Morgunblaðið - 27.10.1981, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981
Viðræður um sjálfsákvörðunarrétt Palestínumanna:
Stefnt að samkomulagi
fyrir næstkomandi áramót
Jcrúsalcm, 26. «któht*r. Al*.
MENACHEM Hegin, forsætisráð-
hcrra Israels, sagdi í dag eftir fund
sinn með Kamal llassan Aly, utan-
ríkisrádherra Egypta, að stefnt væri
aA því að ná samkomulagi um sjálfs-
ákvördunarrétt Araha á hernumdum
sva'Aum Israela fyrir áramót. Af
þessum sökum hafa deiluaóilar orcV
ió ásáttir um að færa næsta
samningafund sinn fram um fjóra
daga, en hann hefst í Kairó 4. nóv-
ember næstkomandi, og taka þátt í
honum ráóherrar og háttsettir emb-
ættismenn.
ísraelar og Egyptar hafa jafn-
framt orðið ásáttir um að leggja
allt kapp á að komast að sam-
komulagi um sérstök sjálfsstjórn-
arráð er færu með stjórn mála á
Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu, en um 1,3 milljónir Ar-
aba búa'á þessum svæðum.
Er hér um stefnubreytingu í
viðræðum ísraela og Egypta að
ræða, og sagði Begin, að ef deilu-
aðilar næðu samkomulagi í Kairó
í næstu viku, yrði þar um „meiri-
háttar árangur" í viðræðunum að
ræða, því ágreiningurinn um hin
kjörnu ráð er það sem flest hefur
strandað á hingað til.
Hingað til hafa viðræðurnar
einkum verið í þeim dúr, að deilu-
aðilar hafa freistað þess að sætta
sjónarmið sín og samræma af-
stöðu sína varðandi sjálfsákvörð-
unarrétt Araba á þessum svæðum.
Að sögn áreiðanlegra heimilda,
er engin trygging fyrir því að sam-
komulag náist með ísraelum og
Egyptum varðandi sjalfstjórnar-
ráðin, þar sem skoðanir þeirra á
þeim málum eru mjög skiptar og
ágreiningur djúpstæður.
Egyptar vilja að Palestínumenn
fái fullt réttar- og löggjafarvald
og að sjálfstjórnarráðin verði stór
í sniðum og hafi svipuðu hlutverki
að gegna og löggjafarsamkunda.
Yrði hér aðeins um að ræða skref í
áttina að fullu sjálfstæði Palest-
ínumanna á þessum svæðum.
Israelar vilja hins vegar fámenn
ráð og völd þess verði takmörkuð
við stjórn mála, svo sem mennta-
mála, heilbrigðis- og viðskipta-
mála. Af hálfu ísraela kemur ekki
til greina að stofnað verði sjálf-
stætt ríki á Vesturbakkanum og
líta þeir á þetta sváeði sem varan-
legan hluta af ísrael.
Þá er óljóst hvort Palestínu-
menn myndu fallast á sjálfstjórn-
arráð af því tagi sem deiluaðilar
vilja stofna á Vesturbakkanum og
G Aza-svæðinu, og hvort þeir
mvndu kjósa fulltrúa í það. Pal-
estínumenn hafa ítrekað haldið á
lofti kröfunni um sjálfstætt ríki.
Begin var að því spurður hvað
gerast mundi, ef samkomulag
næðist með þeim og Egyptum um
sjálfstjórnarráðin, en Palestínu-
menn sætu heima er kosið væri til
þeirra. Gerði hann þá ummæli
Sadats fvrrum forseta að sínum
og sagði: „Við höfum gert skyldu
okkar“.
Bendir þetta til þess að Egyptar
og ísraelar vilji útkljá deilu sína
um sjálfsforræði Araba á hinum
hernumdu svæðum, og þvo hendur
sínar af því máli.
