Morgunblaðið - 07.11.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981
23
Thatcher ræðst gegn eyðslusemi og skattagleði sveitarstjórna:
Frelsi sveitarstjórna til
skattheimtu takmarkað
Tókjó, 6. nóvember. AP.
STJORN Margrétar Thatcher lagdi í dag fram frumvarp sem kemur til með
að skerða frclsi borga- og sveitarstjórna til skattahækkana. Er frumvarpið
fram komið vegna lítilla undirtekta sveitarstjórnarmanna við fjármálastefnu
brezku stjórnarinnar. Á sama tíma og stjórnin hefur dregið úr opinberum
útgjöldum og dregið úr sköttum, hafa bæjar og sveitarstjórnir aukið útgjöld
og þá um leið skatta.
Ljóst er, að frumvarpið mun
mæta mikilli andstöðu hjá bæjar-
og sveitarstjórnum Bretlands,
sem eru 413 að tölu. „Það á nú að
taka af fólkinu þau réttindi að fá
Ráðherrann sagði að haldið yrði
í gildandi reglur og yrði ekki að
vænta breytinga á fiskveiðistefnu
stjórnvalda því koma yrði í veg
fyrir ofveiði fiskistofna með öllum
ráðum.
Hins vegar sagði ráðherrann, að
það væri stefna stjórnarinnar að
láta samtökum sjómanna og út-
vegsmanna það eftir að skipta afl-
anum. Ráðherrann útskýrði ekki
nánar hvað hann ætti við í þessu
sambandi.
A fundinum gagnrýndi Johan J.
Toft formaður Norges Fiskarlag
að segja sjálft til um hvernig
sveit þeirra skuli stjórnað," sagði
talsmaður Lundúnaborgar!
Lundúnaborg, sem stjórnað er
af vinstrimönnum, hefur hækkað
þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
lækka framlag til olíusjóðsins úr
35 milljónum króna í 20 milljónir.
Sjóðnum er ætlað að greiða skaða-
bætur til sjómanna sem verða af
miðum vegna olíuvinnslu Norð-
manna við strendur landsins.
Toft gagnrýndi einnig áform yf-
irvalda um olíuleit við strendur
Mið-Noregs. Stjórnin hefur í
hyggju að vinna þar olíu árið um
kring, en norskir sjómenn halda
því fram að olíuvinnsla árið um
kring á þessum slóðum sé of
áhættusöm vegna illviðra.
fasteignaskatta um 25% frá því í
sveitarstjórnarkosningunum í
maí síðastliðnum.
Forstöðumaður vinstrimeiri-
hlutans sagðist í dag mundu
knýja í gegn aðra 25% fasteigna-
skattshækkun eigi síðar en í apríl
næstkomandi til að vega upp á
móti lækkun fargjalda með neð-
anjarðarlestum og strætis-
vögnum.
Samkvæmt frumvarpi stjórn-
arinnar verða sveitarstjórnir að
efna til kosninga hver á sínum
stað, hyggist þær hækka gjöld
umfram leyfilegt hámark sem
ríkisstjórnin ákveður.
Bæjar- og sveitarstjórnir eru
andvígar þessum áformum, hvort
sem þær eru skipaðar hægri- eða
vinstrimönnum. Búast má við
miklum þrýstingi á þingmenn, og
næði frumvarpið ekki fram að
ganga af þeim sökum, yrði um
fyrsta meiriháttar ósigur
Thatcher að ræða í þau tvö og
hálft ár sem hún hefur stjórnað.
Af hálfu stjórnarinnar er von-
ast til að frumvarpið verði orðið
að lögum fyrir vorið. Andstæð-
ingar frumvarpsins halda því
fram að það jafngildi stjórn-
arskrárbreytingu.
ÉRLENT
Noregur:
Áfram óbreytt
fiskveiðistefna
Osló, 6. nóvember, frá Jan Erik Laure fréttaritara Mbl.
STJÓRN Hægriflokksins hyggst ekki slaka á þeim regluin er gilda um
fiskveiðitakmarkanir, að því er Thor Listau sjávarútvegsráðherra sagði á
ársfundi Norges Fiskarlag.
