Morgunblaðið - 07.11.1981, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981
„Síðasta blómið“
komið út hjá Helgafelli
Gefið út í tilefni 80 ára afmælis
Magnúsar heitins Ásgeirssonar
í TILEFNI áUræðisafmælis Magn-
úsar heitins Asgeirssonar, 9. nóv-
emher, hefur Ilelgafell gefið út
„Síðasta blómið“, dæmisögu í
myndum James Thurbers, sem
tengi hefur verið ófáanleg í þýð-
ingu Magnúsar.
Á bókarkápu segir m.a.: „Ein
skemmtilegasta þýðing, sem
Magnús Ásgeirsson gerði, er Síð-
asta blómið eftir ameríska rit-
höfundinn og teiknarann James
Thurber. Þýðingin hefur lengi
verið ófáanleg með myndum
Thurbers, sem standa textanum
ekki að baki. Með þessari útgáfu
kemur hvorttveggja til skila,
einfaldar, makalausar teikn-
ingar Thurbers og snilldarþýð-
ing Magnúsar.
Húmoristinn Thurber var
fáum líkur; hann átti þá náðar-
gáfu að vera fyndinn án þess að
virðast reyna til þess. Yfirleitt
verður ekki sagt, að hann líti
hátterni mannsins með velþókn-
un eða framtíð hans björtum
augum. Eitt helzta yrkisefni
hans var það, sem hann kallaði
„Styrjöld karls og konu“. Hann
segir einhvers staðar: „Maðurinn
er á hraðri leið til tortímingar,
en konan ætlar ekki að fara með
honum." I Síðasta blóminu ríkir
bjartsýni þrátt fyrir allt. Hér
sigrast lífið aftur og aftur á
þeim höfuðóvini sínum, sem er
stríðsþorsti mannsins."
Verslunin Kjötborg hf. á
25 ára afmæli í dag, en hún
var stofnuð 6. nóvember
1946. Aðaleigandi og verzl-
unarmaður er Jónas Gunn-
arsson, og sagði hann í sam-
tali við Mbl. í tilefni afmælis-
ins, að búðin hefði frá stofn-
un og þangað til í júní sl.
verið til húsa í Búðargerði 10
en síðan flutt að Ásvallagötu
19 í sumar.
Jónas sagði aðspurður, að það
hefði verið töluvert átak fyrir sig,
að taka allt sitt hafurtask í Búð-
argerði í vor og flytja það á Ás-
vallagötuna. — „Það var bara
ekki um annað að ræða, því hús-
næðið var selt ofan af okkur inn-
Ljósmynd Mbl. Kristján.
Jónas ásamt starfsfólki sínu.
Kjötborg hf. 25 ára
frá. Reyndar má segja það eftir á,
að þessi breyting hafi verið bráð-
nauðsynleg. Það er mjög gott að
skipta um umhverfi," sagði Jón-
as.
„Okkur var spáð hálfgerðum
hrakförum við þennan flutning. I
þessu hverfi væri farið að fækka
svo mjög íbúum þannig að það
yrði varla mikil verzlun. Þetta
reyndist alrangt, því verzlunin
hér er nokkru meiri heldur en
hún var inni í Búðargerði. Verzl-
unarhúsnæði hér er hins vegar
nokkru minna."
Hvernig er afkomu svona lítill-
ar matvöruverzlunar háttað í
dag? — „Þetta er stöðugur barn-
ingur eins og endranær. Maður
verður að vera í búðinni allan
daginn, og þegar starfsfólkið fer
heim tekur við skrifstofuvinnan
og fleira, þannig að vinnudagur-
inn getur verið býsna langur.
Annars er enginn rekstrar-
grundvöllur fyrir 'litlar matvöru-
verzlanir nema hafa mjög gott
starfsfólk og vinna myrkranna á
milli og þannig er það einmitt hjá
mér. Eg hef haft mjög gott
starfsfólk í gegnum tíðina og það
kom allt með mér úr Búðargerð-
inu í sumar. Hér starfa auk mín,
tveir í fullu starfi og tvær konur í
hálfu starfi," sagði Jónas.
Hver er þá aðalvandi þessara
litlu verzlana? — „Hann er fyrst
og fremst sá, að álagningarreglur
eru rangar. Það er lítil sem engin
álagning á vísitöluvörunum svo-
kölluðu, en þær eru uppistaðan í
þessum verzlunum, eða um
50—60% hjá mér. Að mínu mati
á að jafna álagninguna, þannig
að hún hækki á vísitöluvörunum,
en lækki á svokölluðum hilluvör-
um. Það þarf ekki að hækka
heildarálagningu verzlana að
mínu mati, heldur aöeins jafna
hana til að gera starfsgrundvöll-
inn jafnari. I stórmörkuðunum
eru vísitöluvörur aðeins hverf-
andi hluti í allri verzlun, þannig
að þeir standa mun betur að vígi.
