Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981 Ómar Ragnarsson: Hve leng i á að ber ja hausnum við stýrið? Á undanförnum árum hafa nágrannaþjóðir okkar gengið í gegnum tímabil, þegar bílbelti hafa verið lögleidd meðal þeirra, einnar af annarri. Atburðarásin í þessum lönd- um var alls staðar svipuð: 1. Rannsóknir sýndu óvéfengj- anlega, að bílbelti drógu stór- lega úr hættu á umferðar- slysum. 2. Bílbelti voru sett í bíla og hafinn mikill áróður fyrir notkun þeirra. 3. Þótt flestir viðurkenndu rök- in fyrir bílbeltanotkun, varð reynslan alls staðar sú, að flestir notuðu þau ekki, þrátt fyrir áróðurinn. 4. Þá gripu stjórnvöld til þess ráðs að skylda menn með lögum að nota bílbeltin, og hvað gerðist? Það var ekki aðeins, að notkun þeirra yrði mjög al- menn, heidur fækkaði slysum og dauðsföllum svo mjög, að andstaða gegn þessari laga- setningu er orðin lítil og fer minnkandi. Ekki er að efa, að eftir nokkur ár mun almenningur í þessum löndum undrast þröngsýni þeirra manna, sem hömuðust gegn svo sjálfsögðum hlut. Jafn- vel, þar sem aðstæður voru sérstakar, svo sem í Ölpunum. þar sem bílar geta steypst niður hengiflug. eða í hol- lenzku síkjaborgunum, þar sem mikið er um að bílar lendi ofan í síkjum, hafa bílbeltin þegar sannað gagnsemi sína. Nú hefði mátt halda, að öll þessi tregða og barátta, sem orðið hefur þessu framfara- skrefi til óþurftar í nágranna- löndunum, gæti orðið okkur Islendingum víti til varnaðar, og við þyrftum ekki að láta það dragast degi lengur að læra af reynslu annarra og forða með því tugum manna árlega frá meiðslum, örkumlum og dauða. En viti menn: svo er að sjá, svo er að sjá, að Alþingi ætli að láta þá skömm henda að svæfa þetta mál og taka með því undir röksemdir þeirra manna, sem nú geysast fram á ritvöll og hamast gegn þessu þjóðþrifa- máli með nákvæmlega sömu haldlausu rökunum og skoðana- bræður þeirra í öðrum löndum notuðu á sínum tíma. Eg trúi því ekki, fyrr en ég tek á, að enn um sinn verði ísland eina landið norðan Alpafjalla, þar sem umferðarslysum fer fjölgandi á sama tíma og þeim hefur fækkað hjá þeim þjóðum, sem hafa lögleitt notkun bíl- bejta. I dag, þriðjudag, birtast tvær greinar gegn notkun bílbelta í Morgunblaðinu, og er þar tekið undir málflutning Inga Berg- manns í grein í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag, og skor- að á alþingismenn að fella frumvarpið um lögleiðingu bíl- beltanna. Stóryrðin vantar ekki hjá þessum mönnum: „Siðlaus þvingunarlög, sem stríða gegn réttlætis- og siðgæðisvitund trú- legast stórum stærri hiuta landsmanna", segir Ingi Berg- mann, og „tilgangur slíkra laga að vekja og magna þrælsótta þegnanna", „innræting og heila- þvottur valdakerfisins á þegn- um sínum“. Og Guðmundur Jóhannsson segir: „löggjafinn er að kveða upp dauðadóm yfir hópi manna". Með svona stóryrðum fullyrða þessir menn, þvert ofan í niðurstöður ítarlegra rann- sókna og í algerri mótsögn við góða reynslu af notkun bílbelta erlendis, að bílbelti valdi jafnvel eins mörgum slysum og þau koma í veg fyrir. Jón Eiríksson vitnar í óhöpp í Ólafsfjarðarmúla, og notar sem rök gegn bílbeltum. Þetta fellur algerlega um sjálft sig, því að í frumvarpinu