Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 Greinargerð frá !>ór Magnússyni, þjóðminja- verði - Fyrri hluti Störf og starfehættir Þjóðminjasafiisins Nýlena birtist í Helgarpóstinum (2. uktóber 1981) heldur rætin og illviljuð jírein um Þjóðminjasafn íslands, sem einkum er byg>;ð upp af viðtölum við safnfólk, innan stofnunarinnar og utan, þar á meðal undirritaðan svo og menntamálaráðherra. Grein þessi var kynnt á forsíðu blaðsins með fyrirsöginni: „Ástandið skelfi- legt“, og birtist þar mynd af Þjóð- minjasafnshúsinu, þar sem það er sýnt sökkvandi á kaf í drulludý, en yfir höfuðsvörðum þess standa tveir menn með skóflur. Virðist annar furðuánægður yfir verki sínu (að urða safnið), en hinn virð- ist líta saknaðaraugum eftir því niður í eðjuna. Má vera, að þessi mynd eigi að vera táknræn, ein- hverjir vilji veg þess norður og niður en aðrir kunni að sjá eitt- hvað eftir þjóðarminjunum hverfa í djúpið. I greininni örlar vart á neinu jákvæðu frá blaðsins hálfu um starfsemi safnsins og virðist helzt hafa verið reynt að henda á lofti það, sem miður mátti segja um þjóðminjavörzluna. Ekkert er nefnt, sem vel hefur verið gert, enda kannske ekki von. Rlöð selj- ast væntanlega litt með jákvæðum greinum þar sem því er á lofti haldið, sem vel er gert, en hins vegar er vænlegra til sölu ef h'ægt er að sýna fram á bresti og van- rækslu manna eða stofnana. Þessi háttur er alkunnur í blað- amennsku síðari ára hérlendis, að stofnanir og starfsfólk sé tekið fvrir og það svert í augum al- mennings. Vera má, að einhverjir taki mark á þessari grein Helg- arpóstsins og telji ástandið eins hrikalegt og haldið er fram í blað- inu, en ég vil þó leyfa mér að reyna að skýra frá starfi og til- gangi þjóðminjavörzlunnar og Þjóðminjasafnsins, ef ske kynni að einhver vildi vita, hvernig hlut- irnir eru í raun og veru hér í stofnuninni og annars staðar þar, sem hún kemur við í starfi sínu. Ekki ætti að þurfa að rekja upp- haf og feril safnsins fyrstu ára- tugina. Það byrjaði nánast sem framtak eins manns, Sigurðar málara Guðmundssonar, sem vann þrotlaust starf við lítinn skilning og nánast engin skilvrði. Safnið var húsnæðislaust að kalla lengi framan af, var holað niður hér og þar, og það var ekki fyrr en um miðja þessa öld sem það gat flutt í eigið húsnæði, sem reist var sem eins konar morgungjöf til lýð- veldisins. Þá fyrst var hægt áð hefjast handa um skipulega starfsemi, en fram að því hvíldi starfið nánast á einum manni, og það mun fyrst hafa verið eftir 1940 sem þjóðminjavörður fékk aðstoðarmann og um það leyti, sem það flutti í safnhúsið (1950—51), fékk það annan starfsmann til. Safnhúsið var reist á árunum eftir stríðið, þegar nánast ekkert fékkst til neins, byggingarefni var þá lélegt og sumt ekki framleitt, enda heimurinn nýkominn úr stórstyrjöld og öll framleiðsla í lágmarki. Arkitekt var ráðinn en þá var engin völ arkitekta, sem sérþekkingu höfðu á byggingum sem þessari, hvaða hlutverki þjóð- minjasafn skyldi yfirleitt þjóna nema hýsa hluti og hafa þá til sýnis. Ekki virðist hafa verið nóg tillit tekið til starfseminnar í safninu, skrifstofur voru aðeins í upphafi tvær við innganginn í safnið og lítil smíðastofa á neðri hæð. Að öðru leyti var húsið nær einungis sýningarsalir og í raun- inni voru engar sérútbúnar geymslur, heldur teknir sýn- ingarsalir til hliðar á neðstu hæð og herbergi í turni og þar útbúnar geymslur, svo og í risi. Líkast til hefur risið ekki verið hugsað til geymslu, en fljótlega rak nauðir til til að nota það pláss, sem fyrir hendi var á annað borð. Gluggar voru settir um allt