Morgunblaðið - 07.11.1981, Side 17

Morgunblaðið - 07.11.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 17 Miðilsfundir misheppnast oft — menn sitja og bíða e.t.v. í klukkustund t.d. á líkamninga- fundum án þess að nokkuð ger- ist og svo er fundinum aflýst. Það getur verið að miðillinn sé af einhverjum ástæðum ekki upplagður, ekki hafi náð3t nauð- synleg samstilling á fundinum eða ytri skilyrði séu ekki rétt. Þannig geta verið nokkrir ófullkomnir fundir á móti hverj- um einum sem heppnast vel. Reynsla mín af miðilsfundum bendir eindregið til þess að þar séu rannsóknarmennirnir á af- gerandi hátt hluti af tilraun- inni. Neikvætt viðhorf og vantrú af þeirra hálfu, getur hæglega leitt til þess að ekkert gerist á fundinum. Þetta gerir rann- sóknir á miðlum óneitanlega erfiðari og setur þær í nokkra sérstöðu. Nú hafa rannsóknir af þessu tagi farið fram um heillar ald- arskeið og miklum gögnum verið safnað. Þegar á allt er litið blas- ir við sú staðreynd að þessi fyrirbæri gerast og svo virðist sem framliðnir menn standi þar yfirleitt að baki. Nú virðist sjaldgæfara en áður að líkamningafyrirbæri verði á miðilsfundum? — Já, líkamningafyrirbæri virðast vera hverfandi fyrirbæri en hins vegar fara lækningafyr- irbæri mjög í Vöxt. Það hefur ekki fundist tæmandi skýring á þessu. E.t.v. er ástæðan sú að líkamningafyrirbæri hafa raunverulega ekkert hagnýtt gildi — þau eru ekki annað en efnisfyrirbrigði. Þau verða þannig að svonefnt útfrymi (ectoplasm) líður út af vitum miðilsins eða höndum. Fram- liðnir menn eða andar virðast svo geta mótað þetta efni eftir vild — verurnar birtast stund- um í heilu lagi í þessu efni eða að einstakir líkamshlutar birt- ast s.s. hendur eða andlit. Þetta efni, útfrymið, virðist svo skila sér í líkama miðilsins aftur — það hefur sýnt sig að ef hluti af efninu er tekinn t.d. ef einhver nær í hluta af líkamning á miðilsfundi, getur það orðið miðlinum hættulegt, t.d. fram- kallað innvortis blæðingar í lík- ama hans. Þó hafa í tilraunaskyni verið tekin sýnishorn af útfrymi með leyfi miðilsins og stjórnenda hans að handan og þau efna- greind og rannsökuð. Það er mjúkt, rakt efni sem hefur u.þ.b. líkamshita og tekist hefur að vega það. Uppistaðan í því eru efni af sama tagi og í frumum mannslíkamans. Þetta er hins vegar bráðabirgðaefni sem leystist fljótt upp. Þótt flest lík- amningafyrirbæri verði fyrir tilverknað þessa efnis er einnig til að menn gæddir dulrænum hæfileikum geti myndað hluti úr varanlegum efnum t.d. hefur hinn þekkti Sai Baba getað framkallað hluti í hendi sér með yfirskilvitlegum hætti og þessir hlutir reynast varanlegir. En gæti ekki skýring þess að líkamningafyrirbærum hjá miðl- um hefur farið svo mjög fækkandi verið sú að vegna betri rannsókna- tækni nú en áður er erfíðara að koma við svikum af hálfu miðils- ins? — Það tel ég hæpna ágiskun. Útfrymi streymir fram af vitum mið- ils. Til hliðar miðlinum standa tveir frægir íslenzkir prófessorar og víkja tjaldinu frá, Lv. Agúst H. Bjarnason, Lh. Haraldur Níelsson. Þessi fyrirbæri hafa gerst og gerast enn við mjög fullkomnar rannsóknaaðstæður. Miðlar eins og Einar Nielsen, sem var mjög mikill líkamningamiðill, voru rannsakaðir áratugum saman án þess að nokkkru sinni kæm- ist upp um svik af þeirra hálfu. Þá fela lækningafyrirbærin, sem nú fara mjög í vöxt, í sér efnun og afefnun í mörgum til- fellum — og er enn erfiðara fyrir miðil að koma við svikum á þessu en við líkamningafyrir- bærin. Reyndar er slíkt ekki á nokkurs manns færi. Miðlar leggja heldur ekki eins mikla áherslu á líkamningafyr- irbæri og áður og þar að auki eru miðlar ekki þjálfaðir af sömu kostgæfni og fyrr. Haf- steinn Björnsson er síðasti mið- illinn hérlendis sem fékk full- nægjandi þjálfun á unglingsár- um og fór í gegn um þann harða skóla sem þarf til að miðill geti náð miklum árangri. Við höfum átt hér á landi einhverja fær- ustu miðla sem um getur — t.d. gat Indriði miðill framkallað fyrirbæri sem aðeins eru á færi fárra manna í heiminum nú. Staðfestar frásagnir eru af því að hann sveif í miðju lofti, u.