Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981 27 Kostir Blönduvirkjunar Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- hcrra, sagði m.a. að þær saman- burðartölur, sem frumvarpinu fylgdu um kostnað virkjunarkosta, gerðu ráð fyrir sölu 50% orkunnar til orkufreks iðnaðar, 35% til al- menns orkumarkaðar og 15% til húshitunar. Miðað við þessar for- sendur, sem um mætti deila, væri Fljótsdalsvirkjun 24% dýrari en Blönduvirkjun og Sultartangi 44% dýrari. Ef ekki væri miðað við orkufrekan iðnað væri Fljótsdals- virkjun 47% dýrari. Pálmi taldi ekki óeðlilegt að miða við 15 ára framkvæmdatíma þeirra virkjunarkosta, sem frumvarpið næði til, þar eð ekki væri til staðar, enn sem komið væri, stór orkukaup- andi. Ef aðstæður breyttust að þessu leyti mætti auka á fram- kvæmdahraða. Hann taldi að röðun á framkvæmdum ætti að geta legið fyrir það snemma að tillaga þar um gæti komið fyrir Alþingi jafn- snemma fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1982. Of seint — of lélegt Eggert Haukdal (S) kvað frum- varp um þetta efni hafa átt að koma fram miklu fyrr. Þegar lægju fyrir þinginu frumvörp um sama efni betur úr garði gerð. Ég hef ýmsar athugasemdir við þetta frumvarp að gera, sagði Eggert, SVERRIR: Líkur á vantrausts- tillögu. m.a. að Sultartangavirkjun er ekki gert jafn hátt undir höfði og öðrum kostum eins og vera á í heiðarlegum samanburði, byggðum á þjóðhags- legum sjónarmiðum einum. Frum- varpið er samsuða til málamiðlunar milli stuðningsmanna Blöndu- og Fljótsdalsvirkjana. Þá tel ég ein- sýnt að fela eigi Landsvirkjun virkjunarframkvæmdir og mun flytja breytingartillögu við frum- varpið í þá veru til að taka af tvímæli. Ég skil ekki hvers vegna verið er að hafa Rafmagnsveitur ríkisins inn í þessari mynd nema ef ætlunin er að halda þannig á málum að þær fái framkvæmdirnar endanlega, en þær heyra undir viðkomandi fagráðherra. Ég vil að framkvæmdirnar séu einvörðungu bundnar við Landsvirkjun. Eggert sagði allan undirbúning varðandi Sultartangavirkjun að baki og hagkvæmast væri að ráðast í þá virkjun í beinu framhaldi af Hrauneyjafossvirkjun. Samhliða má stefna á Blöndu- og Fljótsdals- virkjanir, ef markaður er fyrir þá orku, en ekki má horfa fram hjá markaðssjónarmiðum, við virkjum ekki bara til að virkja, heldur til að tengja saman orkuframleiðslu og nýtingu, þjóðarheildinni til far- sældar. Látið á reyna með vantrausti Sverrir Hermannsson (S) sagði hér fram komið eftir dúk og disk, rétt fyrir þinglausnir, frumvarp, sem i raun segði litla sögu. Hann sagðist ekki deila á það þó röðun framkvæmda væri ekki í frumvarp- inu en hinsvegar það efnislegt innhald frumvarps og greinargerð- ar, sem hafnaði stóriðju eða orku- frekum iðnaði. Ef þessi á að vera stefnumörkun Alþingis, þá er ekki þörf fyrir nema eina stórvirkjun næsta áratuginn og þá er verið að útiloka Fljótsdalsvirkjun í raun, en hagkvæmni hennar, sem er ótvíræð, tengist orkufrekum kaupanda, og stóriðja á Reyðarfirði er og í samræmi við vilja forystumanna Austfirðinga, svo sem berlega hefur komið fram. Sverrir sagði að í þessu frum- varpi væri gengið þvert á þá orkustefnu, sem mótuð hafi verið af viðreisnarstjórn 1960—1970, og spannað hafi Búrfellsvirkjun, Sig- ölduvirkjun og Hrauneyjafossvirkj- un, með og ásamt álveri og járn- blendiverksmiðju, og áfram gæti verið lífstrengur okkar til stór- bættra lífskjara. Þegar svo er siglt úr leið sem hér sýnist þarf að bregðast við með öllum tiltækum þingræðisleiðum. Það má láta á reyna með vantrauststillöguflutn- ingi, hvort þessi afturhaldsstefna, sem iðnaðarráðherra ber höfuð- ábyrgð á, er í raun stjórnarstefna, en mér þykir hafa komið fram í þessari umræðu, í máli Eggerts Haukdal, að ekki er allt stjórnarlið- STEINÞÓR: Frumvarp sjálfstæöismanna ákveönara. ið á eitt