Morgunblaðið - 02.06.1981, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1981
23
aeðum með Fram!
Fram 4
-Þór 0:1
aftur fyrir markið, Framarar
heimtuðu vítaspyrnu, en fengu
horn. Slæm skipti það, en erfitt
var að sjá nákvæmlega hvar
knötturinn hæfði Þórsarann.
En Þór var sterkari aðilinn í
síðari hálfleik eins og þeim fyrri
og tvívegis var liðið nærri því að
bæta marki við, Jón Lárusson í
báðum tilvikum.
Sem fyrr segir var leikurinn
afar slakur. Jaðrar við að hann
hafi verið hræðilegur. Sérstaklega
var það lið Fram sem stóð ekki
fyrir sínu. Miklar sveiflur í vali
liðsins hafa örugglega haft sitt að
segja, en Framarar hafa notað 18
leikmenn í leikjum sínum fjórum.
Gegn Þór vantaði Martein og
Pétur Ormslev og munar um
minna. Það afsakar þó á engan
hátt afleita frammistöðu liðsins.
Skyldi þó aldrei vera að Fram hafi
unnið leikinn fyrir fram?
Lið Þórs var fekar jafnt að
þessu sinni, allir lögðust á eitt.
Fyrirliðinn Árni Stefánsson var
afar hvetjandi fyrir leikmenn sína
og gaf ekki sinn hlut eftir. Var
mjög sterkur ásamt „gamla"
Framaranum Þórarni Jóhannes-
syni. Guðjón Guðmundsson, Guð-
mundur Skarphéðinsson og Jón
Lárusson voru ógnandi í skyndi-
sóknum Þórs og Eiríkur Eiríksson
í markinu stóð sig vel þegar á
reyndi.
Hjá Fram bar Trausti Har-
aldsson höfuð og herðar yfir aðra
leikmenn, barðist eins og ljón og
lék vel. En hann fékk ekki félaga
sína með sér, var einn. Ársæll átti
sprett og sprett, en hinir sterku
varnarmenn liðsins náðu alls ekki
saman að þessu sinni.
I stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild: Fram
ÞórO-1 (0-1)
Mark Þórs: Guðmundur Skarp-
héðinsson (40. mín.)
Áminningar: Engar.
Dómari: Vilhjálmur Þór.
— tfff.
'
i frá. Varnarmenn ÍA eru við
Staðaní
1. deild
Staðan i 1. deildinni eftir leiki
helgarinnar er þessi:
Breiðablik — Akranes 0—0
Fram — bór 1 — 1
KA - FII 5-1
Víkingur — Valur 3—2
Akranes 3 2 1 0 4—0 5
Víkingur 3 2 1 0 5—3 5
KA 3 2 0 1 6-2 4
Valur 3 2 0 1 8-5 4
Vestm.eyjar 4 12 16—6 4
Breiðablik 30302—2 3
Fram 4 0 3 1 2-3 3
Þór 3 111 3-5 3
KR 4 112 3-5 3
FIl 4 0 0 4 4-12 0
Markhæstu menn:
Mörk:
Kári Þorleifsson, ÍBV 3
Lárus Guðmundsson. Víkingi 3
Guðbjörn Tryggvason, ÍA 3
Næstu leikir í 1. deild fara
fram á morgun 3. júní. Þá leika
IA og Fram. FII og ÍBV og loks
Valur og KA.
Eyjamenn gáfu KR
annað stigið
ÍBV og KR gerðu jafntefli í 1. deiidinni i Eyjum á laugardaginn.
1 — 1 og verður það að segjast að Eyjamenn hreinlega gáfu KR þetta
stig. Aðeins 5 mín. voru til leiksloka og staðan 1—0 fyrir ÍBV. Valþór
Sigþórsson braut niður sókn KR-inga á miðjunni og gat gert hvað sem
honum sýndist með boltann en honum urðu á þau hroðalegu mistök að
gefa holtann á Vilhelm Fredriksen sem lónaði fyrir innan vörn ÍBV.
Vilhelm lék óáreittur að marki ÍBV en Páll Pálmason sá við skoti
hans. Boltinn hrökk út fyrir teiginn og þar var annað KR-ingur.
Sigurður Björnsson, óvaldaður með öllu og sendi boltann vandalaust í
tómt markið. Sigurður hafði komið inn sem varamaður fimm
mínútum áður. Skuggalegasta gjafamark sem undirritaður hefur
augum borið í mörg ár.
IBV—KR
1:1
Og Eyjamenn höfðu ærna
ástæðu til þess að vera niðurlútir
er þeir gengu af leikvelli í lokin.
Þeir höfðu verið ráðandi í öllum
gangi leiksins frá upphafi. Það var
aðeins fyrstu 10. mín. sem
KR-ingar voru ógnandi við mark
IBV. Annars var þessi leikur
tíðindalítill þangað til í lokin sem
urðu heldur betur dramatísk.