„Nú get ég keypt nýjan
Fiat annan hvern dag“
Erno Kubik ásamt Önnu, þriggja ára gamalli dóttur sinni. Kubik heldur á teningn-
um góða, sem nú hefur gert hann að milljónamæringi, einn af fáum austan
járntjaldsins.
- segir Erno
Rubik, höfundur
töfrateningsins
HVEKNIG fara menn að því að verða
milljónamæringar í kommúnistaríki?
Ungverski verkfræðingurinn Erno
Rubik, höfundur töfrateningsins, sem
farið hefur sigurför um heim allan á
þessu og síðasta ári, veit svarið við
þeirri spurningu.
„Nú á ég nóga peninga til að
kaupa mér nýjan Fiat annan hvern
dag,“ segir Rubik en bætir því við,
að það sé að vísu lítill Fiat. Að hans
sögn leyfa ungversk stjórnvöld
honum að halda eftir 80% af tekj-
unum, sem hann hefur af sölu ten-
ingsins, en talið er að um 25 millj-
ónir teninga hafi selst. Haft er eftir
mönnum á Vesturlöndum, sem sjá
um sölu teningsins þar, að Rubik sé
einn af tíu ríkustu mönnum í Ung-
verjalandi og að á síðustu tveimur
misserum hafi hann ekki borið
minna úr býtum en 14 — 15 milljón-
ir ísl. kr.
Erno Rubik segir þó, að peningar
skipti hann ekki öllu máli. „Ég gæti
þess vegna ekið um á Rolls Royce
en ég læt mér nægja Volkswagen
Golf og í flugvélum geri ég mér að
góðu almenn sæti. Ég bý enn í
sama húsinu í Budapest og ná-
grannarnir, sem þekktu mig ekki
áður en ég varð ríkur, þekkja mig
ekki enn. Það eina, sem mér finnst
nokkru varða, er að búa konu minni
og dóttur gott heimili."
Rubik fann upp töfrateninginn
árið 1974 og fékk þegar í stað
einkaleyfi á honum í Ungverja-
landi. Hann gerði samning við
ungverska leikfangafyrirtækið
Polytechnika, sem reyndi að koma
teningnum á markað erlendis, en í
þeim efnum hvorki gekk né rak
fyrstu árin og það var ekki fyrr en
á síðasta ári, að æðið greip um sig.
í kjölfar þess hafa svo ótal eftirlík-
ingar skotið upp kollinum og á
Formósu einni hafa t.d. 80 ólögleg-
ar eftirlíkingar komið fram í
dagsljósið og innflytjendur um all-
ar jarðir standa nú í miklu mála-
vafstri til að binda enda á þessa
iðju.
Erno Rubik er höfundur og upp-
hafsmaður töfrateningsins en þrátt
fyrir það er hann mikill eftirbátur
þeirra, sem slyngastir eru í að leysa
gátuna. Rubik er nú í París þar sem
fram fer alþjóðleg keppni í tenings-
þrautinni. Til að taka þátt í henni
mega menn ekki vera lengur en 48
sekúndur að raða saman öllum
hliðum teningsins og þeir sem eru
lengur en 20 sekúndur, eru ekki
taldir koma til greina sem verð-
launahafar.
Rubik sjálfum dugar hins vegar
ekki minna en ein mínúta til að
greiða úr gátunni, sem hann samdi
fyrir sjö árum.
Frá kynningu Klúbbs matreiðslumeistara sem stendur um helgina.
Ljósm. Rax.
Klúbbur matreiðslu-
meistara kynnir ís-
lenskan og erlendan mat
KYNNING á íslenskum og erlendum matvælum stendur nú yfir í Félags-
heimilinu á Seltjarnarnesi. Klúbbur matreiðslumeistara stendur að kynning-
unni, sem verður opin í dag og á morgun kl. II—23.