þ.b. mannhæð frá gólfi, og afar þungir hlutir, s.s. stofuorgel, hófust á loft í návist hans. Ég Einkar skýr líkamningur, Ástríður, dóttir Svíakonungs, drottning í Belgíu, fórst í bflslysi. Hún var síðan sögð tíður gestur á líkamningafund- um Einars Nielsens. veit til að forseti Breska sálarrannsóknafélagsins (S.N.U.), Gordon Higginson, hefur tök á slíkum fyrirbærum — hann hefur tekist á loft á miðilsfundum í votta viðurvist og til eru ýmis gögn, bæði myndbönd og annað, sem sanna þetta. Hvað varðar svik af hálfu miðla hafa menn oft verið ærið fljótir til að taka þá trúanlega sem fullyrða að þeir hafi orðið varir við slík svik. Menn verða að hafa í huga að mi§ill er und- antekningarlaust mjög varnar- laus fyrir slíkum áburði — hann er í dásvefni meðan á fundi stendur og getur þar af leiðandi ekki hent reiður á nema broti af því sem þar gerist. Þeir sem leggja fyrir sig að fletta ofan af miðlum hafa stundum verið staðnir að svikum sjálfir. Frægt dæmi um slíkt er þegar komið var upp um bandaríska sjón- hverfingamanninn Houdini sem þekktur var fyrir að fletta ofan- af svikum miðla. Það kom sumsé í ljós að Houdini hafði innan á sér ýmsa hluti er hann fór á miðilsfundina en þóttist svo taka þá af miðlinum eða finna þá í nágrenni við hann meðan á fundi stóð. Miðlarnir fengu eng- um vörnum við komið en þetta athæfi Houdinis komst þó upp um síðir með all sérstæðum hætti. Stjórnandi miðilsins frú Margery, sem var framliðinn bróðir hennar, sagði fyrir á mið- ilsfundi sem hún hélt, að á næsta miðilsfund myndi Hou- dini koma og bera þá á sér inn- anklæða ákveðna hluti sem hann hefði í hyggju að opinbera á fundinum og þykjast hafa tek- ið af miðlinum. Þetta gekk allt eftir — nema þegar Houdini kemur á fundinn er leitað á hon- um og fundust þá tilteknir hlut- ir. Um það sá sérstök rannsókn- arnefnd í Boston og eru til greinargóðar skýrslur um allt þetta mál. Venjan hefur hins vegar verið sú að í svona tilvik- um hafa miðlar engum vörnum við komið, framburður fulltrúa miðlana hefur ekki verið tekin til álita við afgreiðslu mála af þessu tagi — miðillinn hefur einfaldlega verið sakfelldur, bæði af yfirvöldum og almenn- ingsáliti, án þess að fá borið hönd yfir höfuð sér. Við höfum þekkt íslenskt dæmi um þetta. sömu aðstöðu og þessir „miðlar" sem að þessu standa. En nú hafa þessi miðilsfyrirbæri verið rannsökuð af fsrum vísinda- mönnum og sumir miðlar verið undir eftirliti um árabil án þess að upp hafí komist um svik af þeirra hálfu? — Vísindamenn hafa síður en svo reynst trausts verðir í rannsóknum sínum á þessu sviði. Margir vísinda- menn sem við þetta fást virðast ger- samlega ánetjaðir þessu og hrein- lega trúa hverju sem er — svikamið- lar hafa þrásinnis leitt þá fram eins og hunda í hæsnakofa á þessu sviði. I starfi mínu sem sjónhverf- ingamaður hef ég rekið mig á, að því auðveldara virðist að gabba fólk með sjónhverfingum sem það er gáfaðra og meira hugsandi — þá sem eru dálítið tregir getur verið erfitt að gabba. Ef til vill er þetta skýringin. \ j Tökum Uri Geller sem dæmi. ’Hann var um langt skeið rannsak- aður af frægum vísindamönnum og niðurstöður þeirra rannsókna sýndu að hann væri búinn óvenjulegum dulrænum hæfileikum. Hann beygði skeiðar með hugarorku, hann var lokaður inni í herbergi með traustri læsingu en gat eigi að síður með skyggni sinni lesið bók sem lá opin í herberginu við hliðina. Honum var fleira til lista lagt — t.d. að stoppa klukkur með andlegum hætti. Seinna var svo flett ofan af Uri Geller. Hann hafði látið gera upp- skurð á þumalfingri sínum og látið koma þar fyrir hylki sem hann fyllti með sérstakri sýru en smágötu voru á húðinni sem sýran vall út um þeg- ar hann nuddaði skeiðarnar. Eftir nokkra stund bognuðu þær og und- ust vegna sýruverkunarinnar og var þar komin hugarorka Gellers. En hvernig fór Uri Geller að því að sjá í gegnum veggi? - Hannhafði látið koma fyrir örsmáum