Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981
47
Tekid á móti matargestum med ókeypis lystauka,
ostum og ödru góögæti.
Magnús Jóns-
son óperu-
söngvari syngur
nokkur létt ítölsk
lög meöan á
boröhaldi stend-
Italskur
matur
Arrosto di
maiale
alla Rimini
Verö kr.
Undirleikari
Ólafur Vignir Al
bertsson.
Skemmtiþáttur, Ragnar og Bessi
Bjarnason.
Ferðabingó, spilað um þrjár ítalíuferöir
Fararstjórar Samvinnuferða—Land-
sýnar
verða til viðtals K -
og sýna nýja
V kvikmynd í
\ hliðarsal.
Diskótek, stjórnandi Þorgeir
Ástvaldsson. WMjKM
Hljómsveit v'
Ragnars " pH
\ Bjarnasonar
Helena leika. Dansað til
\ kl. 03. Kynnir Magnús^
\ Axelsson. «
k\ Boröapantanir eftir
W \ kl. 16.00 í dag í
\ síma 20221.
fyrsta
skipti á
íslandi
FIAT umboöiö kyrtnir
nýjan bíl í anddyri hótelsins
FIAT 127 sport.
Samvinnuferdir -Landsýn (_^—^
Tískuversíun H. Líndal. •
Jóhannos Sæmundsson
City og Tottenham
reyna með sér á
nýjan leik í kvöld
MANCHESTER City o« Totten-
ham leika aftur til úrslita um
FA-bikarinn á Wembley-leik-
vanginum i kvöld. en ekki
fenjíust úrslit á lauj'ardajrinn
þrátt fyrir framlengdan leik.
Eftir þvi sem næst verður kom-
ist, tefla félögin fram óbreytt-
um liðum í kvöld oií léku til
úrslita á lauKardajrinn. Fram
hefur komið hujrmynd um að
ljúka leiknum með vítaspyrnu-
keppni fáist úrslit ekki cftir
venjulcBan leiktíma auk fram-
lengingar ef með þarf.
Á meðfylgjandi mynd eru
framkvæmdastjóri City, John
Bond, og forsetinn, Peter Swales,
til hægri. Eftir að Bond tók við
félaginu í vetur hefur uppgangur
liðsins verið með ólíkindum. Á
myndinni virðist Swales vera í
miðju hláturskasti, enda
kannski ástæða til, þar sem lið
hans skoraði sjötta mark sitt í
deildarleik gegn Norwich aðeins
fáeinum augnablikum áður en
myndin var tekin. Bond er ekki
eins kátur þrátt fyrir frækna
frammistöðu liðs síns. Kannski
vegna þess að hann var sjálfur
stjóri hjá Norwich áður en hann
tók City að sér og sonur hans
Kevin er meðal leikmanna Nor-
wich. Og leiðin hjá Norwich lá
síðan niður í 2. deild.
Tbilisi vann bikarinn
SOVÉZKA liðið Dynamo Tiblisi
sigraði FC Carl-Zeiss Jena frá
A-Dýzkalandi í úrslitaleik Evrópu-
keppni bikarhafa i gærkvöldi.
Leiknum lauk með 2—1 sigri
sovézka liðsins, en í hálfleik var
staðan 0—0.
Austur-Þjóðverjarnir voru fyrri
til að skora, náðu forystunni á 64.
mínútu með marki Hoppe. Sovét-
menn jöfnuðu þremur mínútum
seinna með marki Gussayevs, og á
87. minútu skoraði Darasselyia úr-
slitamark leiksins. Talað hafði ver-
ið um úrslitin sem „draugaleikinn",
þar sem aðeins örfáir áhorfendur
sáu þessi tvö austantjaldslið eigast
Murdoch
til Boro
ENSKA knattspyrnuliðið Midd-
leshrough hefur ráðið nýjan
framkvæmdastjóra i stað John
Neal sem var rekinn fyrir
skömmu. Hinn nýi stjóri hcitir
Bobhy Murdoch, en hann gerði
garðinn áður frægan sem leik-
maður með skoska meistaralið-
inu Celtic. Murdoch hefur fengist
við unglingaþjálfun siðustu árin.
við á Rhein-vellinum í Dússeldorf,
sem tekur 70.000 manns í sæti.
