Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 Manchester Utd að verða óstöðvandi Swansea í kennslu í Coventry Tottenham tapaði óvænt heima Manchcster Utd. náði forystunni í ensku dcildarkeppninni í knattspyrnu á iauitardaginn, er liðió sótti Liverpool heim og vann góðan sigur og athyglis- verðan. Þótti United sýna þama stórleik og leikurinn í heild var að sögn frétlanianna BBU einn sá besti í nokkur ár. Það er ekki algengt að Liverpooi eigi undir högg að sækja á heimavelli sínum og að lið nái þar tvívegis forystu, en allt þetta kom á daginn á Anfield. Liverpool lék alls ekki illa, United-liðið lék einfaldlega mun betur og spá því margir að liðið gæti hæglega krækt í Englandsmeistaratitilinn, en það hefur United ekki tekist síðan 1967. United hóf leikinn af krafti og korn ekki á óvart er liðið náði forystunni á 24. mínútu. Frank Stapleton átti þá gullfallegan skalla að marki Liverpool sem Grobbelar varði á ótrúlcgan hátt. Hann missti knöttinn hins vegar frá sér og miðvörðurinn írski Kevin Moran kom aðvífandi og sendi knöttinn í netið. Liverpool kom meira inn í myndina eftir markið og allt til leikhlés gekk knötturinn markanna á milli á miklum hraða. Sama er að segja um upphaf síðari háifleiks. Kn upp úr miðjum síðari hálfleik skipti Liverpool Konnie Whelan inn á fyrir Dave Johnson og í kjölfarið náði hcimaliðið sínum besta leikkafla og í 15 mínútur eða svo sótti Liverpool af krafti með Whelan hættulegan í broddi fylkingar. Hann fiskaði vítið sem Terri McDermott jafnaði metin úr á 75. mínútu, komst þá inn fyrir vörn United, en Kcvin Moran skcllti honum. En United átti margar hættulegar sóknarlotur eftir þetta og Birtles, Coppell og Stapleton fengu allir dauðafæri þar sem mark Liverpool slapp ævintýralega. Sigurmark United kom í kjölfarið á færi Staplctons á síðustu mínútu leiksins, knötturinn barst þá til Bryan Robson, sem sendi hann áfram til Ray Wilkins. Og glæsileg stungusending hans rataði til bakvarðarins Albiston, sem komst á auðan sjó og skoraði örugg- lega. Úrslit leikja urðu annars sem hér segir: Coventr.v — Swansea 3—1 Ipswich — Arsenal 2—1 Leeds — Sunderland 1—0 Liverpool — Manch.Utd. 1—2 Manch.City — Nott.Forest 0—0 Middlesbr. — Everton 0—2 N.County — West Ham 1—1 Stoke — Birmingham 1—0 Tottenham — Brighton 0—1 WBA — Southampton 1—1 Wolves — Aston Villa 0—3 Ron Atkinson, framkvæmda- stjóri Manchester Utd., var í góðu skapi eftir Ieikinn eins og gefur að skilja. Fréttaskeyti AP höfðu eitt og annað eftir honum, m.a.: „Eg tel að United komi sterklega til greina sem Englandsmeistari og einungis Liverpool og Ipswich gætu staðið í veginum." Síðan hældi Atkinson leikmönnum sín- um og hélt áfram: „Eg var sér- staklega ánægður með leik okkar eftir að Liverpool jafnaði. Við tættum vörn þeirra þá í sundur og hefðum getað skorað 3—4 mörk áður en Albiston skoraði. Hann hefur verið okkar jafnbesti leik- maður það sem af er keppnistíma- bilinu.“ Þess má geta, að BBC og 1 DEILD Man. I lrf. 13 <; 2 16 7 23 Ipswirh II 7 2 2 22 14 23 Swanst-a II 7 1 :\ 22 i<; 22 Tottunham II 7 0 4 17 ii 21 Nolt. FwriKl II 4 4 2 14 12 19 Wcst llam II 4 <i 1 21 i:i IX Kvt-rton II •í :i :i 15 13 IX HrÍL'hton II 4 5 2 17 12 17 Soulhampton II 5 2 4 21 21 17 \ston Villa II 3 G 2 15 II 15 l'ovonlry II 4 3 4 19 17 15 Liverp4H>l II 3 r> :\ 15 13 14 Noils < ounty II 4 2 5 i<; 20 14 Hirmini;ham II :$ 4 4 17 14 13 Stokc II 4 1 t; IX IX 13 \lan. ('ity II 4 4 12 13 13 Arscnal II 3 :i 7 10 12 Ix’ods 12 3 :\ r> II 22 12 Wust Itrom. II •> 4 .» í> II 10 Middlosboroutfh 12 2 .! 