Morgunblaðið - 27.10.1981, Side 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981
Umrædur um stefnurædu forsætisráðherra
Erlend skuldasöfnun:
„Sá þáttur hagkerfisins sem við
höfum mestar áhyggjur af...“
- sagði viðskiptaráðherra
„VERÐBÓLGAN h. fur m.a. valdið
því að sparnaðurinn í íslenzka hag
kerfinu hefur minnkað um helming
á 10 árum,“ sagði Tómas Árnasnn,
viðskiptaráðherra, í útvarpsumræð-
um sl. fimmtudag. Káðherra sagði
«g orðrétt:
„Með Ólafslögum var lagður
grunnur að auknum sparnaði og
hann mun fara vaxandi. En
hvernig höfum við farið að því að
halda uppi fullri atvinnu og mik-
illi uppbyggingu með svona litlum
sparnaði? Við höfum gert það
með því að auka erlendar lántök-
ur. Það er sá þáttur hagkerfisins,
sem við í Framsóknarflokknum
höfum hvað mestar áhyggjur af,
eins og sakir standa. En verð-
trygging inn- og útlána leggst
með ofurþunga á atvinnulífið og
húsbyggjendur. Sú tíð er horfin,
að hægt sé að gera út með halla og
jafna síðan hallann með sölum og
kaupum fiskiskipa. Verðbólgan er
hætt að byggja fyrir menn húsin.
Menn verða nú að borga þau lán,
sem menn taka, en sparnaðurinn
fer vaxandi. En það þýðir aftur á
móti, að unnt verður að fjár-
magna uppbygginguna með inn-
lendu fjármagni og draga úr er-
lendum lántökum. En hvaða val
eigum við þá? Jú, við getum fallið
frá verðtryggingu inn- og útlána.
Það þýðir hins vegar minni sparn-
að og meiri erlendar lántökur, þar
til allt okkar lánstraust er þorrið
og við sitjum uppi með gífurlega
greiðslubyrði vaxta og afborgana
af erlendum lánum. Hvað verður
þá um sjálfstæði þjóðarinnar?"
Samgönguráðherra um Flugleiðir:
„Mistök í bókun og
fleira sem óþolandi er“
STEINGRÍMUR Hermannsson,
samgönguráðherra, vék að málefn-
um Flugleiða hf. í umræðum um
stefnuræðu forsætisráðherra.
Hann sagði m.a.:
„Nú telja flestir allt benda til
þess, að framtíð N-Atlandshafs-
flugsins sé nokkuð bjartari en
áður var talið. Erlendir sérfræð-
ingar telja jafnframt, að Flug-
leiðir geti að nýju hazlað sér ör-
uggan völl í því flugi, enda sé
snuizt við breyttum aðstæðum af
þrótti með nýjum vélum og
bættri þjónustu. Spurningin er,
hvort sá lífsneisti sé ennþá til
hjá forráðamönnum félagsins,
sem nauðsynlegur er til þess að
þetta megi takast. Þeirri spurn-
ingu læt ég ósvarað. Hins vegar
verður því ekki neitað, að því
miður hefur þjónusta Flugleiða
hrakað mjög með gömlum úrelt-
um vélum, mistökum í bókun og
fleira, sem óþolandi er. Ég get
heldur ekki n eitað því, að mér
þykir orkúnni oft beint að því að
knésetja þá aðila sem þeir telja
sína keppinauta og þeir eru
orðnir margir og e.t.v. óeðlilega
fjölþættri starfsemi félagsins.
Þeirri orku þyrfti að beina að því
að bæta eigin rekstur.
í þessu sambandi er mjög um
það fjallað, hvort stuðla eigi
áfram að þeirri einokunarað-
stöðu, sem Flugleiðir hafa und-
anfarin ár haft á áætlunarflugi
til og frá landinu. Umræðan
minnir nokkuð á það þegar aðrir
en Eimskip voru að leyfa sér að
sigla með vörur og farþega. Ég
er á móti einokun ... Ég sé enga
hættu fólgna í því fyrir Flugleið-
ir að annað flugfélag fái að fjúga
á afmarkað svæði. Þvert á móti
er það von mín og trú, að slíkt
hreinsi einokunarstimipilinn af
félaginu og herði það til dáða.“
Sighvatur Björgvinsson:
„Myntbreytingin mesta
svindl í efinahagsmálum ...“
FKAMKVÆMD myntbreytingar, án
nauðsynlegra hliðarráðstafana til að
tryggja jákvæð áhrif hennar, var
harðlega gagnrvnd í útvarpsumræð-
uin sl. fimmtudag, sem frani fóru í
framhaldi af stefnuræðu forsætis-
ráðherra.
