Morgunblaðið - 27.10.1981, Page 28

Morgunblaðið - 27.10.1981, Page 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 Yerður valdabarátta á Lands- íundi eða fá málefni og heill þjóðarinnar að ráða ferðinni eftir Pál V. Daníelsson Fólk hefur verið að ræða for- ystuvandamál Sjálfstæðisflokks- ins o(í þar hefur mér fundist að ýmisleKt hafi verið sagt, sem sýni mikinn misskilninK á stefnu hans ojí eðli. Mikil vinna var lögð í að byggja upp skipulagsreglur Sjálfstæðis- flókksins og lagði ég meðal ann- arra þar hönd að. I reglunum eru ákvæði um starfsvið hinna ýmsu stjórnunarþrepa í flokknum, bæði í einstökum byggðarlögum og í heild. Koma þar fram eins og jafn- an er í slíkri uppbyggingu viss pýramídaþrep með mismunandi miklu áhrifavaldi á gang mála. Hættan í sambandi við það að framselja mikið vald til slíkra stjórnunarþrepa er sú, að þeir, sem þar sitja, fari að túlka settar reglur þrengra en ætlað var, þótt hinsvegar að e.t.v. sé ekki farið út fvrir orðanna hljóðan. Ég var í þeirri trú, að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, sem byggir á frelsi og framtaki ein- staklingsins, gæti ekki lent í þeirri stöðu að túlka reglur sínar þröngt í innri málum sínum og því væri öllu óhætt. Fjöldaflokkur Stefnumið Sjálfstæðisflokksins grundvallast á því að hann geti verið fjöldaflokkur. Þar geti hver einasti frjálshuga og þjóðhollur íslendingur fundið rúm fyrir hug- sjónir sínar og áhugamál. Það verði að taka tillit til fólksins, hvort sem það binst flokksböndum eða ekki. Það verður því að fara með gát. Og vel getur það hent, að atkvæðagreiðsla innan hópa sem mynda hvert þrep í pýramídanum spegli alls ekki vilja almennings og þá er sannarlega hætta á ferð- um. Hafi sjálfstæðismenn ekki áttað sig á þessu fyrr, þá sýndu síðustu kosningar þetta rækilega á Suðurlandi og Norðurlandi og aft- ur við myndun núverandi ríkis- stjórnar. Og að vakna upp við það, að fólkið, grunnurinn undir pýra- midanum, væri e.t.v. ekki sama sinnis og fólkið uppi í þrepum hans er óþægilegt og þá er við því að búast að menn falli í þá freistni að fara að kenna hver öðrum um í stað þess að líta á vandamálin sjálf og takast á við þau og komast á réttan veg. Ad finna sökudólg Þegar úrskeiðis fer þá er oft ein- falt að gæla við þá hugsun að ein- hver hljóti að vera sökudólgur og hann þurfi að finna, kenna honum um alla hluti og einfaldlega fórna honum. Sé siíkt innleitt eins og þekkist annars staðar frá þá búa menn stöðugt við þann ótta að misstíga sig og þá verði þeir ein- faldlega settir út á kaldan klaka. Slík harðlína hefur vissan styrk í för með sér og skapar festu og ákveðna stjórnun, en kallar jafn- Útvarpsráð ræddi nýlega á fundi drög að desemberdagskrá sjónvarpsins og vakti þá Eiður Guðnason máls á því, að rétt væri að sjónvarpa á Þorláks- messu og daginn fyrir gamlárs- dag, en þessa daga hafa útsend- ingar verið felldar niður vegna útsendinga fimmtudagana að- fangadag og gamlársdag. Erna framt á það að flokkur, sem býr við þannig stjórnkerfi, getur aldrei orðið fjöldaflokkur fólks með ólíkar skoðanir eða laðað fram virka þátttöku í pólitískum málum. Þetta getur því á engan hátt samrýmst Sjálfstæðisflokkn- um. Flarðlínuraddir Þó hafa komið fram harðlínu- raddir. Þeir, sem skrá sig í flokk- inn, eigi að ráða og innan hvers pýramídaþreps eigi að ráða afl at- kvæða og minnihlutinn eigi ein- faldlega að hlýða, hvað sem sann- færingu og samvisku