Morgunblaðið - 27.10.1981, Síða 10

Morgunblaðið - 27.10.1981, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 Philip og Niels-Henning í vænni sveiflu í Háskólabíói. (l jA!,m <;“ðj6n) ANDINN Á LOFTI 10 Tónlist Sveinbjörn I. Baldvinsson Niels-Henning 0rsted Pedersen og l’hilip ('atherine í Háskólabíói 21. okt. og í Súlnasal 22. okt. Það ríkti mikil eftirvænting í sal Háskólabíós sl. miðvikudag þegar fyrstu dúó-hljómleikar bassasnillingsins Niels-Henn- ings og hins „unga Django", Philip Catherine, voru í þann veginn að hefjast. Allir voru spenntir, bæði af tilhlökkun og einnig af óvissu um það hvernig þetta færi nú allt saman. NH0P og Catherine aleinir í fyrsta sinn á hljómleikum. Á æfingunni fyrr um daginn var líka ekki laust við að greina mætti ákveðinn tauga- titring hjá þessum víttfrömuðu tvímenningum. Catherine rótaði í snúrum og apparötum og NH0P fiktaði órólegur við hljóðfærið, en þegar allt fór af stað, eftir að félagarnir gengu inn á sviðið við dynjandi lófatak allra þeirra sem með nokkru móti gátu komist fyrir í bíóinu, var ísinn brotinn og menn gátu hailað sér aftur í sætunum og hlustað. Hljómleikarnir hófust á tveimur tónsmíðum eftir Cath- erine, September Start og Every Day. Hið fyrra byrjaði rólega og draumkennt með hljómgítarleik höfundarins og þýðum laglínu- tónum úr músíkalskasta bassa jazzheims og brátt hljómaði blús um salinn. Every Day er dæmi um hinn riþmíska meginlands- jazz, sem þar væri hugsanlega kenndur við fönk-tónlist, en vesturheimskir menn myndu sennilega kalla hvítan blús. Það var ljóst frá upphafi, þetta miðvikudagskvöld í Há- skólabíói að Niels-Henning bjó að því að hafa leikið hér fjórum sinnum áður við frábærar undir- tektir, en Catherine einungis komið hingað einu sinni áður og þá sem u.þ.b. óbreyttur liðsmað- ur í tríói NH0P. Frændi okkar lék af vanalegu öryggi og þeirri yfirskilvitlegu fimi sem getur jafnvel orðið hversdagsleg í meðförum hans, svo fyrirhafn- arlaust sem hann beitir henni. En við þetta tækifæri var ekkert hversdagslegt við leik NH0P. Það er ekkert hversdagslegt við raunverulega virtúósa. Það er einkenni á íslendingum að þegar þeim er mikið brugðið, þar sem þeir eru í fjölmenni, þá tjá þeir sig jafnan með kjána- legu en einlægu flissi. Þetta kvöld sat hluti íslensku þjóðar- innar í Háskólabíói og flissaði að snilld Niels-Henning og þegar hugmyndaauðgin og tæknin til að fylgja henni eftir urðu yfir- gengileg, þá kjökurhlógu áheyr- endur. Annað var ekki hægt. Eftir hina belgísku opnun var haldið norður á bóginn í tón- rænni landafræði og tvímenn- ingarnir léku þrjú lög sem NH0P hafði ýmist samið eða út- sett, Future Child, Jeg gik mig ud en sommerdag og My little Anna. Niels-Henning var í aðal- hlutverki, en Catherine náði sér vel á strik í síðasta laginu, enda vel kunnugur því frá því að þeir hljóðrituðu það ásamt Ole-Kock Hansen og Billy Higgins og þrykktu á plötu NH0P, Jaywalk- in’ hér um árið. Næsta lag var eitt þeirra sem Catherine hefur leikið allt sitt líf, Nuages, eða Ský, eftir Django Reinhardt. Eftir listilegt forspil hóf þessi einfalda en máttuga laglína andann á loft og Catherine hélt honum á flugi drjúga stund, m.a. með glæsi- legum yfirtónaleik, svo undirrit- aður hefur ekki heyrt annað eins. Síðasta lag fyrir hlé var hinn hraði blús eftir NH0P, The Puzzle, sem