Morgunblaðið - 07.11.1981, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981
Frá borgarstjórn
Reykvíkingar komi sér
upp staðbundnum stöðvum
- þær verði í höndum einkaaðila, segir Markús Öm Antonsson
KOKGAKSTJOKN fjallaði um um.sókn myndbandafyrirtækisins Videoson á fundi
sínum á Hmmtudagskvöld og urðu talsverðar umræður um umsókn þessa. Borg-
arráð hafði áður veitt leyfi til fyrirtækisins um lagningu jarðstrengja vegna
myndbandasýninga, en hugmyndin er sú að tengja saman hús og íbúðahverfi í
Breiðholti vegna þessara sýninga. í borgarráði féllu atkvæði þannig að fjórir
borgarráðsmenn, þeir I)avíð Oddsson, Markús Örn Antonsson, Björgvin Guð-
mundsson og Kristján Benediktsson, voru samþykkir leyfisveitingu, en Sigurjón
l’étursson var henni andvígur. Vegna þess að ágreiningur varð um málið í
borgarráði átti það að koma til atkvæða í borgarstjórn, en málinu var frestað að
ósk Björgvins Guðmundssonar. Verður það tekið fyrir á næsta fundi borgarstjórn-
ar. Verða umræður á fundinum lauslega raktar hér.
Olöglegri starfsemi trodið
upp á fólk
Fy'rstur tók til máls Þorbjörn
Broddason (Abl.). Hann sagði að
einkasjónvarpssendingar brytu gegn
ákvæðum útvarpslaga um einkarétt
Ríkisútvarpsins á útsendingum og
vitnaði hann í lög máli sínu til stað-
festingar. Þá sagði Þorbjörn að eng-
inn vafi væri á að einnig væru
ákvæði höfundarlaga um höfundar-
rétt fyrir borð borin. Sagði Þorbjörn
að það efni sem sýnt væri af fyrir-
tækinu Videoson væri tekið upp úr
erlendum sjónvarpsstöðvum í leyfis-
leysi.
Vegna þessa væri það borgarráði
til vansæmdar að samþykkja leyfi til
fyrirtækisins, enda mætti borgarráð
ekki stuðla að lögbrotum, þetta væri
ólögleg starfsemi sem verið væri að
troða upp á fjölda borgara.
Þá kynnti Þorbjörn Broddason til-
lögur Alþýðubandalagsins i málinu
og ganga þær m.a. út á það að um-
sagnar samgönguráðuneytisins verði
leitað á umsókn Videoson um kapal-
lagnir vegna myndbandasýninga, en
að þeirri tillögu felldri legði Alþýðu-
bandalagið til að umsókn fyrirtækis-
Kangar upplýsingar (íuörúnar
Fyrst talaði Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir (A). Sagði hún að fyrir u.þ.b.
ári hefði verið samþykkt í borgar-
stjórn að taka undir áætlanir um
skrefatalningu símtala, en hún hefði
því miður ekki verið á þeim fundi. Þá
sagði hún að aðeins einn fulltrúi
meirihlutans hefði talað við þá um-
ræðu (Guðrún Helgadóttir, innsk.
Mbl.) og hefði meginuppistaða ræðu
hennar verið á þá leið að skrefa-
gjaldið væri óhjákvæmilegt og að
aðeins eitt ríki hefði ekki slíka taln-
ingu, en það væri olíuríki við Svarta-
haf, en þar væru símtöl ókeypis.
Hins vegar væri það ekki rétt sam-
kvæmt áreiðanlegum upplýsingum.
Sagði hún að lengi hefðu Reykvík-
ingar mátt una því óréttlæti að að
hafa einungis 300 skref innifalin í
ársfjórðungsgjaldi, á meðan aðrir
landsmenn hefðu innifalin 600 skref.
Hér væri um hinn mesta ójöfnuð að
ræða og flutti hún tillögu um jöfnuð
í því efni, sem samþykkt var síðar á
fundinum.
