Morgunblaðið - 02.06.1981, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1981
Búvörur hafa hækk-
\ / -í •/ / /
að fra 1. jum 1
fyrra um 55 til 73%
ILEKKUN búvara á einu ári, frá 1. júní 1980 oií til þessa datfs, er á bilinu frá
rétt tæplega fiO'Jr til rúmlexa 73%. Mest er hækkun smjörs, en hækkunin þar
er svo mikil. þar sem niðurjfreiðslur hafa ekki haldið sama hlutfalli og þær
voru áður miðað við smjörverð og þvi kemur hækkunin á lægri Krunn en ella.
Smjör kostar nú út úr búð G3.60 krónur hvert kíló. Ásamt niðurtíreiðslu er
smjörvcrðið nú 93 krónur á hvert kg.
Frá því fyrir einu ári, hinn 1. júní
1980, er hækkun búvara, sem hér
segir: Smjör 73,4%, mjólk í pökkum
54,7%, peli af rjóma 65,8%, 45% ostur
í heilum stykkjum 67,3%, 30% ostur í
heilum stykkjum 65%, kindakjöt í
heilum skrokkum 63,5%, kótilettur
60,5%, nautakjöt í heilum eða hálfum
skrokkum 59,3%, nautakjöt, miðlæri,
59,9% og kartöflur í 2,5 kg pokum
62,7%.
Skipaútgerð rikisins:
Meiri flutningar en
nokkurn óraði fyrir
PXUTNINGAR hjá SkipaútKerð ríkisins haía verið óvenju
miklir undanfarið og hefur fyrirtækið ekki getað fylgt auglýstri
áa'tlun. Fréttaritari Morgunblaðsins á Patreksfirði sagði í frétt
á sunnudaginn. að Patreksfirðingar væru mjög óhressir með að
geta ekki treyst á þjónustu fyrirtækisins, en þeir eru háðir henni
8 mánuði á ári. Guðmundur Einarsson forstjóri Skipaútgerðar-
innar sagði í gær, að því miður hefði ekki verið hægt að fylgja
áætlun undanfarið, flutningar hefðu verið svo miklu meiri en
nokkurn hefði órað fyrir. Á því væri ekki hægt að gera annað en
biðjast velvirðingar.
Sumarnámskeið Siglingaklúhbs Nauthólsvíkur eru hafin.
Sumarstarf Æskulýðsráðs Reykjavíkur
Guðmundur sagði, að ef þessi
aukning hefði verið séð fyrir hefði
verið leitað eftir leyfi til að setja
fjórða skipið inn í reksturinn í
fjóra mánuði, frá því í marz fram
í júní. Guðmundur sagði að á
þessum tíma væri mikið flutt af
áburði til bænda, byggingarefni
fyrir sumarið og fleira nefndi
hann. Þá sagði hann, að takmark-
anir á öxulþunga vöruflutninga-
bifreiða ykju flutninga Ríkisskips.
Hins vegar sagði Guðmundur, að
þessum mikla annatíma væri að
ljúka og viðskiptavinir fyrirtækis-
ins þyrftu vonandi ekki að óttast
tafir næstu mánuði.
Coaster Emmy hættir flutning-
um fyrir Ríkisskip í mánuðinum,
en um miðjan júní fær Ríkisskip
nýtt skip í strandferðirnar. Það er
norska skipið Vela, sem er mun
afkastameira í lestun og losun og
hefur meiri flutningsgetu en
Coaster Emmy, að sögn Guð-
mundar. Ríkisskip hefur gert
leigusamning á þessu skipi með
*
Atta kandi-
datar ljúka
guðfræðiprófi
Úr guðfræðideild Háskóla ís-
lands voru sl. föstudag útskrifaðir
8 kandidatar að tölu og þar af
þrjár konur. Þeir heita Hreinn
Hákonarson, Jón Ragnarsson,
Oddur Einarsson, Ólafur Þ. Hall-
grímsson, Rúnar Þór Egilsson,
Dalla Þórðardóttir, Agnes Sigurð-
ardóttir og Hanna María Péturs-
dóttir.
forkaupsrétti og getur ákveðið að
kaupa skipið innan sex mánaða.
