Morgunblaðið - 02.06.1981, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1981
Knattspyrnu-
félagið Týr
óskar efftir tillögum að þjóðhátíðarlagi og
texta ffyrir Þjóðhátíð Vestmannaeyja, sem
haldin verður dagana 31. júlí, 1. og 2. ágúst
n.k.
Tillögum sé skilaö á kassettu og undir dul-
nefni, en rétta nafnið skal fylgja í lokuöu
umslagi. Tillögurnar skulu sendast til Birgis
Guöjónssonar, Heiöarvegi 52, Vestmannaeyj-
um. Skilafrestur er til 20. júní n.k.
Þjóðhátíðarnefnd Týs
LÆRIÐ ENSKU
í ENGLANDI
Hinn vinsæli málaskóli The Globe Study Centre For
English í Exeter, suövestur Englandi, efnir í sumar til
tveggja námskeiða í ensku fyrir ungmenni 14—21
árs.
Brottfarardagar eru 4. júlí og 1. ágúst. Lágmarksdvöl
er 3 vikur en hægt er aö framlengja upp í 8 vikur.
Fullt fæði og húsnæði hjá völdum enskum
fjölskyldum, aðeins einn íslendingur hjá hverri
fjölskyldu.
14 klst. kennsluvika hjá góðum og reyndum
kennurum.
Dagsferir og margskonar íþróttir á dagskrá 5 daga
vikunnar.
ísl. fararstjóri fylgir nemendum frá Keflavík til Exeter
og dvelur þar til leiöbeiningar.
Allar upplýsingar veitir Böövar Friöriksson í síma
78238 á kvöldin og í síma 41630 á skrifstofutíma.
COMBI CAMP
TJALDVAGN
• Mest seldi tjaldvagnínn á íslandi.
• Adeíns 15 sek. aö tjalda.
• Sterkur og öruggur undirvagn.
• Þéttur og hlýr tjaldvagn.
• Geymslurými fyrir allan viölegubúnaö
5—8 manna fjölskyldu.
• Hagstætt verö og greiösluskilmálar.
Benco,
Bolholti 4, sími 21945.
Um sölu
laxaseiða
eftir dr. Siguirö Helga-
son fisksjúkdóma-
fræðing, Keldum
Laxeldismál hafa talsvert verið
til umræðu að undanförnu. Er það
mjög að vonum, þar sem um
nýlega búgrein er að ræða, sem
mikils má af vænta, ef vel tekst
til. Þó þykir mér sem ýmsir hafi
rætt þetta í fjölmiðlum af óþarf-
lega miklum þjósti, hvað sem
veldur. Að slíkum skrifum hefur
oft verið staðið af lítilli fyrir-
hyggju, og með þeim hefur laxeld-
ismálum verið lítill greiði gerður.
Æskilegt væri, að menn gættu
hófs og sanngirni, ef ekki á að
spilla hagsmunum íslenskra lax-
eldismanna, torvelda þeim afurða-
sölu og rýra lánstraust þeirra á
röngum forsendum.
Ekki vil ég taka þátt í neinu
götuþvargi um þessi mál; mun þó
ekki skorast undan að svara
spurningum, sem að mér er beint,
ef ég tel skaðlegt að láta þeim
ósvarað.
í Morgunblaðinu 19. þ.m. ræðir
Jakob V. Hafstein lögfræðingur
um hugsanlegar ástæður fyrir
sölutregðu á íslenskum laxaseið-
um til Noregs, en beinir siðan til
nokkurra manna, þar á meðal
mín, eftirfarandi spurningum:
1. Hvar eru sýktu laxaseiðin á
íslandi og hvar eru þau boðin
til sölu í íslenzkum klak- og
eldisstöðvum?
2. Um hvaða sjúkdóma er að
ræða, ef einhverjir eru, og hafa
Fréttir frá Dalvík
verið gerðar lækningaráðstaf-
anir?
3. Hvað hafa hin íslenzku veiði-
og fiskræktaryfirvöld gert gegn
umræddum sjúkdómsáburði
Norðmanna og áróðri þeirra í
þeim efnum bæði á Norðurlönd-
um og Bretlandseyjum?
4. Og svo loks. Er það með
samþykki og leyfi íslenzkra
veiði ogfiskiræktaryfirvalda.að
Norðmenn fá samninga við
íslendinga um laxeldi í landi
okkar — þar sem úir og grúir af
sjúkdómum í laxi að þeirra
eigin sögn — Norðmanna?
Þó að mér þyki Jakob V. Haf-
stein flytja mál sitt af helst tii
miklum gusti og þarflausum
myndugleik, mun ég svara fyrir
mitt leyti:
1.-2. Því er fljótsvarað, að engin
íslensk eldisstöð liggur nú und-
ir grun öðrum fremur.
3. Mér er ekki kunnugt um neinar
ráðstafanir íslenskra yfirvalda
til að hefta lausafleipur, sem
ekki verður rakið til neins
ábyrgs aðila.
4. Þessi spurning er utan við mitt
svið. Raunar veit ég ekki til, að
Norðmenn þessir hefðu þurft
neitt leyfi til slíkrar samvinnu.
Hitt er svo annað mál, að mér
persónulega blöskrar, að út-
lendingar fái aðstöðu til að
nýta íslenskar auðlindir, meðan
íslendingar sjálfir fá til þess
harla nauma fyrirgreiðslu.