Betra seint en aldrei
Þá kom Davíð Oddsson (S) í ræðu-
stól. Sagði hann að samkomulag
hefði náðst á milli Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks um að flytja sam-
eiginlega tillögu um þetta mál. Sagð-
ist hann fagna því að vera þarna
ins yrði synjað. Þá lagði Þorbjörn
ennfremur fram tillögur um að borg-
arstjóri kannaði lagalegar, fjár-
hagslegar og tæknilegar leiðir til að
hefja hljóðvarps- og sjónvarpssend-
ingar sem nái til Reykjavíkur og ná-
grennis.
Ekkert gert til að
hefta útsendingar
Næstur talaði Björgvin Guð-
mundsson (A). Hann sagði að þeir
borgarráðsmenn sem tillöguna
studdu hefðu talið að það væri ekki á
valdi borgarinnar að gæta laga í
þessu efni, enda hefðu Póstur og
sími og Rikisútvarpið ekki gert neitt
til þess að hefta útsendingar mynd-
bandafyrirtækja. Það virtist greini-
lega ekki ætlunin að stöðva þessa
starfsemi, enda hefðu menntamála-
ráðuneyti, samgönguráðuneyti,
Póstur og sími eða Ríkisútvarpið
ekki hreyft legg eða lið. Þá sagði
Björgvin að í samþykkt borgarráðs
hefði verið áskilið að fyrirtækið
hlýddi fyrirmælum borgarverkfræð-
ings um hvernig að málinu skyldi
standa.
Þá sagði hann að hann gæti stutt
kominn í góðan hóp, en gat þess að
fyrir ári hefði verið felld hliðstæð
tillaga frá sjálfstæðismönnum. Sam-
þykkt þeirrar tillögu hefði hfnsvegar
getað skipt sköpum varðandi fram-
gang málsins. Hins vegar stæði
Björgvin Guðmundsson fulltrúi Al-
þýðuflokksins nú réttu megin og það
væri gott, betra seint en aldrei.
Sagði Davíð að á sínum tíma hefði
Guðrún Helgadóttir talað um þetta
mál með ósvífnum hætti og komið
með alrangar upplýsingar á fundinn.
Það væri víðsfjarri að skrefatalning
væri reglan, eins og hún hefði þá
viljað vera láta. Þá sagði Davíð að
skrefatalningin væri ein mesta
kjaraskerðing sem almenn heimili
hefðu orðið fyrir.
Kólk talar of mikið í síma
Næst talaði Guðrún Helgadóttir
(Abl). Sagði hún að erfitt væri um að
segja hvort símagjöld hækkuðu eða
lækkuðu með tilkomu skrefataln-
ingar. Sagði hún ævintýramennsku
að samþykkja tillöguna sem fyrir
fundinum lá. Símanotkun væri
óhóflega mikil og ætti að spara á því
sviði, enda talaði fólk of mikið í
síma. Þá sagði hún að Reykvíkingar
myndu hagnast á skrefatalningunni,
þar sem nú væri ódýrara að hringja
út á landsbyggðina en áður. Því
treystu fulltrúar Alþýðubandalags
hugmyndir um landshlutasjónvarp
og útvarp, líkt og rætt væri um í
tillögu Þorbjörns Broddasonar. Þá
sagðist Björgvin óska eftir því að
máli þessu yrði frestað til næsta
fundar, vegna þess að Videoson hefði
í heimildarleysi hafist handa við
lagningu jarðstrengja, þrátt fyrir að
borgarstjóri hefði tilkynnt þeim að
þeir hefðu ekki heimild til slíkra
framkvæmda.
Einkaréttur Kíkisút-
varpsins fyrir bí
Þá kom í ræðustól Davíð Oddsson
(S). Sagði hann að borgarráð þyrfti
að velta því fyrir sér hvort atbeini
þess leiddi til að lög yrðu brotin.
Kvað hann hugsanlegt að Videoson
hefði brotið 2. grein útvarpslaga, en
það hefði komist upp með það. Hins-
vegar væri ljóst að ýmsum lagafyr-
irmælum væri ekki haldið uppi þó
þau væru til staðar. Ennfremur
sagði hann að útvarpslögin og einok-
unarákvæði þeirra fengju tæpast
staðist vegna tækniframfara. Ríkis-
útvarpið hefði gert sér Ijóst að það
væri á eftir tímanum og þess vegna
héldi það ekki uppi rétti sínum. Hér
væri um það að ræða að grafa í götur
og hvort það væri leyft hefði engin
áhrif á það hvort myndbandabylgjan
flæddi yfir landið.
