Morgunblaðið - 07.11.1981, Side 10

Morgunblaðið - 07.11.1981, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 Sýna á Selfossi I>ESSIR sex myndlistarmenn sem standa hér við verkin sín opna á laugardaginn 7. nóvem- ber myndlistarsýningu í Safna- húsinu á Selfossi. Þau sem þarna sýna eru: Páll ísaksson, Sigurður Sól- mundarson, Páll S. Pálsson, Hreggviður Hermannsson, Elfar Þórðarson og Svava Sig- ríður Gestsdóttir. Söngskólinn f Rvík: Flóamarkaður á sunnudaginn NEMENDPR og kennarar Söngskólans í Reykjavík halda flóamarkað á sunnudaginn, hinn 8. nóvember næstkomandi. Markaðurinn er haldinn til ágóða fyrir húsakaup Söngskól- ans, og verður haldinn í Iðnskólanum í Reykja- vík, Vitastígsmegin. Samkvæmt upplýsingum söngskólafólks, mun kenna margra grasa á flóamarkaðnum að þessu sinni, húsgögn, leirtau, raftæki, fatn- aður, lukkupokar, happdrætti og nýjar heima- bakaðar kökur munu verða meðal þess sem fólki stendur til boða. Síðan segir í frétt Söngskólans: „Hefur flóamarkaður Söngskól- ans fengið orð á sig fyrir að vera einhver sá glæsilegasti í borginni og þó víðar væri leitað, og ekki spillir fyrir að verðið er hreint ótrú- lega lágt. Söngvarar annast sjálfir afgreiðslu, svo það verður eflaust glatt á hjalia á flóamarkaði Söngskólans á sunnudaginn.“ Þuríður Pálsdóttir og Guðmundur Jónsson í kostulegum gervum á einni af fjáröflunarskemmtunum Söngskólans í Reykjavík. A sunnudaginn ætlar skólinn að afla fjár á flóamarkaði. Basar Blindra- félagsins að Hamrahlíð 17 Unnið að undirbúningi basars Blindrafélagsins. Prestafélag Suðurlands: Ræða stöðu synodunnar innan þjóðkirkjunnar PRESTAFÉLAG Suðurlands efnir næstkomandi mánudagskvöld til fundar og verður hann haldinn í Hveragerðiskirkju. Verður þar fjallað um efnið staða synodunnar innan kirkjunnar. Frummælendur eru sr. Guðmundur Oskar Olafsson í Skál- glæða áhuga presta á öllu því er að prestsþjónustu lýtur. Efnir félagið árlega til nokkurra funda til að ná þessum markmiðum sínum. Fund- urinn n.k. mánudagskvöld hefst kl. 20:30. HINN árlegi basar Blindra- félagsins verður haldinn í dag, laugardag, að Hamra- hlíð 17 og hefst hann kl. 14. Fundir hafa verið haldnir reglulega einu sinni í viku þar sem fólk hefur komið saman til vinnu. Bæði blindir og sjá- andi hafa unnið af kappi við að prjóna, sauma og föndra þannig að allt mögulegt verð- ur á boðstólum. Eins og venjulega verða ýmsir munir til sölu, m.a. prjónles, jóladúkar, föndur, tilbúinn fatnaðut og margt fleira. Einnig verður köku- og jafnvel pottablómasala að ógleymdu hinu vinsæla happ- drætti. Hafist hefur verið handa við byggingarfram- kvæmdir að Hamrahlíð 17 og því mikil þörf fyrir fjárhags- lega aðstoð. holti o(> sr. Gunnar Krisljáns.son á Rcynivöllum. Að loknum erindum þeirra verða síðan umræður. Fyrir nokkru var haldinn aðal- fundur félagsins og fór hann fram í Skálholti. Flutti þar sr. Kristján Búason dósent fyrirlestur um nauð- syn ritskýrinf;ar hins gríska texta til undirhúnings við prédikun. Stjórnaði hann einnig hópvinnu þar sem skoðaðir voru prédikunartextar með þeirri aðferð sem hann hafði kennt í fyrirlestrum sínum. Segir í frétt frá Prestafélaginu að fund- armenn hafi vepið á einu máli um ágæti þessa efnis. í lok aðalfundar- ins var kjörin stjórn ok skipa hana sr. Frank M. Halldórsson formaður, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson gjald- keri og sr. Kjartan Orn Sif?ur- björnsson gjaldkeri. Nú eru liðin 44 ár frá stofnun Prestafélans Suðurlands, en til- t;anfíur félaf>sins er að auka og Höfðingleg gjöf til Víkverja ÓSKAR Kristinsson, skipstjóri á Sig urbárunni, sem strandaði við ósa Jökulsár á Sólheimasandi í marz- mánuði sl. afhenti fyrir skömmu Birni Friðrikssyni, formanni