Kjartan Jóhannsson, þingmaður
Alþýðuflokksins, sagði m.a.:
„Vonirnar, sem bundnar voru við
myntbreytinguna eru nú brostnar.
Rikisstjórnin hefur einungis haft
áhuga á vísitöluvörunum. Margt
annað, einkum smáhlutir, hækk-
uðu í verði við myntbreytinguna
... Ég skal nefna eitt dæmi um
smáhlut, sem kostaði 18 krónur
fyrir myntskiptin en 2 (200) krónur
eftir breytinguna...“
Guðrún Helgadóttir, þingmaður
Alþýðubandalags, sagði:
„Hæstvirtur forsætisráðherra
gat um lækkandi verðbólgu ...
Hann gat þess hins vegar ekki, að
þrátt fyrir verðstöðvun á mörgum
sviðum fer verðlag sífellt hækk-
andi. Augljóst er að gjaldmiðils-
breytingin hefur haft umtalsverð
áhrif til hækkunar verðlags, eink-
um á smávörum, eins og réttilega
kom fram hjá Kjartani Jóhanns-
syni ... Eldspýtnabúnt, sem í fyrra
kostaði 600 krónur, kostar nú 11
krónur, eða 1100 gamlar krónur.
Þannig mætti lengi telja. . .“
Sighvatur Björgvinsson, þing-
maður Alþýðuflokks sagði:
„Myntbreytingin er mesta svindl
í efnahagsmálum, sem nokkur rík-
isstjórn á Islandi hefur leikið. Rík-
isstjórnin taldi fólki trú um, að
með henni væri verið að brjóta
blað. Margir trúðu því. Loksins
gætu menn farið að bera virðingu
fyrir íslensku krónunni, en hvað
segir fólk nú? Nýja krónan hefur á
10 mánuðum hrapað um 30 aura í
verðgildi ... Hvaða áhrif hefur
myntbreytingarsvindlið haft á
verðlagið í landinu?"
V idskiptarádherra:
„Verðlagskerfið í frjálsræðisátt“
TÓMAS Árnason, viðskiptaráðherra, boðaði breytingar á ís-
lenzku verðlagskerfi í frjálsræðisátt í útvarpsumræðu í fram-
haldi af stefnuræðu forsætisráðherra. Orðrétt sagði viðskipta-
ráðherra:
„Ég hefi á þessu ári undirbúið að færa verðlagskerfið í frjáls-
ræðisátt, sem felur í sér hvatningu til hagstæðari innkaupa til
landsins."
Ráðherra skýrði ekki frekar, hvers konar breytingar væru í
vændum né hvenær til framkvæmda kæmi. Heldur ekki hvort
samstaða væri í ríkisstjórninni um þessar fyrirætlanir hans.
Frá kaffidrykkjunni í Festi.
Ljó.sm.: Mbl. (lUÓdnnur
Sjónskertir heim-
sækja Svartsengi
(■rindavík, 21. október.
NÝLEGA var farin hin árlcga ferð
Lionsklúbbsins Njarðar úr Reykja-
vík með sjónskert fólk af höfuðborg-
arsvæðinu. Að þessu sinni buðu þeir
gestum sínum í varmaorkuver
Svartsengis við Grindavík. Þar var
tekið við fólkinu af ráðamönnum
Svartsengis og lýst fyrir því um at-
hafnir hitaveitunnar.
Að því loknu buðu Njarðarmenn
til kaffidrykkju í Félagsheimilinu
Festi. Þar tóku á móti Njarðar-
mönnur og gestum þeirra Lions-
menn úr Grindavík og konur
þeirra sáu um allar góðgerðir. Þar
sagði Tómas Þorvaldsson Lions-
maður í Grindavík gestum sögu
Grindavíkur. Ferðin þótti takast
mjög vel að vanda. — Guðfinnur
Steingrfmur Mermannsson:
Tek ekki undir kröfur
um grunnkaupshækkanir
fyrir þá hærra launuðu
„UM KRÖFUR verkalýðshreyf-
ingarinnar annars vegar og hins veg-
ar það sem vinnuveitendur bjóða er
kannski ekki hægt að segja svo mik-
ið, en ég get ekki tekið undir kröfu
þeirra, sem hærri eru í launum, um
grunnkaupshækkanir, sagði Stein-
grímur Hermannsson sjávarútvegs-
ráðherra og vísaði hann til ummæla
í ræðu sinni við útvarpsumræður í
Alþingi í síðustu viku.