Davíð sagði það ljóst að einkarétt-
ur Ríkisútvarpsins væri fyrir bí og
bersýnilegt væri að ekkret yrði gert
til að halda lagaákvæðum um einka-
rétt uppi. Þá benti Davíð á að viðtæk
myndbandastarfsemi færi fram í
leiguhúsnæði borgarinnar í Breið-
og Framsóknarflokks sér ekki til
þess að samþykkja þessa tillögu.
Sagði hún Alþýðubandalagið ekki
með því móti ætla að kaupa sér vin-
sældir, sem tæpast dygðu til vors.
Ábyrgdarleysi
Þá talaði Eiríkur Tómasson (F).
Sagði hann umræður þessa bera
keim af ábyrgðarleysi. Hann væri
þeirrar skoðunar að ekki ætti að etja
saman Reykvíkingum og fólki af
landsbyggðinni. Það væri lands-
byggðinni nauðsyn að Reykjavík
væri öflug borg og Reykjavík væri
nauðsyn á styrkri landsbyggð. Sagði
hann að reynt væri að blása upp'
skrefatalninguna. Kvaðst hann á
móti tillögunni.
Þá talaði Magnús L. Sveinsson (S).
Sagði hann að Reykvíkingar væru
skattlagðir verulega umfram fólk í
dreifbýlinu, sífellt væri verið að
skattleggja Reykvíkinga. Nú vildi
Guðrún Helgadóttir skattleggja þá
vegna þess að þeir töluðu of mikið í
sima. Hverra væri að meta það? Þá
spurði Magnús hverjir töluðu of
mikið í síma að mati Guðrúmar.
Eiríkur fulltrúi
landsbyggðarinnar
Þá talaði Davíð Oddsson (S). Sagði
hann að Eiríkur Tómasson stæði sig
vel í því hlutverki að vera fulltrúi
landsbyggðarinnar í borgarstjórn
Reykjavíkur. Hins vegar væri það
þannig að auknar skattaálögur á
Reykvíkinga væru alltaf rökstuddar
mað því að ekki mætti egna saman
Reykvíkingum og dreifbýlis-
mönnum. Reykvíkingar mættu alls
ekki njóta þeirra landgæða sem hér
væru. Þá sagði Davíð að það væri
ekki í verkahring Guðrúnar Helga-
dóttur að stjórna því hvort fólk tal-
aði of mikið í síma. Enda væri ekki
holti og væri þetta gert í skjóli fé-
lagsmálaráðs Reykjavikurborgar og
engar tilraunir væru gerðar af þess
hálfu að koma í veg fyrir það.
Staðfesta samþykkt
borgarráðs
Þá talaði Páll Gíslason (S). Sagði
hann að myndbandatækni færi vax-
andi og hefði Rikisútvarpið ekki
fylgst með tímanum í því efni. Þá
væri það erfitt fyrir Reykjavíkur-
borg að sjá mönnum fyrir skemmti-
efni og Páll spurði hvort borgin gæti
sett sig í dómarasæti, hvað mönnum
væri hollast. Þá sagðist hann telja
að lagagrundvöllurinn undir út-
varpslögunum væri orðinn hæpinn,
enda hefði ekkert verið gert til að
hefta þessar sýningar. Þá kvaðst
hann ekki geta séð hvernig Ríkisút-
varpió ætlaði að taka þetta af fólki.
Þá sagði hann að borgarfulltrúar
ættu að staðfesta samþykkt borgar-
ráðs um þetta mál.
.Brýtur í bága við lög
Næstur talaði Sigurjón Pétursson
(Abl.). Sagði hann ljóst að starfsemi
Videoson bryti í bága við ýmsar lag-
agreinar. I lokuðum sjónvarps-
kerfum væru sýndar myndir sem
bannaðar væru börnum og því brytu
sýningarnar í bága við lög um vernd
barna og ungmenna. Þá nefndi Sig-
urjón lög sem hann taldi að brotið
væri gegn og voru það höfundarlög
og útvarpslög. Þá sagði Sigurjón
Ijóst að myndbandabylgjan yrði ekki
stöðvuð, en hinsvegar væri hægt að
beisla þessa tækni. Hann sagði að
fyrirtækið hefði grafið í sundur göt-
ur og stíga og opin svæði án leyfis og
um slíkt að ræða, þar sem símakerf-
ið þyldi álagið auðveldlega.