Einnig sýna þarna innlendir
framleiðendur og innflytjendur
matvörur, hráefni til matargerðar
og annað í tengslum við matar-
gerð. Klúbbur matreiðslumeistara
býður sérstakan matseðil úr gam-
alkunnum íslenskum mat í nýjum
búningi. Meðal rétta eru hvít-
vínssoðin bláskel, innbakaðir sæ-
sniglar, rækjusúpa, innbakaður
lambahryggur, vöðvi og skyrkaka
með appelsínum og rjóma. Jón
Sigurðsson formaður klúbbsins
segir að stefnt sé að aukinni
fræðslu í matargerðarlist og að
gæðakröfur neytenda á islenskar
sjávar- og landbúnaðarafurðir
verði að aukast.
14. landsþing FÍB:
Vegamál, öryggismál
og stofnun ferdaskrif-
stofu FÍB efst á baugi
LAUGARDAGINN 7. og sunnu-
daginn 8. nóvember nk. fer fram á
Hótel Borgarnesi 14. landsþing
Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Á þingi þessu verða rædd almenn
félagsmál FÍB, en stórmál þings-
ins eru vegamál, öryggismál og
stofnun ferðaskrifstofu FÍB.
Vegamálastjóri, Snæbjörn Jónas-
son, kemur á þingið og flytur er-
indi sem nefnist ný viðhorf í vega-
málum. Einnig verða flutt erindi
um öryggismál. Til umræðu á
þinginu kemur einnig stofnun
ferðaskrifstofu FIB, en hlutverk
hennar verði aðallega að efla sam-
band við systurfélög í nágranna-
löndunum, en skandinavisku fé-
lögin starfrækja öll ferðaskrif-
stofur, og hyggst FÍB með þessu
móti skapa sér aðstöðu til þess að
veita félagsmönnum greiðari
ferðaþjónustu en áður hefur verið.
Einkum mun sú þjónusta vera í
sambandi við ferðalög í bifreiðum
um Evrópu. í sambandi við vega-
málin verður ennfremur rætt um
skattlagningu á bifreiðir og
rekstrarvörur til þeirra.
Kristniboðsdagur á morgun
ÁRLEGUR kristniboðsdagur er á morgun, en þá er í kirkjum landsins og á
samkomum víða minnt á kristniboðsstarf meðal heiðinna þjóða og gjöfum til
þess veitt móttaka. Samband ísl. kristniboðsfélaga hefur undanfarin ár
starfrækt kristniboð í Konsó í Eþíópíu og ('heparería í Kenýa.
Tvenn hjón starfa um ýtessar
mundir í Kenýa, en engir Islend-
ingar eru við störf í Eþíópíu eins
og sakir standa. Þá eru hjón við
nám í Osló í vetur til undirbúnings
kristniboðsstarfi á vegum SÍK, en
sambandið starfar í nánum
tengslum við Norska lútherska
kristniboðssambandið.
I bréfi sem Gísli Arnkelsson
formaður SÍK hefur ritað sókn-
arprestum til upplýsingar um
starfið kemur m.a. fram, að fjöl-
margar kirkjur í Eþíópíu eru lok-
aðar og kemur fólk saman í
heimahúsum „... fólk þráir að
hlusta á Guðs orð og æ fleiri taka
trú á Krist og láta skírast, þó að
það kunni að kosta erfiðleika og
ofsóknir, er það játar trú sína
opinberlega á þann hátt,“ segir
m.a. í bréfinu.
Þá segir um starfið í Kenýa, að
íslensku kristniboðarnir hafi að-
stoðað við að koma á fót barna-
skóla, sem á þriðja hundrað börn
stundi nám í. Kirkja var vígð í
kristniboðsstöðinni fyrir ári og
segir að víða um sveitirnar biðji
fólk kristniboðana að koma til
starfa. Verið er að kanna útvegun
fjár til að reisa sjúkraskýli í stöð-
inni, en kristniboðsstarfið er borið
uppi af frjálsum framlögum vel-
unnara þess.
SÝHUM1982 ÁRGERÐIRNAR AF
TAUNUS OG TRANSIT
Sveirrn Egilsson hf., Skeifunni 17. S.: 85100.