7 X 19 9 Wolvos II 2 2 7 5 20 X Sundcrland II 1 4 <; r> 16 7 2. DEILD l.uton II X 1 2 27 II 05 Walford II X 1 2 19 10 25 Shcffiold Wcd. II 7 1 3 13 10 22 Qucuns l’ark K. II 6 1 4 17 II 19 < Mdham II 5 4 2 17 12 19 < harlton 10 5 2 3 15 11 17 < ’helsea II 5 2 4 15 12 17 Hlackburn II 5 2 4 12 12 17 Itarnsloy II 5 1 5 15 11 16 Ncwcastlp II 5 1 5 13 9 16 l/ficfstor II 4 4 3 14 12 16 < r. I'alacc II 5 1 5 10 X 16 Norwich II 5 1 5 14 19 16 < amhridt'c II 5 0 6 15 15 15 Shrcwshury II 4 3 4 13 15 15 Dorby < ounty II 4 2 5 14 IX 14 < irimsby II 4 2 5 13 19 14 Kolhcrham II 3 2 6 12 16 II < ardiff 10 3 2 5 12 IX II W rcxham 10 2 1 7 7 13 7 Itollon II 2 0 9 9 22 6 Oricnt 10 1 2 7 4 16 5 AP voru sammála um að sterkasta deild United hafði verði miðju- deildin með þá Bryan Robson og Ray Wilkins fremstu menn, voru báðir stórkostlegir í leiknum. Óvæntustu úrslitin Óvæntustu úrslit dagsins voru þó áreiðanlega sigur Brighton gegn Tottenham, því þó að Bright- on hafi spjarað sig, þá hefur verið geysilegur kraftur í Tottenham, sex sigrar í röð. Tottenham sótti látlaust gegn Brighton, en vörn gestanna með Steve Foster bestan, gaf sig ekki, og um miðjan síðari hálfleik náði liðið skyndisókn sem endaði með því að Mick Robinson skaust inn fyrir vörnina og skor- aði laglega. Ipswich í 2. sætið Ipswich tók stigin í leiðinlegum geðvonskuleik gegn Arsenal. Það var flogist á á áhorfendapöllunum og allt að því á vellinum á köflum. Ipswich var miklu sterkari aðil- inn, en var þó langt frá sínu besta. Paul Mariner skoraði fyrra mark Ipswich í fyrri hálfleik og snemma í þeim síðari bætti fyrirliðinn Mick Mills öðru við og voru mögu- leikar Arsenal þar með allir. Liðið potaði þó einu marki áður en yfir lauk og telst til tíðinda ef Arsenal skorar þessa dagana. Alan Sund- erland var þar á ferðinni. Með sigrinum settist Ipswich í annað sæti deildarinnar, hefur liðið jafn mörg stig og Manch. Utd, en lak- ari markatölu. Staða Ipswich er þó að því leyti betri, að liðið á tvo leiki til góða og gæti því skotist upp fyrir United. Vika á toppnum Ekki var dvöl Swansea í efsta sætinu löng, en liðið tapaði gegn Coventry á laugardaginn. Féll lið- ið við tapið niður í 4. sætið, svo hörð er keppnin. Swansea var ger- samlega yfirspilað af ungu og efniiegu liði Coventry. Mark Hat- ely kom Coventry yfir rétt fyrir leikhlé og enn var tími fyrir Rudi Kaizer til þess að bæta öðru við áður en blásið var til leikhlés. Hately bættj þriðja markinu við snemma í síðari hálfleik og mark Alan Curtis undir lok leiksins fékk engu bjargað fyrir Swansea. Aðrir leikir Everton kemur stormandi upp töfluna þessar vikurnar og þykir liðið vera í geysilegri framför. Boro átti aldrei glætu þó svo að leikið væri í Middlesbrough og markvörðurinn Jim Platt bjargaði liði sínu frá stórtapi. Það var Mick Ferguson sem skoraði bæði mörk- in, sitt í hvorum hálfleiknum. Ulfarnir eru að komast í slæma klípu á botninum og lítil bata- merki að sjá. Liðið hefur aðeins skorað 5 mörk í leikjum sínum ell- efu. Þrjú þeirra marka komu í ein- um og sama leiknum, þannig að hin tvö skiptast á 10 leiki. Geisl- andi