Morgunblaðið - 02.06.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JUNI1981
27
Leitarmenn röðuðu sér í f jallshlíðarnar.
Björgunarsveitabílarnir þurftu oft að fara yfir hinar óliklegustu
hindranir. bessar myndir voru teknar frammi í Skagafirði.
LjÓKmyndir Mbl. Arnþór.
Eftir mikið erfiði tvo fyrstu daga leitarinnar var ákveðið að senda
óþreyttan mannskap á staðinn með Fokkervélum frá Flugleiðum.
Tvær vélar flugu til Sauðárkróks með mannskapinn og tóku aðra til
baka.
Ljósmynd Mbl. Arnþór.
Ein af þremur umfangs-
mestu leitum á Islandi
„Leitin af TF-ROM flokkast að
mínu mati meðal þriggja mestu
leita sem verið hafa á íslandi vegna
véla sem hefur verið saknað," sagði
Valdimar Ólafsson yfirflugumferð-
arstjóri í samtali við Mbl. í gær,
„hinar leitirnar voru vegna Flug-
sýnarvélarinnar sem var á leið til
Norðfjarðar í sjúkraflugi og hefur
aldrei fundist, en hin var Geysis-
leitin sem var árið 1950, feikilega
viðamikil leit. Að sögn Arnórs
Hjálmarssonar fyrrverandi yfir-
flugumferðarstjóra var Geysisleitin
umfangsmesta leit sem hefur verið
á norðurhveli jarðar, því auk þess
að leitað hafi verið á öllu landinu
var leitað á hafsvæði sem er fjórum
sinnum stærra en ísland og þátt í
leitinni tóku margar þjóðir, skip og
flugvélar.
Valdimar sagði að í leitinni að
Flugsýnarvélinni þar sem Sverrir
Jónsson flugmaður og Höskuldur
Þorsteinsson flugkennari voru um
borð, hafi tilkynningar borist um
ferðir flugvélar af nánast öllu
landinu, en allt án árangurs. Þá tók
leitin að Geysi marga daga því þoka
lá svo lengi yfir bungunni á jöklin-
um, en Valdimar kvaðst muna vel
þann fögnuð sem varð hjá alþjóð
þegar tilkynnt var að varðskip hefði
heyrt morssendingar frá Geysi.
Valdimar kvað leitina nú geysilega
umfangsmikla, bæði hefði mikill
mannfjöidi tekið þátt í leit á landi
og tugir flugvéla í lofti.
Valdimar sagði það hafa verið
mikil vonbrigði að heyra ekki í
neyðarsendi flugvélarinnar, en í
slíkum tilfellum hefði það flýtt leit
mjög og nefndi hann dæmi um
fjögurra sæta vélina sem hrapaði
við Þingvallavatn í fyrra þar sem sá
einstæði atburður skeði skömmu
seinna, að björgunarþyrla Varnar-
liðsins hrapaði skammt frá eftir
flugtak með fjórmenningana.
Annasamt var hjá leitarstjórninni ailan tímann meðan leitin stóð yfir
á landi. Mestum hluta leitarinnar var stjórnað frá Húnaveri, en þar
var þessi mynd tekin. Ljósmynd Mbl. Brynj.r Örn.
Piltur í Blönduhlíð sá TF-ROM:
Flaug inn yíir Tröllaskaga í heiðskíru veðri
FEIKNAMIKILL fjöldi manna hefur tlkynnt leitar-
stjórn um ferðir flugvéla á miðvikudagskvöld og hafa
þessar upplýsingar reynzt mishaldgóðar eins og við er
að búast samkvæmt upplýsingum leitarstjórnar.
Marga misminnir og vilja heldur gefa upp það sem
þeir halda þótt vissa sé ekki fyrir hendi. Hinn mikli
fjöldi atriða sem hefur borizt leitarstjórn þannig
hefur hins vegar gert kleift að rekja slóð vélarinnar
að Tröllaskaga á miðvikudagskvöld þar sem eitt
vitnið sá vélina á austurleið. Fjölmargir hafa einnig
tilkynnt um hljóð i flugvél og m.a. einn starfsmaður
við Þórisvatn sem taldi sig hafa heyrt í flugvél seint á
miðvikudagskvöld. eða um það bil sem TF-ROM var á
lokatíma hvað snertir eldsneyti. Flugvélar hafa
þríleitað allt svæðið í þeim hluta landsins án árangurs
og þannig er víða.
Það var þrettán ára gamall piltur, Hlynur Hjaltason,
á bænum Hjalla í Blönduhlíð, sem telur sig hafa séð
TF-ROM á austurleið á miðvikudagskvöld, en þegar
Mbl. ræddi við hann í gær sagðist honum svo frá:
„Klukkan var um það bil fimmtán mínútur yfir átta
þegar ég sá flugvél koma lágt úr vestri. Eg var úti,
sunnan við bæinn, og fylgdist með vélinni fljúga beint í
austur, hún var hvít með dökkum röndum, en þegar hún
nálgaðist fjallgarðinn hækkaði hún flugið. Hún hafði
hækkað sig talsvert þegar hún var á móts við dalinn
milli Glóðafeykis og Hjaltastaðafjalls og ég sá ekki
betur en að vélin flygi inn í Flugumýrardalinn í alveg
heiðskíru veðri."
Að sögn leitarstjórnar í gær er búið að gjörkanna
allan Flugumýrardalinn.
Marsibil Agnarsdóttir, húsfreyja á Reykjum í
Hjaltadal, sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að
heimafólk á Reykjum hefði heyrt greinilega í flugvél
laust fyrir kl. 9 á miðvikudagskvöld, en Reykir eru
innsti bær í Hjaltadal. Sagði Marsibil að mistur hafi
verið í lofti, en þó ekki þoka.
Hjörleifur Kristinsson á Gilsbakka sagðist hafa verið
staddur í Flatatungu þegar verið var að lesa sjónvarps-
fréttirnar á miðvikudagskvöld og um það bil hálfri
klukkustund síðar hafi hann verið kominn heim til sín.
„Þá eða nokkru síðar," sagði hann „heyrði ég greinilega
mikinn hávaða frá flugvél nálægt mér eins og frá
hlíðinni handan í dalnum, en vél sá ég ekki þótt mjög
gott skyggni væri yfir Hlíðafjalli og Nýjabæjarfjalli.
Þetta hljóð var á engan hátt óeðlilegt, nema hvað það
var nálægt og þess vegna mundi ég eftir þessu, því
maður á vont með að muna nákvæmlega hversdagslega
hluti þegar sauðburðarvinnan gengur fyrir öllu og
maður er stanzlaust á ferð út og inn. Ég heyrði ekki
betur en að hljóðið kæmi í átt frá Merkigili, en það er
torleitað svæði. Mér fannst óeðlilegt að sjá ekki vélina,
en það er oft erfitt að greina vélar ef þær ber í fjalllendi
og eins getur hljóðið hafa heyrzt svo greinilega vegna
þess að vélin hafi verið á flugi lágt yfir fjöllunum
þarna."