yljaði svonefndum geggjurum á jazzsviðinu með voldugri sveiflu. Síðari hluti hljómleikanna hófst á hægu lagi Catherine, Janette, þar sem Niels-Henning beitti boganum ljúflega, en þessi rólega byrjun eftir hlé varð til að draga nokkuð úr þeirri stemmningu sem skapast hafði í lok fyrri hlutans. Autumn Leaves, gamall kunn- ingi af Trio-l-plötunni, fylgdi í kjölfarið, en varð hvergi nærri eins magnað og á skífunni góðu sem tekin er upp í Montmartre. Catherine hleypti sér aldrei neitt verulega af stað og listileg sóló NH0P kom ekki í stað hins áhrifamikla einleiks Catherines á plötunni. Þeir, sem ekki þekktu hana, gátu hrósað happi. Næsta lag var hinn frægi tangó eftir Gade, Jalousie, í útsetningu Ni- els-Henning og Palle Mikkel- borg. Fyrir Dani hefur þetta lag eitthvert mikið þjóðernislegt gildi, svo víðfrægt sem það er, en ég hefði fremur kosið að heyra eitthvað annað af eldri verkefn- um tvímenninganna, svo sem A Felicidade eða A Notion eftir Jobim og Albert Heath. Tónleikarnir enduðu líkt og þeir byrjuðu, með tveimur lögum eftir Catherine, Spiral og Air- power. Ég man lítið eftir hinu fyrrnefnda en hið síðara er á einhverri plötu þeirra félaga og sömuleiðis á plötu Catherine og Larry Corryell, Twin House. Þetta er geysihratt lag sem framkallaði mikið fliss hjá áhorfendum. Félagarnir léku tvö aukalög. Hið fyrra var rokkað stef eftir Catherine, sem mun bera nafn einhverrar götu í Brússel, en síð- ast léku þeir lagið um litlu lest- ina úr verki Villa Lobos. Þetta er létt og skemmtilegt stef af suð- rænum toga spunnið og einkar vel til fundið að draga það út úr hinni þyngslalegu útsetningu tónskáldsins, þar sem það heyr- ist varla. Kvöldið eftir léku þeir NH0P og Catherine í Súlnasal á Hótel Sögu. Stemmningin þar var nokkru afslappaðri en í bíóinu og báðir listamennirnir náðu að hefja sig til flugs hvað eftir ann- að, einkum átti Catherine sterkari leik hér en kvöldið áður, til dæmis í Autumn Leaves. Fé- lagarnir léku þrjú aukalög og þar á meðal hina fallegu ballöðu þeirra Brandt og Haymes, That’s All, sem Niels lék einn eins og á Jaywalkin’-plötunni, við mikinn fögnuð. Niels-Henning 0rsted Peder- sen er snjallasti kontrabassa- leikari í sögu jazzins. Þar fyrir utan er hann einkar mikill og alhliða tónlistarmaður og á þess- um tónleikum sýndi hann að hann er bæði virtúós á kontra- bassá sem er fágætt og lýrískur tónvefari, sem er enn fágætara. Ef einhver hefur haldið að NH0P væri bara duglegur hand- verksmaður ætti sá hinn sami að hlýða á hann í því samhengi þar sem hann ræður ferðinni, en er ekki að slá taktinn fyrir Oscar Peterson, Joe Pass eða aðra í virtúósaklúbbnum. Philip Catherine er að mínu viti eitt það besta sem hefur komið fyrir jazzgítarinn síðan Django var og hét. Hjá honum sameinast þegar best lætur, ástríðufull spenna og ljóðræn einlægni, sem er víðs fjarri í nótnaskothríðinni vestan hafs. En ég endurtek: þegar best læt- ur. Hann hefur oft gert betur en á þessum tvennum hljómleikum, þótt margt væri þar fallegt. Ég ræddi við mann nokkurn eftir síðari hljómleikana, sem sagði að gítaristinn hefði verið þreyttur og gæti spilað tíu sinn- um betur, kvaðst sá mjög óánægður með framlag hans þetta kvöld, sem öðrum þótti þó glæsilegt. — Þessi maður var Philip Catherine. Jazzvakning á heiður og þökk skilið fyrir að standa að þessum