Morgunblaðið - 21.06.1981, Síða 40

Morgunblaðið - 21.06.1981, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1981 íslenzki veitíngastaðurinn Cockpit-Inn í Luxemborg: Valgeir Sigurösson, veitingamaður, meö bryggjuköttinn Trýnu frá Siglufirði. Séö yfir hluta af The Cockpit-lnn veitingastaðnum í Luxemburg, spaðar af hreyflum íslenskra millilandavéla skreyta húsakynnin, flugvélamyndir á veggjum og höfuðföt fjölmargra íslenskra flugmanna. - segir Valgeir Sigurðsson veitingamaður bjarjfveiðimanna í Vestmanna- eyjum. „Það er svolítið skemmtilegt hvernig gellurnar lentu á matseðl- inum. Ég fékk senda að heiman frá íslandi tunnu með söltuðum gellum og kinnum og þetta átti að vera sérstaklega fyrir mig, en í gæftaleysinu fyrr í vetur þegar okkur gekk ekki of vel að fá fisk að heiman, fórum við að athuga með þetta saltaða hráefni, og það seldist í hvelli. Við tókum aðeins kinnfiskinn úr kinnunum, útvötn- uðum hann og gellurnar og mat- reiddum hann eins og sniglar og froskafætur eru matreiddir. Ég vil eindregið benda fólki sem hefur ánægju af sniglum að troða einum kinnfiskvöða í skelina og hvít- laukssmjöri og þetta er 100% íslenskur réttur. Einn af mínum föstu viðskipta- vinum er breski sendiherrann í Luxemborg. Hann kemur oft með fólk að borða og yfirleitt verða sjávarréttirnir fyrir valinu. Fiskinn fæ ég flugleiðis til Luxemborgar, lúðuna frá Ólafsvík og Reykjanesi, en ég versla einnig mikið við fiskbúðina Hafrúnu í Skipholti. Hann er seigur að bjarga hlutunum í hvelli þar og einnig skipti ég við Islensk mat- væli í Hafnarfirði sem bjóða mjög góða síld. Sérstaka reykta síld fæ ég frá Siglufirði og hún er vinsæll forréttur. Lax borgar sig ekki að kaupa að heiman, við fáum hins vegar sjólax frá Noregi, ferskan og ódýran. Matseðillinn hjá okkur er stutt- ur, en ég álít að slíkt sé öllum veitingahúsum til góðs, rekstrar- lega séð, en við skiptum um matseðil mánaðarlega." Matreiðslumeistari í Cockpit- Inn er Sigurvin Gunnarsson sem áður var matreiðslumeistari á Hótel Sögu, en til marks um hæfileika þessa íslenska kokks má geta þess að eftir nokkurra mán- aða starf var Cockpit-Inn kominn í hóp bestu matsölustaða Luxem- borgar og meðal 50 staða sem taldir voru bestir í virtum blöðum og var þó valið úr liðlega 2000 matsölustöðum og eru lærðir og þjálfaðir brytar frá Mið-Evrópu og sérstaklega Frakklandi, við þá flesta." Ég spurði Valgeir um hugmynd- ina á bak við skreytingu staðarins. „Ég fékk hugmyndina einu sinni þegar ég var á leiðinni með Iscargo frá Rotterdam. Ég stóð í cockpitinu og glápti á stjórntækin í daufum ljósunum. Þetta reyndi ég síðan að útfæra í Cockpit-Inn.“ „Það er alltaf eitthvað á prjón- unurn," svaraði Valgeir, þegar ég spurði hann hvað væri næst á dagskrá. Nú er ég að vinna að opnun nýs staðar í sýningahöll- inni í Luxemborg. Þetta er stór veitingastaður og ráðstefnusalur og honum ætla ég að breyta fyrir tískusýningar og ferðakynningar. Ég er búinn að hafa samband við Ferðamálaráð og Flugleiðir upp á mögulegt samstarf, en ferðakynn- ingar eru óþekkt fyrirbæri í Lux- emborg. Ég ætla að opna þennan stað í ágúst með mat og öllu, en nú eru íslenskir trésmiðir að innrétta staðinn. Ég er spenntur að fá svör Ferðamálaráðs og Flugleiða um þeirra vilja, en þetta eru húsa- kynni á stærð við Súlnasal Hótel Sögu og feikna stórt eldhús sem á að geta matreitt fyrir 6000 manns á dag. Þetta er þannig allt i gangi og gengur ágætlega, en núna er ég með 6 fasta starfsmenn og tvær aukastúlkur um helgar." „Reksturinn hefur gengið ævintýralcga vel og staðurinn hefur náð upp miklum vinsæld- um, m.a. vegna mjög jákvæðra umsagna i blöðum og tímaritum i Luxemborg og þar hefur verið fjallað bæði um innréttingu stað- arins og þá rétti sem eru á hoðstólum sem þykja bæði ný- stárlegir og eftirsóknarverðir eins og t.d. fiskréttirnir sem við höfum lagt áherslu á. Grillsteikta stórlúðan, Ilalibut-Stcak, hefur slegið í gegn, en vinsælasti fisk- rétturinn er gellur,“ sagði Val- geir Sigurðsson, veitingamaður, í samtali við Morgunblaðið, en hann opnaði í október sl. sérstæð- an veitingastað i Luxemborg, sem ber nafnið Cockpit-Inn eða stjórnklefinn og þar prýðir húsa- kynnin stærsta safn mynda sem ... til er úr flugsögu íslands og i Sigurvin Gunnarsson, matreiðslumeistari, sem á nokkrum annarri álmu veitingahússins eru vikum kom Cockpit-lnn í hóp viðurkenndra veitingastaða hundruð mynda af islenskum Luxemborgar. skipum og svipmyndir úr lífi Ýmis félagasamtök halda fundi í Cockpit-lnn og þarna eru íslensku konurnar í Luxemborg mættar á staðinn en félagsstarf þeirra er mjög öflugt. „Kinnfiskur, lúða og gellur slógu í gegn“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.