Morgunblaðið - 21.06.1981, Síða 36

Morgunblaðið - 21.06.1981, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1981 Sir Berkeley E.F. Gatfe á heimili icestKjafa síns, Hilmars Foss. Sir Berkeley kom hinKafl vorið 1939 til að Krennslast fyrir um afstöðu IslendinKa til stórveidanna. Sir Berkeley var í bresku utanríkisþjónustunni um áratuga skeið. Hann starfaði i breska sendiráðinu i Kina á striðsárunum, var í sendinefndum Breta á stofnráðstefnum Sameinuðu þjóðanna og varð síðar sendiherra í Thailandi ok Perú. Berkely Gage snýr af tur Kannaði afstöðu íslendinga til stórveldanna 1939 Mynd þessi birtist i bókinni ófriður í aðsÍKÍ ok sýnir hún herskipið „Vindictive“ á ytri höfninni í Reykjavik, en með þessu skipi kom Sir Berkeley GaRe vorið 1939. Nú eru liðin fjörutíu og tvö ár frá því að ég kannaði afstöðu ís- lendinga til Breta og Þjóð- verja og reyndi að sporna gegn áhrifum þýskra nasista á Islandi, sagði Sir Berkeley E.F. Gage í samtali við Mbl. Sir Berkeley var lengi í bresku utanrikisþjónustunni og kom hingað á herskipinu „Vindictive" í maí 1939. Fjór- um mánuðum síðar braust stríðið út, en frá ferð Sir Berkeleys til íslands segir í bók Þórs Whiteheads, Ofriður í aðsigi, sem Almenna bóka- félagið gaf út um síðustu jól. — Ég var ekki í nokkrum vafa um það eftir að hafa rætt við ráðamenn hér, að íslendingar voru eindregið á okkar bandi í deilunum við Hitler, þótt landið væri hlut- laust og tæki því ekki opin- berlega afstöðu. Ég ræddi þessi mál einkum við Her- mann Jónasson forsætisráð- herra og Jónas Jónsson frá Hriflu (formann utanríkis- nefndar Alþingis), og það fór hið besta á með okkur. Það leyndi sér ekki, að báðir höfðu þeir til að bera mikla foringjahæfileika, enda hafa þeir orðið mér eftirminni- legir, þótt síðan hafi ég átt skipti við ótal stjórnmála- menn af mörgum þjóðernum. Þeir gerðu sér báðir grein fyrir hættunni, sem stafaði af Hitlers-Þýskalandi og þeir skildu, að Bretar og Islend- ingar áttu sameiginlegra hagsmuna að gæta í þessu efni. Ég minnist þess, að Hermann sagði við mig: „Við munum reyna að gera allt sem við megum til að komast hjá hernámi, en takist það ekki, kjósum við fremur breskan her en þýskan." Þetta voru hættutímar og ég varð þess var að menn voru áhyggjufullir, enda var landið varnarlaust með öllu og þýsk- ir nasistar til alls vísir. — Hvað um það, ég og skipsmenn á „Vindictive" átt- um hér ljómandi skemmti- lega daga og margt var sér til gamans gert milli þess sem menn ræddu ástand og horf- ur. Þá var annar bragur á vínmenningu Islendinga og ég gerðist nákunnugur „Svarta dauða" og fleiri góðum drykkjum, áður en heim var siglt. Ég hitti hér fjölda manns að máli og tók eftir því, að mjög liðkaðist um málbein þeirra eftir því sem þeir supu meira af sterkum drykk. Nú virðast mér íslend- ingar ekki þurfa á slíku að halda, þeir eru opnari og eiga betra með að segja hug sinn. Skýringin á þessu er senni- lega sú, að almenningur hefur komist í miklu nánari snert- ingu við útlönd en áður var. En þótt íslendingar hafi verið dálítið þurrir á manninn við fyrstu kynni, hef ég alltaf talið þá með hjartahlýrri þjóðum, sem ég hef kynnst. — Eftir vikudvöl í Reykja- vík vorið 1939 sigldum við aftur heim til Bretlands, en á leiðinni hrepptum við aftaka- veður, það versta sem ég hef komist í á sjó. Ég átti fótum mínum fjör að launa, þegar píanó í reyksal tókst á loft, stefndi beint á mig. Viðbrögð mín voru þó ekki upp á það besta eftir móttökurnar í Reykjavík. — Það tók mig viku að jafna mig eftir að heim kom. Ég skrifaði langa skýrslu um ferðaiagið, en hana geta ís- lendingar nú lesið í bók Þórs Whiteheads. Ég lagði m.a. til að við hjálpuðum íslending- um með ýmsum hætti, eink- um efnahagslega, til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar næðu hér ítökum. Þeir höfðu reynt að ná hér hernaðar- aðstöðu stuttu áður en ég kom