líður. Jafn- vel að vera flokksrækir eða sem einfaldara er, ef menn vilja ekki taka það á sig að reka menn úr flokknum, að búa til reglur, þar sem þeir eru dottnir úr flokknum á sjálfvirkan hátt. Taki Sjálfstæð- isfíokkurinn upp slíka harðlínu- stefnu þá er hann búinn að vera sem fjöldaflokkur og verður þá að taka afleiðingunum af því. Minnihlutahópar I þjóðfélagi, þar sem frjáls skoð- anaskipti eru, skapast mjög mis- munandi viðhorf fólks til ein- stakra mála og málaflokka. Getur þar ráðið búseta, hvaða störf fólk stundar, hvernig það er í stakk bú- ið til að komast áfram í lífinu og margt fleira. Þetta ættu allir að skilja, ekki síst eftir að tekið var upp að helga hvert ár ákveðnu málefni eða ákveðnum hópum í þjóðfélaginu. Það er mjög óheppi- legt að fólk skiptist í jafnmarga stjórnmálaflokka og skoðanahóp- arnir eru. Vilji stjórnmálaflokkur verða stór flokkur þá þarf hann að leiða saman hina ólíku skoðana- hópa til starfa innan vébanda sinna. Og þótt sumir þeirra hópar séu smáir þurfa þeir að geta treyst því að réttur þeirra sé ekki fyrir borð borinn. Úrskurður mála með afli atkvæða á fámennu pýra- mídaþrepi í stjórnkerfi eins stjórnmálaflokks getur því verið varasamt þegar tugir þúsunda standa að baki flokknum. Ekki er það síst hættulegt, þegar binda á minnihlutann á slíku þrepi til að fylgja sér í andstæðum málum á öðrum vettvangi. Þ.e. flokksræð- inu er beitt. llmburóarlyndid Hugsjónamaðurinn hlýtur ávallt að byggja á almennri vel- ferð fólks og skilja þörfina á bandalagi hinna ýmsu sjónarmiða og afla í þjóðfélaginu til þess að ná settum markmiðum. Ég hefi haft þá trú að Sjálfstæðisflokkur- inn væri þetta sameiningartákn. En til þess verður hann að vera víðfeðmur og umburðarlyndur. Hann verður að byggja á þeim grundvallaratriðum, sem tryggja sjálfstæði og frelsi einstaklings- ins, rétt hans til þess að ráða mál- um í sínu umhverfi og umfram allt að forðast að taka af honum Ragnarsdóttir tók undir sjón- armið Eiðs en í skoðanakönnun voru 4 útvarpsráðsmenn andvígir útsendingum á Þorláksmessu, en Eiður og Erna meðmælt. Hins vegar voru 4 fylgjandi útsending- um daginn fyrir gamlársdag, en tveir á móti. Málið var ekki end- anlega afgreitt á þessum fundi. „Markmið Sjálfstæðis- flokksins hlýtur að vera það að fá aukinn styrk til að koma hugsjónum sín- um í framkvæmd og keppa því að hreinum meirihluta. Verkefnin eru því ærin. Ég skil ekki hvers vegna menn þurfi að vera ósáttir þótt þeir séu ekki að öllu leyti á sömu skoðun, það er ekki hægt í stórum flokki.“ - ráðin til að sjá sér og sínum far- borða, heldur að treysta einstakl- ingnum og virða hann. Forystu- menn eins flokks þurfa að skilja það, að þeirra hugsun eða handtök eru ekki þau einu réttu. Það þarf því mikið umburðarlyndi og víð- sýni til að stjórna stórum stjórn- málaflokki, þar er harðlínustefna til bölvunar. Vil ég vísa til ágætra greina Péturs Hafstein í Morgun- blaðinu, þar sem hann m.a. hvetur mjög til umburðarlyndis. I'ersónuleg valdaharátta má ekki ráða í stjórnmálaflokki eins og Sjálfstæðisflokknum eiga ekki að vera vandamál út af ákveðnum persónum í flokknum. Og mál, sem upp koma, má ekki leysa með tilliti til einstakra persóna. Sé það gert þá hverfa í skuggann hug- sjóna- og stefnumálin. Forystu- menn flokksins hafa oft talað um það, að nauðsynlegt sé að almenn- ir flokksmenn standi fast saman og vinni vel. Og oft hafa þeir stað- ið fast að baki sínum forystu- mönnum, þegar