Nú í tilefni afmælis verzlunar-
innar verðum við svo með góðan
afslátt á mörgum nýlenduvörum
næstu 10 dagana," sagði Jónas
Gunnarsson kaupmaður í Kjöt-
borg hf. að síðustu.
UNGIR SJALFSTÆÐISMENN SKRIFA
Hvað er stjórnmálastefna?
Hver er munurinn á því að vera
kommúnisti eða kapítalisti eða
eitthvað þar á milli, eða yfir-
leitt ekki neitt?
Skiptir þetta allt saman
kannski engu máli, er ekki best
að vera bara hlutlaus?
Er það hlutleysi ef háseti á
skipi sér að skipið stefnir á ís-
jaka en gerir samt ekkert til að
afstýra árekstri, þó hann hefði
getað. Ekki er ég viss um, að
þeir, sem voru á Titanic, hefðu
kallað það hlutleysi.
Hlutleysi má því skoða sem
afstöðu, er miðar að því að við-
halda ríkjandi ástandi eða
stefnu með aðgerðaleysi.
Hlutleysi í stjórnmálum er
stefnuleysi og því engin lausn.
Ef menn treysta ekki sjálfum
sér til að ákveða hvers konar
stjórnarfar þeir búa við, hverj-
um treysta þeir þá?
Það skiptir vitanlega miklu
máli hvers konar stjórnarfar
við búum við sjálfra okkar
vegna, þjóðfélagsins vegna og
síðast en ekki síst afkomenda
okkar vegna.
Hvert er þá takmark stjórn-
málastefna? Að slepptum öllum
smáatriðum og málfræðigrúski
keppa allar stjórnmálastefnur
að sama marki — bættum
lífsskilyrðum allra stétta, til
lengri tíma litið.
Hins vegar er munurinn á
hinum ýmsu stjórnmálastefn-
um sá, að þær velja mismun-
andi hagfræðilegar leiðir að
þessu sama takmarki. Stjórn-
málastefnur mótast því af þeim
hagfræðilegu leiðum sem
stjórnmálaflokkar kjósa að fara
til að ná bættum lífskjörum
ailra stétta til lengri tíma litið.
Þá er spurningin hvaða
stjórnmálastefnum hafi tekist
þetta best. Reynslan er best til
frásagnar af því hvar best hefur
tekist til og þá um leið besta
aðferðin til að segja til um hvað
sé æskilegast í framtíðinni.
Augljós munur
Það liggur nokkuð ljóst fyrir,
hvar illa hefur tekist til og hvar
vel, það vita þeir best, sem ferð-
ast hafa um lönd með ólíku
skipulagi.
Sumar þjóðir hafa gripið til
örþrifaráða til að vernda og
viðhalda sinni stjórnarstefnu
s.s. Sovétríkin og reyndar flest
öll austantjaldsríkin. Dælt er í
þjóðina einstefnuáróðri í öllum
fjölmiðlum þannig að þegnarnir
fá ekki tækifæri til samanburð-
ar, hvernig til hefur tekist ann-
ars staðar á jörðinni eða gripið
er til beinna aðgerða, s.s.
mönnum er meinað að fara úr
landi með einum eða öðrum
hætti. Berlínarmúrinn er skýr-
asta dæmið um viðurkenningu
austantjaldsþjóða á að þær
hagfræðilegu leiðir, sem þessar
þjóðir hafa kosið að fara að
bættum lífskjörum allra stétta
til lengri tíma litið, hafa gjör-
samlega brugðist.
Fólkið, sem var í Austur-
Berlín vissi þetta best og kaus
því að flytja þaðan — og því var
gripið til þessara aðgerða — að
múra fólkið einfaldlega inni
fyrir austan til að koma í veg
fyrir algjört hrun þar.
Sovétríkin og Japan stóðu í
svipuðum sporum í upphafi
þessarar aldar.
Japanir kusu markaðskerfið
og hafa ekki einungis öðlast
bestu lífskjör í Asíu heldur lagt
undir sig hina ýmsu markaði
víða um lönd, skýrasta dæmið
er bílamarkaðurinn nú. Þetta er
einungis afleiðing af þeirra
markaðskerfi, sem gerir þeim
þetta kleift.
Sovétmenn völdu hins vegar
ríkisforsjána og hafa aldrei get-
að framleitt vörur, sem stand-
ast sambærilegar vörur vestan-
tjalds eða í Japan og standa
mörgum árum á eftir Vestur-
löndum og Japönum á öllum
sviðum.
Þau þjóðfélög þar sem ríkis-
forsjánni hefur verið þröngvað
á hafa verið langt að baki þeim
þjóðum, sem kosið hafa mark-
aðskerfi, þar sem einstaklings-
framtakið og atvinnufrelsið fær
notið sín, hvað varðar bætt
lífskjör allra stétta til lengri
tíma litið.
