Morgunblaðið - 02.06.1981, Síða 40

Morgunblaðið - 02.06.1981, Síða 40
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1981 Fátt um fína drætti í leik UBK og ÍA LIÐ UBK og ÍA Kerðu markalaust jafntefli á Kópavofísvelli sióastlióinn laugardag. Þeir fjölmörgu áhorfendur, sem lögðu leið sína á vollinn í sumarveðri eins og það Kerist best. urðu fyrir miklum vonbrijíðum. Leikmenn be(í«ja liða sýndu ekkert sem gladdi augað. Sárafá marktækifæri voru í leiknum. sem lenjfst af var mjöK þófkenndur og einkenndist af lönííum spörkum fram völlinn o>? miklum hlaupum. Það má sexja að jafntefli hafi verið sann>{jörn úrslit eftir >can>fi leiksins. En betur má ef dusa skal hjá þessum liðum ef þau ætla sér að vera með í baráttunni um toppinn í sumar. Bæði liðin hafa atía tum knattspyrnumönnum á að skipa ok ættu því að geta leikið mun betur. Blikarnir sprækari framan af Lið Breiðabliks var nokkuð ákveðið í upphafi leiksins, og sótti af krafti. Leikur liðsins fyrstu mínúturnar gaf áhorfendum vonir um að leikurinn yrði skemmtileg- ur en svo varð ekki. Þrátt fyrir að leikmenn Breiðabliks lékju sæmi- lega vel úti á vellinum skorti alla ákveðni upp við markið og fá tækifæri sköpuðust í fyrri hálf- leik. Besta marktækifæri UBK og raunar það eina kom á 12. mínútu. Þá átti Sigurjón Kristjánsson gott skot, en naumlega framhjá. Leikmenn ÍA voru mjög daufir framan af leiknum, og komust seint í gang. ÍA átti tvö umtals- verð tækifæri í fyrri hálfleiknum. Gunnar Jónsson skaut yfir úr ágætu færi á 25. mínútu og Árni Sveinsson átti ágætan skalla sem var varinn á 32. mínútu. Slakur síöari hálfleikur Flestir áttu von á því að síðari hálfleikurinn yrði mun líflegri. En svo varð ekki. Svo til út allan hálfleikinn léku bæði liðin illa rí 0:0 saman. Á 71. mínútu átti Sigurjón Kristjánsson UBK hörkuskot rétt framhjá. Var það eina hættulega marktækifærið sem UBK átti í síðari hálfleik. Hinsvegar skall hurð nærri hælum við mark UBK á 80. mínútu. Þá sóttu leikmenn ÍA stíft. Árni Sveinsson framkvæmdi hornspyrnu mjög fallega. Sigþór Ómarsson var mjög nærri því að skora, en Ólafur Björnsson bjarg- aði á línu. Á sömu mínútu átti Árni gott skot sem Guðmundur varði naumlega í horn. Fleiri voru færin ekki. Liðin Lið UBK er skipað ágætum knattspyrnumönnum, sem margir hverjir hafa ágæta knattmeðferð. En of oft vill það brenna við að einstaklingsframtakið sé of mikið. Betri hluti liðsins voru framlínu- mennirnir í þessum leik. Helgi Bentsson barðist vel og er hættu- legur framlínumaður. Þá átti Sig- urjón ágæta spretti. Ólafur Björnsson komst vel frá leik sínum í vörninni. Miðvallarspilið virðist vera veikur hlekkur hjá UBK eins og fleiri liðum. Lið ÍA hefur alla burði til þess að vera í fremstu röð, en til þess þurfa leikmenn að sýna meiri áhuga á leiknum en þeir gerðu á laugardag. Árni Sveinsson var sá eini sem sýndi góða takta. Dómari í leiknum var Guð- mundur Haraldsson og dæmdi vel. I stuttu máli: íslandsmótið 1. deild, Kópavogsvöllur: UBK:ÍA 0-0 Gul spjöld engin. - ÞR. (siandsmðUð 1. delld I • Jón Einarsson UBK, og Sigurður Lárusson ÍA berjast um boltann. Bjarni Sigurðsson markvörður í A er við öllu búinn. Ljósm. Kristján Einarsson. • Úr leik Fram og Þórs. Guðmundur Skarphéðinsson reynir markskot Þór ekki í vandr; Þó það kunni að hljóma einkennilega, þá átti Þór ekki í hinum minnstu vandræðum að sigra bikarmeistara Fram 1—0 á Laugardals- vellinum i 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu á laugardaginn. Norðanmennirnir, sem