til átaka hefur komið, enda þótt forystumennirn- ir hafi gert annað eða minna en vænst var. Það er því beiskur bik- ar að bergja á þurfi átök á milli forystumanna í flokknum að koma til kasta Landsfundar. Hvað á að gera á Landsfundi? Það er einfalt mál. Það á að snúa sér að því að byggja upp stefnu flokksins og færa hana í þann búning, að fólk skilji hana og finni rúm fyrir sjálft sig til starfa innan hennar víðu marka. Það þarf einnig að gera sér grein fyrir því að sumt af því, sem áður hefur verið lögð áhersla á, hentar e.t.v. ekki í dag. Verulegar breytingar getur því þurft að gera svo og að taka upp ný viðfangsefni í sam- ræmi vð þróun tímans. Ileimilið verði númer eitt Ég held það dyljist fáum að þróunin undanfarin ár hafi verið sú, að heimilin séu ekki þeir hornsteinar og áður var. Astæður eru e.t.v. margar en ein sú veiga- mesta er, að bæði hjónin hafa í æ ríkari mæli orðið að afla þess fjár, sem heimilið hefur þurft á að halda. Og því miður er það oft meira af brýnni fjárhagslegri nauðsyn heldur en að það sé talið skynsamlegt. Ég tel því að það sem Sjálfstæð- isflokkurinn þurfi fyrst og fremst að gera í stefnumótun sinni á, Landsfundi sé að snúa sér að þeim málum, sem nánast snerta dagleg störf og lífsafkomu fólksins í land- inu. Ný stefna Þess vegna hefi ég sett fram hugmyndir um gjörbreytingu í launa- og lífeyrissjóðamálum, þannig að fólk gæti strax fengið fullan og verðtryggðan lífeyri. Ennfremur að tekin séu upp laun fyrir heimilisstörf sem metin verði eftir aldri barna. Með þessu mundu leysast mál fjölskyldunn- ar, heimavinnandi foreldra, ör- yrkja og aldraðra. I þessu sam- bandi hefi ég bent á möguleikann til að afnema launatengd gjöld og nota það fé til að hækka lágu launin og jafnframt væru af- numdir beinir skattar án þess að hækka aðra skatta. Er ekki hægt að rekja þetta mál sérstaklega hér. Þetta mundi valda þeirri grund- vallarbreytingu, að fólk yrði sjálfstætt og sjálfbjarga, það réði sjálft yfir sjálfsaflafé sínu og það mundi draga stórlega úr margs- konar forsjá opinberra aðila. Þjóðfélagsbyggingin yrði miklu einfaldari og einstaklingurinn áhrifameiri um málefni sín. Aukið frelsi Við viljum aukið frelsi einstakl- ingsins í þjóðfélaginu og því hljót- um við að berjast af alefli gegn viðjum rikisafskipta og sósíal- kapítalisma. Og frelsi þarf að ríkja í Sjálfstæðisflokknum. Ætli hann að halda á loft kyndli frelsis- ins verður hann að gæta þess að ekki verði of þröngt innan hans sjálfs, heldur verði þar hátt til lofts og vítt til veggja. Þannig var stefna flokksins mörkuð í upphafi og hann var það heppinn að eiga stórbrotna og frjálslynda forystu- menn, sem skildu þetta og unnu samkvæmt því. Verndun lýðræðisins Stjórnarskráin tryggir almenn- ingi kosningarétt og að fram fari kosningar ekki sjaldnar en á fjög- urra ára fresti. Eru þau ákvæði lýðræðinu til verndar. Almennur kosningaréttur veitir stórnvöldum aðhald og kemur í veg fyrir að þau misbeiti valdi sínu. En sá mann- legi breiskleiki er fyrir hendi, að þeir, sem til valda komast á ein- hverju sviði, reyni að slá um sig skjaldborg sér vilhallra manna og þrengja jafnframt möguleika ann- arra til að geta ógnað valdi sínu. Stjórnmálariokkar Til þess að geta viðhaldið lýð- ræðisríki verður ekki komist hjá starfsemi stjórnmálaflokka. Um þá hafa samt ekki verið sett sér- stök lög. En meðan þeir vilja við- halda og vernda lýðræðið í land- inu hafa þeir