Svipuð lífskjör í landinu
Þá talaði Björgvin Guðmundsson
(A). Hann sagði engan ágreining um
að jafna ætti símakostnað. Þegar til-
laga sjálfstæðismanna hefði verið
felld á sínum tíma, hefði hún lotið að
því að falla frá skrefagjaldi. Þá gat
hann þess að málflutningur Guðrún-
ar Helgadóttur á þeim tíma hefði
ekki haft áhrif á afstöðu sína.
Næstur talaði Guðmundur Þ.
Jónsson (Abl). Sagði hann að skrefa-
talningin skerti lífskjörin, en ekki
mikið, ekki væri um stórkostlega
kjararýrnun að ræða. Þó væri dýr-
ara að hringja eftir breytinguna.
Kvaðst hann þeirrar skoðunar að
lífskjörin ættu að vera svipuð hvar
sem væri á landinu.
Nú kom í pontu Eiríkur Tómasson
(F). Sagði hann að greiðslubyrði
Reykvíkinga hefði þyngst vegna
ásóknar aldraðra og fleiri hópa til
Reykjavíkur. Ætti Reykjavík að fá
það bætt úr Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga.
Afstada Alþýðubanda-
lagsins óskiljanleg
Síðastur talaði Ólafur B. Thors
(S). Sagði hann að hér væri um að
ræða mat á valkostum og viidu
flutningsmenn tillögunnar að slíkir
kostir yrðu metnir. Hins vegar væri
afstaða Alþýðubandalagsins óskilj-
anleg. Það væri ekki hlutverk borg-
arstjórnar að jafna símakostnaðinn
í landinu. Sagði hann að Reykvíking-
um fyndist símakostnaðurinn óþarf-
lega hár og mönnum fyndist það al-
gerlega óþarft að hækka hann. Hins
vegar væri hægt að bæta aðstöðu
manna með öðrum leiðum en skrefa-
talningu á símtöl. ój
þrátt fyrir fyrirmæli um frestun
framkvæmda, fyrirtækið hefði haft
fyrirmæiin að engu. Þá gat Sigurjón
þess að hann styddi framkomna
frestunartillögu.
Synja heimild af
grundvallarástæðum
Þá talaði Eiríkur Tómasson (F).
Sagði hann að tvær hliðar væru á
máli þessu; spurningin væri um
hvort borgin ætti að heimila kapal-
lagnir, og hvort myndasendingar
sem hér um ræddi væru æskilegar
eða ekki. Kvaðst hann ætla að ræða
aðra hlið málsins, þá hvort borgin
ætti að veita umbeðið leyfi. Gat
hann þess jafnframt að hann væri
ekki mótfallinn myndbandasending-
um. Þá sagði Eiríkur að borgin gæti
ekki fylgst með því hvort höfundar-
lög eða barnaverndarlög væru brot-
in, en hann felldi sig hins vegar ekki
við að borgin heimilaði lagningu
jarðstrengja sem notaðir yrðu á
ólögmætan hátt.
Kvaðst hann telja rétt að synja
heimildinni af grundvallarástæöum,
ekki síst vegna þess að fyrirtækið
hefði brotið í bága við reglur þær
sem borgin hefði sett. Þá beindi
hann þeim tilmælum til borgar-
stjóra að hann léti gera skýrslu um
athafnir Videoson í þessu máli fram
á þennan dag. Þá sagði hann sig á
móti því að borgin tæki þátt í lög-
brotum en kvaðst ekki á móti mynd-
bandavæðingunni. Hins vegar ætti
að bíða eftir því að Alþingi setti lög
um þessi efni. Sagði Eiríkur að ef
menn slitu í sundur lögin, þá slitu
menn og í sundur friðinn.
Staðbundnar stöðvar ryðja
sér til rúms
Þá talaði Markús Örn Antonsson
(S). Sagði hann að afstaða útvarps-
ráðs í málum þessum hefði verið sú
að fara sér hægt og fara varlega í
sakirnar. Hins vegar gætti óneitan-
lega tvískinnungs í þessum málum,
því sýningar af myndböndum væru
gerðar með vitund Ríkisútvarpsins.
