Morgunblaðið - 02.06.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1981 1 1
spurt og svarad
„í gróðrarstöðvum
hér á höfuðborgar-
svæðinu er víða fá-
anlegt talsvert úrval
lágvaxinna fjölærra
blómjurta, þótt
oftast sé bæði tíma-
frekt og fyrirhafn-
armikið að annast
ræktun þeirra og
umhirðu, svo að arð-
samt sé að rækta
þær og selja."
sinni og fyllir allt umhverfi sitt
með hunangsangan síðsumars og
það er lítil hætta á að hún felli
fræ sé eftirlit haft með henni.
Vakandi auga ber okkur að hafa
með öllum gróðri sem í návist
okkar vex.
Jarðarber þurfa frjósaman
jarðveg og vaxtarstað þar sem
bæði nýtur vel sólar og skjóls.
Bestur árangur næst með ræktun
í skjólreit þar sem auðvelt er að
verja plönturnar fyrir umhleyp-
ingum og þægilegt er að skýla
þeim yfir veturinn með hálmi og
laufblöðum.
Geymsla græðlinga
Helgi Einarsson. Hvannalundi
15, Garðabæ, hringdi og spurði
hvernig mætti geyma græðlinga
þangað til þeir væru settir niður,
hvort það væri breytilegt eftir
tegundum og hvernig maður
geymir þá. Hann sagðist hafa haft
gljávíði sem hann klippti og gekk
illa að fá til að lifa.
SVAR:
Best er að geyma það eins lengi
og hægt er, að klippa græðiinga,
helst það langt fram á vorið að
jörð sé orðin þíð og að hægt sé að
stinga þeim strax í mold. Ýmsar
aðferðir hafa verið reyndar við
geymslu að vetrinum, en gefist
misjafnlega. Einna best hefur
gefist að stinga þeim í vikursand
og þarf sandurinn þá að hylja
græðlingana, þannig að þeir nái
ekki að innþorna og fyrirbyggja
verður of mikinn raka því þá er
hætta á rotnun.
Gljávíðigræðlinga þarf helst að
taka síðla vors og stinga beint í
beð. Löng geymsla gefst illa.
Gljávíðir laufgast mun síðar, en
aðrar víðitegundir og þar af leið-
andi mikil hætta á að græðlingar
sem lengi eru geymdir, þorni ,um
of hversu vel sem um þá er búið í
geymslu.
Til skjóls
við matjurtagarð
Björn Jóhannsson. Króka-
hrauni 2, Hafnarfirði, hringdi og
spurði hvaða trjátegund eða runni
hentaði til skjóls við matjurtagarð
og þá tegund þar sem rætur leita
ekki of mikið inn í garðinn.
SVAR:
Eðlilegast er að rækta
ribsberjaunna til skjóls við
matjurtagarða, en einnig kemur
Lesendaþjonusta
til greina að rækta stikilsberjar-
unna, en þeir eru nú víða komnir í
ræktun, þar sem hingað hefur
borist harðgert afbrigði sem hefur
þrifist með ágætum. Bera þau
safarík ber en uppskeran er
sjaldnast mikil.
Frekar auðvelt er að fjölga ribs-
og stikilsberjarunnum með græðl-
ingum.
Ræktun lúpínu
Vigdis Sigurðardóttir. Holts-
búð 50, Garðabæ, hringdi og
sagðist hafa sáð lúpínum í fyrra
sem komu ágætlega til, en dóu svo
allar sl. vetur. Hver er galdurinn
við að halda þeim lifandi yfir
veturinn?
SVAR:
Nauðsynlegt er að setja vetr-
arskjól yfir lúpínur, þar sem þær
MORGUNBLAÐSINS
þola (allar viðkvæmari tegundir
t.d. Rössel-lúpínur) illa langvar-
andi frost, einkum ef þær standa
ekki í upphækkuðum beðum. Vetr-
arumhleypingana þola þær afar
illa. Þar sem vatn getur safnast
fyrir við rætur þeirra að vetrinum
eru þær oftast dæmdar úr leik.