Þann 24. júní næstkomandi verða
tilboð opnuð í smíði nýs strand-
ferðaskips, en Ríkisskip hefur hug
á að Iáta smíða þrjú ný skip á
næstu árum.
FISKVERÐ. sem taka átti gildi i
gær, 1. júní, hefur enn ekki verið
ákveðið. Yfirnefnd Verðlagsráðs
sjávarútvegsins sat á fundum
siðdegis á sunnudag og i gær-
morgun, en ýmislegt mun enn
vera óljóst í samhandi við verð-
ákvörðun. Nýr fundur hefur ekki
verið boðaður i yfirnefndinni. en
búist er við fundi á morgun eða
fimmtudag.
Sjómenn héldu um helgina
fundi þar sem kjaramálin voru
rædd og í ályktunum funda þeirra
segir m.a., að gripið verði til
aðgerða fái sjómenn ekki sam-
bærilegar hækkanir á launum
sínum og verkafólk í landi, þ.e.
8,1% hækkun fiskverðs. Útgerð-
armenn krefjast sömuleiðis 8,1%
hækkunar á fiskverði, en fisk-
SUMARSTARF Æskulýðsráðs
Reykjavíkur hófst um helgina
með því að sjósettir voru bátar
siglingaklúbbsins i Nauthólsvik.
Hafin eru byrjendanámskeið i
siglingum fyrir börn á aldrinum
8—12 ára þar sem kennd er
meðferð og sigling seglbáta. við-
brögð við óhöppum á sjó og
einfaldar siglingarcglur. í sumar
verða einnig námskeið fyrir börn
á aldrinum 11 — 14 ára. Námskeið
i báðum aldursflokkum taka 2
vikur og hægt er að fá leigða
roðrar- og seglbáta til siglingar
um Fossvog.
Reiðskóli verður rekinn í Salt-
vík á vegum Fáks og Æskulýðs-
vinnslan telur sig ekki getað borið
þá hækkun.
Gögn frá Þjóðhagsstofnun
liggja fyrir um afkomu vinnslunn-
ar miðað við 1. júní og hafí
verðhækkanir á frystum fiski í
Bandaríkjunum, 3,85% gengisfell-
ing, hækkun á tilkostnaði og
almenn launahækkun um mán-
aðamótin verið teknar inn í út-
reikninginn. Frystingin stendur
til muna verr heldur en söltun og
herzla samkvæmt þessum gögn-
um. Sú verðhækkun, sem varð á
ráðs Reykjavíkur. I Bústöðum og
Fellahelli og Þróttheimum verða
leikja- og starfsnámskeið fyrir
börn á aldrinum 6—12 ára. Þátt-
tökugjald í námskeiðunum er
120—160 krónur og er kostnaður
vegna skoðunar- og kynnisferða
innifalinn í þátttökugjaldinu.
Á kvöldin verður ýmisskonar
starfsemi í félagsmiðstöðvunum
fyrir unglinga 13 ára og eldri. Um
er að ræða klúbbastarfsemi,
diskótek, opið hús, leiktæki og
fleira.
Farnar verða kynnisferðir í
sveitina og dvalið í þrjá daga á
sveitaheimilum í Hrunamanna-
hreppi. Dvölin er ókeypis en þátt-
Bandaríkjamarkaði á dögunum,
eykur tekjur frystihúsa aðeins um
1%. Hækkunin þýddi um 5%
hækkun á öllum freðfiski, en 4%
fara til að jafna greiðslur úr
Verðjöfnunarsjóði. Samkvæmt
upplýsingum Mbl. munu stjórn-
völd nú ræða um svipað fyrir-
komulag á greiðslum úr Verðjöfn-
unarsjóði og ákveðið var síðastlið-
inn vetur er viðmiðunarverð voru
ákveðin 5% hærri en markaðs-
verð.