sóknarknattspyrna eða hitt þó heldur. Liðið lék mjög þokka- lega framan af gegn Villa, en sem fyrr gekk brösulega að nýta færin og svo fór, að Villa náði betri tök- um á leiknum. Garry Shaw skor- aði tvívegis undir lok fyrri hálf- leiks og snemma í þeim síðari sendi bakvörðurinn Palmer knött- inn í eigið net. • Eddy Grey skoraði sigurmaik Iæeds. Ekki eru framherjar Sunder- land hættulegri en þeir hjá Woiv- erhampton, enda er liðið það eina sem er neðar í töflunni. Það er mikill fallstimpill á Sunderland, lið sem leikur góða knattspyrnu, en er gersamlega gæfulaust. Ekk- ert gengur upp. Liðið átti annað stigið skilið í Leeds, en rétt fyrir leikslok tókst gömlu kempunni Eddy Grey að skora sigurmarkið. Stoke rétti nokkuð úr kútnum með sigri sínum gegn Birming- ham, en hafði aðeins einn sigur í sarpnum úr síðustu níu leikjum sínum. Lee Chapman, hver ann- ar?, skorði sigurmark Stoke. Southampton fór illa að ráði sínu gegn WBA. Liðið hafði um- talsverða yfirburði.en tókst ekki að nýta þá til sigurs. Reyndar náði WBA forystu mjög snemma í leiknum, er Ally Brown skoraði. Þremur mínútum fyrir leikhlé tókst Mick Channon að jafna með góðri aðstoð WBA-miðvarðarins John Wile. Þar við sat, því gæfan yfirgaf sóknarmenn Southampton. Ekki hefði verið ósanngjarnt að Notts County hefði sigrað West Ham miðað við gang leiksins. Sér- staklega hafði County yfirburði í fyrri hálfleik, þegar Phil Parkes • Garry Birtles átti góðan leik með United, en var klaufi að skora ekki mark. hélt liði sínu bókstaflega á floti með snillarmarkvörslu sinni. Á fyrstu mínútum síðari hálfleiks náði WH síðan forystunni mjög svo gegn gangi leiksins, en Trevor Brooking var maðurin sem skor- aði. Don Masson jafnaði á 66. mín- útu og eftir það fengu leikmenn NC enn kjörin tækifæri til að gera út um leikinn, færi sem þeir ekki sinntu. Þá er aðeins ógetið um leik Man.City og Nottingham Forest. Þar hafði heimaliðið talsverða yf- irburði, en Peter Shilton er enginn aumingi í markinu og hann varði allt sem á markið kom með kjafti og klóm. • Ipswich er í 2. sæti deildar innar. Paul Mariner skoraði fyrra mark liðsins gegn Arsenal. 2. deild: Bolton 3 (Henri 2, Kidd) — Cam- bridge 4 (Spriggs, Turner, Gibb- ons, May). Cardiff 1 (Stevens) — Shrewsbury 1 (Gilbert sj.m.) Chelsea 1 (Mayes) — Barnsley 2 (Banks, Blavin) Cr. Palace 0 — Derby 1 (Swindle- hurst) Grimsby 1 (Wigginton) — Black- burn 1 (Garner) Newcastle 1 (Shinton) — Rother- ham 1 (Gooding) QPR, 2 (Stainrod, Gregory) — Leicester 0 Sheffield Wed. 2 (Bannister, Shirtliff) — Oldham 1 (Wylde) Watford 3 (Bolton, Barnes, Bliss- ett) — Norwich 0 Wrexham 0 — Luton 2 (Donaghy, White). Knatt- spyrnu- úrslit Kngland, 3. tleild: Burnley — Fulham 2—2 Carlisle — Walsall 2-1 Chesterfield — Brentford 0—2 Exeter — Preston 4—3 Lincoln — Bristol í’ity 1—2 Milwall — Gillingham 1—2 Plymouth — Chcster 5—1 Portsmouth — Newport 0—0 Keading — Wimbledon 2—1 Southend — Oxford 0—1 Swindon — Doncaster 2—2 Knjjland, 4. deild: Blarkpool — Porl Vale fr. Bournemouth — Bury 3—2 Bradford — Sheffíeld Utd 0—2 llalifax — Uolchester 0—2 llartlcpool — Torquay 0—0 llereford — Darlington 1—1 Hull — Aldershot 1—2 Mansficld — Crewe 0—1 Northamplon — Tranmere 3—2 Peterbrough — York 0—1 Kochdale — Stockport 4—1 Wigan — Scunthrope 2—1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.