hljómleikum með miklum sóma og hljóðstjórn Magnúsar Kjart- anssonar var til fyrirmyndar. Nú er bara að bíða eftir plöt- unni. Góðir gestir frá Kfna Leiklist Jóhann Hjálmarsson Þjóðleikhúsið: PEKING-ÓPERAN KRÁ WIIHAN. Gestaleikur. Peking-óperan sem nú ferðast um Evrópu byggir á gömlum grunni, en hefur endurnýjað hefð óperunnar, gætt hana nýju lífi. Það sem kallað er Peking-ópera er ekki ópera samkvæmt skilningi Vesturlandamanna, heldur sam- bland margra þátta leiklistar: látbragð, tal, tónlist, söngur, fim- leikar, vopnfimi. Þótt efnisþráður- inn sé einfaldur hefur hann í sér ýmsar merkingar og lífsvisku ævintýranna góðu sem alls staðar eru jafn lifandi. Persónur Peking-óperunnar eru fyrst og fremst fulltrúar skap- gerða, tákn, en ekki ákveðnir ein- staklingar. Þess vegna beinist leiklist Peking-óperuflokksins í þá átt að skapa heildarmynd þar sem allir eru jafn mikilvægir. Enginn slakar á. Minnsta hlutverkið er ekki minna en hið stærsta. Þetta kemur samt ekki í veg fyrir að stjörnur verði til eins og til dæmis Wang Wanhua, Guo Yukun og Liu Hengbin. Dagskrá Peking-óperunnar sam- anstendur af mörgum stuttum atriðum. Frumsýningarkvöldið var hið margrómaða atriði Api gerir usla í himnaríki ekki sýnt, en aftur á móti Orustan á Yengtangfjalli. I því er viðfangsefnið bændaupp- reisn á Suitímabilinu (581—618) Uppreisnarmaðurinn Meng og fé- lagar hans eru sigursælir í þessari orustu. Þeir bera sigur úr býtum í bardaga sem á sér stað í straum- vatni fjarri mannbyggð. Ho, for- ingi Suimanna, hörfar með her sinn til borgarinnar, en Mengliðar elta þá, brjótast inn fyrir borg- armúrana og vinna lokasigur. Ekki er fjarri því að þessi orusta minni á aðra og afdrifaríkari fyrir Kína og Kínverja, þ.e.a.s. byltinguna. í Orustunni á Yengtangfjalli verður list Peking-óperunnar augljóst. Atriðið er ekki síst fim- leikar svo að áhorfandinn veit naumast hvort hann er staddur í leikhúsi eða sirkus. Sjálfir virtust listamennirnir barnslega glaðir yf- ir leikni sinni og endurtóku stökk- in að lokum fyrir fagnandi leik- húsgesti. Búningar og litir selja svip sinn á Peking-óperuna og hafa ákveðn- ar merkingar. Annars er sviðs- búnaður fábreyttur. Ljóðræn atriði eru Haustfljótið og Hvíti snákurinn eða töfragras- ið. Kvenlegur yndisþokki nýtur sín vel í þessum atriðum. Sama er að segja um Baihua prinsessa gerir sverðið að gjöf, en þar er sýnt hvernig ungur maður nær ástum prinsessu, en ætlun yfirmanns hans er reyndar að láta hann falla fyrir sverði prinsessunnar með því að fylla hann og koma honum fyrir í rúmi prinsessunnar. í staðinn fær hann sverðið að gjöf því að hin vitra prinsessa sér að brögð eru í tafli. Gistihúsið við vegamótin er atriði þar sem vopnfimi er sýnd. Tveir menn eigast við í myrkri í herbergi gistihúss. En þar er líka misskilningur á ferð. Haustfljótið er dæmigert fyrir list Peking-óperuðnar eins og hún er hvað þróuðust. Ung kona á leið til elskhuga síns leitar aðstoðar gamals ferjumanns til að komast yfir fljót. Ferjumaðurinn veit leyndarmál hennar og stríðir henni svolítið áður en hann ferjar hana yfir fljótið. Hér eru það hreyfingar og látbragð sem skipta mestu máli. List Peking-óperunnar er fjar- læg okkur, en alls ekki erfið til skilnings. Hafi þessir kínversku listamenn þökk fyrir komuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.