Að öðru leyti er rétt að leiðrétta
nokkurn misskilning í grein Jak-
obs V. Hafsteins.
Dr Sigurður Helgason.
Hér tekur dr. Sigurður
Ilelgason til umfjollunar
grein Jakobs V. Hafstein, sem
birtist í Morgunblaðinu 18.
maí og svarar nokkrum
spurningum, sem að honum
var beint m.a. um sýkt laxa-
seiði, lækningaráðstafanir,
samninga Norðmanna um
laxeldi hér á iandi, innfiutn-
ing laxaseiða til Noregs o.fl.
Um seiðainnflutning til Noregs
er það að segja, að frjáls innflutn-
ingur var takmarkaður með lögum
þar í landi árið 1968, til þess að
draga úr þeirri áhættu, að smit
bærist til landsins með innfluttum
laxfiski, svo sem þar hafði raun á
orðið. Nýlega var svo seiðainn-
flutningur stöðvaður með öllu,
ekki aðeins frá íslandi, heldur
hvaðanæva. Ástæðan var sú, að
norskir seiðaframleiðendur töldu
sig geta fullnægt þörfinni. En það
brást, þegar til kom, og eru nú
horfur á, að losað verði að ein-
hverju leyti um þessi höft.
Á hinn bóginn er óvíst hvort
leyfður verði innflutningur frá
tveim íslenskum eldisstöðvum
vegna þess að í norskri stöð kom
upp sýking (afbrigði af kýlaveiki) í
seiðum þaðan. Okleift reyndist að
Umsókn um refabú hafnað
Dalvík. 22. maí.
EINN AF harðari og erfiðari
vetrum er nú að baki. Vorið kom
seint og var í kaldara lagi. Segja
má að sumrið sé nú í augsýn hvað
veðráttu sncrtir þó hún sé ekki i
takt við tímatalið þar sem enn
má sjá snjúskafla milli húsa í
bænum og mikil fannalög til
fjalla. Þar sem nú er réttur
mánuður i sólstöður má vel viðra
næstu daga svo gróður nái eðli-
iegum vexti. Jörð kemur svo til
ókalin undan og má sjálfsagt
þakka það hve vetur settist
snemma að en i iok sept. sl. má
segja að hann hafi gengið i garð
með fannfergi.
Þrátt fyrir allt hófust gatna-
framkvæmdir hér í fyrra lagi en í
lok apríl var hifist handa við
jarðvegsskipti í götum. í sumar
eru fyrirhuguð jarðvegsskipti í
Hólavegi, Sognstúni og Goðabraut
og áætlað að leggja bundið slitlag
á Smáraveg, Goðabraut og Ránar-
braut.
Um miðjan janúar hófust
þorskveiðar í net. 9 bátar stund-
uðu veiðar héðan þegar flest var.
Afli var misjafn en að landi barst
2141 lest og var aflahæsti bátur-
inn M.s. Brimnes EA14 með 458,32
lestir.
Dalvíkingar hafa verið heldur
óheppnir með togskip Útgerðarfé-
lagsins vegna vélarbilana sem
svarar því til að einungis annar
togaranna hefur verið í gangi frá
áramótum. Dalborg, rækjutogari
Söltunarfélagsins, hefur einungis
stundað þorskveiðar frá áramót-
um. Afli togaranna frá áramótum
er sem hér segir; Björgúlfur 1471,6
lestir, Björgvin 318,4 lestir og
Dalborg 619 lestir. Þrátt fyrir
þessa stöðvun togaranna hefur
atvinnuástand verið ágætt á Dal-
vík. Nú eftir þorskveiðibannið
hefur einn bátur byrjað úthafs-
rækjuveiðar og er þegar kominn
úr sinni fyrstu veiðiför með 3 tonn
af rækju sem flutt var til Kr.
Jónssonar á Akureyri.
Grásleppuveiði hefur verið með
eindæmum góð og að sögn grá-
sleppukarla er þetta einhver besta
vertíð sem komið hefur um ára-
raðir.
Á síðastliðnu ári hófust byrjun-
arframkvæmdir á verulegum
endurbótum á Dalvíkurhöfn
ásamt því að lokið var við smá-
bátabryggju. Nú þegar er hafist
handa við framkvæmdir þessa árs
við höfnina og er áætlað að reka
niður 60 m langt stálbil með kanti,
pollum og dekkjum við svo kallað-
an Norðurgarð. Með tilkomu þessa
kants skapast nú og betri aðstaða
til löndunar fyrir togarana.
Nú um skeið hefur legið fyrir
hjá bæjarstjórn Dalvíkur umsókn
um land undir refabú. Það er
hlutafélagið Dalalæða hf. sem
sótti um að fá að setja upp bú í
landi Dalvíkurkaupstaðar en fé-
lagið hefur fengið tilskilin leyfi til
loðdýraræktar. Á fundi bæjar-
stjórnar 21. þ.m. var ummsókn
þessi tekin til afgreiðslu og var
henni hafnað með 4 atvæðum gegn
3.
Á Dalvík er starfrækt eitthvert
stærsta minnkabú landsins og
hefur það nú fengið leyfi til
refaræktar.
En þrátt fyrir kalt vor og
kuldalega sumarkomu er það von
Dalvíkinga að brátt bregði til
betri tíðar með blóm í haga.
Fréttarltarar.
I