Eyjamenn sköpuðu sér þrjú mjög
góð marktækifæri í fyrri hálfleik
en þau ónýttust öll. KR fékk opið
tækifæri á fyrstu mín, en ÍBV
bjargaði í horn. Að öðru leyti var
fyrri hálfleikurinn ströggl á miðj-
unni, ÍBV mun meira með boltann
en flestar sóknir þeirra byggðust
upp á kýlingum fram miðjuna.
Seinni hálfleikurinn var heldur
líflegri og Eyjamenn nær allsráð-
andi hvað sóknarleikinn varðaði.
KR-ingar gerðu sér góðar vonir
um að ná jafntefli og spiluðu
ófeimnir upp á það. Liðið fékk
ekki eitt einasta marktækifæri
sem því nafni getur kallast þar til
í lokin að Eyjamaður lagði það
upp fyrir þá. Eyjamenn voru mun
drýgri við að koma sér í færi við
mark KR. Valþór átti þrumuskot
Fétt framhjá stöng, Jóhann
Georgsson annað álíka sem lenti á
varnarmanni og í horn. Og svo
kom markið.
76. mín. voru komnar upp á
klukkunni þegar Sigurlás Þor-
leifsson tók góða rispu framhjá
nokkrum varnarmönum KR, gaf
síðan góðan bolta út á Jóhann
Georgsson sem hafði fylgt honum
vel eftir. Jói sendi síðan vel fyrir
markið þar sem Kári Þorleifsson
stökk upp og skallaði stórglæsi-
lega í, netið. 1—0 fyrir ÍBV og
varla nokkur sála á vellinum sem
ekki taldi það verðskuldaða for-
ystu.
Eyjamenn voru grimmir næstu
min. Sigurlás lagði nær alla vörn
KR að fótum sér er hann sólaði
upp allan völl en Stefán í marki
KR varði gott skot Lása alveg
niðri í bláhorninu. Og síðan skall
reiðarslagið á Eyjamenn eins og
áður er lýst.
Á síðustu sekúndunum fékk
Sigurlás óáreittur að skaila bolt-
ann í markteig eftir hornspyrnu
en boltinn sleikti stön.úna utan-
verða.
Flauta Arnþórs Óskai ,-sonar
dómara gall, Eyjamenn yfiigáfu
völlinn sársvekktir en KK ingar
voru léttstígir og ánægðir meé að
hafa náð öðru stiginu.
KR-liðið olli miklum vonbrigð-
um í þessum leik. Hingað höfðu
borist fréttir af því að liðið léki
skemmtilega knattspyrnu en ekk-
ert í þá áttina sást til liðsins í
þessum leik. Sóknarleikur liðsins
var algjörlega bitlaus og leikmenn
eins og Atli, Óskar og Vilhelm
sáust varla í leiknum. Aðeins
Sæbjörn Guðmundsson sýndi til-
burði en mátti sín lítils einn á
báti. Stefán Jóhannsson stóð sig
vel í markinu og Börkur Ingvars-
son var traustur í vörn KR enda
mæddi mikið á honum. KR-ingar
verða heldur betur að taka sig á,
með svona leikjum lendir liðið í
hringiðu fallbaráttunnar.
Eyjamenn geta engum um
kennt hvernig fór nema sjálfum
sér. Liðið hafði þennan leik allan
tímann á' sínu valdi en skorti
kraftinn til þess að gera út um
hlutina. Alltof lengi léku þeir
sóknarleikinn beint í hendur and-
stæðingsins, háir kýluboltar inn
miðjuna. Þegar skipt var yfir á
kantinn skapaðist hættan mest
við mark KR. Lið ÍBV var mjög
jafnt í þessum leik nema hvað
Sigurlás Þorleifsson var áberandi
besti maður vallarins.
I stuttu máli.
Hásteinsvöllur 1. deild 30/5.
ÍBV — KR, 1-1 (0-0),
Mark ÍBV: Kári Þorleifsson 76.
mín.
Mark KR: Sigurður Björnsson
85. mín.
Áminningar: Jónsteinn Einars-
son KR og Ómar Jóhannsson ÍBV
fengu að skoða gula spjaldið.
Dómari: Arnþór Óskarsson.
— hkj.
_____________ .v
Kári Þorleiísson ÍBV hefur skorað fyrsta mark « Guðjón og Stefán verða að sætta sig við boltann
leiksins.
í netinu.
I.josm. SÍKuritPÍr.
* -■■*' ''S' »,S>:
• Sigurði Indriðasyni. KR, voru afhent blóm í upphafi ieiks. Hann var að leika sinn 200
meistaraflokksleik fyrir KR.