Morgunblaðið - 02.06.1981, Page 17

Morgunblaðið - 02.06.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1981 17 Lagðist á gólf þot- unnar og hélt lífi Algeirshorg. 1. júní. AP. BJÖRGUNARMENN fundu flak þotu Mohameds Seddick Beny- ahia utanrikisráAherra mörKum klukkustundum eftir að hún hrotlenti í átta kílómetra fjar- lægð frá Bamako i Mali. og reyndist ráðherrann aðeins hafa brákast á fæti, en þrír af þeim er um borð voru sluppu lifandi og þrír létu lífið. Ráðherrann, sem hafði milli- göngu þegar Bandaríkjamenn og Iranir sömdu um framsal gíslanna 52 í Teheran, var á leið til fundar Afríkubandalagsins í Sierra Leone, en þegar þotan kom ekki fram á réttum tíma, var talið að hún hefði farist og að allir um borð hefðu týnt lífi. Fyrstu fregnir af slysinu frá hinni opinberu fréttastofu í Alsír hermdu að allir um borð hefðu farist. Fundi Afr- ikubandalagsins var aflýst vegna slyssins. Þotan var lítil einkaþota af gerðinni Mystere 20. Fregnir herma, að hún hafi hreppt slæmt veður og flugmaðurinn hafi misst allt samband við flugleiðsögutæki á jörðu niðri. Þegar eldsneyti þraut hugðist flugmaðurinn nauð- lenda þotunni í eyðimörkinni, og rakst hún á tré í lendingunni með þeim afleiðingum að hún kastaðist til og frá þar til hún staðnæmdist Bcrn. 1. júní. — AP. TALSMAÐUR svissneska dómsmálaráðuneytisins sagði í dag, að rúmenskur listamaður og starfsmaður óperunnar í Búkar- est, sem þátt hefði tekið í tónlist- arhátíðinni i Lausanne, hefði beðist hælis í Sviss sem pólitiskur flóttamaður. Dagblöðin í Lausanne sögðu í dag, að alls hefðu átta manns úr í kjarri. Areiðanlegar heimildir herma, að það hafi orðið utanríkisráð- herranum til lífs, að hann lagðist á gólfið aftast í flugvélinni rétt áður en hún snerti jörðina. Auk* ráðherrans komust flugmaður þotunnar og fulltrúi Afríkudeildar utanríkisráðuneytisins lífs af. hópi 200 rúmenskra listamanna, sem héldu til Búkarest sl. laugar- dag, ákveðið að verða eftir í Sviss en ekki er vitað um verustað sjö þeirra. Dagblaðið Tribune de Lausanne birti viðtal við einn flóttamannanna, ungan fiðluleik- ara, og kvaðst hann hafa beðið þess í sjö ár að fá tækifæri til að yfirgefa ættland sitt. Rúmenskir listamenn verða eftir í Sviss „Slíkan hirði gefur guð einu sinni á þúsund árum“ Varsjá. 31. maí. AP. 250—300 þúsundi manns söfnuð- ust saman á Sigurtorginu i Varsjá í gær, sunnudag, þegar kvaddur var hinstu kveðju Stef- an Wyszynski. kardináli og yfir- maður kaþólsku kirkjunnar i Póllandi um 33 ára skeið. Ekki hefur verið haldin jafn fjölmenn, trúarleg athöfn í Póllandi síðan Páll páfi flutti messu á þessum sama stað fvrir tveimur árum. Auk kirkjunnar manna víða að úr heiminum voru ýmsir frammá- menn pólska kommúnista- flokksins við útförina og einnig Lech Walesa og aðrir forystu- menn Samstöðu, en Wyszynski kardináli var eins konar andlegur leiðtogi hreyfingarinnar. 