björg- unarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal 10.000 krónur, sem þakklæt- isvott fyrir björgunarstörf á sínum tíma. Óskar sagði við það tækifæri, að Víkverjar hefðu brugðið mjög vel og skjótt við og ættu mikið þakk- læti skilið. Björn, formaður Vík- verja, sagði, að þetta væri mjög höfðingleg gjöf, sem myndi án efa hvetja þá Víkverja til dáða í fram- tíðinni. — „Við höfum hins vegar tekið þá ákvörðun, að verja þessum peningum til talstöðvakaupa, en eins og mörgum er kunnugt um, þá skal allsherjarbreytingu á tal- stöðvum hér á landi vera lokið fyrir næstu áramót, svo þetta er óneitanlega kærkomin aðstoð frá Óskari," sagði Björn Friðriksson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja, sem er sveit í Slysa- varnafélagi íslands. Ljósm. Kristján Ljósprentun í fullri stærð af „Guernnica" Picassos — fyrir framan það situr danski listfræðingurinn Gertrud Kobke Sutton og heldur á mynd af Picasso. Listasafn alþýðu: Heimildasýning um „Guernica“ Picassos IIEILDARSÝNING um hið heimsþekkta listaverk „Guernica" eftir Pablo Picasso verður í Listasafni alþýðu dagana 7. til 29. nóvember en sýningin kemur hingað fyrir milligöngu danska listfræðingsins Gertrud Kubke Sutton. Fyrirhugað er að sýningin fari til Akureyrar í desember. „Guernica", hið umfangsmikla listaverk eftir Picasso, hefur að undanförnu verið til umfjöllunar í heimspressunni. Bæði er að verkið, sem hefur varðveitt í Museum of Modern Art í New York, var afhent til Spánar ný- verið og svo að hinn 25. okt. sl. var 100 ára fæðingarafmæli Pic- assos, en hann lést árið 1973, 92 ára að aldri. Sýningin um „Guernica" bygg- ist á ljósprentun af málverkinu í fullri stærð ásamt ljósmyndum af skissum af verkinu, ljósmynd- un af framvindu við gerð mál- verksins og ýmsu öðru myndefni sem tengist „Guernica“. Itarlegt textaefni fylgir sýningunni og fjallar einkum um vandamál sem Picasso glímdi við til þess að koma boðskap sínum og tilfinn- ingum sem bezt á framfæri. Sköpunarferill verksins er rak- inn í réttri tímaröð bæði í mynd- um og texta. Eftirfarandi er haft eftir Picasso: „Málaralist er ekk- ert annað en rannsóknir og til- raunir. Eg mála aldrei mynd með það fyrir augum að hún sé lista- verk. Myndir mínar eru allar til- raunir. Ég rannsaka og það ligg- ur rökréttur þráður í gegn um allar mínar myndir. Ef til vill verður einhver þakklátur fyrir það einhvern tíma.“ Á sýningartímanum mun Ger- trud Kobke Sutton flytja fyrir- lestra um „Guernica" og Picasso og auk þess um málarann Zoran Music. Fyrirlestrarnir verða auglýstir síðar. I tilefni af sýningunni gefur Listasafn alþýðu út rit um „Guernica" eftir Jens Eris Sorensen sem inniheldur þrjár ritgerðir. Þá hefur verið unnið ít- arlegt kennsluefni fyrir skóla- kerfið til að auðvelda nemendum að skoða og skilja efni sýningar- innar. Höfð verður samvinna við skólakerfið um skipulag skólaheimsókna. Aðalfundur SSVK Borgarnesi, 4. nóvember. AÐALFIINDUR Samtaka sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi verður haldinn í Munaðarnesi 6. til 7. nóv- ember nk. Von er á 60 fulltrúum frá þeim 39 sveitarfélögum, sem standa að samtökunum. Aðalmál aðalfundarins verða að þessu sinni vegamál á Vesturlandi og iðnþróunarmál. Pallborðsum- ræður verða um vegamálin, með þátttöku alþingismanna Vestur- landskjördæmis og fulltrúum frá Vegagerð ríkisins og SSVK. Ólaf- ur Sveinsson hagverkfræðingur, sem ráðinn hefur verið iðnaðar- ráðunautur samtakanna, mun gera grein fyrir störfum sínum til þessa að iðnþróunarmálum kjör- dæmisins. Sigurður Þórólfsson úr Saurbæjarhreppi er formaður SSVK og Guðjón Ingvi Stefánsson er framkvæmdastjóri. Skrifstofa samtakanna er í Borgarnesi. Helgi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.