Finnar töpuðu
Búlgarir unnu Finna 4—0 í und-
ankeppni heimsmeistarakeppninn-
ar í knattspyrnu í Sofia í gærkvöldi.
í hálfleik var staðan 1—0. Mörkin
skoruðu Slavkov (10. mín. og 53.
mín.) — Kostadinov (55. mín.) og
Tsvetkov (88. mín.).
Þá sigruðu Ungverjar Rúmena í
sömu keppni í leik sem lyktaði 1—0
í Búdapest.
Nær FH í sín
fyrstu stig?
VÍKINGUR og FII eigast við i 1.
deild íslandsmótsins i knatt-
spyrnu á Melavellinum í kvöld og
hefst leikurinn klukkan 20.00. Er
það þriðji leikur mótsins og
annar leikur FH. FH-ingar töp-
uðu fyrsta leik sinum gegn KR á
sunnudaginn. en liðið lék þó alls
ekki illa á köflum. Ugglaust gæti
liðið velgt Vikingum undir ugg-
um. en Ilæðargarðsliðið er óskrif-
að blað enn sem komið er. Það má
því bóka spennandi leik og von-
andi verður einnig boðið upp á
goða knattspyrnu.
Jóhann Ingi Gunnarsson
KR-ingar ráða Jóhann Inga
og Jóhannes Sæmundsson
- lið KR til V-Þýskalands í ágúst í æfingabúðir
IIANDKNATTLEIKSDEILD KR hefur ráðið Jóhann Inga Gunnars-
son sem þjálfara fyrir 1. deildarlið sitt næsta keppnistímabil. Þá hefur
Jóhannes Sæmundsson verið ráðinn sem aðstoðarmaður Jóhanns Inga.
Þeir félagar munu hafa eftirlit með þjálfun á öllum flokkum KR í
handknattleik. Þá munu þeir standa fyrir þjálfaranámskeiðum hjá
félaginu.
Mikill hugur er í stjórn hand-
knattleiksdeildar KR, og hyggja
þeir á mjög öflugt vetrarstarf.
Þeir Jóhann Ingi og Jóhannes
munu fljótlega hefja séræfingar
með leikmönnum meistaraflokks.
En í byrjun júlí munu æfingar
hefjast af fullum krafti og æft
verður fjórum sinnum í viku.
Þá mun vera ákveðið að meist-
araflokkur félagsins fari í æf-
ingabúðir til Vestur-Þýskalands í
ágúst, og jafnframt leika þar
nokkra leiki. Þá mun ekki vera
loku fyrir það skotið að hand-
knattleiksliði KR bætist góður
liðsstyrkur á næstunni, en nokkrir
kunnir leikmenn munu hafa hug á
að ganga til liðs við félagið.
Nú hafa flest 1. deildarliðin í
handknattleik gengið frá ráðningu
þjálfara. Geir Hallsteinsson mun
þjálfa lið FH áfram. Ólafur H.
Jónsson verður áfram með Þrótt.
Sovétmaðurinn Boris Akbachev
verður áfram hjá Val. Bogdan
verður hjá Víkingi. Birgir Björns-
son verður með lið KÁ sem kom
upp í 1. deild. Og allt bendir til
þess að Þorsteinn Jóhannesson
verði áfram hjá HK. Lið Fram
hefur enn ekki gengið frá ráðn-
ingu þjálfara en þeir munu vera í
viðræðum við Karl Benediktsson.
Haukar hafa svo gott sem ráðið til
sín rússneskan þjálfara, en lið
þeirra leikur í 2. deild og ætlar sér
ekkert annað en sigur þar. Það
verða því þrír eriendir þjálfarar
hér næsta keppnistmabil í hand-
knattleik. Tveir Rússar og einn
Pólverji. — ÞR.