2—300 þúsund manns viðstaddir útför Stefan Wysz- ynskis kardinála Útförin stóð í sex klukkustund- ir samfleytt og var sjónvarpað frá allri athöfninni. Hún hófst í gamalli kirkju frá 17. öld og lauk í dómkirkju heilags Jóhannesar í gamla hluta Varsjárborgar en hann var allur í rústum þegar Wyszynski tók við biskupsemb- ætti í Varsjá og Gniezno, elsta biskupsdæmi Póllands, árið 1948. Mannfjöldinn varðaði veginn milli kirknanna tveggja og kast- aði blómum í veg fyrir líkfylgd- ina, en utanríkisráðherra Vatik- ansins, Agostino Casaroli kardin- áli, fór þar fremstur í flokki 40 biskupa og 130 presta. „Slíkan föður, slíkan hirði gefur guð einu sinni á þúsund árum“, sagði á hvítum borða, sem borinn. var fyrir líkfylgdinni, og prest- arnir sungu „Kristur er uppris- inn“, 700 ára gamlan páskasálm. Casaroli kallaði Wyszynski „hetju kirkjunnar á vorum tím- um“ og bað fólk um að minnast tveggja helstu bænarefna hans, kirkjunnar og Póllands. Kardináli Krakáborgar las sérstaka kveðju frá Páli páfa og kom þar fram, að sjálfur hefði páfi viljað koma til Póllands til að veita Wyszynski síðustu þjónustu en guð hefði hins vegar hagað því á annan veg. Kistu Wyszynskis kardinála fylgt til Sigurtorgsins i Varsjá þar sem messa var sungin. Fremstur i flokki er Gasaroli kardináli með bagal. Juan Carlos konungur heilsar að hermannasið á hersýningu á degi heraflans í Barcelona. Juan Carlos hyllt- ur í Barcelona Barcolona. 31. maí. AP. JUAN Carlos Spánarkonungur var í gær. sunnudag. viðstaddur mikla hersýningu i Barcelona og var hún lokaathöfn og hápunkt- ur vikulangra hátiðahalda á veg- um spánska hersins. Þetta var i fyrsta sinn. sem konungur kemur fram opinberlega eftir misheppn- að valdarán hægri sinnaðra for- ingja í spænska þjóðvarðliðinu 23. febrúar sl. Talið er, að fjórðungur milljón- ar manna hafi verið viðstaddur hersýninguna en auk konungs var þar drottning hans, Sofia, og þrjú börn þeirra, Calvo Sotelo forsætis- ráðherra og Jordi Pujol, forsætis- ráðherra ríkisstjórnar Katalóníu, sem er spánskt sjálfsstjórnar- svæði. Við hersýninguna var Juan Carlos klæddur einkennisbúningi yfirhershöfðingja spánska hersins og í rúma tvo tíma tók hann við hyllingu 13 þúsund hermanna úr sjóher, landher og flugher. Mestr- ar hylli fólksins virtust þó þjóð- varðliðarnir njóta og ógrynni blóma var varpað á götuna þegar þeir gengu hjá. Gífurlegar öryggisráðstafanir voru gerðar vegna hersýningar- innar enda ekki vika liðin síðan vopnaðir menn tóku 200 gísla i spænska seðlabankanum í Barcel- ona til fulltingis kröfum sínum um, að þeir yrðu látnir lausir, sem reyndu að ræna völdunum í febrú- ar sl. Sl. þriðjudag fann svo lögreglan göng sem grafin höfðu verið undir götu, sem konimgur átti að aka um á leið sinni til hátíðarhaldanna, og er talið að morðtilræði við konung hafi legið að baki gangagreftinum. Juan Carlos konungur ók til stúku sinnar við hersýninguna i opnum bíl og veifaði til mann- fjöldans, sem hyllti hann og hróp- aði „lengi lifi konungurinn" og „lengi lifi Spánn", bæði á spænska rikismálinu og mállýsku Kata- lóníumanna. Reagan lætur mál sovézkra Gyðinga meir til sín taka New York. 1. júní. — AP. RICIIARD Allen oryggisráðgjafi Ronald Reagans forseta tjáði 150.000 manns er saman voru komin til að mótmæla meðferð á sovézkum gyðingum. að stjórn Reagans mundi endurskoða stefnu sína í málefnum sovézkra gyðinga og láta þau meir til sín taka. „Bandarisk utanríkisstefna mun alltaf taka tillit til mannréttinda- mála,“ sagði Allen. Hann sagði að bandarísk yfirvöld