Þetta eru mikilvægustu atriðin við
ræktun á hinum fínni lúpínum
þ.e.a.s. þeim sem hafa verið kyn-
bættar og ræktaðar í mörgum
litbrigðum. Þær tegundir sem
blómstra bláu t.d. alaskalúpínur
eru miklu harðgerari og bjarga
sér í öllum veðrum og hvar sem er
jafnvel á berangri. Aftur á móti
eru hinar vandræktuðu lúpínur
sjaldnast seldar frá gróðrarstöðv-
um fyrr en á öðru eða þriðja ári,
talið frá sáningu. Helst ættu þær
ekki að bera blómstöng fyrr en á
þriðja ári og fyrr hafa þær tæpast
náð nægilega sterku rótarkerfi til
að flytjast út á framtíðarvaxtar-
stað.
Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri svarar spurningum lesenda um garðyrkjumál
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
og litli Jón, eina lagið sem
ekki var smekklega flutt.
Lagið er einsöngslag og auk
þess sem lagið fær á sig aðra
mynd í kórgerð var það ekki
vel mótað.
Gamla lagið við Sprengi-
sand, í skemmtilegri útsetn-
ingu eftir Hall, er ranglega
talið ísl. þjóðlag. Það er
finnskt, en Bjarni Þor-
steinsson telur það vera ís-
lenskt. Einsöngvarar með
kórnum voru Halla Jónas-
dóttir, Einar Gunnarsson og
Snorri Þórðarson og undir-
leikari Ólafur Vignir Al-
bertsson.
500 milljón
dollara
taprekstur
FIMM stærstu bandarísku
flugfélögin sem fljúga á
Norður-Atlantshafinu töp-
uðu 152 milljónum dollara á
sl. ári á því flugi, segir í
fréttabréfi Flugleiða þar sem
vitnað er í nýjar skýrslur frá
IATA.
Alls er talið að tapið á
Norður-Atlantshafsfluginu
árið 1980 hafi verið 500
milljónir dollara. Þá er bent
á að á árunum 1977—1980
hafi taprekstur flugfélag-
anna á Atlantshafinu numið
1,5 milljarði dollara.
Ástæðurnar sem talið er
að vegi þyngst eru ný flug-
málastefna Bandaríkjanna
sem orsakaði feikilega sam-
keppni og rekstur nýrra flug-
félaga á þessum leiðum auk
mikilla eldsneytishækkana.
31. maí
til
5. júní
Nú bjóöum við ykkur aö líta
við í vesiuninni þessa viku
og kynnast nýjustu tækni í
sambandi við matreiðslu í
örbylgjuofnum. Einnig verð-
ur boðið upp á pizzur og
Seven-Up, sem ætti að
renna Ijúflega niður.
VIÐ BJODUM YKKUR AÐ HEIMSÆKJA VERSLUN KALMAR-INNRETTINGA H/F I
SKEIFUNNI 8, REYKJAVÍK NÚ UM HELGINA OG NJÓTA ÞESSARA ELDHUSDAGA OKKAR.
Einar Farestveit h/f
kynnir
tfoJuba
Örbylgjuofna hjá okkur í versluninnl í
dag, þriðjud. kl. 16—18. Dröfn Farest-
veit kynnir þá nýja tækni í matreiöslu
meö notkun örbylgjuofna frá TOSHIBA
Halti
haninn
gefur okkur aö
smakka á pizzum
alla vikuna og
Seven-Up frá
Sanitas hjálpar
okkur svo aö renna
þessu niöur.
c ískalt
Seven up.
:
-Pf
hressir betur.
KYNNING Á ÖRBYLGJUOFNUM ÞRIÐJUDAG KL. 16—18.
H
kajmar
innréttingar hf.
SKglFAW >, æVKJAVIW ■
n
EINAR FARESTVEIT «. CO HF
• IRGSTADASTRATI I0A SIMI UtfS
Halti
nin
Sanitas