Morgunblaðið - 07.11.1981, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981
21
Basar Kvenna-
deildar Styrkt-
arfélags lam-
aðra og fatlaðra
I'KSSl mynd er tekin þegar konur í
Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra
og fatladra, voru ad leggja síðustu
hönd á undirbúning að sínum árlega
basar, er haldinn verður á sunnu-
daginn kemur, 8. nóv. Basar kvenna-
deildarinnar hefur jafnan þótt hinn
glæsilegasti og margur dottið í
lukkupottinn sem þangað hefur
komið. Á myndinni er aðeins lítið
sýnishorn af því sem þar verður á
boðstólum.
Að þessu sinni verður basarinn
haldinn í nýbyggingu styrktarfé-
lagsins að Háaleitisbraut 11—13,
sem nú er á lokastigi. Með tilkomu
hinnar nýju byggingar stækkar
endurhæfingastöð félgsins veru-
lega og aukast því möguleikar
fyrir margskonar endurhæfingu
og aðstoð við þá sem eru fatlaðir
eða lasburða.
Kvennadeild styrktarfélagsins
hefur ávallt unnið ötullega að
framfaramálum félagsins og lagt
fram drjúgan skerf til uppbygg-
ingar þess. Mörgum er í fersku
minni kvikmyndin „Dagur í
Reykjadal", sem sýnd var í Sjón-
varpinu nýlega og lýsti degi í lífi
fatlaðra barna á sumardvalar-
heimili félagsins.
Ágóða af basar kvennadeildar-
innar er m.a. varið til stuðnings
við sumardvöl fatlaðra barna og
einnig til stækkunar endurhæf-
ingarstöðvarinnar að Háaleitis-
braut.
Auk þess að geta gert góð kaup
á basarnum sér diskótekið „Dollý"
um músík við allra hæfi og verk-
smiðjan Vífilfell hf. mun bjóða
öllum basargestum upp á coca-
cola og fleiri svaladrykki.
(Króltalilkynnin^)
Mezzoforte
á ísafirði
Hljómsveitin Mezzoforte mun
leika á tvennum tónleikum að
Uppsölum á ísafirði sunnudaginn
8. nóvember. Fyrri tónleikarnir
hefjast klukkan 4 á sunnudagseft-
irmiðdaginn og þeir síðari kl. 9 um
kvöldið.
Það er tónlistarklúbbur
Menntaskólans á Isafirði sem
gengst fyrir komu Mezzoforte til
Isafjarðar, og reynt verður að
stilla aðgöngumiðaverði í hóf.
Myndlista-
sýning í
Gallerí 32
Einar Þór Lárusson er með
myndlistasýningu í Galleríi 32 og er
hún opin daglega frail4.00 til 20.00
fram til 12. nóv. Laugardaginn 7.
nóv. mun hljómsveitin Ilrím flytja
frumsamið efni á sýningunni.
herman miller
skrifstofuinnréttingar
V
SKRIFSTOFUTÆKNI HF
ARMULA 38.105 REYKJAVIK.
SÍMI85455. RO. BOX 272.
/
«
Viö sýnum
Ford Mustang og Ford
Granada á bílasýningu okkar
í dag — opið frá kl. 10—17.
Glæsilegir bflar
á góðum kjörum
A
Sveinn Egi/sson hf.
SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100