Morgunblaðið - 07.11.1981, Side 34

Morgunblaðið - 07.11.1981, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAliUR 7. NÓVEMBER 1981 34 SP ER3Y VÍCKERS POWER ANO MOTKDN CONTROL SYSTEMS | Háþrýstidælur, mótorar, ventlar og stjórntæki í vökvakerfi til sjós og lands. Einkaumboö á íslandi. Atlas hf GRÓFINNI 1 - SÍMI 26755 LAUGAVEGI47 SIM117575 Frá viðskiptaþingi - Framtíð einkarekstrar: Ríkisaískipti og einkarekstur eftir Sigurð R. Helgason, fram- kvœmdastjóra Hér fer á eftir kafli úr erindi, sem Sigurður R. Heigaaon, fram- kvæmdastjóri, flutti á Viðskipta- þingi Verzlunarráðs íslands fyrir skömmu: Mikil ríkisafskipti Afskipti ríkisvalds á Islandi af atvinnurekstri — einstökum fyrirtækjum og heilum atvinnu- vegum — í formi verðstöðvana, styrkja, „rangrar gengisskrán- ingar, sjóða- og kvótakerfa er kunnari en frá þurfi að greina. Aimenn áhrif þeirra hvað at- vinnureksturinn snertir er aukin rekstraráhætta — samanber hinar ýmsu útflutningsgreinar nú þegar íhugað var hvort fella eigi gengi eða færa fé frá eigend- um saltfisks og sparifjár, til þeirra sem veiða síld og loðnu. Markaðurinn er sviptur hlut- verki sínu til að tryggja bezta nýtingu framleiðsluþátta þjóð- félagsins — en meira um það síðar. Fjármagnsleysi Við aðstæður óðaverðbólgu er sívaxandi fjármagnsþörf sjálf- gerður fylgikvilli. Greiða þarf aðföng sífellt hærra verði með fjármagni sem grundvallast á tiltölulega eldra verði. Ef fyrir- tækið á að halda eiginfjárhlut við óbreytta veltu er ekki nóg að hækka verð jafnóðum heldur verður að leggja á fyrir væntan- legum hækkunum. I verðstöðvun er afgreiðsla hækkanabeiðna dregin á langinn og fyrirtækið rekið til frekari lántöku sé hún þá fáanleg. Atvinnulíf, sem býr við slíkar aðstæður er ekki lík- legt til atvinnulegrar uppbygg- ingar — það streitist mest við að lifa af. Valdaleysi Víða um Vesturlönd er talað um atvinnurekendavald af sannfær- ingu. Benda má á í því sambandi að náið samspil ríkisvalds og at- vinnurekstrar i Japan. Hérlendis standa fyrirtækin höllum fæti í sífelldri baráttu við verðlags-, fjármagns- og leyfaveitinga- stofnanir um að geta lifað. Atvinnugreinar eru aðskildar hagsmunalega með sérrsjóðum, styrkjum og öðrum aðgerðum. Verðbólgan knýr ríkisstjórn nær daglega að velja milli skyndi- hagsmuna launþega og hags- muna atvinnurekstrarins í land- inu. Kerfið eitt sér — við tiltölu- lega stöðugt verðlag væri mögu- lega viðunandi, — en við 40—60% verðbólgu eru fraln- leiðsluatvinnuvegirnir reknir í mislyndan faðm kerfisins oft á ári. Tilbúinn vandi verður jafn- vel höfuðviðfangsefni stjórn- valda. Þetta samspil kerfis og verðbólgu kann að gera illviljuðu ríkisvaldi eða miður gefnum ráðherra mögulegt að knésetja heilar atvinnugreinar á skömm- 'um tíma. Vert er að benda á að harðar verðstöðvanir og íhald í gengismálum — stefna er sögð er rekin með hagsmuni launþega fyrir brjósti, — hefur að sjálf- sögðu haft í för með sér sam- drátt í atvinnu íslenzkra borg- ara, en ýtt undir kaup útlendrar vöru og útlendrar vinnu. Sundrung Sundrung einkarekstrar birt- ist í því að svo virðist sem ein- stakar atvinnugreinar ástundi hagsmunabaráttu einar sér og ekki i náinni samstöðu við aðrar atvinnugreinar. Vera má að glæsilegur árangur landbúnaðar neð