Morgunblaðið - 02.06.1981, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1981
5
A forö kl. 17.10
Góðlátlegar ábend-
ingar til vegfarenda
Á danskrá hljóðvarps kl. 17.40
hefst nýr þáttur, Á ferð. Umsjón-
armaðurinn, óli H. bórðarson,
spjallar við vetffarendur.
— Þetta verða örstuttir sumar-
þættir, sagði Óli, — þar sem ég
mun hverju sinni koma einhverju
því á framfæri, sem mér er
hugstætt í það og það skiptið og á
erindi til allra í umferðinni. Þetta
verða góðlátlegar ábendingar en
ekki fræðsluþættir. Því er ekki að
leyna, að það er æðimargt sem
mér liggur á hjarta í umferðar-
málefnum, t.d. afgreiðsla bílbelta-
frumvarpsins á Alþingi, sem ég er
nú ekkert hress yfir, hjólreiðafólk,
sem nú fjölgar ört, o.fl. o.fl.
„Áður fyrr á árunum'* kl. 11.00
„Þjórsárdalur,
ríki hinna dauðu“
- eftir Jóhann Briem
Á dagskrá hljóðvarps kl. 11.00
er þátturinn „Áður fyrr á árun-
um“ í umsjón Ágústu Björnsdótt-
ur og ber hann að þessu sinni
yfirskriftina „Þjórsárdajur, riki
hinna dauðu“. Guðrún Ámunda-
dóttir les ritgerð eftir Jóhann
Briem.
— Ritgerð þá sem Guðrún
Ámundadóttir les í þættinum
samdi Jóhann Briem listmálari
fyrir nær fjórum áratugum, sagði
Ágústa, — löngu áður en fram-
kvæmdir við Búrfellsvirkjun hóf-
ust og Þjórsárdalur byggðist að
nýju. Höfundur rekur nokkur at-
riði úr sögu hins forna Þjórsár-
dals, en þar hafa fundist leifar um
tuttugu býla, sem talið er að farið
hafi í eyði í Heklugosi árið 1341,
þ.á m. kirkjustaðurinn Skeljastað-
ir. I þættinum les Guðrún einnig
kvæðið „Hauskúpan", eftir systur
Jóhanns, Ólöfu Ólafsdóttur Briem,
sem var skáldmælt vel og gáfuð,
en lést langt um aldur fram.
Guðrún Ámundadóttir
Félag íslenzkra tónlistarmanna:
Mótmælir ráðningu
erlendra einleikara
í utanferð SÍ
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi frá Félagi íslenzkra
tónlistarmanna:
„Aðalfundur FÍT (Félag ís-
lenskra tónlistarmanna) sem
haldinn var 6. maí 1981 samþykkti
eftirfarandi með öllum greiddum
atkvæðum: „Fundurinn mótmælir
harðlega þeirri ákvörðun fram-
kvæmdastjóra Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands að ráða erlendan
einleikara í stað íslensks í fyrstu
tónleikaferð hljómsveitarinar til
meginlands Evrópu. Slík ráðstöf-
un hlýtur að kalla á það mat
útlendinga að hæfir íslenskir ein-
leikarar fyrirfinnist ekki. FÍT
lítur á þetta sem móðgun við
íslenska tónlistarmenn. Sinfóníu-
hljómsveit íslands var stofnuð til
þess að lyfta íslenskri tónlistar-
menningu á hærra stig og þá ekki
síst til að gefa íslenskum einleik-
urum og söngvurum tækifæri til
þess að koma fram með hljóm-
sveitinni. Það sýnir ekki mikið
stolt fyrir íslands hönd að ráða
erlendan pianóleikara sem ein-
leikara með hljómsveitinni í
nefnda tónleikaferð, þegar nóg er
til af íslenskum einleikurum sem
með sóma hefðu getað farið þessa
ferð. Þessari samþykkt er ekki
beint gegn hinum erienda píanó-
leikara, sem vafalaust er ágætur
listamaður. En furðulegt verður
að telja að framkvæmdastjóri
hljómsveitarinnar skuli ekki fyrst
og fremst hafa leitað til íslenskra
einleikara þegar tónleikaferð
þessi var undirbúin. Óþarfi er að
taka fram að fundurinn gleðst yfir
persónulegu boði til Manuelu
Wiesler og Páls P. Pálssonar að
vera leiðtogi og einleikari hljóm-
sveitarinnar á ferð hennar um
Austurríki."
Þurfa tveggja
ára siglingatíma
ÞAÐ SKAL tekið fram vegna
fréttar i Mbl. sl. sunnudag, að
ekki er nægilegt að taka hóklega
hlutann af stýrimannaprófi til
þess að fá réttindi. Áður en menn
fá réttindi til að stjórna 120
tonna báti, sbr. fréttina, þurfa
þeir að skila tveggja ára
siglingatíma.
Leiðrétting
SÍÐASTLIÐINN laugardag féll
niður lína í frétt Mbl. um skólaslit
M.R. og brenglaði þar af leiðandi
fréttina. Skal hluti hennar því
endurtekinn hér: „Að þessu sinni
útskrifuðust 148 stúdentar. Best-
um árangri náði Haraldur Sig-
þórsson úr eðlisfræðideild, með 1.