er komið til móts við andmælendur þess með því að reikna með því, að veitt verði undanþága frá notkun þeirra á þremur eða fjórum stöðum á landinu, þar sem svipað háttar til og í Múlanum. I málflutningi sínum segja þessir menn, að jafnvel þótt bílbeltin bjargi mörgum manns- lífum og afstýri meiðslum megi ekki lögleiða notkun þeirra, því að til séu tilfelli þar sem þau séu til óþurftar. Þetta eru samskonar rök og þau, að hanna ætti alla upp- skurði og lyf, vegna þess, að í einstaka tilfellum misheppnist slíkar lækningaaðferðir. Lítum nánar á helztu mótbár- ur gegn notkun bílbelta og leitum svara við þeim. 1. Aðstæður eru öðruvísi hér en erlendis og ekki að marka reynsluna þar. Svar: Þetta er alrangt. Yfir- gnæfandi hluti umferðar og umferðarslysa hérlendis er í borg, bæjum eða þorpum. í nágrannalöndunum eru víðlend, dreifbýl héruð með malarveg- um, t.d. í N-Noregi, N-Svíþjóð og Finnlandi þar sem umferð og umferðarslys eru með sama hætti og hér. 2. Meirihluti þj(>ðarinnar er á móti lögleiðingu bílbelta. Svar:Engin rök styðja þessa fullyrðingu. Þvert á móti var niðurstaða einu skoðanakönn- unarinnar, sem gerð hefur verið um þetta nú í vetur á vegum Dagblaðsins, sú, að yfirgnæf- andi meirihluti var meðmæltur lögleiðingu á notkun bílbelta, en lítill minni hluti andvígur. 3. Betra er að fá fólk til að nota beltin með því að beita áróðri. Svar:Þetta hefur hvergi borið árangur, hvorki hér á landi né erlendis. 4. Framkvæmd laganna mun mishcppnast og menn óhlýðnast þeim. Svar: Hjá þjóðum, þar sem meiri ágreiningur var á sínum tíma um bílbeltin en hér, hefur lögleiðingin borið árangur og skipt sköpum. Sé mark takandi á skoðanakönnuninni, sem fyrr var getið, ætti að geta tekist ekki síður til hér en í öðrum löndum. 5. Nær væri að vinna að umbót- um á öðrum sviðum umferð- armála, t.d. ráðast gegn um- ferðarómenningu, óaðgæslu, kæruleysi, ölvun, útafkeyrsl- um á bryggjum, skammdegi og erfiðu skyggni, ónógri löggæslu, skorti á hnakka- púðum. Svar: Hér á við orðtakið: þetta ber að gera, en hitt eigi ógert að láta. Öll þessi atriði, sem Ingi Bergmann nefnir í sinni grein eru góðra gjalda verð, þótt erfitt sé að breyta skammdegi og slæmu skyggni! Framangreind- ar umbætur, sem Ingi nefnir, að hnakkapúðum undanskildum, eru erfið í vöfum, en notkun hílbelta og hnakkapúða hefur hins vegar þá sérstöðu sem slysavörn, að þar er um að ræða lang einföldustu og skjótvirkustu ráðstöfunina: 2—3ja sekúndna fyrirhöfn, þegar sest er inn i eða farið út úr híl. 6. Það er betra að falla út úr bílnum en vera „fjötraður“ inni í honum. Svar: Þetta er alrangt. Bæði reynsla og ítarlegar rannsóknir hafa alls staðar leitt til þeirrar niðurstöðu, að flest alvarleg slys verði, þegar menn falla út úr bílnum, jafnvel á lítilli sem engri ferð. Eitt dæmi af hundr- uðum: í fyrravor urðu fimm banaslys í röð hér á landi, þar sem menn féllu í öllum tilvikun- um út úr bílunum og létust af þeim sökum. 