Benti hann á að þetta hefði lengi
verið gert, til dæmis væri myndband
í velflestum togurum og væri efni úr
sjónvarpinu tekið upp og flutt þar.
Öllum væri um það kunnugt. Þá
kvað hann það staðreynd að breyt-
ingar á útvarpslögum í nágranna-
löndunum miðuðu að því að brjóta
niður einkarétt ríkisins á slíkum
sendingum og væru staðbundnar út-
varps- og sjónvarpsstöðvar að ryðja
sér til rúms, vegna breytinga í
frjálsræðisátt.
Sagði Markús að myndbandasýn-
ingar væru algengar og nefndi hann
að víða væri orðið um umsvifamik-
inn rekstur að ræða og nefndi Borg-
arnes sem dæmi, þar væri kominn
upp vísir að staðbundinni sjón-
varpsstöð. Því mættu Reykvíkingar
ekki vera eftirbátar annarra og ættu
þeir að koma sér upp slikum stöðv-
um líka. Sagði hann að haga ætti
gatnagerð þannig í framtíðinni, að
þar væri gert ráð fyrir rörum fyrir
jarðstrengi undir götunum, til þess
að ekki þyrfti að grafa götur í sund-
ur ef menn vildu tengja hús mín
myndbandakerfum. Þá kvaðst hann
hafa miklar efasemdir gagnvart til-
lögum Alþýðubandalagsins, þar sem
hann teldi að staðbundnar stöðvar
ættu að vera í höndum einkaaðila.
Sigurjón sjónvarpsstjóri
Þá talaði Davíð Oddsson (S). Hann
sagði að þó að í húsi Sigurjóns Pét-
urssonar færu fram myndbandasýn-
ingar, þá væru þær ekki síður lög-
brot en hjá öðrum. Engu breytti, þó
þar væru sýningar í höndum fólksins
í húsinu og Sigurjón þá nokkurs kon-
ar sjónvarpsstjóri. Þá sagði Davíð að
sér væri það hulin ráðgáta af hverju
lögreglan hefði ekki stöðvað upp-
gröft og jarðrask Videoson-manna
fyrst þeim hefðu verið bannaðar
slíkar framkvæmdir.
Síðan talaði Þorbjörn Broddason
(Abl.). Sagði hann að með því að
samþykkja leyfisveitinguna, þá væri
verið að leggja blessun sína yfir
lögbrot.
Loks talaði Páll Gíslason (S).
Hann sagði að ef fólki líkaði ekki
myndbandasýningarnar þá gæti það
slökkt á sjónvarpstækjum sínum.
Fólk yrði að fá að hafa vit fyrir sér
sjálft, aðrir menn ættu ekki að taka
það hlutverk að sér. Þá sagði Páll að
miklar framfarir hefðu orðið í
tæknimálum þessum síðustu ár og
ekki væri unnt fyrir menn að standa
gegn framförunum. ój
Tillaga vegna skrefatalningar:
Ein mesta kjaraskerðing sem
heimilin hafa orðið fyrir
- segir Davíð Oddsson
Á BORGARSTJOKN'AKFPNDI sem haldinn var á fimmtudagskvöld lögðu borg-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins fram tillögur til að mótmæla
skrefagjaldi á innanbæjarsímtöl. Sameinuðust flokkarnir síðan um aðra tillöguna,
þar sem þær voru efnislega samhljóða, og er tillagan á þá leið að skorað er á
Alþingi að samþykkja þingsályktunartillögu um könnun á afstöðu símnotenda til
mismunandi valkosta við jöfnun símakostnaðar. Knnfremur er í tillögunni skorað
á samgönguráðherra að láta þegar í stað hætta skrefatalningu á símtölum sem upp
hefur verið tekin, að minnstAkosti þar til niðurstöður könnunarinnar liggja fyrir.
Tillagan var samþykkt mað 9 atkvæðum sjálfstæðis- og alþýðuflokksmanna gegn
5 atkvæðum fulltrúa Alþýðubandalags og Kramsóknarflokks. Guðmundur Þ.
Jónsson (Abl) sat hjá.