hingað til lands með því að beita fyrir sig flugfélaginu Lufthansa, en sem betur fór, ykkar vegna og okkar, hafn- aði ríkisstjórn íslands beiðni Þjóðverja. Það fór svo að ráðuneytun- um í London gekk erfiðlega að framkvæma tillögur mín- ar. Þar stóð margt í vegi sem of langt væri að rekja hér. Síðan skall stríðið á og þá greiddist fljótt úr efnahags- vandræðum ykkar. Sitthvað komst þó í framkvæmd af því, sem ég lagði til eftir heim- komuna. Til dæmis bauð Brit- ish Council fram námsstyrki til íslendinga og upp frá því sóttu þeir margir til náms í Bretlandi. Eitthvert ráð hefði líka fundist til að létta undir með Islendingum efnahags- lega, hefði stríðið ekki byrjað haustið 1939. Við gerðum okkur ljóst, að við hefðum vanrækt samskiptin við ís- lendinga og vildum bæta úr því. — I fyrrahaust fékk ég bréf frá Þór Whitehead sagn- fræðingi, þar sem hann sagði mér frá því að hann ætlaði að birta skýrslu mína í bók sinni, sem þá var væntanleg. Þetta kveikti aftur í mér áhuga á landinu og þjóðinni, sem ég hafði aldrei gleymt. Síðan gerðist það, að gamall vinur minn, Hilmar Foss, hvatti mig til að endurnýja kynnin af Islendingum, og hann og kona hans, Guðrún, buðu mér hingað til lands. Ég þáði þeirra góða boð og hef sem fyrr átt hér ógleyman- legar stundir. Flestir þeirra manna, sem ég kynntist 1939, eru nú látnir, en þrír eru á lífi og ég hef hitt þá alla: Agnar Kofoed-Hansen, Berg Gísla- son og Eystein Jónsson. Ey- steinn var viðskiptaráðherra, þegar ég kom hingað fyrir stríð, þá ungur maður. Hann átti þá fyrir höndum langan og merkilegan feril í stjórn- málunum eins og ég komst nú að raun um. Það hefur verið mér mikil ánægja að hitta þessa menn aftur, svo og börn og ættingja látinna vina og kunningja. Sérstaklega vil ég þakka Steingrími Hermanns- syni og konu hans, Eddu, fyrir þeirra hlýju móttökur. Ég mat föður hans, Hermann Jónasson, ákaflega mikils og það gleður mig, að Steingrím- ur skuli hafa gerst arftaki hans í stjórnmálunum, sagði Sir Berkeley að lokum. Leiðsögumenn f á af hent skírteini F erðamálaráðs ÞANN 1. júní fór fram í fyrsta skipti afhendinK skírteina Ferðamálaráðs til leiðsöKumanna ferðafólks samkvæmt reKluKerð samKönKuráðuneytisins. Þar sem ekkert leiðsöKunámskeið var haldið á veKum Ferðamála- ráðs sl. vetur. eru allir þeir. sem hljóta skírteinin nú. félaKsmenn í FélaKÍ leiðsöKumanna. sem uppfylla ofanKreind skilyrði. Eru það 40 leiðsöKumenn. sem starfað hafa við leiðsoKU erlendra ferðamanna mörK undanfarin ár, en hljóta nú í fyrsta skipti lögKÍIdinKU, þ.e. viðurkenninKU opinberra aðila samkvæmt reKluKcrð. Félag leiðsögumanna var stofn- að í júní 1972 og var Bjarni Bjarnason lektor fyrsti formaður þess. Félagsmenn eru nú um 230 og af þeim eru um 150 starfandi á ferðamannatímabilinu þ.e. á sumrin. Félagið er hagsmunasamtök leiðsögumanna, en hefur jafn- framt staðið fyrir öflugu fræðslu- starfi fyrir félagsmenn, sérhæf- ingar- og endurhæfingarnám- skeiðum og fræðsluferðum. Einnig hefur félagið haldið árlega ráð- stefnu og boðið þangað til við- ræðna öðrum aðilum ferðaþjónst- unnar til að auka skilning milli þeirra, er starfa að ýmsum grein- um ferðaþjónustunnar. FL er stéttarfélag, sem semur við vinnuveitendur um kjör leið- sögumanna og á sem slíkt aðild að Alþýðusambandi Islands. Auk þess tekur FL þátt í norrænu samstarfi leiðsögumanna sem Einn úr hópi leiðsöKumannanna 40, Matthías Frimannsson, tekur við skirteini sinu úr höndum Lúdvigs Hjálmtýssonar ferðamálastjóra. virkur aðili að samtökum þeirra — IGC — International Guides Club. Félag leiðsögumanna hefur skrifstofu á Skólavörðustíg 2, þar sem það hefur rekið ráðningar- miðstöð undanfarin sumur, en það mun nú í sumar reka hana sam- kvæmt nýju reglugerðinni í sam- vinnu við fleiri ferðamálaaðila. Núverandi formaður FL er Júlía Sveinbjarnardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.