stjórnarskrána að leiðarljósi. Kosningalögin sjá þó fyrir því að frjálslyndi geti ríkt innan stjórnmálaflokkanna og hinn almenni flokksmaður geti veitt flokksforystunni aðhald. Þannig er löglegt, þyki fólki á ein- hvern hátt of þröngt um sig eða ekki rétt staðið að einstökum mál- um eða málaflokkum, það geti þá boðið fram lista í nafni flokks síns, þannig að fleiri en einn listi getur verið í kjöri fyrir sama flokk í sama kjördæmi og atkvæði list- anna lögð saman í sambandi við uppbótarsæti. Er mjög mikils virði fyrir flokksfólk að geta á þennan hátt fylgt málum sínum eftir án þess að kljúfa flokk sinn, enda getur oft verið um að ræða tímabundin mál, lausn á byggða- vandamálum o.fl. þótt enginn Páll V. Daníelsson grundvallarágreiningur sé. Mundi slíkt verða til þess að tryggja nán- ari umræðu um ýmis málefni og hún leiddi til örari endurnýjunar bæði hugmyndafræðilega og mál- efnalega. Auk þess mundu fleiri listar fjölga möguleikum á per- sónulegu vali. Einstaklingsfram- tak á sviði þjóðmálanna mundi aukast og væri slíkt mikil lyfti- stöng fyrir frjáislyndan flokk eins og Sjálfstæðisflokkinn Að ná meirihluta Vinstri öflin í landinu hafa náð óeðlilega miklum áhrifum í þjóðfélaginu og er lítill vafi á því, að það hefur átt sinn þátt í því, hvað þröngt hefur verið um fram- boð á hægri væng. Úr þessu gæti Sjálfstæðisflokkurinn bætt en að- eins með miklum sveigjanleik, umburðarlyndi og frjálsræði. Að skjóta málum til hins almenna kjósanda yrði til eflingar virku lýðræði í landinu og gæti orðið til þess að styrkja flokkinn það mikið að það nægði til meirihluta á Al- þingi. Hann á því góðan leik ríki ekki um of eiginhagsmunasjón- armið manna, sem til forystu berjast og telji sér betur borgið þar sem almenningur hefur tak- markaðan aðgang. Stórbrotin forysta Mér er ljóst að slíkt frelsi, stórhugur og umburðarlyndi getur ekki liðist innan harðlínuflokks. En það getur gengið þar sem ríkir traust á einstaklingnum og virð- ing fyrir þeim rétti fólks að koma skoðunum sínum á framfæri og berjast fyrir þeim. Hitt er svo ljóst, þegar upp er staðið eftir kosningar hverju sinni, að þá þarf stórbrotna og frjálshuga forystumenn til þess að samhæfa störf þeirra manna, sem e.t.v. eru kosnir af fleiri listum innan flokksins. En treysti menn sér ekki til þess, þá geta þeir varla treyst sér til að stjórna samsteypustjórnum fleiri ólíkra flokka. Ad fá góðan Landsfund Vilji fólk fá góðan Landsfund, þá eru það málefnin, sem eiga að vera til umræðu, og eins og áður er sagt að snúa sér fyrst og fremst að þeim málum, sem snerta dag- lega afkomu og öryggi heimilanna. Stjórnmálaályktun Landsfundar þarf að byggjast upp af málefna- legum og jákvæðum viðhorfum, í henni þarf engan að skamma. Markmið Sjálfstæðisflokksins hlýtur að vera það að fá aukinn styrk til að koma hugsjónum sín- um í framkvæmd og keppa að hreinum meirihluta. Verkefnin eru því ærin. Ég skil ekki hvers- vegna menn þurfi að vera ósáttir þótt þeir séu ekki að öllu leyti á sömu skoðun, það er ekki hægt í stórum flokki. Ég hefði þvf kosið það, að menn geti tekist í hendur, fylkt frjáls- lyndri breiðfylkingu á hægri væng stjórnmálanna og unnið í anda frelsis og umburðarlyndis, bæði á sviði þjóðmálanna og innan Sjálfstæðisflokksins. Á því þarf þjóðin að halda og á því þarf Sjálfstæðisflokkurinn að halda. Páll V. Daníelsson. Sjónvarp á Þorláksmessu?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.