns Sigurjónssonar komu fyrst út í tveimur bindum, nýja Ritsafnið er þrjú bindi. Frágangur þess er hinn vandað- asti. Opið til kl. 22 í kvöld fimmtudag, föstudag til kl. 22. Opið laugardag frá kl. 9—12. Mikið úrval af vor og sumarfatnaði HAGKAUP Skeifunni 15 Verð eftir lækkun: HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGR ÍMSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.