Begin sagði, að þegar sjálfs-
stjórnarráðin hefðu verið stofnuð,
myndu Israelar leysa upp her-
stjórn sína á þessum svæðum,
fl.vtja hluta af hermönnum sínum
á brott og koma hinum fyrir á
Fleiri deyja
úr olíueitrun
Madríd. 26. uktober. Al*.
ÞRJÁR konur og einn karlmaður
létust um helgina úr eitrun af völd-
um matarolíunnar mannskæðu. Alls
hafa þá 175 manns látist af þessum
sökum frá því í maí. Enn eru 752 á
sjúkrahúsi með eitrunareinkenni
eftir að hafa neytt olíunnar.
„sérstökum öryggissvæðum".
A fundinum í Kairó í nóvember
verða Yitzhak Shamir, innanrík-
isráðherra ísraels, og Ariel Shar-
on varnarmálaráðherra Egypta og
Yosef Burg, innanríkisráðherra
Egypta, í forsvari fyrir viðræðu-
nefndunum.
Bandarísk yfirvöld hafa lagt
hart að deiluaðilum að komast að
samkomulagi hið fyrsta, svo það
megi verða til að styrkja stöðu
Mubaraks, forseta Egyptalands, á
forsetastóli.
Egypskir og bandarískir hcrmenn standa vörð við bandaríska AVV'Af’S-þotu á
herflugvelli 50 km vcstan við Kairó.
Mikill fjöldi öryggisvarða
setur svip sinn á Kairó
kairó, 26. októher. Al*.
VOPNAÐIR öryggisverðir í
leit að ofstækisfullum mú-
hameðstrúarmönnum setja
svip sinn á Kairó þessa dag-
ana og bera vitni um spenn-
una og óöryggið sem ríkir í
Egyptalandi eftir morðið á
Anwar Sadat forseta. Fréttin
af nýjum handtökum heyrast
daglega. Fram til þessa hafa
356 verið handteknir og
mörg hundruð teknir til yfir
heyrslu um allt land.
Á laugardag greindi vikutímarit
frá því að þrír hefðu verið hand-
teknir og 50 kg af dínamíti og 12
sprengjur fundist í kirkjugarði í
suð-austurhluta Kairó. Tímaritið
sagði að Nabawi Ismail innanrík-
isráðherra hefði fyrirskipað leit í
auðum grafhýsum og gröfum í
borginni. Ismail er yfirmaður ör-
Jarðskjálfti í Mexíkó
Mcxíkó, 26. uktóber. Al*
RAFMAGN fór af stórum hluta
Mexfkóborgar og í Michoacan-hér
aði í miklum jarðskjálfta sem varð í
Mexíkó á sunnudag. Þrír fórust í
jarðskjálftanum og 28 særðust.
Skjálftinn stóð í þrjár mínútur
og mikil hræðsla greip um sig en
furðu litlar skemmdir urðu á
mannvirkjum. Skjálftinn mældist
6,5 gráður á Richter-skala.
Guernica sýnd á
Spáni í fyrsta sinn
Madrid, 26. októlH‘r. Al*
ÞÚSUNDIR Spánverja biðu í langri
biðröð í Madrid til að sjá mynd
Pablo Picassos „Guernica" á sunnu-
dag þegar myndin var í fyrsta skipti
sýnd almenningi á Spáni. öryggis-
varsla við myndina var mjög mikill
ströng og hún höfð bak við skothelt
gler. Myndin var flutt frá Bandaríkj-
unum til Spánar í ágústmánuði. Hún
er í svörtum og gráum litum og sýnir
þjáningar manna og dýra í heims-
styrjöldinni síðari þegar sprcngivél-
ar Hitlers flugu yfir Guernica í
Baskahéraði.
Ung kona féll á kné fyrir fram-
an myndina og margir signuðu sig
þegar þeir sáu listaverkið í fyrsta
sinn eftir áratuga bið.
yggislögreglunnar en nú ber mun
meira á henni en nokkru sinni áð-
ur.
