Morgunblaðið - 21.06.1981, Síða 1

Morgunblaðið - 21.06.1981, Síða 1
80 SÍÐUR 136. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Frakkland: Sósíalistar sigurvissir París. 20. júní. AP. í KVÖLD lauk endanlega kosningabaráttunni í Frakklandi, en á morgun, sunnudag, fer fram síðari umferð þingkosn- inganna og flestar spá því að úrslitin verði sósíalistum í hag. Hægri menn hvöttu Frakka óspart til að ganga ekki til fylgis við vinstriflokkanna og Chirac, borgarstjóri Parísar og gaullisti, sagði að þrátt fyrir úrslitin í fyrri umferðinni væri orrustan ekki töpuð. Frambjóðendur sósíalista voru hins vegar mjög svo sigurvissir. Sósíalistar eru mjög nærri því að fá meirihluta í þinginu, en á pví situr 491 þingmaður. Það myndi verða í fyrsta skipti síðan gaullist- ar unnu 1968, að einn flokkur hefði afgerandi meirihluta á þing- Bannað er að birta niðurstöður skoðanakannana um fylgi flokka í Frakklandi í vikunni fyrir kosn- ingarnar, en niðurstöðurnar í fyrri umferðinni gefa vissulega vísbendingu um hver sé hugur kjósenda nú, segir í frétt AP. Leiðtogum sagt að bæta málfar sitt Pcking. 20. júni. AP. DAGBLAÐ alþýðunnar sagði í leiðara á íorsíðu blaðsins í dag leiðtogum kínversku þjóðarinnar að þeir þyrftu að vanda málfar sitt betur. Blaðið sagði að ka'ruleysislegt málfar í rituðu máli og töluðu væri orðið alvarlegt vandamál í Kína og mikilvægt væri að leiðtogar landsins gengju fyrir með góðu fordæmi. Dagblaðið viðurkenndi sjálft dagleg mistök í orðanotkun og málfræði og sagðist oft beita rökvísi sem erfitt væri að henda reiður á. Mikil herferð hefur verið farin undanfarna mánuði gegn klámi og ruddalegu málfari í Kína. Eitt blótsyrði er orðið svo al- gengt að það hefur verið kallað „bölvun þjóðarinnar". Teikni- myndir hafa verið birtar í blöð- um af foreldrum að flengja börn sín fyrir ljótt orðaval, en um leið blóta þeir sjálfir hástöfum. Dagblað alþýðunnar lagði áherzlu á í leiðaranum að málfar þyrfti að vera einfalt og skýrt svo að stjórnmál, efnahagsmál og hernaðarmál yrðu auðskild- ari. Atta mállýskur eru talaðar í Kína en stundum eiga jafnvel þeir sem tala sömu mállýsku erfitt með að skilja hvorir aðra. Pólverjar hætta hungurverkfalli Varsjá. 20. júni. AP. ÞRÍR Pólverjar, sem verið hafa í hungurverkfalli i 19 daga, féllust í dag á að hætta föstunni og leggjast inn á sjúkrahús, að þvi er talsmaður Samstöðu tilkynnti í dag. Mennirnir vildu með föst- unni mótmæla langri fangavist tveggja bra-ðra en nú heíur kaþólska kirkjan heitið þvi að taka mál þeirra upp á sina arma. Mennirnir þrír hófu föstuna 1. júní sl. og að sögn talsmanns Samstöðu var mjög af þeim dreg- ið. Þeir hafa krafist náðunar bræðranna Jerzy og Ryszard Kow- alczyks, sem árið 1972 voru dæmd- ir í 25 ára fangelsi fyrir að sprengja upp hús nokkru áður en lögreglan ætlaði að funda þar. Talsmaður mótmælendanna sagði í gær, föstudag, að Varnarnefnd samviskufanga, sem Samstaða styddi, hefði á prjónunum að efna til nýrra mótmæla frammi fyrir stjórnarráðsbyggingum í Varsjá og öðrum borgum. Sovésk dagblöð halda áfram árásum sínum á „gagnbyltingar- menn“ í Póllandi og í einu þeirra sagði í dag, að „mjög alvarlegt ástand" ríkti innan pólska komm- únistaflokksins. Sagt var, að í fjölmiðlum væri sósíalisminn svertur án nokkurrar blygðunar OK að „gagnbyltingarmenn" stefndu