Morgunblaðið - 02.06.1981, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 02.06.1981, Qupperneq 42
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1981 Sigurður fór létt með fimm metra stökkið SIGURÐUR T. Sijíurðsson KR vann bezta afrekirt í EÖP-mótinu í frjálsíþróttum á fóstudauskvold. en þá stökk Sijíurður 5.00 metra í stan>?arstökki. fyrstur íslendinua. Sijfurður hefur varla tckið þátt í stanj;arst()kkskeppni án þess að bæta tslandsmetið allt frá því 1979, OK lætur hann eflaust ekki staðar numið hér. SÍKurður fór yíir 5.ÍHI metra í fyrstu tilraun. og reyndi síðan við 5.10 metra. en tókst ekki. enda spenninKurinn sjálfsaKt úr honum þar sem honum hafði t. kist að sigrast á hinum mikla múr, fimm metrunum. Af öðrum athyglisverðum árangri á mótinu má nefna kúlu- varp Hreins Halldórssonar KR, sem stöðugt nálgast 20 metra múrinn, langstökk Bryndísar Hólm ÍR, kúluvarp Guðrúnar Ing- ólfsdóttur KR, sem bætti ís- landsmetið sitt um átta senti- metra, og 800 metra hlaup Hrann- ar Guðmundsdóttur UBK sem er í örri framför og getur vafalaust meira með meiri keppni og við betri aðstæður, en kalsaveður var á Laugardalsvellinum á föstu- dagskvöldið. Seint ætlar íslenzkum frjáls- íþróttamönnum og forráða- mönnum félaga að lærast að bera meiri virðingu fyrir þátttökutil- kynningum, en meðan sá hugsun- arháttur viðgengst sem er við lýði í þeim efnum, er ekki von á að mótin verði sérstaklega rishá og aðlaðandi á að horfa. Átti þetta við sumar greinar á EÓP-mótinu, eitt versta dæmið voru þó 100 metrarnir, þar sem aðeins þrír af 13 skráðum mættu til leiks. En lítum nánar á úrslitin: Langstökk kvenna: Bryndís Hólm ÍR 5,72 Svava Grönfeldt UMSB 5,50 Valdís Hallgrímsd. KA 5,33 Jóna B. Grétarsd. Á 5,32 800 m hlaup kvenna: Hrönn Guðmundsd. UBK 2:17,8 Guðrún Karlsd. UBK 2:22,1 Aðalbjörg Hafsteinsd. HSK 2:25,2 Laufey Kristjánsd. HSÞ 2:26,4 800 m karla: Gunnar P. Jóakimsson ÍR 1:56,2 Magnús Haraldsson FH 1:59,6 Sigurður Haraldsson FH 2:03,5 Erling Aðalsteinsson KR 2:05,9 Gunnar Birgisson ÍR 2:06,0 100 m hlaup karla: Guðni Tómasson Á 11,4 Aðalsteinn Bernharðs. UMSE 11,6 Einar Gunnarsson UBK 11,9 Kringlukast karla: Óskar Jakobsson ÍR 56,34 Vésteinn Hafsteinsson HSK 55,20 Hreinn Halldórsson KR 48,50 Guðni Halldórsson KR 48,18 Kúluvarp kvenna: Guðrún Ingólfsd. KR. 13,49 Soffía Gestsd. HSK 11,50 Sigurlína Hreiðarsd. UMSE 11,10 Dýrfinna Torfad. ÍR 10,19 íris Grönfeldt UMSB 10,49 200 m kvenna: Sigríður Kjartansd. KA 25,8 Geirlaug Geirlaugsd. Á 26,1 Oddný Arnadóttir ÍR 26,1 Helga Halldórsd. KR 26,3 Valdís Hallgrímsd. KA 26,5 110 m grindahlaup: Aðalsteinn Bernharðs. UMSE 15,9 Gísli Sigurðsson UMSS 16,1 Stefán Þ. Stefánss. ÍR 16,4 Spjótkast karla: Sigurður Einarsson Á 67,04 Guðmundur Karlsson FH 59,60 Óskar Thorarensen KR 58,58 Unnar Garðarsson HSK 55,80 Kúluvarp karla: Hreinn