Á laugardag stóðu nokkur
hundruð öryggisverðir vopnaðir
AK-47-rifflum við lestarteina í
„Borg hinna dauðu" í suð-aust-
urhluta borgarinnar. Embættis-
menn vildu ekki segja hvers vegna
öryggisráðstafanirnar voru gerð-
ar. Öryggisverðirnir stóðu með
jöfnu millibili meðfram lestar-
teinum á um 3ja km löngum kafla
með byssurnar mundaðar.
Öryggisvarslan virðist vera
mun meiri nú en strax eftir morð-
ið á Sadat. Átök milli lögreglunn-
ar og trúarofstækismanna í borg-
inni Assyut og nýjar upplýsingar
um að tilræðið við Sadat hafi ver-
ið hluti af stærra samsæri sem
átti að leiða til byltingar líkt og í
íran kunna að vera ástæðurnar
fyrir því.
Hermenn standa vörð með vél-
byssur í varnargryfjum við sjón-
varpsstöðina á bökkum Nílar. Ör-
yggisverðir og byltingarlögregla
fara um hverfi Kairóborgar á
herbílum. Fólk sem fer um á nótt-
unni er oft stöðvað og beðið um
skilríki — og eiturlyfjaneytendur
kvarta undan skorti á ólöglegum
lyfjum eftir að Mubarak tók við
völdum.
Öryggisverðir hleypa aðeins
skráðum stúdentum inn á há-
skólasvæði Ein Shames-háskólans
í norð-austurhluta Kairó. Stúd-
entar segja að heittrúarmenn hafi
sig ekki lengur í frammi í kennslu-
stundum og fáir sjást klæddir ein-
kennisklæðnaði þeirra. En í.borg-
arhverfinu í kringum háskólann
hafa myndir af Mubarak víða ver-
ið rifnar niður.
Það er erfitt að segja til um
vinsældir Mubaraks heimafyrir.
Flestir virðast vilja gefa honum
tækifæri til að sýna hvað í honum
býr en margir undrast að hann
hafi aðeins ávarpað þjóðina einu
sinni síðan hann tók við völdum.
„Hann verður að gefa okkur ein-
hverja hugmynd um stefnu sína,“
sagði kaupsýslumaður í Kairó.
„Sadat ferðaðist um allt landið
eftir að Nasser lést 1970. Mubarak
hefur enn ekki talað til fólksins."
Kairóbúar, sem gagnrýndu
fjöldahandtökur á múhameðstrú-
armönnum og kristnum mönnum
sem Sadat fyrirskipaði í síðasta
mánuði, og voru andsnúnir harð-
orðum árásum Sadat á hinar ar-
abaþjóðirnar eftir friðarsamn-
ingana við Israel, viðurkenna að
þeir eru fegnir að hann er farinn
frá völdum. Ferðamenn og aðrir
gera sér ferð þangað sem Sadat
var myrtur og virða fyrir sér götin
eftir byssukúlurnar á áhorfenda-
pallinum þar sem Sadat stóð.
Mikill áhugi er á banatilræðinu
og nýjar upplýsingar um það birt-
ast daglega. Þau eru rædd á kaffi-
húsum í borginni.
Og þrátt fyrir skýringar full-
trúa stjórnarinnar velta Egyptar
því enn fyrir sér hvernig tilræðis-
mennirnir komust inn í hersýn-
inguna í herbúningum 6. október
sl.
7ÁVE
ASSOCIATED PRESS
Mótmæli friðarhreyfinga
ekki rétta leiðin til friðar
- segir Caspar Weinberger
l/ondon. HrusM-l. I'aris, Osló, Kóm, Ixis
Angeles, 26. oklólM'r. Al*
CASPAR W'einlærger varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna sagði að
taka þyrfti sívaxandi hreyfingu
gegn kjarnorkuvopnum í Evrópu
alvarlega en hún myndi hvorki
koma í veg fyrir styrjöld né hafa
áhrif á stefnu stjórnarinnar í varn-
armálum, áður. en hann flaug frá
London til Washington um helgina
eftir ferð um Vestur Evrópu og
fund með varnarmálaráðherrum
NATÓ-landanna.