að því að rjúfa öll tengsl Póllands og „samfélags sósíaliskra ríkja". Það er Lúðrasveit Reykjavikur sem leikur þarna í stafni Herjólfs á hringferð um Vestmannaeyjar um hvítasunnuna, en myndina tók Sigurgeir í Eyjum þegar Herjólfur sigldi inn í Klettshellinn i Yztakletti. Um tima króaðist snekkjan Bravó inni i hellinum vegna heimsóknar Herjólfs, en Hjálmar Guðnason kapteinn á Bravó lék listilega fyrir gesti einleik á trompett inni í hellinum og síðan svaraði Lúðrasveit Reykjavíkur undir stjórn Odds Björnssonar úr stafni Herjólfs. Varð hljómur blásaranna stórkostlegur í hvelfingu Klettshellis, en um borð i Herjólfi voru hundruð manna. Stórt skip hafði aldrei fyrr siglt svo langt inn i hellinn. Iranska þingið f jallar um örlög Bani-Sadrs llrirút. 20. júni. AP. ÍRANSKA þingið hóf í dag umra-ður um hæfni Bani-Sadrs forseta til að gegna embætti og voru þar með síðustu tilraunir hófsamra manna á þinginu til að koma i veg fyrir þær að engu orðnar. Niðurstöður umræðnanna eru aðeins taldar geta orðið á eina lund. mcð þeim verða skráð pólitisk eftirmæli fyrsta lýð- ræðislega kjörins forseta þjóðarinn- ar. Bani-Sadrs, sem nú fer huldu höfði. Nokkur mannfjöldi safnaðist sam- an fyrir utan þinghúsið meðan á umræðunni stóð og hrópaði „dauði yfir Bani-Sadr“, en að sögn tals- manns þingsins höfðu sex þingmenn tekið til máls áður en umræðunni var frestað til morguns, þrír höfðu mælt gegn forsetanum en aðrir þrír gagn- Embættismaður Nicaragua flýr Miami. TcKUciaKalpa. 20. júní. AP. FULLTRÚI Nicaragua á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna i Genf hefur beðist pólitísks hælis i Bandaríkjunum. Lögfræðingur hans sagði i dag að hann myndi reyna að flýta afgreiðslu málsins af þvi að lif Jaime Pasquiers kynni að vera í hættu. Pasquier kom óvænt til Miami fyrr í vikunni. „Ég get ekki lengur talað máli Nicaragua," sagði hann fréttamönnum. „Það er ekki vegna þess að kommúnistar hafi tekið yfir — enn sem komið er. En ef engin breyting verður á, verður þess ekki langt að bíða." Sjö hermenn frá Nicaragua, sem hafa beðist hælis í Honduras, segja að Kúbumenn stjórni Nicaragua og þar séu hundruð rússneskra ráðgjafa. Sovétríkin hafa sendiráð í Nicar- agua en fréttir af sovézkum her- afla og ráðgjöfum í landinu hafa ekki verið staðfestar. 1200 kúb- anskir kennarar fóru til Nicaragua skömmu eftir að stjórn Somoza var bylt 1979 en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í vikunni að flestir þeirra væru á heimleið. rýnt málsmeðferðina. Enginn yfir- lýstra stuðningsmanna forsetans tók þátt í umræðunni en haft er eftir heimildum, að fyrrv. olíumálaráð- herra landsins, Ali Akbar Moinfar, og Mohammed Mehdi Jaafari, fulltrúi borgarinnar Bushehr .við Persaflóa. hafi verið meðal þeirra, sem and- mæltu aðförinni að Bani-Sadr. Haft er eftir ónafngreindum heim- ildarmanni í Teheran, að Bani-Sadr sé enn í borginni og leiti úr einu skjólinu í annað af ótta við handtöku. Ströng gæsla er við allar landamæra- stöðvar og á flugvöllum til að hindra flótta hans úr landi. Bani-Sadr var kjörinn forseti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í kosningum í janúar á sl. ári og er hann sá fyrsti, sem gegnir því emb- ætti eftir 2500 ára einveldisstjórn í íran.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.