7. í bílbcltunum er meiri hætta á að lokast inni í bílnum og komast ckki út, t.d. ef hann lendir í vatni eða kviknar í honum. Svar: Einn algengasti misskiln- ingurinn um bílbeltin. Þvert á móti mistekst fólki oftast að komast út úr bílunum vegna meiðsla eða meðvitundarleysis, til dæmis vegna höfuðhöggs. Bílbeltin minnka hættuna á rothöggi eða meiðslum, t.d. þeg- ar bíll skellur í vatn, og auka því líkurnar á því að fólk komist út, ekki hvað síst, ef það er orðið vant því að festa og losa bílbelt- in vegna reglubundinnar notk- unar. Mjög fátítt er, að kvikni í bílum við árekstur, og þegar það gerist, er áreksturinn oftast svo harður, að fólk rotast eða stór- slasast, nema það noti bílbeltin. 8. „Beítin þrengja óþægilega að Kumum. válda innilokun- arkennd, vekja vanlíðan og skerða ökuhæfni ökumanns- ins.“ (Ingi Bergmann.) Svar: Hér er oftast um óvana eða hreinlega fordóma að ræða, og það er argasta öfugmæli, að bílbelti geti skert ökuhæfni öku- manna. Væri svo, myndu fær- ustu akstursíþróttamenn heims- ins forðast að vera í bílbelti. 9. Það er ekkert að marka þótt bilbelti séu nauðsynleg í akstursíþróttum, því að þar er allt annar akstursmáti en i venjulegri keyrslu. Svar: í mörgum alvarlegustu umferðarslysunum skrikar bíll til, rekst á eða veltur, á ná- kvæmlega sama hátt og hendir t.d. rallí-kross bíla. Þetta hendir hvern einstakan borgara sem betur fer sjaldan eða aldrei, en ef það gerist, gildir hið sama um hinn venjulega ökumann og akstursíþróttamanninn: bílbelt- ið heldur honum í sætinu, svo að hann geti haft stjórn á bílnum, og varnar því að hann hljóti meiðsli. Hörðustu rallí- krossmenn Evrópu væru löngu marglemstraðir og dauðir, nyti ekki bílbeltanna við. 10. Ég spenni bilbeltið úti á þjóðvegum, en ekki í bæjar- akstri, þar sem það gerir minna gagn. Svar: Þetta er ekki aðeins hæp- ið, þetta er rangt. Það sannar aragrúi meiðsla og dauðsfalla í borgarumferð, þar sem menn hljóta tugum saman meiðsli árlega, þótt ekið sé á allt niður í 30 kílómetra hraða. Höfuðnauð- syn er að nota bílbeltið alltaf, þá verður notkunin að fyrir- hafnarlausum vana, og þá eru menn líka fljótir að losa beltið, ef á þarf að halda, t.d. eftir árekstur eða óhapp. 11. Nú eru bilar orðnir svo styrktir og öruggir að það veitir næga vörn. Svar: Öruggari bílar eru af- rakstur ítarlegra rannsókna og reynslu hjá milljónaþjóðum, sömu rannsóknanna og reynsl- unnar, sem sannað hafa gildi bílbeltanna og framangreind svör byggja á. Svo gersamlega hefur reynsla annarra þjóða og afrakstur ítar- legrar þróunar og rannsókna í umferðaröryggismálum farið fram hjá Inga Bergmann, að hann talar um umferðarslys og afleiðingar þeirra sem óútreikn- anleg fyrirbæri. í slíku viðhorfi er fólgin alger uppgjöf gagnvart því stórfellda líknarmáli að rannsaka orsakir umferðarslysa og fækka þeim, afneitun á því að draga lærdóma af reynslu og rannsóknum og beita skynsemi og rökum. Jafn- vel þótt andstæðingar bílbelta gætu „sannað", að þau hefðu valdið einhverjum alvarlegum slysum, vegur svo langt um þyngra hinn mikli fjöldi slysa, þar sem bílbeltin óvéfengjan- lega bjarga mannslífum og forða fólki frá meiðslum og örkumlum. Ein slík „sönnun" er mynd- skreytt í grein Inga Bergmanns. Birtir hann mynd af bíl, sem valt svo að yfirbyggingin lagðist saman og telur, að fólkið í bílnum hafi bjargast, vegna þess, að það héntist út úr bílnum. Um það má að sjálf- sögðu deila, en þessi atburður hefur