Áhrif vinstrisinna
Þá er spurningin hvers vegna
vinstrimönnum og sósialistum
hafi tekist að ná þeim völdum
sem raun ber vitni hér á landi
og sumstaðar annarstaðar, þar
sem miðstýring og ríkisforsjá
er þeirra leiðarljós.
Orsakir þess eru sjálfsagt
margar en helstar eru þó þær,
að þeir beita snilldarlegum
áróðursaðferðum, þrælskipu-
lögðum langt fram í tímann,
sem lýðræðissinnað, frjálslynt
fólk virðist ekki hafa áttað sig
á. Hinsvegar virðist sem sjálf-
stæðismenn hafi alls ekki túlk-
að stefnu sína, sem byggir á
frelsi og framtakssemi einstakl-
ingsins og. atvinnufrelsi, sem
skyldi, þó að sagan hafi marg-
sannað gildi hennar. Helstu
baráttumál friðarsósíalista nú,
eru friður á jörð, allir eiga að
vera góðir við alla. Þetta er
vissulega göfug hugsjón, en það
Gúmmí-
tékki á
fram-
tíðina
dugar ekki að beita þeim að-
ferðum í þeirri baráttu, sem
leiða af sér hið gagnstæða,
„ófrið", eins og einhliða afvopn-
un hlýtur að gera.
Halda menn, að það sé tilvilj-
un hvernig farið var með Flug-
leiðir? Halda menn, að það sé
tilviljun, að hugsunarháttur al-
mennings er orðinn þannig, að
ef einstaklingum eða fyrirtækj-
um gengur vel er það talið af
hinu illa? Þeir aðilar hljóti að
stela og svíkja undan skatti og
svindla á allan hátt, séu sem
sagt óþokkar. Það getur ekki
verið af því að þeir séu svona
atorkusamir og duglegir og
beiti hagkvæmum og arðsömum
aðferðum í stað óhagkvæmni —
nei, nei, það kemur ekki til
mála.
Afleiðingar alls þessa eru
þær, að það eru sífellt færri og
færri, sem vilja skara fram úr
með eljusemi, dugnaði, hag-
kvæmni og keppa að arðsemi,
menn vilja ekki lenda á milli
tannanna á fólki fyrir dugnað
sinn.
Það er svo komið að arðsemi-
sjónarmið skipta orðið litlu
máli hér á landi. Hver kannast
ekki við setningar eins og —
það skiptir engu máli hvort
þetta ber sig eða ekki, við fáum
bara ríkisaðstoð. Það er líka
takmark ákveðins hóps vinstri-
manna, sem felur sig á bak við
orð eins og sósíalismi eða fé-
lagshyggja að kreppa svo að
öllu atvinnulífi, að það þurfi
ríkisaðstoð, og yfirtaka síðan
allt „draslið" seinna meir, þegar
vanskilin eru orðin nógu mikil.
Þá verður nú gaman að lifa!
Að standast
samkeppni
Ekki bætir núverandi vísitölu-
rugl ástandið. Þessi þróun er
ekkert annað en gúmmítékki
sem komandi kynslóðir verða að
borga á einn eða annan hátt
fyrr en seinna.
Núverandi kynslóðir í Pól-
landi bera slíkan gúmmítékka á
herðum sér, sem var skrifaður
um leið og það efnahagskerfi
var sett á sem þar ríkir nú. Það
er til lítils að gera sér grein
fyrir staðreyndum, ef menn
framkvæma síðan ekki eftir því.
Menn ættu að átta sig á því
fyrr en seinna, að íslendingar
sem og allar aðrar þjóðir jarð-
arinnar eiga í gífurlegri og vax-
andi samkeppni á hinum ýmsu
mörkuðum.
Það eru fyrirtæki þessara
þjóða sem framleiða vörurnar,
sem samkeppnin lendir á, sem
þau verða að standast, ef þau
eiga ekki að missa markaðshiut-
deild, sem myndi þýða minni
sölu — minni tekjur þessara
fyrirtækja — minni tekjur alls
launafólks hjá þessum fyrirtækj-
um cða jafnvel atvinnuleysi.
Fyrirtæki hér á landi sem
annars staðar verða því að hafa
fjármagn afgangs til að stunda
hinar ýmsu rannsóknir t.d. á
aukinni nýtingu og bættum af-
urðum til að tæknivæðast og
sinna hagkvæmni og arðsemi í
hvívetna.
Þar með geta þau boðið sam-
keppnishæft verð á afurðum
sínum og haldið þannig mark-
aðshlutdeild, best væri að þau
geti aukið söiuna, arðsemina og
þar með tekjur sínar og gert það
þannig mögulegt að hækka kaup
launafólks í landinu. Menn verða
að stefna að því að stækka þjóð-
arkökuna, því meira er til skipt-
anna, en hætta að rífast um það
sem ekki er til.