Morgunblaðið - 07.11.1981, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981
41
félk í
fréttum L.
RICHARD
BURTON
LEIKUR
WAGNER
+ Richard Burton mun fara með hlutverk
tónskáldsins fræga Richard Wagners í átta
klukkustunda sjónvarpsmynd sem breskir
menn ætla að róðast í aö framleiða. Van-
essa Redgrave fer meö hlutverk Cosimu
Wagner, seinni konu tónskáldsins og lang-
afabarn Wagners, Daphne, leikur Metter-
nich prinsessu.
— Þetta fyrirtæki hefur staöiö til í þrjú
ár, sagði Jo Lustig, talsmaöur framleiöend-
anna í spjalli við blm., og við munum
semsé fara af stað af fullum krafti í janú-
arbyrjun næsta árs. Við erum glaðir mjög
að hafa krækt í Richard Burton og hann
hefur mikínn áhuga á verkefninu. Sem bet-
ur fer er hann góður til heilsunnar.
Þaö mun vekja athygli í þessari mynd að
Wagner deyr ekki sæll, hlýðandi á tónlist
sína á heimili sínu í Feneyjum, heldur lætur
handritahöfundurinn, Charles Wood, hann
fara yfir um eftir hnútukast viö konu sína
Cosimu, um hina ensku hjákonu sína,
Carrie Pringle. Handritiö hefur fengið
blessun afkomenda Wagners ...
+ Með nútímatækni gerist sífellt örðugra aö ræna banka, og hefur þaö nú aldrei veriö
neinn barnaleikur. Nú eru sjónvörp í hverjum banka, og ef bankaræninginn hylur ekki
andlit sitt, er lögreglunni léttur eftirleikurinn. Þessar myndir voru teknar af bankaráni í
Lundúnum. Skyndilega birtist maður með geysimikla byssu í bankaútibúi nokkru og
miðaöi á gjaldkerann, sem átti sér einskis ills von. Bankaræninginn komst undan meö
þúsundir punda, en þess veröur eflaust ekki langt að bíða, að hann lendi bak viö lás og
slá, þessí...
SJÓ-
SKAÐI
+ Á myndinni sést
lögreglumaður í
Hollsboro skoða
lítinn bát, sem
lenti í ofsaveðri
milli Haiti og Flor-
ida. Fleiri en sextíu
Haiti-búar voru um
borð í þessum litla
bát, en aöeins um
helmingur þeirra
lifði af þessa sjó-
ferð. Hinn helm-
ingurinn drukkn-
aði skammt undan
ströndu Florida, og
hefur 31 lík þegar
borið að landi...
Lindarbær
Gömlu dansarnir í kvöld frá kl. 21.00 til kl. 02.00.
Rútur Kr. Hannesson og félagar leika, söngkona Val-
geröur Þórisdóttir.
Aögöngumiöasala í Lindarbæ frá kl. 20.00, sími
21971. Gömludansaklúbburinn Lindarbæ.
Söngskglinn í Reykjavik
Glæsilegur Flóamarkaður
og kökusala
í lönskólanum Reykavík Vitastígsmegin á
morgun sunnudag 8. nóvember kl. 14.00.
Húsgögn. Leikföng.
Raftæki. Leirtau.
Fatnaöur. Lukkupokar.
Heimabakaðar kökur.
Happdrætti.
Stórkostlegt úrval og ótrúlega lágt verö.
Söngskólinn í Reykjavík.
Matseðill dagsins:
Sherrylöguð sveppasúpa
Gljáður hamborgarhryggur Bordelaise
Vanilluis m/heitri súkkulaðisósu
Verð kr. 98.-
Sunnudagur
Rjómalöguð spergilsúpa
Glóðarsteikt lambalæri Bemaise
Vanilluís m/heitri súkkulaðisósu
Verð kr. 98.-
Verið velkomin í
<isssmi^
Hagamel 67, sími 26070.
Heildsölubirgðir:
AGNAR LUDVIGSSON HF.,
Nýlendugötu 21,
sími 12134.