húsið, sem ekki skyldi verið hafa. Hitakerfi hússins er að mestu leyti geislahitun. Pípur úr lélegu efni, sem menn eru nú að súpa seyðið af, þar sem hitakerfið er að gefa sig og hefur þó mikið verið lagt í endurbætur. Rakakerfi hússins komst aldrei í viðunandi lag. Gluggar voru steyptir úr kop- ar og hafa menn væntanlega talið, að hann væri bezta og varanleg- asta efni, sem völ væri á, og rúður einfaldar. Þegar í upphafi sáu menn þó, að þetta var misráðið, og voru trégluggar settir í efri hæð- inar strax, en fyrir nokkrum árum var skipt um alla aðra glugga og þá sett tvöfalt gler í húsið. Minnk- aði þá hitakostnaður að mun og rakastig jókst í húsinu, þar sem áður hafði raki sezt á rúðurnar sem móða. Gert var ráð fyrir lyftu í húsið í upphafi og lyftustokkur steyptur. Hins vegar fékkst ekki að kaupa lyftu og var það því ekki fyrr en á sl. ári að hún var pöntuð. Kom hún í vor og uppsetning stendur enn yfir, en vonandi verður hún full- búin í lok nóvember eða byrjun desember. — Þetta mál hefur ver- ið rakið áður á prenti og því ekki ástæða til að fjölyrða um það. Vinnuaðstaða starfsfólks hefur lengi verið mjög óhæg í húsinu og hefur nánast orðið að setja fólk niður hér og þar. En nú hillir und- ir nokkrar úrbætur í þessu efni. I húsinu er allstór íbúð á neðstu hæð, sem upphaflega mun hafa verið hugsuð sem húsvarðaríbúð, en í reynd höfðu þjóðminjaverðir hana til afnota, enda gegndu þeir lengstum að nokkru hlutverki hús- varðar. — Þessi íbúð hefur nú staðið auð í tvö ár og er ákveðið að gera hana að skrifstofum og yinnustofum starfsfólks, en fé mun verða veitt til þess á næstu fjárlögum. Safnrýmið er fyrir löngu orðið alltof lítið, enda hefur safnið ekki haft nærri allt húsið til sinna þarfa. Listasafn íslands hefur mestan hluta efri hæðarinnar og eina skrifstofu í turni. Þar eru þrengslin þó ekki minni en í Þjóð- minjasafninu sjálfu og hefur orðið að taka þar sýningarsaii undir geymslur, eins og í Þjóðminja- safninu. Þegar Listasafnið flytur héðan, sem nú hillir loks undir, verður safnið allt tekið til endur- skipulags og þá verður hægt að sýna með nýjum hætti það, sem nú er til sýnis svo og margt það, sem ekki hefur verið hægt að sýna fram að þessu. Nú munu einhverjir segja, að í rauninni sé allt það rétt, sem sagt hefur verið um safnhúsið, að það sé óhæfur varðveizlustaður þjóð- arverðmæta. Það er þó heldur djúpt tekið í árinni, en ljóst er, að vinda þarf bráðan bug að því að gera miklar endurbætur á húsinu til að það megi teljast gott. Sumir hafa sagt, að hið eina rétta væri að leggja gafnhúsið af og reisa nýtt í staðinn. Ekki er ég bjart- sýnn á slíka lausn þegar til þess er litið, hvernig tekst til með að byggja yfir þær menningarstofn- anir ríkisins, sem ekert eigið hús- næði eiga. Væri heldur óskemmti- legt að eiga grunn eða botnplötu í áratug og bíða sífellt eftir náð- argjöf fjárveitingavaldsins hverju sinni, en það er sjaldnast útaus- andi til slíkra hluta. Og hver mundi svo sem vilja flytja inn í hús, sem væri dæmt óhæft til allra venjulegra nota? Þetta er nóg um safnhúsið, en bæta má hér við, að á þessu ári fékkst komið á skipulegri nætur- vörzlu í Háskólahverfinu. Fara menn nú um á nóttum og koma í safnið á ýmsum tímum, ganga um allt húsið og hyggja að því, sem athuga þarf. Þetta var mikill létt- ir, því að eftir að flutt var úr hús- inu var alltaf viss hætta á skakka- föllum, annað hvort af manna- völdum eða óhöppum. Skakkaföll af mannavöldum eru mest yfirvof- andi í húsum sém þessu, þótt sem betur fer hafi íslenzk söfn að mestu sloppið við slíkt. Þó hefur komið fyrir, að hér í húsinu væru brotnar rúður að næturlagi, en al- kunna er, að erlendis eru þjófnað- ir og skemmdarverk í söfnum, kirkjum og einkaheimilum, og yf- irleitt alls staðar þar sem pen- ingaverðmæti er að finna, svo yf- irþyrmandi, að stórkostlegt vand- ræðaástand er víða. Hér í húsinu er margt ómetanlegra dýrgripa á alþjóðlegan mælikvarða. — Ný- lega hafa verið settar stálhurðir fyrir sýningarsali, en aldrei eru of miklar varúðarráðstafanir gerðar að þessu leyti. Margir býsnast yfir útþenslu ríkisvaldsins, enda virðist það víða dafna vel. Hér í safninu er þó ekki hægt að taka undir útþenslu- báknið. Við safnið starfa sex sérmenntaðir safnverðir í föstu starfi, auk þjóðminjavarðar. Hef- ur hver safnvörður nokkuð af- markað starfssvið, en þó verða þeir að hlaupa í hin óskyldustu störf nær daglega, eftir því sem þörfin krefur og ný málefni koma uppá hverju’sinni. Einn safnvörð- ur sinnir einkum fornleifarann- sóknum og skyldum hlutum, einn starfar við þjóðháttadeildina, einn sér að mestu um myndasöfnin, einn annast textíla safnsins, einn hefur með að gera gömlu bygg- ingarnar og einn annast skrásetn- ingu safnmuna. Fram til 1964 voru fastir sér- fræðingar fjórir, en þá var í tilefni aldarafmælis safnsins stofnuð þjóðháttadeild og aukið við nýrri stöðu. Árið 1968 var staða textíl- fræðings aukin úr hálfu starfi í heilt. Arið 1975 fékkst ráðinn við- gerðarmaður, sem fyrst var trésmiður og skyldi annast við- gerðir og viðhald safngripa, en þó einkum gömlu bygginganna, en síðan 1977 hefur starfið einkum verið við söfnun og viðgerðum véltækja og áhalda frá þessari öld. Viðgerðarmaður safnsins hefur þó orðið að sinna hvers kyns smíðum og viðgerðum, oft á tíðum á sjálfu safnhúsinu þegar í nauðirnar hef- ur rekið. Fram til 1979 var þjóðhátta- fræðingur á launaskrá safnsins við söfnun heimilda og samningu sérstaks ritverks, en þegar hann fór á eftirlaun þótti einsýnt að ráða safnvörð í staðinn. Það fékkst þó ekki með neinu móti fyrr en árið eftir. Bíða þurfti heimildar fjárlaga, en sú staða fékkst 1980 og sinnir sá starfsmaður einkum umsjá gömlu bygginganna, sem eru á fornleifaskrá svo og fram- kvæmdastjórn Húsafriðunar- nefndar. Að auki er svo ein skrifstofu- stúlka í safninu, sem sinnir öllum daglegum störfum á skrifstofu, vélritun, símavörzlu, reiknings- haldi og áritun reikninga og öðru því, sem venjulegu skrifstofuhaldi viðvíkur. — Þá eru gæzlukonur, sem annast safngæzlu á sýn- ingartíma. Þetta er nú báknið í Þjóðminja- safninu, tvær og hálf staða hefur bætzt við á 17 árum. Á hverju ári hefur verið leitað eftir nýjum og nauðsynlegum stöðuveitingum, með skriflegum greinargerðum og viðtölum við ráðuneyti og fjárveit- ingavald, en árangurinn sést hér. Það er fyrst nú, að staða viðgerð- armanns á sviði textíla er tekin upp í fjárlagafrumvarp. Hins vegar hefur safnið oft á tíðum haft lausafólk, tímabundið eða um lengri tíma. Bókavörður er enginn, heldur sinnir bókasafns- fræðingur aðfangaskráningu bókasafnsins í tímavinnu. Textíl- viðgerðarmaður hefur unnið í safninu frá sumrinu 1974, fyrst stopult en hin síðari ár í fastri vinnu, fyrst voru laun hans greidd af fé Þjóðhátíðarsjóðs en nú síðast eru laun hans greidd af rekstrarfé safnsins. Um árabil vann við- gerðamaður yfir vetrartímann að viðgerðum safngripa og sér- menntað fólk hefur unnið að skráningu safngripa og öðrum safnstörfum, einn starfsmaður hefur unnið nokkur ár að mestu í fullu starfi að skráningu þjóð- hátta og annar hefur unnið að samningu spurningaskráa og ann- arri söfnun þjóðhátta í samvinnu við safnvörð þjóðháttadeildar. Lengi mætti telja upp, hvaða starfsfólk vantar helzt. Á síðustu árum hefur verið beðið um stöðu skrifstofustjóra, eða rekstrar- stjóra safnsins, safnvörð til að annast þjóðminjaskráningu og húsvörð. Safnið þyfti nauðsynlega ljósmyndara og að auki þyrfti að- stoðarfólk hvarvetna til starfa undir stjórn safnvarða, sem ættu að vera deildarstjórar hinna ýmsu deilda. Ekki er þörf á að hafa þessa tölu lengri, enda npinu menn sjá, að þörfin er gríðarmikil hér í safninu á vel hæfu starfsfólki. Vera má, að betur hefði gengið með úrbætur hefði starfsfólk safnsins tekið upp á því að standa á Arnarhóli með hróp og kröfuspjöld eða leggjast á ganga fjármálaráðuneytisins, eins og á stundum hefur verið tíðkað, en ekki hvet ég til slíkra aðgerða. Kannske birtist þar svokölluð kurteisi eða skapleysi, en aðrir en starfsmenn Þjóðminjasafnsins munu betur kunna slíkar aðgerðir. En hvað getur þá þessi stofnun afrekað, úr því að mannfæð og fjárekla stendur henni sífellt fyrir þrifum? Hefur yfirleitt nokkuð verið gert síðustu áratugi, eða síð- an Matthías Þórðarson vann al- einn við safnið og tókst þó að koma gríðarmiklu verki af hönd- um á löngum starfsferli? Þjóðminjasafnið hefur með höndum hvers kyns minjavernd og minjarannsónir úti um landið, svo ^>g viðhald og umsjá menningar- sögulega merkra bygginga og ým- issa mannvirkja. Er þá fyrst að nefna gömiu byggingarnar, sem eru á fornleifaskrá og safnið ann- að hvort á eða hefur gert sam- komulag við eigendur um varð- veizlu á. Safnið á eða annast varðveizlu á alls 30 gömlum byggingum úti um land. Þær eru: Staðarkirkja á Reykjanesi (timburkirkja), Frú- arstofa í Árnesi (lítið timburhús), Kirkjuhvammskirkja í Húna- vatnssýslu (timburkirkja), Víði- mýrarkirkja (torfkirkja), Glaum- bær í Skagafirði (stór torfbær), Sjávarborgarkirkja í Skagafirði (timburkirkja), Hóladómkirkja (steinkirkja), bænhúsið í Gröf á Höfðaströnd (torfhús), vöru- geymsluhús á Hofsósi (stokka- byggt hús frá 18. öld), gamli bær- inn á Hólum í Hjaltadal (lítill torfbær), bæjarhús á Stóru- Ökrum (tvö torfhús frá tíð Skúla fógeta), málarastofa Arngríms Gíslasonar í Gullbringu (lítið timburhús), Saurbæjarkirkja í Eyjafirði (torfkirkja), klukkna- port á Möðruvöllum í Eyjafirði (úr timbri), bærinn í Laufási (stór torfbær), bærinn á Grenjaðarstað (stór torfbær), bærinn á Þverá í Laxárdal (stór torfbær), bærinn á Burstarfelli (stór torfbær), þær- inn á Galtastöðum í Fellum (meðalstór torfbær), kirkjan á Hofi í Öræfum (torfkirkja), Selið í Skaftafelli, gamlar hlöður þar og fleiri hús (torfhús), bænahúsið á Núpsstað (torfhús), sauðahús í Álftaveri (torfhús undir melþaki), bærinn og útihús á Keldum (stór og mörg torfhús), Krýsuvíkur- kirkja (timburkirkja), Nesstofa (steinhús), Viðeyjarstofa og Við- eyjarkirkja (steinhús) og að auki tvö vörugeymsluhús frá Vopna- firði í Árbæjarsafni (timburhús, annað hálfreist). Svo sem þessi upptalning ber með sér eru á ýmsum þessara staða mörg hús, einkum þar sem gömlu bæjunum fylgja útihús, þannig eru á Keldum sex hús auk bæjarhúsanna, og séu skemmur og smiðja talin sér verður talan þar tiu auk bæjarhúsanna. Ástand þessara húsa er mjög misjafnt, og hafa þó torfhúsin nær öll verið endurgerð eftir að þau komu í eigu eða undir umsjá safnsins, en þau þarf sífellt að endurbæta árlega og á nokkurra áratuga fresti þarf að byggja þau nnast frá grunni, því að torfið endist takmarkaðar stundir. Er nú nýbúið að gera við Víðimýrar- kirkju öðru sinni, bæjarhúsin á Hólum og bænhúsið í Gröf voru gerð upp öðru sinni sil. sumar, og er þó eftir að gera upp kringlótta 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.