svo margir höfðu spáð að myndu falla niður í 2. deild, voru sterkari aðilinn í leiknum, lögðu áherslu á sinar sterkustu hliðar og reyndu ekki að framkvæma hluti sem voru liðinu ofviða. Liðið er gloppótt og sumarið verður erfitt, en Framararnir voru svo lélegir gegn þeim, að aldrei reyndi verulega á gloppurnar. Sókn Fram stangaði alltaf sterkasta hluta Þórsliðsins, miðverðina, og skyndisóknir Þórs komu Fram iðulega í vanda. Sigurmark Þórs kom á 40. mínútu, Guðjón Guðmundsson nikkaði þá knettinum niður til Guðmundar Skarphéðinssonar á markteig eftir aukaspyrnu. Guð- mundur hafði betur í návígi við Sighvat Bjarnason og sendi knött- inn í netið með föstu skoti. Guðmundur Baldursson mark- vörður Fram náði að slæma hendi til knattarins, en það breytti engu um endastöð hans. Leikurinn hafði verið næsta tíðindalítill fram að því og aðeins einu sinni skollið hurð nærri hælum við mörkin. Þá var Fram í sókn og varnarmaður Þórs rak tærnar fyrir fast skot Sighvats á markteig. Eiríkur markvörður Þórs var þokkalega staðsettur fyrir aftan varnarmann sinn, en ekki er víst að hann hafi séð vel til knattarins, einmitt vegna um- rædds varnarmanns og því var eins gott að sá komst fyrir knött- inn. En leikurinn var slakur, já hreint ótrúlega slakur. „Auðvitað er ég ánægður með markið, en þetta er engin knattspyrna," sagði Árni Njálsson þjálfari Þórs í hálfleik og er full ástæða til að samþykkja það. Besta færi Fram kom í fyrri hálfleik. Guðmundur Steinsson skallaði þá inn fyrir vörn Þórs og þar kom Ársæll Kristjánsson á fleygiferð. Hann fékk tvær til- raunir til að skora, Eiríkur markvörður sá við honum í báðum tilvikum. Ársæll, sem komst manna best frá leiknum hjá Fram, átti einnig mikið þrumuskot að marki Þórs í síðari hálfleik, knött- urinn fór af varnarmanni Þórs Lið Breiðabliks Lið Fram: ÍBV: Guðmundur Ásgeirsson G Guðmundur Baldursson 6 Páll Pálmason G Ólafur Björnsson 6 Trausti Haraldsson 8 Ingólfur Sveinsson G Valdimar Valdimarsson 5 Hafþór Sveinjónsson 5 Ágúst Einarsson 5 Tómas Tómasson (vm) 4 Þorsteinn Þorsteinsson 5 Þórður Hallgrímsson 6 Gunnlaugur Helgason 5 Sverrir Einarsson 4 Snorri Rútsson 5 Vignir Baldursson 5 Sighvatur Bjarnason 5 Jóhann Georgsson 5 Jóhann Grétarsson1 5 Ágúst Hauksson 4 Ómar Jóhannsson 6 Hákon Gunnarsson 5 Ársæll Kristjánsson G Valþór Sigþórsson 6 Jón Einarsson G Guðmundur Steinsson 3 Viðar Elíasson 5 Helgi Bentsson 7 Halldór Arason 3 Sigurlás Þorleifsson 7 Sigurjón Kristjánsson G Guðmundur Torfason 4 Kári Þorleifsson 6 Björn Egilsson (vm) Lið ÍA 4 Baldvin Elíasson vm. Lið Þórs: 4 Jón Bragi Arnarson (vm. min.). 10 Bjarni Sigurðsson G Eiríkur Eiríksson 7 KR: Árni Sveinsson 7 Rúnar Steingrímsson 5 Stefán Jóhannsson 6 Guðjón Þórðarson G Sigurbjörn Viðarsson 5 Guðjón Hilmarsson 5 Jón Askelsson 4 Nói Björnsson 5 Jónsteinn Einarsson 5 Sigurður Halldórsson 5 Þórarinn Jóhannesson 7 Sigurður Pétursson 5 Sigurður Lárusson 5 Árni Stefánsson 7 Börkur Ingvarsson 6 Jón Alfreðsson G Guðmundur Skarphéðinsson 6 Sigurður Indriðas. 5 Gunnar Jónsson 5 Örn Guðmundsson 5 Gísli Gíslason 5 Sigþór Ómarsson 6 Jón Lárusson 5 Sæbjörn Guðmundss. 6 Ástvaldur Jóhannsson 5 Jónas Róbertsson 4 Atli Héðinsson 4 Guðbjörn Tryggvason 5 Guðjón Guðmundsson 6 Óskar Ingimundars. 4 Vilhelm Fredriksen 4 Sigurður Björnsson (vm. 10 mín.). Gísli Felix Bjarnas. (vm. 2 mín.). • Úr leik UBK og ÍA. Bjarni markvörður nær boltanum og bægir hættunni öllu búnir. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.