sátt við innhaldsleysi hennar. Ekki nóg með það að orkuráð- herra gegni ekki skyldu um könnun orkuafsetningar um orkufrekan iðnað, heldur gengur hann gagn- stætt að verki, en framkoma hans gagnvart ÍSAL hafi ekki verið tií þess fallin að laða að okkur orku- kaupendur. Samþykkjum það frum- varpið sem er ákveðnara Steinþór Gcstsson (S) ræddi m.a. þörf vaxandi þjóðar fyrir ný atvinnutækifæri á komandi árum og áratugum sem og aukningu verðmætasköpunar, sem væri und- irstaða lífskjaranna. Það þarf að hugsa stórt og nýta þá möguleika, sem fyrir hendi eru, sagði hann. Hann sagði undirbúning iðjuþróun- ar hafa verið rofinn í tíð ríkis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar, sem verið hefði ábyrgðarhluti. Það þarf að taka upp þennan þráð á nýjan leik. Ég átti von á ákveðnara frumvarpi frá ríkisstjórn en þessu, sem nú liggur fyrir. Frumvarp okkar sjálfstæðismanna er markv- issara, sagði hann. Hann hvatti þingmenn til að sameinast um það sem samningsgrundvöll. Vafasamt væri, hvort stjórnarfrumvarpið, eins og það væri úr garði gert, hefði þingmeirihluta að baki sér. Þessari umræðu var fram haldið á kvöldfundi i gær sem átti að hefjast kl. 9 síðdegis. Fatlaðir sækja um þessar mundir námskeið í hestamennsku, en að því standa Lionsklúbburinn Ægir, Fákur og íþróttafélag fatlaðra. Lk»m. Ói. K.M. NÁMSKGIÐ í hestamcnnsku fyrir fatlaða hófst nýlega á svaeði hestamannafclagsins Fáks. Skiptist námskeiðið i bóklegar greinar, reið- mennsku og umhirðu. Nefnd á vegum íþróttafclags fatl- aðra hcfur staðið að undir- búningi námskeiðsins og not- ið aðstoðar Fáks og Lions- hreyfingarinnar. Sigurður Ragnarsson tamn- ingamaður er kennari á nám- skeiðinu og félagar úr kvenna- deild Fáks eru honum til aðstoðar. Félagsheimili Fáks hefur verið breytt með tilliti til að fatlaðir geti notfært sér það. Fákur leggur til hesta og reiðtygi á námskeiðið, en Lionsklúbburinn Ægir kostar fóður og hirðingu. Fatlaðir á hesta- mennskunámskeiði Maður þarf ekki að vera hár i loftinu til að læra hestamennsku. Einn kominn á bak og aðrir biða cftir að röðin komi að þeim. Frá sýningu Þjóðleikhússins á Haustinu i Prag, en í ieiðara Mbl. sl. laugardag var að þvi vikið að sýning þessi ætti eríndi i skólana og að sjónvarpið ætti að taka hana upp til að sem flestir landsmenn gætu séð hana. „Haustið44 á litla sviðinu í kvöld ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur í kvöld aukasýningu á Haustinu í Prag, tékkneskum einþáttungum eftir Václav Havel og Pavel Kohout, en þeir eru báðir andófsmenn. „Haustið í Prag“ er sýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins og er leik- stjóri Helgi Skúlason. Jón Gunn- arsson þýddi leikþættina og Balt- asar gerði leikmynd. Helstu leik- endur eru Rúrik Haraldsson, Er- lingur Gíslason, Guðrún Þ. Steph- ensen, Helga Bachmann, Valur Gíslason og Tinna Gunnlaugsdótt- ir. Vegurinn opn- aður eftir margra mánaða einangrun ÞAÐ ER búið að hafa mikið fyrir því að opna veginn hingað, en nú hefur það loks tekist eftir margar tilraunir, því alltaf hefur skafið aftur jafnóðum og mokað er, sagði Guðmundur Jónsson hreppsstjóri 1 Munaðarnesi á Ströndum er Mbl. ræddi við hann i gær, en nú hefur verið opnaður vegurinn norður. — Fyrstu bílarnir komu hingað á þriðjudag, en hingað hefur ekki verið fært síðan í október, sagði Guðmundur, — þetta er eins og á heimsskautinu, vorið ekkert farið að koma og allt gróðurlaust ennþá. Versta haftið var á Veiðileysuhálsi. Þar munaði líka litlu að slys yrði þegar bílarnir óku þar um en steinn úr fjallinu lenti á frambretti bíls og annar á hann aftanverðan. En við erum ekki óvanir þessari einangr- un, það vill iðulega vora hér seint og vegurinn nú er opnaður á svipuðum tíma og oft áður, sagði Gi^ðmundur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.