Nicolae Ceausescu, forseti
Rúmeníu, sagði í viðtali við þýska
blaðið Frankfurter Rudschau í
dag að hann vildi að Sovétmenn
fjarlægðu kjarnorkueldflaugar
sínar frá Austur-Evrópu til að
koma í veg fyrir að bandarískum
eldflaugum verði komið fyrir í
Vestur-Evrópu. Ceausescu er
fyrsti leiðtoginn í A-Evrópu til að
gagnrýna sovésku eldflaugarnar
fyrir austan tjald.
Hundruð þúsundir manna tóku
þátt í mótmælagöngum gegn
kjarorkuvopnum í fimm höfuð-
borgum V-Evrópu um helgina.
Um 100.000 manns söfnuðust
saman í Hyde Park í London.
Mótmælin fóru friðsamlega fram
og Michael Foot, formaður breska
Verkamannaflokksins, kallaði
fundinn einn merkilegasta mót-
mælafundinn i sögu landsins.
Peter Blaker, varavarnarmála-
ráðherra Breta, sagði í dag að
mótmælin í Evrópu gætu spillt
fyrir afvopnunarviðræðum aust-
urs og vesturs, sem hefjast í
næsta mánuði, með því að styrkja
stöðu Sovétmanna við samninga-
borðið.
Milli 100.000 og 200.000 Belgar
tóku þátt í mótmælaaðgerðum
gegn kjarnorkuvopnum í Brussel.
Flestir stjórnmálaflokkarnir í
landinu stuttu aðgerðirnar en
þeim var beint gegn staðsetningu
bandarískra kjarnorkueldflauga í
V-Evrópu og sovéskum eldflaug-
um sem þegar hefur verið komið
fyrir fyrir austan tjald. Mótmæl-
in fóru friðsamlega fram.
Franskir friðarsinnar og eig-
inkona Kurt Waldheims, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna, ávörpuðu mótmælafund
sem haldinn var í París og um
50.000 sóttu. Pierre Mauroy for-
sætisráðherra, varaði við hætt-
unni af „hlutleysi" á landsfundi
franska Jafnaðarmannaflokksins
um helgina og Charles Hernu,
varnarmálaráðherra, sagði í
sjónvarpsræðu að „friðarstefna
gæti ekki verið einhliða". Þrátt
fyrir rótgróna friðarstefnu Jafn-
aðarmannaflokksins hefur ríkis-
stjórn hans verið einna harðorð-
ust vestrænna ríkisstjórna í garð
vígbúnaðar Sovétmanna.
Um 7000 manns tóku þátt í
mótmælagöngu í Osló á sunnu-
dagskvöld. Kjarnorkuvígbúnaður
bæði í austri og vestri var gagn-
rýndur. íslenskir stúdentar
dreifðu dreifimiðum sem á stóð
að ísland, Færeyjar og Grænland
ættu að vera hluti af kjarnorku-
lausu svæði á Norðurlöndum.
Yfir 200.000 tóku þátt í mót-
mælagöngu í Róm um helgina.
Mótmælendurnir báru spjöld sem
gagnrýndu vígbúnaðarkapphlaup
stórveldanna en meira bar á
söngvum gegn Bandaríkjunum en
Sovétríkjunum. Um 200 manns
tóku þátt í mótmælaglöngu gegn
kjarnorkuvígbúnaði í Los Angel-
es í Kaliforníu á laugardag til að
halda upp á upphaf „afvopnun-
arviku" Sameinuðu þjóðanna sem
hófst sama dag.