mótttakara í tannfyll ingu í einum endajaxli sín- um. Aðstoðarmaður hans las svo fyrir hann hvað í bókun- um stóð eða lýsti fyrir honum myndum sem Geller svo teikn- . Ekki hef ég frétt enn hvernig Geller fór að því að stoppa klukkur — mér hefur dottið í hug að til þess hafi hann haft hátíðnihljóð og er það vel hugsanleg aðferð. Allavega lítur enginn á Uri Geller sem dul- rænt rannsóknarefni lengur og það hefur verið hljótt um hann. Svo virðist sem þeir vísindamenn sem hömpuðu honum hvað mest hér áð- ur leggi nú allt kapp á að þagga málið niður enda heiður þeirra sem visindamanna líklega í veði að þetta komist ekki um of í hámæli. Telur þú að öll miðilsfyrirbæri séu svik? — Það hef ég aldrei sagt en ég tel með öllu óþarft að grípa til þeirrar skýringar að andar eða framliðnir þurfi endilega að vera að verki þar sem miðlafyrirbæri eru annars veg- ar. Margir miðlar blekkja áreiðan- 'ega ekki síður sjálfa sig en áhang- endur sína. Við getum tekið lækn- ingamiðla til dæmis. Það er oft sorgarsaga hvernig þeim er talin trú um að þeir geti læknað fólk og hvernig þeir síðan ánetjast sjálfir þessari blekkingu. Öðru máli gegnir um líkamningafyrirbærin — svik hafa margsannast á miðla sem haldið hafa sýningar á slíku. Hou- dini, hinn þekkti bandaríski sjón- hverfingamaður, fletti ofan af fjölda slíkra miðla á sinni tíð og það er enn verið að fletta ofan af slíkum miðlum. Varðandi venjulega miðilsfundi, þar sem menn spjalla við framliðna ættingja í gegnum miðilinn, þá þarf þar ekki endilega að vera um svik að ræða. Ég kynnti mér dáleiöslu tals- vert á tímabili og þá sálarfræði sem henni tengdist, og ég geri mér því ljóst að það er margt í huga okkar sem við áttum okkur ekki á í venju- legri vöku. Miðilsástandið eða „transinn" minnir um margt á dá- leiðsluástand. Mér finnst það nær- tækari skýring að miðillinn komist í samband við sín eigin hugardjúp en að hann komist í samband við ann- an heim. Þarna er um sjálfsblekkingu en ekki svik að ræða. Ég held að engum sé hollt að gefa sig um of að slíkum tilraunum og tel það hafa vond áhrif á persónuleikann og jafnvel geta leitt til tjóns á geðheilsu þeirra sem veikir eru á svellinu. Fæst þú með engu móti til að trúa á að einhvcr miðilsfyrirbæri gefí sann- anir fyrir öðru tilverustigi? — Ef einhver miðill gæti sýnt mér eitthvað sem ég gæti með engu móti skýrt út frá reynslu minni hingað til, eða ég yrði fyrir ein- hverju slíku, tel ég ekki ólíklegt að ég yrði „fanatískur spíritisti". En þangað til hlýt ég að efast um öll þessi dulrænu fyrirbæri. Það er eins og enskur sjónhverfingamaður, sem er góður vinur minn, sagði við mig: „Það væri furðu heimskulegt að ánetjast trú sem byggir á jafn ein- földum blekkingum og miðlafyrir- bærum þegar maður hefur sjálfur atvinnu af að framkvæmda miklu flóknari sjónhverfingar." Treystir þú þér til að halda miðils- fund þar sem fram kæmu líkamningar með jafn góðum árangri og gerist hjá góðum líkamningamiðlum? — Ég sagði það einhvern tíma í blaðaviðtali að ég myndi líklega enda með því að halda miðilsfund. Ef til kastanna kæmi væri ég hins vegar í ólíkt verri aðstöðu heldur en miðlarnir þar sem engum kæmi til hugar að trúa á mína drauga. Draugana treysti ég mér hins vegar til að gera úr garði og láta þá birt- ast og mínir draugar yrðu síst lak- ari en þeir sem þú ert með á þessum myndum. Útfrymið yrði ég heldur ekki í neinum vandræðum með. En ég yrði auðvitað að setja áhorfend- um ákveðin mörk í eftirliti eins og aðrir — annars er hætt við að sýn- ingin færi í handaskolum. Oft hefur mig líka langað til að halda skyggnilýsingamiðilsfund. Það held ég að sé tiltölulega lítill vandi. Maður þyrfti að læra utanað svo sem 20 minningargreinar og nota svo svipaða aðferð og við lófa- lestur. Þarna á sama aðferðin við — maður þarf að hafa tileinkað sér vissa mannþekkingu og nota sér síð- an hina ríku tilhneigingu mannsins til að •'.ðhæfa upplýsingar. í því felst galdurinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.