myndu ekki líða Sovétmönnum gyðingakúgun, sem þyrftu að lúta stanzlausum „hryðjuverkum" af hálfu sovézkra yfirvalda. Allen lét þessi ummæli falla á árlegum degi, „Samstöðusunnu- degi“, sem helgaður er málefnum sovézkra gyðinga. Meðal ræðu- manna voru Jane Fonda leikkona, og Iosif Mendelevich, brottfluttur sovézkur andófsmaður. Edward I. Koch borgarstjóri New York-borgar tilkynnti á fundinum, að áætlanir væru um að nefna götu í New York eftir Anatoly Shcharansky, sovézka stærðfræðingnum og andófs- manninum, sem lengi sat í fang- elsi í Sovétríkjunum. Stuttfréttír . . . Geitur í sumarfrí Murrow. Knjílandi. 1. júni. — AP. GEITUR geta nú sótt sumarbúðir í Cambridgehéraði á Englandi. Þær fá þar aðgang að góðu beitilandi og góðan kvöldverð fyrir aðeins eitt pund, eða tæpar 15 ísl. krónur á dag. Barbara Ward látin laidsworth. Knjrlandi. I. juni. — AP. BREZKI hagfræðingurinn Barbara Ward lézt að heimili sínu eftir langa sjúkralegu á sunnudag. Hún var 67 ára að aldri. Ward var aðstoðarrit- stjóri vikutimaritsins Economist og sat í stjórn BBC. Hún varð heims- kunnur hagfræðingur á 6. áratugn- um og var ráðgjafi John F. Kenne- dys og Lyndon B. Johnsons Banda- ríkjaforseta. Ward var öðluð af Bretadrottningu 1976 og kallaði hún sig Barböru Jackson af Lodsworth. Bandarísk herskip í Svartahafi Istanbul. 1. júní. — AP. TVÖ bandarísk herskip úr sjötta flota Bandaríkjamanna, sem halda til í Miðjarðarhafi, héldu inn í Svartahaf siðdegis á mánudag. Þau munu sigla þar um í vikutíma, en kommúnistaþjóðir umkringja hafið á þrjá vegu. Tyrkland liggur að Svartahafi að sunnan. Bandarisk skip hafa farið slikar ferðir tvisvar á ári á síðustu árum, en tyrkneskar heimildir töldu, að rétt væri, að „fáninn yrði sýndur" oftar í framtíð- inni sem mótsvar við útþenslustefnu Sovétríkjanna á svæðinu. Forboðna sinfónían fær góða dóma OnIó. 1. júnl. — AP. Tónlistarfólk og gagnrýnendur í Noregi fóru lofsorðum um 1. sin- fóníu Edward Griegs, sem var flutt á alþjóðamúsíkhátíðinni í Bergen um helgina. Grieg bannaði árið 1867, að verkið yrði framar flutt, en þá hafði það verið leikið opinberlega fimm sinnum. Á síðasta ári flutti Sinfón- íuhljómsveit Moskvuborgar verkið í sovézka útvarpinu, og var þá ákveðið að leika sinfóníuna á ný í Noregi. Norski tónsmiðurinn og stjórn- andinn Egil Monnrlversen sagði: „Grieg var aðeins 20 ára, þegar hann samdi sinfóníuna í c-minor, en hún er mjög faglega gerð. Hún er kær- komin viðbót í fátæklegt safn norskra sinfónía." Áritun Khomeinis slær öll met New York. 1. júnl. AP. Eiginhandaráritun Ayatollah Khomeinis seldist á uppboði í New York á sunnudag fyrir 800 dollara eða um 5700 ísl. krónur. Kaupandi áritunarinnar vildi ekki láta nafn síns getið, en hann á eiginhandar- áritun Iranskeisara í fórum sínum og er að safna áritunum allra bandarísku gíslanna fyrrverandi. Herman Darvick, forseti alþjóða- samtaka eiginhandaráritunarsafn- ara sagði, að þetta væri hæsta verð, sem greitt hefur verið fyrir áritun lifandi manns. Fyrra metið átti áritun Howard Hughes, en hún var seld fyrir átta árum fyrir 550 doMara eða um 3900 ísl. krónur. SJÁ EINNIG ERLENDAR FRÉTTIR Á BLS. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.