1 ræðu sinni þar sagði Stein-
grímur Hermannsson m.a. að „til
að góður áfangi náist einnig á
næsta ári í niðurtalningu verð-
bólgunnar er nauðsynlegt að
marka launamálastefnu, sem sam-
ræmist þeirri hjöðnun verðbólgu,
sem menn setja sér. Ef menn vilja
að sá áfangi verði umtalsverður
fæ ég ekki séð, að svigrúm sé fyrir
almennar grunnkaupshækkanir,
enda slíkt fals eitt. Hins vegar er
eðlilegt að stefna að nokkurri
aukningu kaupmáttar, t.d. með
skattalækkunum fyrst og fremst á
lægri laun.“
Svavar Gestsson:
Forsendur fyrir auknum
kaupmætti eru framleiðni-
aukning og jafnrétti
„VERKALÝÐSHREYFINGIN hefur
sett fram kröfur sínar um samning
til tveggja ára með minnkandi verð-
bólgu og stígandi kaupmætti og ég
tel að með aukinni framleiðslu,
sparnaði, jafnréttissjónarmiðum og
breyttri tekjuskiptingu eigi að vera
unnt að skapa forsendur fyrir tryggri
og jafnri aukningu kaupmáttar á
þeim tíma sem samið verður um í
næstu kjarasamningum," sagði
Svavar Gestsson félagsmálaráðherra
er Mbl. spurði hann álits á komandi
kjarasamningum.
Svavar Gestsson sagði, að sam-
einast þyrfti um leið er bætt gæti
lífskjörin og stuðlað að minni
verðbólgu. Kvaðst hann leggja
áherslu á aukna framleiðni,
sparnaði í hagkerfinu, bæði hjá
milliliðum og í opinberum búskap
og í þriðja lagi sagði hann menn
verða að gera sér það ljóst, að að-
eins verði kjör láglaunafólks og
manna með miðlungstekjur bætt
að þeir sem best séu settir gefi
nokkuð eftir. Þyrfti m.a. að gera
ráðstafanir til þess gegnum
skattakerfið að flytja fé frá þeim
til þeirra sem minna hefðu handa
á milli.
Hitaveita Akureyrar:
Ný borhola við Botn gefur góðar vonir
Akuri’yri, 24. iiktóbfr.
IIEITT vatn kom úr borholu hjá
Kotni í Hrafnagilshreppi í morgun,
sennilega 10 til 15 sckúndulítrar, en
ekki hefur gefist tími til að mæla
vatnsmagn eða hitastig vatnsins þar
sem fríhelgi bormanna fer nú í
hönd. Korinn hefur verið í mjög
hörðu bergi undanfama daga, og
borun gengið seint, en í gærkvöldi
hrökk hann í gegnum hið harða
berglag og í morgun fór vatnið að
renna upp með borstöngunum.
Þetta vatn er kærkomin viðbót
við hér um bil 30 sek.l. sem fást úr
holu við Hrafnagil, um 70 metra
norðan við Botnsholuna. Það vatn
kemur af 1000 m dýpi, en holan er
orðin 1200 metra djúp. Ekki er enn
hægt að fullyrða hvort samband
er miili holanna.
I dag er verið að þrýstiprófa
vatnsæðina sem liggur frá Hrafn-
agili þvert yfir Eyjafjarðardalinn
að Laugalandi, og væntanlega
verður vatninu hleypt á þá æð á
morgun. Eftir fárra daga rennsli
mun þetta nýja Hrafnagilsvatn
verða látið renna inn á dreifikerfi
Hitaveitu Akureyrar. Þar með
ætti þörf bæjarbúa fyrir heitt
vatn að vera fullnægt, miðað við
núverandi notkun, og ekki ætti að
vera nauðsynlegt að endurhita
bakrennslisvatn. Nú er búið að
tengja öll hverfi bæjarins hita-
veitunni, nema Garðahverfi II, en
þar eru hús yfirleitt hituð með
rafmagni.
Næstu framkvæmdir Hitaveit-
unnar verða áframhaldandi bor-
anir með Narfa á Glerárdal, en
þar á að dýpka holu úr 330 metr-
um í 6 til 800 m og leggja æð frá
henni að safnþró skammt frá
Steypustöð Malar og sands hf.
- Sv.P.