Halldórsson KR 19,68 Guðni Halldórsson KR 17,60 Helgi Helgason USAH 14,62 Hallgrímur Jónsson Á 12,94 Óskar Thorarensen KR 12,73 100 m grind kvenna: Helga Halldórsd. KR 15,5 Valdís Hallgrímsd. KA 16,3 Kristín J. Símonard. UMSB 18,5 Langstökk karla: Kristján Harðarson UBK 7,01 Sigurður Hjörleifsson Á 6,58 Stefán Þ. Stefánsson ÍR 6,41 Stangarstökk: Sigurður Sigurðsson KR 5,00 Kristján Gissurarson KR 4,20 Gísli Sigurðsson UMSS 3,55 Óskar Thorarensen KR 3,55 • íslandsmethafinn Sigurður T. Sigurðsson KR i metstökkinu. Eins og sjá má er Sigurður einbeittur á svipinn. Ljósm. Emilía. Öflugt starf hjá FH Aðalfundur FH var haldinn í /Eskulýðsheimilinu í Hafnarfirði þriðjudaginn hinn 5. þ.m. og hófst kl. 20.30. Fundurinn var mjög vel sóttur og fjörugar um- ræður urðu um málefni og starf- semi félagsins. sem hefur verið blómleg á liðnu ári. Mörg verk- efni bíða nú farsællar lausnar, hæði hvað varðar íþrótta- og félagsiega starfsemi félagsins og einnig framkvæmdaverkefni á íþróttasvæði FII í Kaplakrika. Skýrsla stjórnar lá fjölrituð frammi á fundinum og bar vott um giftudrjúgt starf og reikningar félagsins sýndu að fjárhagsleg staða félagsins er mjög góð. For- maður FH, Bergþór Jónsson, flutti skýrslu stjórnar og greindi þar frá helstu þáttum úr starfi félagsins. Skýrði hann hina miklu breytingu sem getur orðið á högum félagsins ef möguleikar þeir sem hinn nýi samstarfssamningur við Hafnar- fjarðarbæ býður uppá verða nýttir og lýsti Bergþór ánægju FH-inga með ákveðna stefnumótun og góð- an samstarfsvilja bæjaryfirvalda í garð íþróttafélaganna sem fram kemur í áðurnefndum samstarfs- samningi. Með samningnum sem félögin FH og Haukar gerðu við bæjaryf- irvöld Hafnarfjarðar í vor opnast næstum ótæmandi verkefni fyrir aðalstjórn og byggingarnefnd fé- lagsins. Þegar er byrjað á að ljúka uppbyggingu áhorfendapalla við grasvöllinn, grunnur að búnings- og félagsaðstöðu við grasvöllinn hefur og verið fylltur og verður ekki langt að bíða þess að bygging hússins verði boðin út. Hafnar- fjarðarbær hefur unnið að bygg- ingu grasvallar í hrauninu fyrir ofan malarvöllinn og þegar frost er sigið úr jarðveginum verður völlurinn lagður grasþökum og hafin gerð vallar nr. 2 við hliðina á þeim nýja. Þessir vellir verða æfingavellir fyrir FH og Hauka og mun Hafnarfjarðarbær einnig sjá félögunum fyrir búnings- og bað- aðstöðu við þessa velli, sem keppt er að að verði teknir í notkun næsta sumar. FH-ingar líta björt- um augum til þessara fram- kvæmda og hinnar jákvæðu stefnu bæjaryfirvalda nú gagnvart íþróttamannvirkjagerð í Hafnar- firði. Bergjiór þakkaði og hina rausn- arlegu gjöf Gaflara og Kvenna- deildar FH, er hún færði félaginu hinn stórglæsilega félagsfána, er vígður var í íþróttagöngu ÍSÍ í tilefni 70 ára afmælishátíðar sam- bandsins. Á fundinum var aðalstjórn fé- lagsins