Morgunblaðið - 02.06.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1981
15
Nýstúdentar frá Fjolbrautaskóla Suðurnesja.
88 luku námi við Fjölbrauta-
skólann á Suðurnesjum
23. maí síðastliðinn lauk
vorönn 1981 í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja. Þá braut-
skráðust 4fi nemendur:
tveir nemar af tveggja ára
verslunar- ok skrifstofu-
braut. 4 atvinnufluRmenn,
15 iðnnemar og 25 stúdent-
ar. Á haustönn brautskráð-
ust 42 nemar. Alls luku því
88 námi frá skólanum vet-
urinn 1980—1981 — þar af
43 stúdentar og 22 iðnnem-
ar.
Athöfnin fór fram í
íþróttahúsinu í Keflavík.
Ávörp fluttu Gunnar
Sveinsson, formaður skóla-
nefndar, Ingibergur Þór
Kristinsson, húsasmíða-
nemi, og Elías Georgsson,
nýstúdent. Blásarakvartett
Tónlistarskóla Njarðvíkur
flutti ásamt Atla Ing-
ólfssyni, gítarleikara, verkið
Divertimento eftir Atla Ing-
ólfsson.
Halla Haraldsdóttir færði
skólanum að gjöf vandaða
víðsjá frá Soroptimista-
klúbbi Keflavíkur.
Jón Böðvarsson, skóla-
meistari, flutti yfirlit um
starfsemina á síðustu önn
og afhenti prófskírteini, en
Konráð Ásgrímsson kennari
afhenti verðlaun. Voru þau
mörg að þessu sinni. Verð-
laun fyrir lofsverðan náms-
feril og ágætan árangur
hlutu Atli Ingólfsson, Elías
Georgsson og Elsa Dóra
Gísladóttir. Verðlaun frá
Iðnaðarmannafélagi Suður-
nesja hlaut að þessu sinni
Ólafur Sævar Magnússon,
húsasmíðanemi.
Skólameistari ávarpaði
brautskráða nemendur og
sagði skóla slitið.
Mývatnssveit:
Fjárhagsáætlun
Skútustaðahrepps
1981 var samþykkt
Mývatnssveit. 2f». mai.
Fjárhagsáætlun fyrir
Skútustaðahrepp fyrir 1981
var samþykkt þann 12. maí
sl.
Niðurstöðutölur áætlunar-
innar eru þær, að tekjur nema
3.960.281,00 krónu, en gjöld
3.915.352,00 krónum. Helztu
tekjuliðir eru: Útsvör
l, 550.000,00 krónur, aðstöðu-
gjöld 200.000,00 krónur, eigna-
skattur 215.000,00, jöfnunar-
sjóður 603,200,00 og aðrir
skattar 566.000,00.
Unnið verður að ýmsum
framkvæmdum á vegum
hreppsins á þessu ári. Má þar
m. a. nefna sundlaug við
Krossmúla. Á undanförnum
árum hefur sundlaugarhús
verið í byggingu og er vel á veg
komið. Verið er að móta sund-
laug á Skagaströnd, en hún
verður smíðuð þar. Hún er
gerð úr harðplasti og verður
25 metra löng.
Vonast er til, að laugin verði
tilbúin eigi síðar en um miðjan
júlí. Mikil óvissa hefur ríkt
með vatnsveitu í Reykjahiíð-
arhverfi, svo og með hitaveit-
una. Ljóst er þó, að hreyfing er
komin á þau mál nú, m.a. hafa
farið fram ýmsar mælingar
undanfarna daga og sérfræð-
ingar eru væntanlegir hingað í
júníbyrjun. Því er ekki að -
neita, að ýmsir eru orðnir ansi
langþreyttir á meðferð mála
hitaveitunnar að undanförnu.
— Kristján.
Námskeið
í teikningu
Myndlistarskólinn í Reykjavík
Kengst fyrir námskeiðum í teikn-
in^u ok verða þau haldin i
húsakynnum skólans við Lauga-
vej? 118 í Reykjavík. Ráð>cerð eru
námskeið Iweði fyrir byrjendur
OK lensra komna.
Á námskeiði fyrir byrjendur
verður farið í helstu undirstöðu-
atriði í teikningu og litameðferð
og hefst námskeiðið 1. júní. Kennt
er mánudags- og miðvikudags-
kvöld kl. 20 til 22.15. Tekur
námskeiðið 2 mánuði og verður
endurtekið í ágúst og september ef
næg þátttaka fæst.
Þá verður námskeið fyrir fram-
haldsnemendur í júní til septem-
ber og verður þar aðallega farið í
teikningar með mismunandi efni,
uppstillingu, módel- og hluta-
teikningar. Sigurður Þórir Sig-
urðsson myndlistarmaður er
kennari á námskeiðunum.
HVER BYÐUR HAGKVÆMARI VIÐSKIPTI?
1 Verktakar — - Húsaframleiðendur
I Timbursalar - — Trésmíðaverkstæði
G
E
R
I
Ð
V
E
R
Ð
S
A
M
A
N
B
U
R
Ð
L
E
I
T
I
Ð
T
I
L
B
O
Ð
A
Beinn innflutningur á timbri
og timburefnisvörumfrá okkar erlendu
umboöum hefur sparað kaupendum
stórfé á undanförnum árum.
Til afgreiöslu meö stuttum fyrirvara.
Ýmsar tegundir haröviös — Límtré — Douglas-Fir (Oregon Pine) — Smíöaviöur
(fura) — Útiviöur — Sperruefni — Uppistööur — Tilbúnar spónaplötur —
Plasthúöaöar spónaplötur — Krossviöur, sléttur/rásaöur o.fl. — Spónn: Original spónn
— Lamel spónn. Flestar tegundir og þykktir.
LANAKJOR
Kaupendur greiöa ca. a - .
10—15% viö pöntun. ýgi\. Srsnta"comPa„y
Eftirstöövar 85—90% a&íjía Reykjavíki«i.„d
lánaðar til 3ja mánaöa vaxtalaust.
Iðnval
Byggingaþjónusta
Bolholti 4 — Reykjavík
Símar 83155 — 83354 —
Post Box 5190.
KAUPIÐ HAGKVÆMT - SPARIÐ FJARMUNI