lítið gildi, því að hætt var að framleiða þennan bíl fyrir mörgum árum, m.a. vegna þess, að hann var úreltur, hannaður fyrir tæpum þrjátíu árum, og þá ekki samkvæmt öryggisstöðlum „stóra bróður", sem lúta að því, að yfirbygging bíla þoli veltu, án þess að leggjast saman. Svona bílar eru orðnir fáir og fækkar stöðugt, og þeir verða sem betur fer horfnir af sjón- arsviðinu eftir nokkur ár. En jafnvel í þeim gerir bílbelti margfalt meira gagn en ógagn. Aðra mynd birtir Ingi af bíl, þar sem brúarhandrið gekk inn í aftursæti, og segir farþega þar hafa bjargast, með því að víkja sér undan. Það er ákaflega útbreiddur misskilningur, að í bílum sé fólk nánast súpermenn, sem sveifli sér til og upphefji þyngdarlög- málið og tregðulögmálið að vild. En jafnvel, þótt fallist sé á, að í framangreindu tilviki hafi far- þegi vikið sér undan vá og um leið viðurkennt, að í einstaka tilfellum geti bílbelti verið til óþurftar, rétt eins og uppskurðir og lyf, er það reynsla af ná- kvæmum rannsóknum á „sönn- unum“ andstæðinga bílbelta er- lendis, að þessar „sannanir" hafa venjulega ekki staðist. Ekki verða hér eltar (sætis)ól- ar við fleiri staðleysur andstæð- inga bílbeltanna. Árásum þeirra á landlækni og aðra þá, sem bera þetta stór- fellda líknarmál fyrir brjósti, munu aðrir svara. Niðurstaða mín er þessi: Ilér á landi slasast 6—700 manns árlega í umferðarslysum, og flestir þeirra eru ökumenn eða farþegar í bíl. Alls staðar. þar sem hílbelti hafa verið lögleidd. hefur meiðslum. örkumlum og dauðaslysum fækkað svo mjög, að það samsvarar árlega þrem- ur til fimm mannslífum og hátt í hundrað slasaðra örkumla hér á landi á IIVERJU ÁRI. Gegn fullyrðingum manna, sem telja, að hægt sé að draga alhliða ályktun af örfáum, lítt rannsökuðum tilvikum, stendur reynsla hundraða lækna og ann- arra þeirra, sem verða vitni að afleiðingum tuga, hundraða og þúsunda slysa. Það kom fram í útvarpsþætti á dögunum, að mænuskaðar með tilheyrandi lömunum séu marg- falt tíðari hér á landi en erlend- is, m.a. vegna þess, að hér eru ekki almennt notuð bílbelti. I öðrum löndum hefur slíkum slysum fækkað, sem og öðrum slysum í umferð. Þetta er ár fatlaðra. Eigum við íslendingar að láta það henda, að á þessu ári verði komið í veg fyrir framgang máls, sem bjargað hefur manns- lífum og forðað tugum fólks frá meiðslum og limlestingum strax á þessu ári? Eftir hverju er að bíða? Frumvarpið er komið fram, bílbeltin bíða ónotuð, rökin eru ljós, víti annarra þjóða til varn- aðar, og velvilji almennings er fyrir hendi, ef marka má skoð- anakönnun. Aðeins vantar handauppréttingu þingmanna. Skammarlega lengi hefur dregist að koma þessu máli í höfn. Hve lengi á að berja höfðinu við stýrið? Eitt slys af hundruðum á íslandi: Okumaður, sem á sér einskis ills von, fær framan á sig bil, sem ölvaður ökumaður ekur á röngum vegarhelmingi... ... við áreksturinn kastast hinn grandalausi ökumaður i framrúðuna og beyglar meira að segja framrúðukantinn með enninu. Bílbeltið hangir ónotað á snaganum. Lærdómur: Eng- inn getur sezt upp í bíl og fullyrt, að i þetta sinn muni hann aka þannig, að ekki sé hætta á slysi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.