ágætiseinkunn, 9,32, og næsthæst-
ur varð Anton Pjetur Þorsteins-
son úr náttúrufræðideild með 1.
ágætiseinkunn, 9,15." Morgun-
blaðið biðst velvirðingar á þessum
mistökum.
Kennarafélag Reykjaness:
Kennarar telja að ekki
sé staðið við samninga
f auglýsingu frá stjórn Kenn-
arafélags Reykjaness sem birtist
hér í blaðinu í síðustu viku. segir
að Fjármálaráðuneytið og
Fræðsluskrifstofa Reykjaness
hafi ítrekað reynt að skerða
áunnin kjararéttindi kennara i
fra'ðsluumdæminu. Mbl. hafði
samband við Ernu Guðmunds-
dóttur formann Kennarafélags
Reykjaness og sagði hún að
ágreiningurinn á milli Kennara-
félagsins og Fræðsluskrifstof-
unnar snérist einkum um þrjú
atriði.
„I fyrsta lagi hefur komið upp
að kennarar, er hafa fengið
kennsluafslátt vegna aldurs, hafa
verið látnir vinna önnur störf sem
nemur kennsluafslættinum — en
það eru gömul ákvæði til þess
efnis að þegar kennari hefur náð
55 ára aldri minnki kennsluskyld-
an um einn sjötta og aftur um
einn sjötta við 60 ára aldur," sagði
Erna. „í samningnum stendur
einnig að vinnutilhögun skuli
haldast óbreytt að öðru leyti. Við
vitum hins vegar til þess að
kennarar hafa þurft að annast
stjórnunarstörf sem styttingu
kennsluskyldunnar nemur og telj-
um það augljóst brot á samningn-
um.
„í öðru lagi teljum við vinnu-
skýrslu sem kennarar gera á
haustin í samráði við skólastjóra
vera samning fyrir skólaárið og
þurfi þriggja mánaða uppsagnar-
frest, ef henni á að breyta. Á
síðasta ári var vinnutilhögun
breytt og einnig stundaskrám hjá
kennurum án þess að þriggja
mánaða uppsagnarfrestur kæmi
til. Þetta teljum við einnig brot á
samningi.
í þriðja lagi hefur ekki verið
staðið við 20 prósent afslátt á
kennsluskyldu við sérdeild í skóla
hér í fræðsluumdæminu. Við vit-
um um að minnsta kosti eitt
Tungulax og Mowi:
í FRÉTT Mbl. sl. sunnudag um
nýtt fyrirtæki Tungulax hf. og
norska fyrirtækisins Mowi
gætti misskilnings. sem gerði
fréttina villandi. og fer hér á
eftir leiðrétting: Eins og kunn-
ugt er hafa staðið yfir í á annað
ár tilraunir fyrirtækjanna A/S
Mowi í Bergen og Tungulax hf.
um fiskirækt. sérstaklega sjó-
eldi. Voru í fyrrasumar gerðar
tilraunir með að setja laxaseiði
i sjó í Lónum i Kelduhverfi.
Nú eru 8.000 laxar í flotkví í
Lónum og eru þeir orðnir um 1 kg
að meðalþyngd og þeir stærstu
allt að 5 pund. Þessar tilraunir
hafa tekist það vel, að nú verða
settir að minnsta kosti 50 þúsund
sjógöngulaxar í 6 stórar kvíar í
Lónum. 30 þúsund fiskar verða
aldir upp í sláturstærð á 1 Vi til 2
árum, en 20 þúsund verður sleppt
tilfelli og þau gætu vel verið fleiri.
Á fundi sem stjórnin hélt á
mánudag voru þessi mál rædd
ásamt nokkrum fleirum. Við höf-
um ekki ákveðið neinar aðgerðir
ennþá og vonumst til þess að þe'ssi
mál leysist án þess að til þeirra
þurfi að koma,“ sagði Erna að
lokum.
um miðjan júlí og er þar um að
ræðar- hafbeitartilraun. Vonast er
til endurheimtu á 1 til 2 árum.
Fyrirtækin hafa nú stofnað nýtt
hlutafélag um þennan rekstur og
fiskeldisstöð Tungulax hf. að
Öxnalæk í Ölfusi. Heitir fyrirtæk-
ið ISNO hf. og var gengið frá
samningunum nýlega. Tungulax
hf. á 55% og Mowi 45%.
Drengur
lærbrotnar
Um hálftvöleytið varð fimm
ára drengur á reiðhjóli fyrir
bifreið í Engjaseli í Reykjavik.
Drengurinn var fluttur á slysa-
deild Borgarspitalans og kom i
ljós að hann var lærbrotinn.
Samstarf um sjóeldi
en ekki útf lutning
Hringdu strax í dag og fáðu nánari upplýs-
ingar um heimsþekktu lyftingatækin frá
Póstverzlunin Heimaval.
Box 39, 202 Kópavogi, sími
44440
Vinylvarin lyftingasett
til heimanota
Hávaða-
laus
í notkun,
ryðga
ekki,
skemma
ekki gólf.
6 veggspjöld og æfingakerfi fylgir hverju setti.
Pressu og æfinga-
bekkir ný komnir.
Einnig úrval af
handlóöum.