Staða útgerðar er sömuleiðis
misjöfn eftir því hvort um báta
eða togara er að ræða og er
rekstur togaranna mun erfiðari
samkvæmt fyrrnefndum gögnum.
takendur skuldbinda sig til að
veita jafnöldrum úrsveitinni sam-
skonar fyrirgreiðslu í Reykjavík.
íþrótta- og leiknámskeið verða í
sumar á vegum Iþróttaráðs,
Æskulýðsráðs, Leikvallanefndar
og Íþróttabandalags Reykjavíkur
fyrir börn á aldrinum 6—12 ára.
Námskeiðunum lýkur með
íþróttamóti í Laugardal. Bæklingi
um sumarstarf á vegum Æsku-
lýðsráðs var dreift til allra nem-
enda á grunnskólaaldri í borginni
í vor.
Ómar Valdi-
marsson kjör-
inn form. BI
Á AÐALFUNDI Blaðamannafé-
lags íslands, sem haldinn var sl.
laugardag, var Ómar Valdi-
marsson fréttastjóri Dagblaðsins
kosinn formaður félagsins með
29 atkvæðum, en einnig voru í
framboði Jóhanna Kristjónsdótt-
ir blaðamaður á Morgunblaðinu
sem hlaut 23 atkvæði og Elias
Snæland Jónsson ritstjóri Tím-
ans, en hann hlaut 22 atkvæði.
Kári Jónasson fréttamaður, sem
verið hefur formaður sl. 3 ár, gaf
ekki kost á sér, en hann hefur
setið í stjórn B.í. í yfir 10 ár
samanlagt. Þá voru kjörin í stjórn
félagsins þau Fríða Björnsdóttir
Tímanum, Sæmundur Guðvinsson
Vísi, Gunnar Elísson Þjóðviljan-
um, Jón Ásgeir Sigurðsson Vik-
unni og Jóhannes Tómasson Morg-
unblaðinu. Fyrir í stjórn voru
Helgi Már Arthúrsson Alþýðu-
blaðinu og Einar Örn Stefánsson
útvarpinu. í varastjórn voru
kjörnir Þorgrímur Gestsson
Helgarpóstinum og Róbert Ág-
ústsson Tímanum, og fyrir í vara-
stjórn var Jónas Haraldsson
Dagblaðinu.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa var rætt nokkuð um orlofs-
heimilamál og samþykkt tillaga
um að félagið hæfist handa um
ieigu lands fyrir orlofshús, sem
komið væri í gagnið á næsta
sumri, en þessi mál hafa verið til
athugunar hjá félaginu að undan-
förnu.
spurt og svarad
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
Hafliði Jónsson garöyrkjustjóri svarar
spurningum lesenda um garðyrkjumál
GARDYRKJA hefur longum verið stunduð hérlendis, en margs er
að gæta við ræktun matjurta. trjáa, runna og blóma og ýmsar
spurningar skjóta eflaust upp kollinum.
Morgunblaðið mun því
næstu vikurnar leitast við að
veita lesendum sínum þá þjón-
ustu að koma spurningum þeirra
um garðyrkju á framfæri við
Hafliða Jónsson garðyrkjustjóra
sem mun svara þeim.
Lesendur geta hringt til rit-
stjórnar Morgunblaðsins milli
klukkan 11 og 12 árdegis í síma
10100 mánudaga til föstudaga og
verða svörin við spurningum
þeirra þá birt fljótlega.
Samstarfsráðherrar funda
Samstarfsráðherrar Norðurlanda halda fund í Reykjavík í
gær og í dag og er meðfylgjandi mynd tekin við upphaf
fundarins í gær. Á myndinni eru frá vinstri: Rolf Hansen,
umhverfisráðherra Noregs, Lise Östergaard, menntamálaráð-
herra Danmerkur, Orkko Työláárvi, f jármálaráðherra Finnl-
ands, Karin Söder, félagsmálaráðherra Svíþjóðar, og Friðjón
Þórðarson, dómsmálaráðherra.
Fiskverö hefur enn ekki verið ákveðið:
Staða frystingar verri
en söltunar og herzlu
Rekstur togara erfiðari en báta sam-
kvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar