Morgunblaðið - 27.10.1981, Page 16

Morgunblaðið - 27.10.1981, Page 16
16 ________________MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 27, OKTÓBER 1981__ Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna: Komum ekkí frá Miinchen í sporum — Midað við hinar háværu kröfur ýmissa hópa um þaó, aó einhliða falli lýdræðisríkin frá öilum þeim ráðstöfunum, sem taldar eru nauðsyn- legar til að tryggja öryggi þeirra og frelsi, hafði fundur Þingmannasam- taka NATO í Miinchen táknrænt gildi. 1938 hittust þeir á fundi í Miin- chen Adolf Hitler og Neville Chamberlain, forsætisráðherra Breta. ('hamberlain sneri heim og mælti gegn öllum viðbúnaði á móti einræðis- herranum, taldi sig hafa það fest á pappír með undirskrift Hitlers, að nú yrði „friður um vora daga“. Lýðræðisríkin eru nú ríkari reynslunni og við þingmennirnir, sem hittumst í Miinchen, snúum ekki heim af þeim fundi þeirrar skoðunar, að við tryggjum „frið um vora daga“ með því að gefast upp og treysta á orð einræðisherranna án eigin viðbúnaðar, sagði Olafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna á dögunum, þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Ólafur G. Einarsson er for- maður sendinefndar Alþingis hjá Þingmannasamtökum NATO, sem stofnuð voru 1955. A fundum samtakanna eiga 170 þingmenn frá öllum aðildarlönd- um Atlantshafsbandalagsins sæti. Samtökin starfa sjálfstætt, óháð bæði ríkisstjórnum og aðalstöðvum NATO í Brússel. Auk Ólafs sátu þeir Lárus Jóns- son, Jóhann Einvarðsson og Sig- hvatur Björgvinsson fundinn í Munchen. — Á fundinum fluttu margir þekktir menn ræður og var að ýmsu leyti fróðlegast að heyra sjónarmið þeirra, sem best hafa kynnst svonefndum „friðar- hreyfingum" í Evrópu, sagði Ólafur G. Einarsson. Franz Josef Strauss er forsætisráðherra í Bæjaralandi og flutti því setn- ingarræðu á fundinum. Hann minnti á, að íbúar í Bæjaralandi ættu 800 kílómetra löng landa- mæri að löndum Varsjárbanda- lagsins. Með því að líta austur fyrir landamærin gætu menn fengið daglega staðfestingu á ásýnd kommúnismans, þar væru blóðhundar, vélbyssuhreiður, og varðturnar handan gaddavírs og jarðsprengjubelta — allt þetta teldu valdhafar kommúnistar- íkjanna nauðsynlegt til að halda fólkinu, alþýðunni, innan al- þýðulýðveldanna. Bæjarar styddu að miklum meirihluta starf Atlantshafsbandalagsins og aðild að því, sagði Strauss. Hann komst einnig þannig að orði, að þeir, sem vildu ekki læra af reynslu sögunnar, yrðu þá að reka sig á það sjálfir, hve hörmuleg hún gæti verið. — Fulltrúi stjórnarinnar í Bonn, ráðherrann Peter Corteri- er úr flokki Helmut Schmidts, jafnaðarmannaflokknum, flutti ekki síður athyglisverða ræðu. Hnn vék að þeim siðferðilegu rökum, sem sjónarmið friðar- sinnans styðjast við og sagði, að allir menn þráðu frið og enginn gæti verið andvígur grundvall- arhugsjón friðarsinnans, að beita ekki valdi, þegar á málið væri litið frá sjónarhóli ein- staklingsins. Annað yrði hins vegar uppi á teningnum, þegar málið væri skoðað frá sjónarhóli þjóðfélagsheildar, það er að segja, þegar öryggi og trygging þess ræðst ekki einungis af ákvörðun einstaklings heldur byggist á því, að unnt sé að leysa deilur með stjórnmálaúrræðum. En frá þeim sjónarhóli yrðu ábyrgar ríkisstjórnir að líta á málið, ekki síst nú á kjarnorku- tímum. — Peter Corterier sagði, að auðvitað væri skiljanlegt, að menn óttuðust kjarnorkuvopn og eyðingarmátt þeirra. Þennan ótta yrði að virða og meta og bregðast af viti og sannfæringu við þeim spurningum, sem fram kæmu. Hins vegar mætti óttinn ekki ráða ferðinni við töku ákvarðana. í því efni mættu menn ekki gleyma óttanum við hitt, að þeir týndu frelsi sínu. Sagðist Corterier sannfærður um það, að þeir, sem nú óttast mest um velferð sína vegna til- komu nýrra kjarnorkuvopna í Evrópu og vilja einhliða hafna slíkum vopnum frá Bandaríkj- unum, yrðu ennþá hræddari, ef óskir þeirra rættust að þessu leyti, heldur en þeir eru nú. — Eins og á þessum orðum sést, sagði Ólafur G. Einarsson, rökræða menn við hina svonefndu „friðarsinna" og leggja sig fram um að leiða þeim fyrir sjónir, að þeir hafi rangt fyrir sér. Það er vissulega áhyggjuefni, að á sama tíma og Sovétmenn magna herbúnað sinn skuli þeir hafa slævt ýmsa aðila á Vesturlöndum svo, að þeir krefjast nú einhliða afvopn- unar og dirfast að kenna sig við friðinn. Það fer ekki á milli mála, enda margsinnis komið fram hjá Sovétmönnum sjálfum, meðal annars nýlega í Morgun- blaðinu, að þeir standa í nánu sambandi við þessar „friðar- hreyfingar". Á hinum fjölmenna Bonn-fundi sást, að þar voru menn að öllum toga og ungt fólk lagði land undir fót frá öðrum löndum til þátttöku. Hver borg- ar kostnaðinn við þessar ferðir og dvöl fólksins í Bonn? Er það tilviljun, að Sovétmenn leggi á það höfuðáherslu, í áróðri sínum að fólkið sjalft borgi þetta? — Jú, það var minnst á hug- myndirnar um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd. Lasse Budtz, jafnaðarmaður frá Danmörku, gerði þessar hugmyndir að um- talsefni í ræðu sinni. Hann ít- rekaði þá staðreynd, að engin kjarnorkuvopn væru á Norður- löndum, hins vegar kæmi ekki til álita að lýsa þau einhliða kjarn- orkuvopnalaust svæði meðal annars vegna kjarnorkuvopna í skipum á Norður-Atlantshafi. Þá kæmi ekki heldur til álita, að Norðurlöndin efndu til tvíhliða viðræðna um þessi mál við Sov- étríkin, kæmi til viðræðna yrðu þær að vera innan ramma Atl- antshafssamstarfsins og með fullu samráði við aðildarþjóðirn- ar í því. — Þá talaði fulltrúi jafnað- armanna frá Frakklandi ekki neina tæpitungu, þegar hann lýsti því yfir, að hin nýja stjórn þar í landi ætlaði ekki að breyta um afstöðu til Atlantshafs- bandalagsins. Sem kunnugt er tekur Frakkland ekki þátt í hernaðarsamstarfinu innan NATO, Frakkar treysta á sinn eigin kjarnorkuher. Franskur þingmaður kommúnista sat í fyrsta sinn fund samtakanna og tók hann þátt í störfum efna- hagsnefndarinnar. — Nei, það hefur ekki komið til tals, að Alþýðubandalagið ætti fulltrúa í nefnd Alþingis í þingmannasamtökunum, enda fælist í þátttöku þess viðurkenn- ing á aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu og varnarsam- starfinu við Bandaríkin. Það skref hefur þingflokkur Alþýðu- bandalagsins ekki þorað að stíga, honum er það sérstakt kappsmál að halda í þessa sér- stöðu sína. Raunar hafa þing- menn Alþýðubandalagsins oft mælst til þess, að hætt verði að veita fé á fjárlögum til þátttöku í störfum Þingmannasamtaka NATO. — Á fundinum í Munchen lýstu menn sérstakri ánægju yf- Ólafur G. Einarsson ir því, ef Spánverjar tækju ákvörðun um að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu, en það mál kemur til úrlausnar spánska þingsins innan skamms. Síðan lýðræði tók að blómgast á Spáni hafa áheyrnarfulltrúar þaðan setið fundi þingmannasamtak- anna. — Um málefni Tyrklands var rætt á fundinum og stöðu þing- manna þaðan, eftir að herfor- ingjar tóku þar völd. Var sam- þykkt, að við svo búið gætu þeir tekið þátt í starfi samtakanna sem áheyrnarfulltrúar. — Eins og fram kemur í ályktunum fundarins lýstu þing- mennirnir stuðningi við þau áform, að koma fyrir í Evrópu meðaldrægum kjarnorkueld- flaugum til að svara Sovét- mönnum og hvöttu jafnframt til viðræðna um afvopnunarmál. Hollendingar vildu milda þessa ályktun en voru einir á báti og veldur sérstaða þeirra æ meiri undrun. — Þegar við metum þessi mál öll, sagði Ólafur G. Einarsson að lokum, skulum við hafa það hugfast, að á síðasta áratug fjölguðu Sovétmenn hermönnum sínum um þriðjung, þeir hafa nú 4,8 milljónir manna undir vopn- um, meira en tvöfalt fleiri en Bandaríkjamenn. Þeir hafa auk- ið raunveruleg hernaðarútgjöld sín um meira en 50%, langt um- fram það, sem gerst hefur á Vesturlöndum. Til dæmis keppa NATO-ríkin að því marki, að auka útgjöld sín á ári um 3% umfram verðbólgu, og geta fæst staðið við það markmið. Á síð- ustu 10 árum hafa Sovétmenn fjölgað skriðdrekum sínum í um 50 þúsund en Bandaríkjamenn eiga 11 þúsund skriðdreka. Sov- étmenn hafa hætt að beita flota sínum til strandvarna og sækja nú út á heimshöfin með öllum gerðum skipa, stórum ofansjáv- arskipum í flota þeirra hefur fjölgað um 40%, en í flota Bandaríkjanna hefur þeim á sama tíma fækkað um 40%. Á síðasta áratug hafa Sovétmenn tekið nýja meðaldræga kjarn- orkueldflaug í notkun, SS-20 eld- flaugina og í þeim eru nú meira en 750 kjarnorkusprengjur, sem bent er gegn Evrópuríkjum og öðrum nágrannaríkjum Sovét- ríkjanna. — Þetta eru ógnvekjandi töl- ur og segja sína sögu eins og sú staðreynd, að í Suðaustur-Asíu hafa Sovétmenn beitt Víetnöm- um fyrir sig við stríðsaðgerðir í Kambódíu og Laos og í Afríku og Suður-Ameríku eru Kúbumenn útsendarar Sovétríkjanna. Sjálf- ur Rauði herinn réðst svo inn í Afganistan. Það er engin furða, að menn verði hræddir á Vestur- löndum, en hræðslan má ekki verða til þess að menn gefist upp, heldur þarf að bregðast við henni af raunsæi og festu og leita allra skynsamlegra ráða til að fá Sovétmenn ofan af hernað- arbrölti sínu. Enn er sú stefna ráðandi í Atlantshafsbandalag- inu, að samið skuli við Sovét- menn af styrk, það er þessi stefna, sem svonefndir „friðar- sinnar" eru andvígir, en við þingmennirnir lýstum stuðningi við á fundinum í Múnchen, þess vegna komum við ekki þaðan í sömu sporum og Neville Chamb- erlain forðum, sagði Ólafur G. Einarsson. Dubliners aftur á Islandi IIINIR kunnu írsku þjóðlagasöngv- arar „The I)ubliners“ eru væntan- legir hingað til lands á næstunni, og munu halda hér tvenna hljómleika í lláskólabíói 30. og 31. október. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir félagar leika hér á landi, því flestir muna eflaust eftir hljómlcikum þeirra á listahátíð fyrir nokkrum ár um, en þá spiluðu þeir fyrir troðfullu húsi. Dubliners eru meðal þekktústu þjóðlagasöngvara í dag, og sam- anstóð fyrst af þeim félögum Barney McKenna, Ronnie Drew, Ciaron Brouke og Luke Kelly. Fé- lagarnir komu fyrst fram á krá í Dublin, sem ber nafnið O’Don- oghues, en það er þekktur sam- komustaður þjóðlagaspilara og söngvara. Það var þó ekki fyrr en þeir höfðu tekið þátt í tónlistar- hátíð í Edinborg 1963, að þeir urðu þekktir og eftir útgáfu fyrstu plöt- unnar, sem hét „The Dubliners”, fóru þeir um tónlistarheiminn eins og stormsveipur, og eru nú frægir víða um heim. Á hljómsveitinni hafa orðið nokkrar breytingar á síðustu ár- um og núna spila með “The Dubl- iners" þrír hinna upprunalegu, en í stað Ciaron Bourke hefur komið John Sheahan. Á síðastliðnum árum hafa þeir haldið tónleika vítt og breitt um heiminn. Á þessu ári hafa þeir m.a. heimsótt Bretland, Ástralíu, Þýskaland, Sviss, Holland og hafa að- undanförnu verið á ferðalagi um Norðurlönd og ljúka þeirri ferð með umræddum tónleikum á íslandi. Eélagarnir „The Dubliners" en þeir hafa fengið það orð á sig að vera miklir tónlistarmcnn, miklir söngmenn og miklir bjórdrykkjumenn, og eins og sjá má á myndinni er hárvöxtur þeirra einnig mikill. Þann 26. september útskrifaði Ljósmæðraskóli fslands eftirtaldar Ijósmæð- ur: Fremri röð frá hægri: Sigríður Pálsdóttir, Guðlaug Björnsdóttir, Guð- mundur Jóhannesson, læknir, Kristín Tómasdóttir, yfirljósmóðir, Sigurður S. Magnússon, prófessor, Eva Einarsdóttir, kennari og Sigríður Ilaraldsdóttir. Aftari röð frá hægri: Guðrún Ólöf Jónsdóttir, Ólöf G. Björnsdóttir, Rún Torfadóttir, Elísabet Erlendsdóttir, Sumarlína Pétursdóttir, Katjana Edvardsdóttir, Hrefna Einarsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Katrín Edda Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.