endurkosin, en hana skipa Bergþór Jónsson formaður, Guð- laugur Magnússon varaformaður, Þórður Sverrisson ritari, örn Sig- urðsson gjaldkeri, Jón Gestur Viggósson meðstjórnandi og í varastjórn Helgi Gunnarsson, Ólafur Harðarson og Rósa Héð- insdóttir. Sigurmarkiö Evrópumótið í körfuknattleik: • Á myndinni hér að ofan má sjá sigurmarkið i leik I.iverpool og Real Madrid í úrslitaleik Evrópu- keppni meistaraliða. Það var Alan Kennedy sem skoraði mark- ið aðeins átta minútum fyrir leikslok. Liverpool varð því Evr- ópumeistari i þriðja sinn. Rússar sterkir vV' • * UM ÞESSAR mundir stendur yfir Evrópumeistaramótið í körfuknattleik i Tékkóslóvakíu. Sex þjóðir hafa tryggt sér sæti í lokakcppninni um titilinn. Þær eru. Spánn. ísrael. Rússland, Tékkóslóvakia, Júgóslavía og ít- alía. Þær þjóðir sem leika um 7. til 12. sæti eru Vestur-Þýskaland, íþrótta- og leikjanámskeið fyrir börn að hefjast Nú eru að hefjast íþrótta- og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára. og verða haldin dagana 1. júní til 15. júni. Kennsla fyrir 6 til 9 ára börn er á morgnana á eftirtóldum stöðum: Melavelli kl. 9.00—10.15 Laugardalsvejli kl. 9.00—10.15 Leikvelli við Árbæjarskóla kl. 9.00—10.15 íþróttavelli við Fellaskóla kl. 9.00—10.15 Leikvelli við Álftamýrarskóla kl. 10.30—11.45 Lcikvelli við Grímsbæ kl. 10.30—11.45 íþróttavelli Þróttar v/Sæviðarsund kl. 10.30—11.45 Leikvelli við Breiðholtsskóla kl. 10.30—11.45 Kennsla 10 til 12 ára barna fer fram eftir hádegi á eftirtöldum stöðum: Laugardalsvelli kl. 13.30—15.00 Melavelli kl. 13.30—15.00 íþróttavelli við Fellaskóla kl. 13.30—15.00 Kenndar verða frjálsar íþróttir. knattspyrna og ýmsir aðrir leikir. Innritun fer Iram á kennslustödunum. Þátttökugjald er kr. 20.-. Námskeiðinu lýkur með iþróttamóti á nýja frjálsíþróttavellinum i Laugardal þann 16. júní kl. 13.00. Pólland. Frakkland. Grikkland. England og Tyrkland. Rússar hafa komið mjög á óvart í keppni þessari. Þeir hafa mjög sterku liði á að skipa og eru sigurstranglegastir. Þeir sigruðu lið Júgóslavíu óvænt með 108 stigum gegn 88, er þjóðirnar mættust. Frakkar sigruðu Eng- lendinga 78—66. Tékkar sigruðu lið ísrael með einu stigi, 86—85. Spánverjar sigruðu Grikki 111—72. Keppninni lýkur í vik- unni. Þing HSÍ ÞING Handknattleikssambands íslands. hið 25. í röðinni verður haldið dagana 5. og 6. júni 1981,1 húsi Slysavarnarfélags íslands, Grandagarði 14, Reykjavík. Fyrri daginn hefjast þingfundir kl. 20.00, en siðari daginn kl. 13.00. Stjórn Handknattleikssam- bands íslands væntir þess að þér sjáið yður fært að heiðra þingið með nærveru yðar. I þinghléi, síðari dag þingsins um kl. 15.30 verður Landsliðs- mönnum svo og nokkrum vinum og velunnurum veitt viðurkenn- ing sambandsins fyrir vel unnin störf í þágu iþróttarinnar. ’Ml

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.