því laginu hafi villt mönnum sýn. Sú bið hefur hins vegar gefizt illa — orðið mest til að veikja atvinnureksturinn og afskræma hagkerfið að auki. Ekki bætir úr skák að hinn frjálsi atvinnurekstur í landinu er tvískiptur eftir eignarformi — einkarekstur og samvinnu- rekstur. Svo virðist sem sú skipt- ing sé mun meiri og afdrifarík- ari en víðast annars staðar. Óhagstætt almenningsálit Áður var minnzt á tilbúna árekstra launþega og atvinnu- rekenda vegna afgreiðslu nauð- synlegra verðhækkana. Sú um- ræða, sem því fylgir, hefur haft sín áhrif á almenningsálitið. — Mögulega vegna lélegrar al- mennrar kynningar á málstað atyinnulífsins. íslenzkum atvinnurekendum hefur lengi verið lagið að upp- hefja grátkór sem höfðar lítt til hins almenna kjósanda — nema síður væri. Sundurlyndi einkarekstrar- og samvinnumanna með tilheyr- andi skætingi hefur einnig án efa haft sitt að segja. Hvað getur einkareksturinn gert til að styrkja stöðu sína? Höfuðatriðið er að samstaða náist með hinum frjálsa at- vinnurekstri í landinu um grundvallarhagsmuni — í því skyni að hefja sameiginlega hagsmunabaráttu t.d. I öðru lagi er nauðsynlegt að leggja höfuðáherzlu á að kveða niður verðbólguna, helzt með samstöðu með launþegum, en ekki síður að ná fram breyting- um á kerfi verðlagsmála. í þriðja lagi að beina upplýs- ingum til almennings í því skyni að undirstrika að frjálst og blómlegt atvinnulíf er lykillinn að bættri afkomu landsmanna. Tröllateikningar í Gallerí Lækjartorgi HAUKUR Halldórsson opnar 7. nóv. myndlistarsýningu í Gallerí Lækjar torgi, þar sem hann sýnir 39 verk, kol og blýantsteikningar ásamt einu „skúlptúrverki" — Tröllalúku. Viðfangsefni Hauks er einkum ísl. þjóðsögur og sér í lagi ísl. tröilasög- ur. Haukur Halldórsson er fæddur í Reykjavík 4.7.37. Hann nam við Myndlistar- og handíðaskólann og síðar við Du Point Tegneskola í Kaupmannahöfn á sviði auglýs- inga, umbúðahönnunar, frí- merkjateikninga o.fl. Haukur hannaði „Útvegsspilið" og „Rallyspilið" 1977—79. Hann tók þátt í sýningu í Núrnberg 1979 og Reykjavík 1981. Haukur er meðlimur í Fél. ísl. teiknara, FÍT. Þetta er fyrsta einkasýning Hauks og eru öll verkin til sölu. Á sýningunni verða einnig til sölu eftirmyndir af nokkrum verk- um Hauks og er takmarkað upplag tölusett og áritað af höf. (37 ein- tök af hverri mynd). Sýningin stendur frá 7. nóv. til 22. nóv. og er opin frá kl. 14—22 alla daga. (Krétlatilkynning.) Listamaðurinn við eitt verka sinna. Heilsugæslustöðin, Asparfelli 12 Breiöholti III Tilkynning til íbúa Breiðholts III (Fell, Hólar og Berg) Nýlega hefur veriö fjölgaö læknum viö heilsugæslustööina í Asparfelli 12, þannig að þar starfa nú 4 læknar. Því er kleift aö veita fleiri íbúum í hverfinu þjónustu heilsugæslustöövar, þ. á m. heimilislæknis-, heilsuverndar- og vaktþjónustu, svo og heimahjúkrun. íbúum sem þess óska er bent á aö hafa samband viö stööina í síma 75100 og láta skrá sig. Heilbrigðisráö Reykjavíkurborgar Snigildælur, henta vel til aö dæla fiskúrgangi, sem lensi- daelur fyrir skip og báta o.fl. Snigill úr ryöfríu stáli. Þessar dælur eru kjörnar fyrir frysti- hús og vinnslustöðvar. Vest- ur-þýsk úrvalstæki. Atlas hf GROFINNI 1 - SIMI 26755

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.